Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Page 25
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989.
33
LífsstOl
„Ef ég er aö kenna stærðfræði í
fjórða bekk og vantar ný verkefni
fyrir bekkinn þá get ég prófað að
leita í gagnabankanum og reynt að
finna verkefni við hæfi. Það er fíka
afftaf gott að geta skoðað verkefni
sem aðrir hafa búið til því maður
getur fengið nýjar hugmyndir út
frá slíku,“ segir Björg Eiríksdóttir,
kennari í Kársnesskóla.
Tilefni þessara ummæla má rekja
til þess að nú mun væntanlega ekki
líða á löngu uns sex grunnskólar
landsins verða tengdir einum og
sama gagnabankanum í tölvu í
Háskóla Islands og geta þannig á
auðveldan og fljótlegan hátt skipst
á námsgögnum til hjálpar við
kennslu.
/Þessir skólar eru Melaskóli og
Hvassaleitisskóh í Reykjavík, Víði-
staðaskóh í Hafnarfirði, Grundar-
skóh á Akranesi, Kársnesskóh í
Kópavogi og Hallormsstaðarskóh á
Austurlandi,
Jóhann P. Malmquist, prófessor
í tölvunarfræði við Háskóla ís-
lands, hefur stjómað þessari til-
raun og er hún eitt af rannsóknar-
verkefnum hans við Háskólann.
Hafa þrír kennarar frá hveijum
áðurnefndra skóla tekið þátt í til-
rauninni, sá yngsti á þrítugsaldri
en sá elsti á sjötugsaldri.
Kennararnir vora meðal annars
valdir með tilhti til þess að þeir
hefðu htla eða enga reynslu af
notkun tölva. Tveir þeirra höfðu
þó lítils háttar reynslu af hug-
búnaðarnotkun en einungis einn
þeirra hafði reynslu af því að nota
Macintoshtölvu en þær era notað-
ar í tilrauninni.
Jóhann P. Malmquist ásamt Brynjólfi Þórissyni og Jon Dick en þeir hafa unnið undir stjórn Jóhanns að gerð forrita fyrir gagnabankann.
DV-myndir GVA
Gagnabanki grunnskólanna:
Vakið athygli
erlendis
Þessi thraun hefur vakið verð-
skuldaða athygli erlendis og hefur
Jóhann meðal annars haldið fyrir-
lestra um hana í Árósum og Þránd-
heimi auk þess sem hann hefur
fengið fyrirspumir víða að. Einnig
má geta þess að tilboð hafa borist
í hluta forritsins erlendis frá.
Tölvur í stað
líms og skæra
„Á undanfórnum árum hef ég
tekið eftir því að skortur er á heppi-
legu kennsluefni fyrir grunnskól-
ana. Samviskusamir kennarar
hafa setið hver í sínu horni og ver-
ið að búa tU verkefni fyrir nemend-
ur til að bæta úr þessari þörf.
Oft á tíðum hafa þeir verið með
flóð af bókum og ljósritum í kring-
um sig og síðan hafa þeir setið og
lesið sér tU, vélritað, klippt og límt.
Þetta hefur oft á tíðum kostað
kennarana alveg gífurlega heima-
vinnu,“ segir Jóhann P. Malmquist
prófessor.
„Ég fór því að velta þessu fyrir
mér og flaug í hug hvort ekki væri
hægt að nota tölvuna tíl að khppa
og líma. Jafnframt datt mér í hug
hvort ekki væri mögulegt að búa
tíl gagnabanka fyrir kennara sem
þeir gætu haft afnot af og skipst á
kennsluefni í gegnum.
Á sama tíma fór ég einnig að
hugsa um hvernig væri hægt að
kynna tölvutæknina fyrir kennur-
um á jákvæðan hátt. Það er ljóst
að tölvur koma æ meira við sögu í
skólastarfinu og maður hefur orðið
var við ákveðinn skrekk í kennur-
um við að nota þessa tækni því
þeir hafa ekki fengið næga þjálfun
í að nota tölvur á skapandi hátt
þegar þeir útbúa kennsluefni.
Þegar Utið er tU framtíðarinnar
er ljóst að tölvur verða jafn sjálf-
sögð hjálpargögn við kennslu og
Björg Eiriksdóttir og Grétar Halldórsson, kennarar við Kársnesskóla.
blýantar og pappír eru í dag. Það
verður því að gefa kennurunum
kost á að fá þjálfun við notkun tölva
og sjá tíl þess að þeir hafi ákveðið
forskot á nemendurna í þeim efn-
um. Hingað tU hefur meginþunginn
í tölvufræðslunni verið á að kenna
nemendunum að læra á tölvurnar
en hinn almenni kennari hefur
gleymst. Það má hins vegar ekki
gerast því þá getur kennarinn feng-
ið hálfgerða minnimáttarkennd
gagnvart nemendunum," segir Jó-
hann.
Apple gefur tölvur
„Á sínum tíma var ég formaöur
í úttektarnefnd, sem Sverrir Her-
mannsson, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, skipaði til að gera
úttekt á tölvumálum í skólakerf-
inu. í skýrslu, sem nefndin gaf út
þegar hún hætti störfum, árið 1987,
viðraði ég þessa hugmynd fyrst og
hlaut hún góðar undirtektir hjá
yfirvöldum.
Tíöarandi
í febrúar 1987 hitti ég að máh
Norðurlandaforstjóra Apple tölvu-
fyrirtækisins og nefndi þessa hug-
mynd við hann. Hann greip hana
strax á lofti og gaf 5 tölvur og 5
leysiprentara til að nota í tilraun-
ina. Menntamálaráðuneytið veitti
styrk til verkefnisins sem nægði til
þess að við gátum fjárfest í 15 tölv-
um hjá Apple fyrirtækinu sem þeir
seldu okkur á hálfvirði. Auk þess
fengum við 20 þúsund danskar
krónur frá Norðurlandaráöi til að
nota í verkefnið.
Viö hófumst svo handa á haust-
mánuðum 1987. Nú hefur þessi til-
raun verið í gangi í eitt og hálft ár
og lofar góðu,“ segir Jóhann.
Mikils virði
fyrir litla skóla
„Gagnabanki fyrir grannskól-
ana gæti orðið gífurlega mikils
virði fyrir Utla skóla úti á lands-
byggðinni. Á stöðum þar sem ekki
eru starfandi nema einn eða tveir
kennarar verður oft Iítið til af
kennsluefni fyrir utan það sem er
aö finna í hinum hefðbundnu
námsbókum. Því gæti gagnabanki
orðið alger bylting fyrir þessa
skóla,“ segja þau Björg Eiríksdóttir
og Grétar Halldórsson, kennarar í
Kársnesskóla.
„Okkur fannst mjög spennandi
þegar okkur var boðið að taka þátt
í þessari tilraun. Við byijuðum á
viku námskeiði í september 1987
þar sem við lærðum á tölvumar
og að nota ákveðin forrit.
Við fengum tölvur tU afnota sem
við getum haft heima og síðan höf-
um unnið að því að safna efni og
skipuleggja starfið.
Við höfum fundað nokkrum sinn-
um til að ræða málin og skiptast á
diskum með námsgögnum því sam-
skiptin við gagnabankann eru ekki
enn að fullu komin í gagnið:“
Útbúa leitarforrit
„Það er dálítið erfitt að gera sér
grein fyrir því hvað er til í gagna-
bankanum. Því þarf að útbúa sér-
stakt leitarforrit sem gerir það að
verkum að fljótlegt verði að finna
það efni sem hentar.
Til dæmis ef það vantar verkefni
í íslandssögu þarf að vera fljótlegt
að sjá hvað til er í gagnabankanum
af slíku efni og jafnframt fyrir
hvaða aldurshópa hvert verkefni
hæfir.
Kosturinn við tölvuvinnsluna er
fyrst og fremst sá að öll vinna verð-
ur skipulagðari. Verkefnin, sem
maður er að búa til, verða einnig
miklu snyrtilegri og hreinlegri. Það
er líka kostur þegar unnið er á
tölvu hversu mun fljótlegra það er
að leiðrétta og færa til í texta held-
ur en þegar unnið er á venjulega
ritvél.“
Höfundarréttarlög
„En slíkur gagnabanki rekur
einnig á eftir því að gengiö verði
frá málum eins og höfundarrétti
og greiðslum til kennara fyrir það
efni sem þeir útbúa. Slíkar reglur
eru mjög á reiki í dag og það er
brýn nauðsyn að ganga frá höfund-
arlögum sem fyrst til að tryggja
kennurum réttmætar greiðslur
fyrir verk sín.
Þegar við hófumst handa við
þessa tilraun var samið um það við
okkur sem taka þátt í tilrauninni
að við skiptumst endurgjaldslaust
á efni innan verkefnisins," segja
þáu Björg og Grétar.
Mikiðaf
nýju námsefni
Samstarf kennaranna og Jó-
hanns hefur nú þegar borið þann
ávöxt að nokkuð mikið er orðið til
af ýmss konar námsefni í gagna-
bankanum og spannar það í dag
nokkur þúsund síður. Má þar með-
al annars nefna flokkunarkerfi fyr-
ir skólabókasöfn, heimaverkefni í
ýmsum námsgreinum, prófverk-
efni og fleira.
Sérstakt samskiptaforrit er þegar
til fyrir skólana en nú er beðið eft-
ir því að Póstur og sími gefi leyfi
sitt fyrir innflutningi á hraðvirkum
en ódýrari mótöldum en fást hjá
þeim. En slík mótöld era mun hent-
ugri þegar námsgögn era send á
milli skóla. Þegar þau verða komin
í gagnið er ekkert sem stendur í
vegi fyrir því að skólar á höfuð-
borgarsvæðinu geti skipst á efni
við skóla úti um allt land og öfugt.
Jafnvel verður hægt að skiptast á
efni við skóla úti um allan heim í
framtíðinni.
-J.Mar