Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989.• 9 ísraelskir hermenn keyra með bryndreka yfir brynvarðan bíi norskra her- manna í friöargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Höfðu Norðmenn reynt að koma í veg fyrir að ísraelsku hermennirnir kæmust inn í þorpið Ebel es Saqi á öryggissvæðinu í suðurhluta Líbanon þar sem þeir eru með aðalstöðvar sínar. í hefndarskyni lokuðu ísraelar vegum á öryggissvæðun- um fyrir friðargæslusveitunum en opnuðu þá aftur eftir mótmæli norsks ofursta. Símamynd Reuter Settu ferðabann á norskar friðargæslusveitir ísraelskar hersveitir í Suður- Líbanon afléttu í gær banni því sem þeir höfðu sett á ferðir friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna á örygg- issvæðinu. ísraelar sökuðu norsku friðargæsluhermennina um að hafa hjálpað óvinum ísraels til árásar- ferða. Norskur ofursti segir að áttatíu ísraelskir hermenn hafi á þriðjudag- inn komið inn í þorpið Ebel es Saqi þar sem norsku friðargæslusveitim- ar eru með aðalstöðvar sínar. Norð- mennimir reyndu að stöðva ísra- elsku hermennina en samkvæmt skipun frá herforingja sínum keyrðu þeir með stómm herbíl yfir níu bíla sem lagt hafði verið á veginn að þorp- inu til að hindra framgöngu ísrael- anna. Snemma í gær lokuðu ísraelar öll- um vegum á öryggissvæðinu í suður- hluta Líbanon fyrir norsku friðar- gæslusveitunum en opnuðu þá síðan aftur í kjölfar mótmæla norska ofurstans. Norsku friðargæslusveit- imar starfa innan öryggissvæðisins sem ísraelar hafa yfirráð yfir. Norski vamarmálaráðherrann, Jo- han Jörgen Holst, hefur lýst áhyggj- um sínum vegna atburðanna og segir þá greinilega sýna hversu litla virð- ingu ísraelar beri fyrir Sameinuðu þjóðunum. NTB fl :; M É' ' ÍSSjr'lif 9. •; v . S'í’ jtw lí ; . :< m P‘ A Uh i >' ; i J w I íbúðarhúsið, þar sem eldurinn kom upp, var í lélegu ástandi og stigar innan- húss Úr tré. Símamynd Reuter Fimmtán létust í eldsvoða Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Fimmtán manns létu lífið og tíu slösuðust í eldsvoða í borginni Bel- fort í Frakklandi í gær. Upptök elds- ins em enn ekki kunn en byggingin er í lélegu ástandi og í henni leigðu fyrst og fremst nemendur og ungir verkamenn en eitthvað var einnig um eldra fólk. Er þetta mannskæð- asti eldsvoði í Frakklandi í fiögur ár og hefur lögreglurannsókn verið haf- in. Margir létu lífið er þeir hentu sér út um glugga til að forðast eldinn. Stigar vom úr tré og byggingin inn- anhúss yfirleitt mjög iíla farin þótt utanfrá væri búið að gera hana upp. Rúmlega 120 slökkviliðsmenn börð- ust við eldinn í meira en tvo tima og vora íbúar nærhggjandi húsa fluttir burt þar sem óttast var að eldurinn breiddist út. Varnarmálaráðherra landsins, Je- an Pierre Chevenement, sem jafn- framt er borgarstjóri í Belfort, kom strax á vettvang og heimsótti hina slösuðu. ______________________________________________Útlönd Árásir haf nar á Jalalabad Afganskir skæruliðar hafa und- anfama daga haldið uppi stöðugum eldflauga- og stjórskotaárásum á borgina Jalalabad. Talsmaður afg- önsku stjórnarinnar greindi frá árásunum í gær. Hafa því skæru- hðar látið til skarar skríða fyrr en þeir höfðu gefið yfirlýsingar um. Nokkrar flugvélar á flugvelhnum í Jalalabad hafa eyðilagst og tahð er að margir óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásunum. Skæra- hðar segjast hafa tekið til fanga nokkur hundruð afganska her- menn en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar. Skæruhðamir hafa aðeins gert eina alvarlega til- raun til að komast í gegnum þre- fálda varnarhnu borgarinnar. Þeir urðu frá aö hverfa, að sögn tals- manns stjórnar Najibullah. Aðalvegurinn til Kabúl er enn undir yfirráðum hersins en leiðin frá Jalalabad til Torkham við landamæri Pakistans er rofin þar sem skæruhðar sprengdu brú í um tuttugu kílómetra Qarlægð frá Embættismenn segja að á hverri borgina Kandahar í suðurhluta landamæranum. nóttu séu gerðar eldflaugaárásir á Afganistan. Reuter Aðalvegurinn frá Jalalabad til Kabúl er enn á valdi stjórnarhersins. PASKATILBOÐ Frystiskápur frá ZANUSSI. Z-9350, stærð 350 lltrar með 2 snúanlegum hurðum. Hæð 210 cm - breidd 59.5 cm - dýpt 59.5 cm Verðáður: 76.050.- Páskatilboð: 64.642.- Örbylgjuofnarfrá ZANUSSI. MW-614.3,10 hitastillingar, dreifigeisli, 14 lítra. Verð áður: 24.444.- Páskatilboð: 20.777.- MW-622.3,10 hitastillingar, dreifigeisli, 22 lítra. Verð áður: 34.936.- Páskatilboð:29.695. - Ofn, vestur-þýsk gæðavarafrá KUPPERSBUSCH. EEH-63CWLB, blástursofn til innbyggingar með innbyggðu rofaborði fyrir hellur, stafræn klukka, möguleiki á því að setja í sjálfhreinsibúnað. ■ Verð áður: 70.208.- Páskatilboð: 59.676.- Helluborð EM-60-W, einnig frá KUPPERSBUSCH. Innbyggingarmál: Hæð 3 cm - breidd 56 cm - dýpt 49 cm. Verðáður: 12.836.- Páskatilboð: 10.910.- Seljum einnig örfá lítiö útlitsgölluö heimllistæki. Mikill afsláttur. Lækjargötu 22, Hafnarfirði. Sími 50022. Öll verð eru miöuð við staögreiöslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.