Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Page 1
 A þessari mynd má sjá nokkra SUM-ara, taliö frá vinstri: Hreinn Friðfinnsson, Magnús Tómasson, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Gylfi Gíslason og Ólafur Gíslason. Þeir standa hér við málverk eftir Rósku. Kjarvalsstaðir: Eitt hundrað SUM-verk Að Kjarvalsstöðum verður opnuð á morgun kl. 16.00 yfirlitssýning á verkum eftir SÚM-hópinn 1965-1972, þar verða um 100 verk eftir fimmtán listamenn. Þessir listamenn eru Am- ar Herbertsson, Gylfi Gíslason, Haukur Dór, Hildur Hákonardóttir, Hreinn Friðfinnsson, Jón Gunnar Ámason, Kristján Guðmundsson, Magnús Tómasson, Ólafur Gíslason, Róska, Siguröur Guðmundsson, Sig- urjón Jóhannsson, Tryggvi Ólafsson, Vilhjálmur Bergsson og Þórður Ben Sveinsson. Við opnunina verður flutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Það var um miðjan sjöunda áratug- inn að nokkrir ungir hstamenn tóku sig saman og efndu til samsýninga sem bára yfirskriftina SÚM. Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu listaverkin. SÚM-aramir rufu hefð- ina og boðuðu nýja sýn, list með áður óséðum formerkjum, þar sem hefð- bundnir áhorfendur áttu erfitt með að nóta verkanna út frá sínum lærðu, menningarlegu og fagurfræðilegu forsendum. En SÚM var hvorki listhreyfing né skóh í hefðbundnum skilningi, held- ur hópur listamanna með innbyrðis óhkar skoðanir og hsthugmyndir. Hið eina sem virtist sameina þá var andstaöan við hefðbundna myndlist í landinu og vilji til að leiða íslenska hst inn á nýjar, áður ókannaðar brautir. SÚM-hópurinn var því í eðli sínu ósamstæður hópur hstamanna sem vann út frá ólíkum forsendum sem ýmist mátti tengja viö op-list, popp- hst, fluxus, pólitíska list og síðar við konsepthst og arte povera. Á síðasthðnum árum hefur Lista- safn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, efnt til yfirhtssýninga á íslenskri abstrakthst og fígúratifri hst 1965- 1985. Það var því kominn tími til að setja saman yfirhtssýningu á SÚM. List SÚM-hópsins á ekki að koma neinum á óvart lengur, heldur er hér á ferðinni menningarviðburður sem staðfestir gildi SÚM-hópsins í ís- lenskri hstasögu og gefur hstunn- endum tækifæri til að sjá hst þeirra í víðu samhengi. í tengslum við sýninguna er gefin út vegleg sýningarskrá þar sem eru meðal annars ítarlegar greinar um SÚM-hópinn eftir Ólaf Gíslason og Guðberg Bergsson auk viðtala við sjö hstamenn sem tilheyrðu hópnum. Aðstandendur Leikbruðulands ásamt brúðum er notaðar eru í Mjallhvíti. Leikbrúöuland: Þjóðleikhúsið: Haustbrúöur Aðeins tvær sýningar em fyrir- hugaðar á Mjahhvíti hjá Leik- brúðulandi á næstunni að Frí- kirkjuvegi 11. Sú fyrri verður á sunnudaginn kl. 15 og sú seinni sunnudaginn 19. á sama tíma. Mjallhvít var sett upp i tilefni tuttugu ára afinæhs Leikbrúðu- lands og var fenginn þekktur tékk- neskur leikbrúöuhönnuður, Petr Matásek, til að hanna leikbrúöur og leikstýra verkinu. í mai mun Leikbrúðuland fara með Mjallhvíti til Hohands og era fyrirhugaðar tvær sýningar á Mjahhvíti á brúöuleikhúshátíð í Dortrecht. Þaö er ekkert nýtt fyrir Leik- brúðuland að leggja land undir fót. Hópurinn, er stendur að sýmngun- um, hefur margoft sýnt við góðar undirtektir í útlöndum og er nú svö komið að Leikbrúöuland er þekkt- asti leikbrúðuflokkur á Norður- löndum og er velkominn á leik- brúðuhátíðir hvar sem er. Framsýning á nýju íslensku leik- riti, Haustbrúði eftir Þórunni Sigurð- ardóttur, verður í kvöld í Þjóðleik- húsinu. Leikritið byggir á sögulegum heimhdum frá öndverðri 18. öld. Fjahar um örlagaríkt ástarsamband Appolóníu Schwarzkopf og Níelsar Fuhrmanns, amtmanns á Bessastöð- um. Þau voru bæði frá Bergen og hét- ust ung í Kaupmannhöfn, en hann sleit trúlofununni skömmu áður en hann tók við amtmannsembættinu. Appolónía stefndi honum fyrir heit- rof. Fuhrman var dæmdur til að kvænast henni og greiða henni ár- lega tvoþriðju af launum sínum þar th af brúökaupinu yrði. Fuhrmann lét samt ekki segjast. Hann ílutti th íslands ásamt danskri ráðskonu sinni og gjafvaxta dóttur hennar er varð síðar unnusta hans. Appolónía kom á eftir honum og bjó amtmaður í tvö ár með þessum þremur konum eða þar til Appolónía lést 1724 eftir talsverð veikindi. Grunur kom upp um að eitrað hafi verið fyrir henni. Með hliðsjón af þessum sögulegu heimhdum hefur Þórunn samið leik- ritið og gerist það í Kaupmannahöfn, Hafnarfirði og einkum á Bessastöð- um í upphafi átjándu aldar.' Höfundurinn, Þórunn Sigurðar- dóttir, er jafnframt leikstjóri. Jón Nordal hefur samið tónhst við verk- ið. Leikmynd og búningar eru eftir Karl Aspelund og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Haustbrúður er þriðja leikrit Þór- unnar. Áður hefur hún skrifað Guð- rúnu er sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1983 og I smásjá sem Þjóðleikhúsið sýndi á Litla sviðinu leikárið 1986-1987. Þórunn hefur jafnframt unnið sem leikari og leik- stjóri. Um tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni óg eru aðalhlutverkin í höndum Jóhanns Sigurðarsonar, Maríu Sigurðardóttur og Bríetar Héöinsdóttur. Aðrir leikarar eru meðal annarra Guðný Ragnarsdótt- ir, Þórarinn Eyfjörð, Rúrik Haralds- son, Gísli Halldórsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Símon Gunnars- son og Lilja Þórisdóttir. Frumsýning verður í kvöld kl. 20.00 og önnur sýnig á sunnudaginn á sama tíma. Niels Fuhrmann (Jóhann Sigurðarson) og Appolónía Schwartzkopf (María Siguróardóttir) eru aðalpersónur í Haustbrúði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.