Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1989.
19
Dansstaðir
Abracadabra,
Laugavegi
Bigfoot sér um tónlistina um helgina.
Amadeus, Þórscafé,
Brautarholti, simi 23333
Gleðidagskráin Hvar er Elsa? á föstu-
dags- og laugardagskvöld. Hljóm-
sveitin Mannakorn leikur ásamt
nýrri stórsveit meö ýmsum af okkar
reyndustu hljómlistarmönnum. Á
fyrstu hæö hússins ræður tónlist ár-
anna 1975-1985 ríkjum.
Ártún,
Vagnhöfða 11
Gömlu dansamir föstudagskvöld ki.
21-3 og 'laugardagskvöld kl. 22-3.
Hljómsveitin Danssporiö leikur fyrir
dansi bæði kvöldin.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Einkasamkvæmi fóstudagskvöld.
Á laugardagskvöld er Stjömuball.
Hljómsveitin Brimkló leikur fyrir
dansi.
Casablanca,
Skúlagötu 30
Danstónlist á föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Duus-hús,
Fischersundi, simi 14446
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Blús á sunnudagskvöld.
Glæsibær,
Álfheimum
Hljómsveitin í gegnum tíöina leikur
gömlu og nýju dansana föstudags- og
laugardagskvöld.
Hollywood,
Ármúla 5, Reykjavík
Rokksýningin Gæjar og glanspíur og
dansleikur fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Diskótek sunnudagskvöld.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavik, simi
11440
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir fóstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tórdist. Opið frá kl.
19-1.
Hótel ísiand
Dansleikur á fóstudagskvöld. Rokk-
skór og bítlahár er á dagskránni á
laugardagskvöld. Hljómsveit hússins
er Stjómin.
Hótel Saga,
Súlnasalur,
v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221
Þjóðarspaug í 30 ár, skemmtidagskrá
með Ómari Ragnarssyni, Hemma
Gunn. og Helgu Möller. Hljómsveitin
Einsdæmi leikur fyrir dansi.
Cuba,
Borgartúni 32
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld. Aldurstakmark 18 ár.
Tunglið og Tunglkjallarinn,
Lækjargötu 2, sími 621625
Dansað frá 10-3 á fóstudags- og laug-
ardagskvöld. Heitm- djass í kjallar-
anum frá kl. 24-2.
Vetrarbrautin,
Brautarholti 20, sími 29098
Opið um helgina.
Zeppelin
rokkklúbburinn,
Borgartúni 32
Royal Rock, húshljómsveit, leikur
fyrir dansi rnn helgina.
Ölver,
Álfheimum 74, s. 686220
Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
100 ár frá fæðingu Þórbergs 11. mars:
Sálmurirai frumsýndur á Höfn
Norræna húsið:
Norsk boka-
kynning
Norsk bókakynnlng verður í
Norræna húsinu á laugardaginn
kl. 16. Tveir norskir gestir taka
þátt í dagskránni.
Trond B. Olsen, framkvæmda-
stjóri Stenersene-bókaútgáfunn-
ar í Osló kynnir nýjar lista-
verkabækur og rithöfundurinn
Roy Jacobsen segir frá ritstörfum
sínum og les upp smásögu úr
nýjustu bók sinni. Einnig mun
Oskar Vistdal sendikennari
kynna það helsta í norskri bó-
kaútgáfu á síðastliðnu ári.
Roy Jacobsen stendur í fremstu
víglínu rithöfundakynslóðar sem
kvaddi sér hljóðs í byrjun níunda
áratugarins. Hann fæddist 1954 í
Osló og er þegar orðinn þekktur
um öll Norðurlönd fyrir átakan-
Iegar lýsingar sínar á þjóðfélags-
legu og sálrænu öngþveiti í
norska nútímasamfélagmu.
Bækur hans hafa verið þýddar á
sænsku, dönsku og þýsku og
þekktasta skáldsaga hans Nýja
vátniö kemur út í íslenskri þýð-
ingu á næsta ári.
Júlía Imsland, DV, Hofn:
Leikfélag Homafiaröar hefur
undanfarið æft leikgerð Jóns Hjart-
arsonar á Sálminum um blómið
sem byggð er á samnefndi sögu
Þórbergs Þórðarsonar. Frumsýnt
verður í Sindrabæ laugardaginn 11.
mars en þá eru hðin 100 ár frá fæð-
ingu Þórbergs.
Leikendur eru 23, þar af 10 börn
á aldrinum 9-12 ára. Margir leik-
endur fara með tvö og upp í átta
hlutverk hver en í aðalhlutverkum
eru Evert Ingólfsson sem meistari
Þórbergur, Gísli Arason fer með
hlutverk Guðs, Þorbjörg Jónsdóttir
leikur Lillu-Heggu litla en Lára
Tryggvadóttir Lillu-Heggu eldri að
árum. Margrét Jóhannesdóttir
Pétur Jónasson gítarleikari mun
halda tónleika á Norðurlandi á
laugardag og sunnudag.
Á laugardaginn leikur hann í
Tónheimilinu Björk á Blönduósi og
leikur Mömmu-Göggu og leikstjóri
er Þröstur Guðbjartsson. Jóhann
Moravek hefur samið söngva sem
fléttast inn í leikgerðina. Leik-
búninga gerði Sigurborg Svavars-
dóttir og Þröstur leikstjóri hannaöi
leiktjöld.
heíjast tónleikarnir kl. 16.00. Á
sunnudaginn heldur hann tvenna
tónleika í Skagafirði. Þeir fyrri
verða í Tónlistarskólanum á Sauð-
árkróki kl. 17.00 og þeir síðari aö
Sýningin fer fram umhveríis
áhorfendur og em sögusvið mörg,
allt frá Hringbrautinni og austur í
Suðursveit. Þetta er 15. sýningin
sem Þröstur Guðbjartsson leikstýr-
ir úti á landsbyggðinni en sú fyrsta
hjá leikfélagi Hornafjarðar.
Löngumýri kl. 21.00.
Á efnisskrá eru verk eftir M.M.
Ponce, J.S. Bach, W. Walton og H.
Villa Lobos.
Æfing á Sálminum á Höfn. Evert Ingólfsson sem meistari Þórbergur
lengst til vinstri. DV-mynd Ragnar Imsland
Gítartónleikar á Norðurlandi
Perla frá Kaöalstöðum, sem stóð efst hryssna á landsmótinu á Vindheimamelum 1982, verður sýnd með
sonum sinum. Knapi er eigandinn Bragi Ásgeirsson. DV-mynd EJ
Stórsýning simnlenskra
hesta- og ræktunarmanna
Sýndir verða í Reiöhöliinni á
laugardaginn úrvals töltarar og
gæðingar, nokkur efnileg kynbóta-
hross, synir hinnar landsfrægu
Perlu frá Kaðalstöðum, að
ógleymdri glæsilegri sölusýningu.
í Reiðhöllinni ætti sem sagt að
vera hægt að kaupa sér drauma-
hestinn. Þetta er tækifæri sem eng-
inn hestamaður né hrossunnandi
ætti að láta framhjá sér fara. Sýn-
ingin verður eins og áður sagöi á
Laugardaginn og er frá klukkan
14.00-17.00
Sjallinn:
Ferðabingó
Ferðaskrifstofan Úrval, Ferða-
skrifstefa Akureyrar og Félag eldri
borgara efna til glæsilegs ferðabin-
gós fyrir unga sem aldna í Sjallan-
um á Akureyrir á laugardag kl.
14.00. Glæsilegir ferðavinningar og
aðrir vinningar verða í boði að
verðmæti samtals 550 þúsund
krónur. Valgeir Guðjónsson og
Haukur Mortens munu skemmta.
Sérleyfisbílar munu sjá um að
flytja aldraða frá Hlíð og Skjaldar-
vík kl. 13.15.
Afmælis
Þórbergs
minnst
í MÍR
í tilefni cddarafmælis Þórbergs
Þórðarsonar rithöfundar efnir MIR
til dagskrár í húsakynnum félags-
ins að Vatnsstíg 10 á sunnudaginn
kl. 15.00. Þar mun Helgi Sigurðsson
sagnfræðingur spjalla um Þórberg
sem var einn af frumkvöðlum að
stofnun MÍR og varaforseti félags-
ins um langt árabil.
Baldvin Halldórsson leikari les
upp úr verkum Þórbergs. Einar
Kristján Einarsson leikur einleik á
gítar. Sýnd verður kvikmynd Ós-
valdar Knudsen um meistara Þór-
berg. Kafiiveitingar.
Vegna afmælisdagskrárinnar
feliur hin reglulega kvikmynda-
sýning MÍR niður að þessu sinni.
Aögangur er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm.leyfir.
Ferðahátíð á fjölum Þórscafé
Úr gleðidagskránni Hvar er Elsa?
Vinsælar ferðahátíðir hafa nú
hafið göngu sína á ný í Þórscafé á
sunnudagskvöldum. Kynntir eru
ferðamöguleikar ársins og það
verður ferðaskrifstofan Atlantic
sem verður í sviðsljósinu næst-
komandi sunnudagskvöld.
Hin fræga Elsa Lund, sem hefur
þrætt allar bjórkrár Evrópu fyrir
vin sinn skóarann, kemur í heim-
sókn ásamt frægum stuðkörlum á
borð við Egil Ólafsson og Magnús
Kjartansson, að ógleymdum Halla
og Ladda.
Boðið er upp á hátíðarmatseðil,
nautapiparsteik og ísþrennu ásamt
öllu tilheyrandi. Gestum er heilsað
með fordrykk hússins við komuna
og hin góðkunna hljómsveit Magn-
úsar Kjartanssonar leikur fyrir
dansi.
Spilað verður ferðabingó um sól-
arlandavinninmga frá Atlantic sem
nota má í allt sumar. Stjórnandi
kvöldsins er Guðlaugur Tryggvi
Karlsson.
Blús í Heita
pottínum
í Heita pottinum á sunnudags-
kvöld verður boðið upp á blús. Það
er ný hljómsveit, Blúsbrot, sem
mun troða upp.
Hljómsveitina skipa: Vignir
Daðason, söngur. Vignir var áður
í hljómsveitinni Kjarnorkublúsar-
ar, en hún var frá Keflavík. Svavar
Sigurðsson leikur á hljómborð, Leo
Geir Torfason leikur á gítar, Ólafur
Stolzenwald leikur á bassa og Haf-
steinn Björgvinsson leikur á gítar.
Fjórir síðastnefndu voru allir í
hljómsveitinni Byl.
Blúsáhugamenn ættu því að fjöl-
menna í Heita pottinn á sunnu-
dagskvöld. Blúsbrjótamir byrja að
leika kl. 9.30.