Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON *
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
íslenzk stefna í Kreml
Tilraunir stjórnvalda í Sovétríkjunum og víöar aust-
an tjalds til viðreisnar efnahags eru dæmdar til að mis-
takast. Gorbatsjov og stuðningsmenn hans hefðu betur
kynnt sér málin á íslandi áður en þeir tóku upp svipaða
Framsóknarstefnu og íslenzkar ríkisstjórnir stunda.
Skiljanlegt er, að ráðamenn í Sovétríkjunum og fylgi-
ríkjum þeirra, svo og í Kína, horfi öfundaraugum til
auðsöfnunar Vesturlanda og vilji notfæra sér brot af
reynslunni að vestan. En það dugar bara ekki til árang-
urs að taka bara btinn hluta hins vestræna hagkerfis.
Velgengni auðmagnsstefnunnar stafar af notkun
sjálfvirkrar markaðstækni í stað tilskipana stjómvalda.
Stefnan nær ekki árangri, nema verð á vörum, þjónustu
og fjármagni fái að mótast 1 samræmi við hin köldu
markaðsöfl, sem koma í stað hlýju Stóra bróður.
Ef hagspekingar Gorbatsjovs hefðu lagt leið sína til
íslands, hefðu þeir komizt að raun um, að miðstýring
hagkerfisins leiðir til fátæktar. Þeir hefðu séö, að hand-
afl stjórnvalda er ekki fært um að skipuleggja gengi
peninga, vaxtahlutfall og aðra mælikvarða á verðgildi.
Þeir hefðu líka kynnzt hér á landi viðamikilli sam-
vinnuhreyfingu, sem er að veslast upp í hlýjunni hjá
stjómvöldum, er hafa haft hana að gæludýri í fjölmarga
áratugi. Þeir hefðu séð, að samvinnufélög em ekki hag-
kvæma leiðin til að leysa ríkisbú af hólmi.
Hins vegar er gaman fyrir íslendinga að fylgjast með
viðreisnartilraunum sérfræðinga Gorbatsjovs. Það gæti
orðið tilefni veðmála að þrátta um, hvenær hagfræði
hans og Steingríms Hermannssonar mætast á miðri leið
og hvort sá fundur hafi raunar þegar átt sér stað.
Þótt ráðandi stjórnmálaöfl á Norðurlöndum kenni sig
við félagshyggju, er deginum ljósara, að í úármálum og
hagkerfi þeirra ríkir markaðshyggja og aðrar undirstöð-
ur auðmagnsstefnunnar. ísland er á þessu svæði eina
landið, sem neitar sér um hin arðbæru þægindi.
Á Norðurlöndum hafa menn sætzt á þá niðurstöðu,
að auðmagnshyggjan sé notuð til að magna verðmæta-
framleiðsluna og félagshyggjan sé síðan notuð til að
dreifa dáhtlu af réttlæti út um þjóðfélagið. í þessari sátt
fær auðmagnshyggjan að njóta sín á sviði peninganna.
Reynslan sýnir, að ekki dugir að blanda saman stjórn-
tækjum, sem er handstýrt að ofan, og sjálfvirkri mark-
aðsstýringu. Steingrímur og Gorbatsjov eru báðir smám
saman að staðfesta þetta enn einu sinni. Skárra er að
hafa algera miðstýringu og bezt að hafa hana alls enga.
Það er Framsóknarstefnan, sem er til vandræða í
þessu samhengi. Þess vegna er þjóðarhagur á niðurleið
í Sovétríkjunum og á íslandi, en í miklum uppgangi í
öllum vestrænum ríkjum, sem forðast millileið hafta,
kvóta, búmarks, fastgengis, lágvaxta og sjóðakerfis.
Ekki er nóg fyrir Gorbatsjov að hvetja ríkisfyrirtæki
og samvinnufyrirtæki til að taka sjálfstæðar ákvarðanir
og starfsfólk til að hætta að drekka og fara að vinna.
Ef verðkerfi markaðarins er ófullkomið, vantar sjálf-
hreyfiaflið, sem veldur velgengni auðmagnsstefnunnar.
Engan varðar um, þótt íslendingar stundi þá sjálfs-
pyndingastefnu að kjósa yfir sig Hina leiðina. Hitt mark-
ar söguleg tímamót, ef hhðstæð stefna í Sovétríkjunum
veldur vonbrigðum fólks þar eystra og rótleysi fer að
mapnast af þeim völdum, meö óræðum afleiðingum.
Áður en Island á austurleið mætir Sovétríkjunum á
vesturleið væri gott, að miðstýrimenn okkar kynntu sér
böhð, sem Hin leiðin er að baka Sovétmönnum.
Jónas Kristjánsson
1 ■ 1
iS 1ÉM il'1
| v;l 11JP
„Enn viröist eiga að byggja nýtt húsnæðislánakerfi á væntingum og björtum vonum,“ segir greinarhöfundur.
Húsbréfakerfi verðbréfasala:
Ut í óvissuna
í húsabréfakerfinu leysa verð-
bréfasalar Byggingarsjóð rikisins
af hólmi. Húsnæðiskaupendur
verða að keppa við atvinnufyrir-
tæki um takmarkað íjármagn.
Vextir hækka, lánstími styttist og
opinber aðstoð minnkar. Kaupgeta
þeirra sem ekki eiga íbúð fyrir
minnkar. Fjölskyldur sem nú ráöa
við húsnæöiskaup gera það ekki í
húsbréfakerfinu. Til dæmis þarf
einstæð móðir fimmtungi hærri
tekjur.til að ráða viö íbúöakaup.
Húsbréfakerfið er hvalreki fyrir
verðbréfasala en fyrir húsnæöis-
kaupendur er þaö stökk út í óviss-
una.
Sagan endurtekur sig
Núverandi húsnæðislánakerfi er
ónýtt. Fyrirheit kerfisins eru meiri
en það stendur undir. Þó hefur fátt
komið fram sem ekki var vitaö í
upphafi. Hugmyndir aö núverandi
húsnæðiskerfi hlutu góðar undir-
tektir. Útreikningar sérfræðinga
lofuðu góðu. Viö afgreiðslu hlaut
þaö víötækan stuðning. Góður
ásetningur, jákvæðir útreikningar
og miklar vonir dugöu þó skammt.
Nú hggja fyrir drög að breyttu hús-
næðiskerfi.
Sérfræðingar halda því fram aö
nýja húsbréfakerfiö leysi þann
vanda sem það gamla raeður ekki
viö. Röksemdir þeirra eru ekki
sannfærandi. Mildð skortir á að
veigamiklir þættir séu rökstuddir.
Kerfinu fylgja afar fátæklegir út-
reikningar. Alls er óvisst hvort
verðbréfamarkaðurinn veldur því
hlutverki sem honum er ætlaö.
Ekki hefur verið metið hvaöa áhrif
breytingin hefur fyrir launþega.
Hlutur launþega meö lágar tekjur
er fyrir borö borinn. Kaupgeta
þeirra minnkar. Enn virðist eiga
aö byggja nýtt húsnæðislánakerfi á
væntingum og björtum vonum.
Höfum við ekkert lært?
Hvernig vinnur
húsbréfakerfið?
Til að sýna hvaða breytingu hús-
bréfakerfiö hefur í for með sér má
taka dæmi af fjölskyldu sem kaupir
sína fyrstu íbúð. íbúðin er fjögurra
herbergja og kostar 5,2 milljón
krónur. í útborgun greiöir fjöl-
skyldan 35% af kaupverðinu eða
1800 þúsund krónur. Útborgunin
er greidd með sparnaði og milljón
króna bankaláni. Eftirstöðvar
kaupverðsins, 3,4 milljón krónur,
lánar seljandi íbúðarinnar. Lánið
er verðtryggt með 8% vöxtum.
Lánstími er aht aö 25 ár. Seljandinn
fær skuldabréf fyrir fjárhæðinni
meö veði í íbúöinni. Hann fer með
það tíl Húsnæöisstofnunar ríkisins
og skiptir á því og jafnhárri fjárhæð
í húsbréfum.
Að því loknu fer seljandinn með
húsbréfin til veröbréfasala og felur
honum að selja þau fyrir sig. Þegar
kaupandi finnst seljast bréfin þó
ekki á nafnverði. Þegar afFóll hafa
verið reiknuð og veröbréfasalanum
greidd sölulaun fær seljandinn 2,9
KjaUariim
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
mhijón krónur í hendur. Mismun-
urinn er 500 þúsund krónur. And-
mælendur kerfisins halda því fram
að kaupendur þurfi að taka á sig
mismuninn f hækkuðu fasteigna-
verði.
Hvaðan kemur fjármagn?
Meö thkomu húsbréfakerfisins
hættir Byggingarsjóður ríkisins að
lána húsnæðiskaupendum. Sama
máh gildir um hfeyrissjóðina. Þeir
taka húsbréfin fram yfir hefð-
bundin lán th sjóöfélaga. Allt fjár-
magn mun koma frá verðbréfasöl-
um. Fjárfestingarfélagið, Kaupþing
og veröbréfamarkaðir bankanna
leysa opinbera húsnæðislánakerfið
af hólmi. Húsbréfakerfið er hval-
reki á fjörur þeirra. Sölulaun verð-
bréfasala munu aukast um 100-200
mhljón krónur á ári.
Undanfama áratugi hafa hús-
næðislán aðallega komið úr opin-
berum lánasjóðum á borð viö Bygg-
ingarsjóð ríkisins og félagslegum
sjóðum eins og lífeyrissjóðunum. í
húsbréfakerfinu er verðbréfa-
markaöinum ætlað að fjármagna
alla lánsfjárþörf húsnæðismarkað-
ims. Á verðbréfamarkaðinum
verða húsnæðiskaupendur að
keppa viö atvinnufyrirtæki, fjár-
festingasjóði og ríkissjóö um Qár-
magn sem er th skiptanna hverju
sinni. Þeir njóta hliðstæðra kjara
og aðilar sem nú berjast um tak-
markað fjármagn.
Stjómmálamenn hafa í áratugi
verndaö húsnæöiskaupendur fyrir
miskunnarleysi hins „frjálsa" fjár-
magnsmarkaðar. Húsbréfakerfiö
bindur enda á það.
Hvernig breytast lánskjör?
Lán frá Byggingarsjóði ríkisins
bera 3,5% vexti og eru veitt th 40
ára. Fasteignaveðlán í húsbréfa-
kerfinu mundu í dag bera 8,0%
vexti. Lánstími verður 15 til 25 ár.
Vextir í húsbréfakerfinu munu
breytast eftir ástandi á lánamark-
aði. Þegar mikh ásókn er í lán
hækka vextimir og lækka þegar
eftirspum minnkar. Húsnæðis-
kaupendur munu glíma við sama
vandamál og fyrirtæki sem eru háð
gráa fjármagnsmarkaðinum. Að-
gerðir ríkisstjómarinnar hafa
beinst að því að hefta frelsi fjár-
magnsins og þvinga niður vexti. í
húsbréfakerfinu verður ekkert
svigrúm fyrir opinbera sjóði th aö
aöstoða húsnæðiskaupendur. Þeir
verða algjörlega háöir fiármagns-
markaðinum. Gengi húsbréfa gæti
oröið lægra en nokkurn órar fyrir.
Húsnæðiskaupendur, sem leituðu
th verðbréfafyrirtækja með ríkis-
tryggö lánsloforð hjá Húsnæðis-
stofnun, urðu th dæmis að greiða
15% raunvexti.
Lítill skattaafsláttur-minnk-
uð kaupgeta
Húsbréfakerfið minnkar kaup-
getu fólks. Það er óhagstætt fyrir
ungt fólk sem ekki á íbúð fyrir,
sérstaklega launþega sem eru á
mörkum þess aö ráða viö hús-
næöiskaup vegna lágra tekna.
Stytting lánstíma og hækkun vaxta
veldur kaupendum áukinni
greiöslubyrði. Til dæmis þarf fiöl-
skyldan sem áöur var nefnd aö
greiöa 80 þúsund krónum meira í
vexti á ári en í núverandi kerfi. Til
að standa undir aukinni greiöslu-
byrði þarf hún hærri tekjur.
í húsbréfakerfinu er svonefndum
vaxtabótum ætlaö að bæta kaup-
endum upp vaxtahækkunina.
Vaxtabætumar eru hins vegar allt
pf lágar th að þjóna hlutverki sínu.
í núverandi húsnæðislánakerfi
njóta kaupendur niöurgreiddra
vaxta. Við það bætist skattafrá-
dráttur, svonefndar húsnæðis-
bætur. Vaxtabætur húsbréfakerf-
isins eru lægri en húsnæöisbætur
og vaxtaniöurgreiðsla gamla kerf-
isins. Þetta kemur misjafnlega við
einstaka þjóðfélagshópa.
Kaupgeta þeirra sem eru í dag á
mörkum þess að ráða viö íbúðar-
kaup minnkar það mikiö aö hús-
næöiskaup verða þeim ofviða. Til
dæmis þarf einstæð móðir 20%
hærri tekjur til að ráða við ibúðar-
kaup eftir að húsbréfakerfið tekur
gildi.
Stefán Ingólfsson
„Einstæö móðir þarf 20% hærri tekjur
til að ráða við íbúðarkaup eftir að hús-
bréfakerfið tekur gildi.“