Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1989, Side 6
22 FÖSTUDAGUR 10. MARS 1989. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Laugarásbíó hefur forsýningu á Tvíburum (Twins) á morgun. Þessi óvenjulega gamanmynd segir frá tvíburum sem hittast fyrst á fullorðins- árum. Tvíburarnir eru leiknir af Arnold Schwarzenegger og Danny De Vito og er varla hægt að hugsa sér ólikari leikara. Leikstjóri er Ivan Reidman sem leikstýrði Draugabönum (Ghostbuster). í dag frumsýnir Regnboginn nýjustu kvikmynd hryllingsmeistarans Davids Cronenberg, Dead Rin- gers. Þessi mynd sýnir okkur nýja hlið á Cronenberg. Hér kemur hryllingurinn innan frá en er ekki í blóðugum atriðum sem Cronenberg er þekktastur fyrir. Dead Ringers er mögnuð kvikmynd sem lýsir hvemig samrýndir tvíburar, Beverly og Elliot, sem báðir eru læknar, verða smám saman geð- veikir þegar undirstöður tilveru þeirra bresta. Annar þeirra, Beverly, kynnist konu og verður ást- fanginn. Það þolir Elliot ekki en hann hefur ávallt ráðið ferðinni og þegar fyrmefndi bróðirinn getur ekki tekist á við þau vandamál sem þessu fylgir leggst hann í eiturlyf. Jeremy Irons leikur tvíbur- ana snilldarlega og er ótrúlegri tækni beitt við kvikmyndatöku. Áhorfandinn fær aldrei á tilfmning- una að sami leikarinn leiki tvö hlutverk. Á myndinni sjáum við Genevive Bujold á milh tvíburanna, Beverly og Elhot. -HK Bíóhöllin: í djörfiim leik Harry Callaghan eöa Dirty Harry, eins og flestir kannast við hann, er þekktasta persónan sem Chnt Eastwood hefur leik- iö. í djörfum leik (The Death Pool) er nýjasta kvikmyndin um hinn harðskeytta lögreglu- mann og sú fimmta í röðinni. Aðdáendiar Eastwood vita ná- kvæmlega að hveiju þeir ganga. Dirty Harry er ekki vandur að meðulum þegar glæpamenn eiga í hlut. I þetta skiptið fæst Cahaghan við að rannsaka morð á rokkstjömu, kvik- myndagagnrýnanda og sjón- varpsstjömu. Morð þessi leiða Harry inn í heim ódýrrar kvik- myndaframleiðslu þar sem sá er hann grunar er leikstjóri slíkra mynda. -HK Við þessa byssu kannast allir aðdáendur Dirty Harry. Hér er Harry Callaghan kominn í gervi sjónvarpstökumanns. Sýningar Árbæjarsafn, simi 84412 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 í safhi Ásgríms Jónssonar hefur verið opnuð sýning á vatnslitamyndum Ás- grims og stendur hún til 28. maí. Á sýn- ingunni eru 27 myndir frá ýmsum skeið- um á hinum langa listferli Ásgríms. Sýn- ingin er opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16.00. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Sýning á afmælisplakötum I tílefni 50 ára afmælis Arkitektafélags íslands. Verkin eru fimmtán og eru unnin af nemendum í grafíklist og hönnun við MHÍ. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 14.00- 18.00 og lýkur 13. mars. Djúpið, Hafnarstræti 15 Þormóður Karlsson myndlistarmaður sýnir í Gallerí Djúpinu (kjallara veitinga- staðarins Homsins). FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Sigurður Örlygsson sýnir í FÍM-salnum. A sýningunni eru 5 stór olíumálverk, öll máluð á síðasta ári. Sigurður hlaut Menningarverðlaun DV í ár fyrir mynd- list. Þetta er síðasta sýningarhelgi en sýningunni lýkur þriöjudaginn 14. mars. Virka daga er opið kl. 13^18 og um helgar kl. 14-18. Sölugallerí FÍM er í kjallar- anum. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Leifur Breiöfjörö sýnir oliumálverk og pastelmyndir. Þetta er fyrsta einkasýn- ing hans á olíuverkum. Myndimar em flestar unnar á árunum 1988-1989 og em allar til sölu. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 og lýkur þriðj udaginn 14. mars. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Gallerí Gangskör er opin þriðjudaga til fóstudaga kl. 12-18. Verk Gangskörunga era til sölu og sýnis. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Nú stendur yfir sýning á verkum þeirra 9 listamanna sem að galleríinu standa. Verkin em öll til sölu. GaUeríið er opið mánudaga til fóstudaga kl. 12-18. Gallerí Langbrók, Bókhlööustíg 2, textílgaUerí, er opið þriðjudaga tíl föstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí List, Skipholti 50B íslensk listaverk tíl sölu. Opið virka daga kl. 10.30-18 og 10.30-14 á laugardögum. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17 í listaverkasölu gaUerísins (efrí hæð) em til sölu verk ýmissa myndUstarmanna. Hafnarborg, menningar- og Iista- stofnun Hafnarfjarðar I Hafnarborg stendur nú yfir sýning á verkum Eddu Maríu Guðbjömsdóttur. Á sýningtmni em 28 oUumálverk. Sýningin er opin frá kl. 14.00-19.00 aUa daga nema þriöjudaga. Þetta er síðasta sýningar- helgi. Kjarvalsstaðir v/Miklatún í öUu húsinu er yfirUtssýning á SÚM- hópnum 1965-1972. Þar em sýnd um 100 listaverk eftir 15 Ustamenn. Við opnun- ina, laugardaginn 11. mars kl. 16.00, verð- ur flutt tónverk eftir Atla Heimi Sveins- son. Sýningin stendur tíl 9. aprfl. Safnið er opið daglega frá kl. 11.00-18.00. Sýning I Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri Ustamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 í Listasafni Islands stendur nú yfir sýn- ing á landslagsmálverkum JúUönu Sveinsdóttur. Á sýningunni em 21 oUu- málverk auk teikninga. Elsta myndin er máluð árið 1912 en sú yngsta áriö 1964, tveimur árum áður en Júlíana lést. Sýn- ingin er opin aUa daga nema mánudaga kl. 11.00-17.00. Mokka Kaffi, Skólavörðustig Úlfur Ragnarsson læknir sýnir 27 hug- ljúfar vatnsUtamyndir. Sýningin er sölu- sýning og stendur næstu vikur. Listasafn Sigurjóns Olafssonar, Laugarnestanga 70 í tilefni af opnun safnsins og 80 ára af- mæU Ustamannsins er haldin yfirUtssýn- ing á 50 verkum Siguijóns. Þar á meðal em myncUr sem aldrei hafa áður verið sýndar á fslandi. Safnið og kaffistofan em opin laugardaga og suimudaga kl. 14-17. Tekið er á mótí hópum eftír samkomu- lagi. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Þar stendur yfir sýning á verkum Krist- jáns Steingríms. Myndir Kristjáns em bæði tví- og þrívíð málverk, máluð á striga. Sýningin stendur til 12. mars og er opin virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-20. Norræna húsið v/Hringbraut Víkingar í Jórvík og vesturvegi nefnist sýning í Norræna húsinu og Þjóðminja- safninu. Þetta er fyrsta stóra víkingasýn- ingin sem haldin er á íslandi. Mikill hluti sýningarefnisins kemur frá Jórvík eða York á Englandi. Sýningin í Norræna húsinu byggist á gripum frá Jórvík. Hún stendur tíl 3. april. í anddyri stendur yfir sýning á teikningum fmnsku skáld- og myndlistarkonunnar Rósu Liksom. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Stofnunar Áma Magn- ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16, Þjóðminjasafnið Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 11-16. Sýningin Víkingar í Jórvík og vesturvegi stendur yfir þar. Myndlistarsýning í SPRON í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, útibúinu Álfabakka 14, Breiðholti, stend- ur yfir sýning á verkum eftír Sigurð Þóri Sigurðsson. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9.15-16 og fóstudaga kl. 9.15-18. Sýningin er sölusýning. Harpa Karlsdóttir sýnir um þessar mundir 10 olíumálverk í anddyri Landspítalans (vinstri álmu). Þetta er önnur sýning hennar en sú fyrsta var fyrir tæplega ári. Harpa hefur áður myndskreytt bamabækur, ljóðabók og einnig myndasögur fyrir sjónvarp. Sýningar á ísafirði Slunkaríki, Aðalstræti 22 Á morgun, laugardag, opnar Hreinn Frið- finnsson sýningu í Slunkaríki á ísafirði. Hreinn var einn af stofnendum SÚM á sínum tíma og hefur búið í Amsterdam um árabil. Á sýningunni verða nokkur verk frá síðustu árum. Hún er opin fimmtudaga-sunnudaga frá 16-18 og stendur til sunnudagsins 2. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.