Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1989, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989. 37 sem efla myndi breiðfylkingar hins almenna borgara,“ sagði hann, „og vekja þar með orku hennar. Hann á að heita „Yndi-vekur-orku-vagn“ (Kraft durch Freude-Wagen, skamm- stafað KdFWagen). Ferry Porsche segir að þessi hug- ljómun Hitlers hafi ekki vakið mik- inn fógnuð með þeim feðginn. Þeir höfðu útflutning á bílnum ekkert síð- ur í huga heldur en eingöngu sölu innanlands i Þýskalandi. Vinnuhei- tið Volkswagen var ágætt og auðski- lið jafnvel mörgum þeim þjóðum sem ekki töluöu germanskt mál. „En nú urðum við að fara og breyta þúsund- um auglýsingaskilta í „KdF“. Undan því varð ekki vikist, hvort okkur lík- aði betur eða verr.“ Þessi hugdetta Hitlers er skýringin á því hvers vegna afbökunin Kraft- wagen heyrðist nokkrum sinnum hér á íslandi þegar fyrstu eintökin af bílnum fóru aö birtast hér á götun- um. Hans Mayr hannaði útlitið Þó Ferdinand Porsche sé alltaf eignaður allur heiðurinn af sköpun VW bjöllunnar var það í rauninni ekki hann sem gaf henni sköpulagið. Þar var að verki Hans Mayr plötu- smiður, kunningi Porsches. Hann var að vísu fluttur frá Þýskalandi til Bandaríkjanna þegar kom að því að fullgera draumsýnina en Porsche tókst að fá hann til baka til að ljúka verkinu. Um leið og homsteinninn var lagð- ur í Wolfsburg var hrundið af stokk- unum sérstöku sölukerfi þar sem menn gátu með smáum framlögum þegar þeim hentaði keypt sér sérstök KdFwagen merki. Hugmyndin var að þegar þeir hefðu keypt nógu mörg merki fengju þeir skipt á þeim og bíl. Þetta var þannig eins konar öfugt afborgunarkerfi. Það er haft fyrir satt að Hitler hafi síður en svo hugs- að þetta sem einhvers konar svindl á undirsátum sínum. Þegar Rússar lögðu Berlín undir sig árið 1945 fundu þeir stórfé í KdFwagen-merkj- um sem lagt hafði verið inn á sér- staka bankareikninga í nafni við- komandi tilvonandi bfleigenda. Hitler ýtti einmitt undir söluna með því að koma sjálfur af og til fram í opnum Volkswagen í staðinn fyrir Mercedes Ben2 sem var augljóslega það sem hann sjálfur kaus helst. Upprunalegu teikningamar að KdFWagen-verksmiðjunum í Wolfs- burg sýna líka stórhug. Þar átti meira aö segja að vera lúxushótel fyrir viðskiptavinina. En gangur heimsstyijaldarinnar kom í veg fyrir að staðurinn væri fullgerður. Þegar verksmiðjan hóf hergagnafram- leiðslu, þeirra á meðal eins konar VW-jeppa, hluti í sprengjuflugvélar og hitunartæki fyrir þýskar her- defldir í Rússlandi, höfðu aðeins 210 KdFWagen bílar verið framleiddir og enginn þeirra í Wolfsburg heldur öðrum verksmiðjum í Þýskalandi þar sem þeir voru handsmíðaðir að kalla með miklum tilkostnaði. Gleymdi vélbyssunum Stríðið breytti öllu. Til stóð að gera verulega trausta torfærubifreið upp úr KdFWagen hugmyndinni árið 1941 en það varð aldrei neitt úr því. Hins vegar var gerður VW láðs- og lagarbfll árið 1943 fyrir SS sveitir Himmlers í Rússlandi. Hitler lýsti því yfir í aprfl 1942 að VW véhn aftan í yrði staðalhnn á öUum þýskum her- bflum þaðan í frá og Porsche vann í náinni samvinnu við Albert Speer hergagnaráðherra að framleiðslu Ti- ger og Ferdinand skriðdrekanna. Hins vegar kom í Ijós í orrustunni um Kursk í júU 1943 að hinir tröU- auknu Ferdinandskriðdrekar voru mislukkuð bardagatæki af því að Porsche hafði yfirsést - eða látið undir höfuð leggjast - að koma fyrir í þeim vélbyssum svo að hægt væri að svara sovésku fótgönguUði. Þegar stríðinu lauk í Evrópu árið 1945 lágu verksmiðjumar í Wolfs- burg í rúst. Aðeins um tveir fimmtu hlutar þeirra stóðu að nafninu til. Staðurinn var fyrst undir yfirráðum Bandaríkjamanna en lenti undir Bflar stjóm Breta þegar landinu hafði ver- ið skipt milh bandamanna. Bretar komu sér fljótlega upp við- gerðamiðstöð í því sem uppi stóð í Wolfsburg. Þeir sem bjuggu í grennd- inni fengu vinnu við þetta og fiski- sagan flaug. Á örskömmum tíma flykktist fóUúð til Volfsburg í leit að mat og vinnu. Nokkrir þeirra sem fyrstir komu þangað smíðuðu sér tvær Volkswagenbjöllur úr hlutum sem þeir fundu hér og þar og fleiri voru smíðaðar með gömlu handa- vinnuaðferðinni, ein og ein fyrir sig. En svo fannst mikið af dóti og þvflík- ur var áhuginn að í árslok vom 1785 bjöUur komnar á götuna, þær fyrstu frá Wolfsburg. Bretarvildu hann ekki Að stríðslokum var þjóðunum sem hernámu Þýskaland boðið að taka framleiðslu Volkswagen upp í stríðsskaðabætur. Svo var og gert með fleiri framleiðsluþætti. Sovét- menn fengu til dæmis gömlu Opel- verksmiðjumar að meira eða minna leyti. Upp úr því spratt fyrsti Mosk- vitsinn, nauðalíkur Opelum frá því í stríðsbyxjun. En enginn vildi hirða ræksnið af KdFWagen. Nefnd sem Bretar skipuðu komst meðal annars að því að bíllinn „stendur ekki undir grundvaUarkröfum, sem gera verður til bfls. Hvað snertir ökuhæfni og útiit er bílUnn ekki aðlaðandi fyrir almenn- an kaupanda. Hann er of ljótur og of hávaðasamur... bfll af svona gerð gæti kannski riotið lágmarksvin- sælda í tvö tfl þrjú ár ef svo lengi. Það er útflokað að framleiðsla svona bfls geti borgað sig,“ var niður- staða bresku nefndarinnar. Þetta endaði með því að árið 1949 var verksmiðjan afhent nýrri stjórn Vestur-Þýskalands undir forystu Konrads Adenauers kanslara. Árið Algeng sjón á íslandi, allt fram á þennan dag: Voffar á vegi, svo langt sem augað eygir. Arið 1938 var strax komin meiri mynd á gripinn, sem nú hét KdFWagen: komnir stuðarar og gluggi aftan á. 1951 var framleiðslan komin í 100 þúsund bfla ög yfir mflljón áratug síðar. Framleiðslu í Wolfsburg var ekki hætt fyrr en árið 1976 en þá var haldið áfram að framleiða bflinn í verksmiðjum Volkswagen í Brasflíu. Til skamms tíma að minnsta kosti var eitthvað Utils háttar framleitt af bjöUunni í Mexíkó en augljóslega er sól hennar sem almenningsbfls sigin. Ekki þarf að fjölyrða um bjöUu- tímabflið í íslenskri samgöngusögu. Hekla hf. fékk umboðið fyrir Volks- wagen haustið 1952 og fyrstu bflamir komu vorið 1953. Fyrstur manna fékk sr. Óskar J. Þorláksson VW hjá Heklu og Guðmundur Thoroddsen þann næsta. Áður hafði Viggó Maack fengið bfl fyrir milUgöngu Heklu en Viggó tók við honum erlendis. Enn fyrr, áður en Hekla fékk umboðið, voru líklega komnir hingað til lands þrír bflar af þessari gerð. Allra fyrsta voffann, sem kom tfl landsins, mun hafa fengið þýskur maður, Henkel að nafni. Þótt landanum þætti þessi farkost- ur fimaljótur framan af og afkáraleg- ur eftir því leið ekki á löngu áður en voffinn varð þarfasti þjónninn við hUðina á jeppanum og er hreint ekki sjaldséður í umferðinni enn þann dag í dag. VolkswagenbjaUan á óafmáanleg- an sess í bflasögunni, löngu eftir að ýmsar aðrar samtimategundir gleymast meira og minna. Enginn bfll hefur verið framleiddur með jafnUtlum breytingum jafnlangan tíma. VW bjaUan hristi af sér aUar hrakspár - bfllinn sem enginn trúði á í upphafi annar en höfundurinn Porsche sjálfur og nasistaforinginn illræmdi, Adolf Hitler. Nú em Volkswagen verksmiðjum- ar eitt af þremur þýskum stórveldum í bflaiðnaöi. Aðalstöðamar em þar sem Hitler valdi þeim stað. Skammt • frá skipakanal, skammt frá jám- braut, skammt fr á hraðbraut. Og far- artækið bfll er orðinn almennings- eign í Evrópu eins og Ferdinand Porsche dreymdi um. S.H.H. tók saman eftir ýmsum heimildum MMC Lancer EXE 1500 árg. '87, 5 Range Rover 3500 árg. ’85, 5 gíra, MMC Pajero SW 2600 árg. ’88, 5 MMC Colt GL 1300 árg. '89, 5 gíra, gíra, 4ra dyra, hvitur, ekinn 25.000, 5 dyra, brúnn, ekinn 40.000, verö gíra, 5 dyra, grábrúnn, ekinn 3ja dyra, grænsans., ekinn 6.000, verð 600.000. 1.600.000. 26.000, verð 1.700.000. verð 630.000. Wagoneer 2500 árg. ’84, sjálfsk., 5 MMC Galant Turbo 2000 árg. ’87, 5 BMW 323i 2300 árg. ’85, 5 gíra, 2ja MMC Pajero st. TD 2500 árg. ’87, 5 dyra, brúnn, ekinn 87.000, verð gíra, 4ra dyra, rauður, ekinn 7.000, dyra, grábrúnn, ekinn 74.000, verð gíra, 3ja dyra, silfurl., ekinn 62.000, verð 930.000. 880.000. veVð 1.250.000. MMC Pajero SW TD 2500 árg. ’85, VW Passat GL 1600, árg. '86, 4ra Saab 90 2000 árg. '87, 5 gira, 2ja VW Golf CL 1600 árg. ’88, 4ra gíra, 5 gíra, 5 dyra, silfurl., ekinn 61.000, gíra, 5 dyra, blár, ekinn 53.000, dyra, silfurl., ekinn 34.000, verð 3ja dyra, grár, ekinn 21.000, verö verð 1.150.000. verð 650.000. 670.000. AATH! Þriggja ára ábyrgðar- skírteini fyrir Mitsubishi bifreiðir gildir frá fyrsta skráningardegi mm bílar BRAUTARHOLTI 33 — SIMI 695660 hérerumvið lll _--------- SKIPHOLT JL r BRAUTARHOLT > -LAUGAVEGUR- ~iir STÆRSTIBILASALUR LANDSINS «INNISTÆÐIFYRIR100 BÍLA • TÖLVU VÆDD BIRGÐA- OG SÖLUSKRÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.