Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1989. 23 fþróttir um helgina: Handboltateiti í Höllinni og Hafnarfirði - tveir Evrópuleikir í 8 liða úrslitum í handknattleik Á íþróttasviöinu rísa án efa hæst tveir Evrópuleikir um þessa helgi. Eru það viöureign Valsmanna ann- ars vegar og FH-inga hins vegar í handknattleik en þessi félög unnu sér fyrir nokkru rétt til að leika í 8 liða úrslitum, hvort í sínu mótinu. FH leikur við sovéska félagið SKIF Krasnodar frá Svarthafi en landsliðsmarkverðir Sovétmanna spila báðir með því félagi. Aðrir liðsmenn, sem eru í hávaxnara lagi, þykja auk þessi ekki aukvisar á handknattleikssviðinu. Leikur þessara aðila er á sunnu- dag og fer hann fram í íþróttahús- inu í Hafnarfirði. Hefst hann klukkan 17 en forsala er í húsinu frá klukkan 15. Hart barist í Höllinni Valsmenn glíma við hið firna- sterka lið Magdeburg frá A-Þýska- landi. Með því félagi leikur fjöldinn aUur af landsliðsmönnum með þá Wieland Schmidt og Ingolf Wiegert í broddi fylkingar. Báðir hafa þeir um langt skeið verið álitnir aUra bestu leikmenn heims í sínum stöð- um, Schmidt undir slánni en Wie- gert inni á línunni. Þeir félagar hafa þó átt við meiðsl að stríða undanfarið en engir meðaljónar hafa leyst þá að hólmi og er arftaki Schmidts, Gunnar Schimrock, nú þegar búinn að taka sæti hans í a-þýska landsliðinu. Ætla má að leikur Vals og Magde- burg verði i járnum en Uðin spUa svipaöan handknattleik á margan hátt. Bæði gera vörmnni hátt undir höfði en keyra síðan á hraðaupp- hlaupum þegar andstæðingurinn gerir mistök. Leikur Vcds og Magdeburg hefst klukkan 20.30 á sunnudag en for- sala er í Miklagarði á morgun, laugardag, frá klukkan 14 til 16 og í Laugardalshöll, þar sem leikurinn verður spilaður, frá klukkan 18 á sunnudag. íslandsmótið í handknattleik Á sunnudag leika lið Stjörnunnar og KA í 1. deild karla í handknatt- leik. Viðureignin fer fram í Digra- nesi og hefst hún klukkan 14. Badminton Opið meistaramót Reykjavíkur í badminton verður um helgina, 11.-12. mars. Hefst keppni klukkan 15.30 á morgun, laugardag, og verð- ur fram haldið klukkan 10 á sunnu- dag. Keppt verður í einliðaleik, tví- liðaleik og tvenndarleik í úrvals- flokki, meistaraflokki, A-flokki, öðlingaflokki og æðstaflokki. Fimleikar íslandsmót Fimleikasambands íslands verður haldið í Laugardals- höll dagana 12. mars og aftur 19- og 20. mars. Á sunnudag verður keppt í skylduæfingum en um aðra helgi veröur keppt í frjálsum æf- ingum. Mótið fer fram í Laugar- dalshöll. Körfuknattleikur í kvöld verður einn leikur í úrslit- um úrvalsdeildar í körfuknattleik en þá eigast við lið KR-inga og Njarðvíkinga á heimavelli þeirra síðartöldu. Leikurinn hefst klukk- an 20 og má gera ráð fyrir mikilli baráttu. Á sunnudag eigast síðan við lið ÍBK og Vals í sömu keppni og hefst leikur þeirra klukkan 20. Leikur- inn, sem án efa verður tvísýnn, fer fram á Suðurnesjum. Sigurður Sveinsson, vitaskytta Valsmanna með meiru, á sjálfsagt eftir að sýna kúnstir í leiknum við Magde- burg á sunnudag. KNATTSPYRNUÞJÁLFARI Erlendur knattspyrnuþjálfari, búsettur á íslandi, óskar eftir þjálfarastöðu á höfuðborgarsvæðinu á komandi keppnistímabili. Uppl. í síma 652271 e. kl. 17. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Skeljabrekku 4, þingl. eig. Blikkvers hf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 13. mars '89 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Magnús Norðdahl hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Fjárheimtan hf„ Brunabótafélag íslands, Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Árni Einarsson hdl„ Einar S. Ingólfsson hdl„ Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Sveinn Snorra- son hrl. og Jón Sigfús Sigurjónsson lögfr. ________Bæjarfógetinn i Kópavogi SILKIPRENTUN Prentum á allan fatnad SJÓKLÆÐAGERÐIN HF SKÚLAGÖTU 51, 105 REYKJAVÍK. SÍML 11520 SUMARBÚÐIR AÐ LAUGARVATNI íþróttasamband íslands mun starfrækja sumarbúðir að Laugarvatni á komandi sumri og voru umsóknar- eyðublöð og upplýsingar sendar héraðssamböndum og sérsamböndum þann 23. janúar sl. 1. Ekki er ennþá fullbókað á allar vikurnar og eru þeir sem hyggjast nýta ágæta aðstöðu hvattir til að hafa samband við skrifstofu (SÍ hið fyrsta og eigi síðar en 23. mars. 2. Dvalarvikur í sumar eru: 17. júní - 24. júní 24. júní - 1. júlí 1. júlí — 8. júlí 8. júlí - 15. júlí 15. júlí - 22. júlí 22. júlí - 29. júlí 29. júlí - 5. ágúst 5. ágúst - 12. ágúst 12. ágúst - 19. ágúst 19. ágúst - 26. ágúst íþróttasamband íslands Styrkir til listiðnaðarnáms Islenzk-ameríski listiðnaðarsjóðurinn (Menningar- sjóður Pamelu Sanders Brement) og Íslenzk-Amer- íska félagið auglýsa til umsóknar tvo námsstyrki við Haystack listaskólann í Maine fylki til 2ja og 3ja vikna námskeiða á tímabilinu 4. júní til 13. ágúst 1989. Námskeiðin eru framar öðru ætluð starfandi listiðn- aðarfólki í eftirtöldum greinum: glerblæstri, skart- gripagerð og bútasaumi, en einnig er nýútskrifuðu listiðnaðarfólki gefinn kostur á að sækja um byrj- endanámskeið i leirlist, vefjalist, trésmíði, pappírs- gerð, glerblæstri, körfugerð og járnsmíði. i námsstyrknum felast kennslugjöld og húsnæði. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 672087. Umsóknir berist islenzk-Ameríska félaginu, b/t Fun- fold 13, 112 Reykjavík, fyrir 21. marz nk. Íslenzk-Ameríska félagið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.