Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 1
 Ur færeyska gestaleiknum Framá sem sýndur verður tvisvar í Þjóðleikhúsinu um helgina. Þjóðleikhúsið: Knattspyma á stóra sviðinu Hvað gerist í búningsklefa knatt- spyrnuliðs í afgerandi úrslitaleik? Fyrir leik, í leikhléi og eftir leikinn? Hvemig er staðan hjá knattspymu- mönnum sem era á mörkum at- vinnumennsku og áhugamennsku? Svör við þessum spurningum fást kannski á stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardags- og sunnudagskvöld, en þá verður þar á ferðinni leikhópur frá Þórshöfn í Færeyjum með leikrit- ið Framá, eða Áfram. Höfundar þess eru Sigvar Olsson og Fred Hjelm, en leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Leikurinn gerist í búningsherbergi hðs sem stendur frammi fyrir því að falla niður í þriðju deild ef illa geng- ur. Lið þetta var eitt sinn í fyrstu deildinni og átti menn í landsliði. Áhorfendur kynnast ýmsum mann- gerðum sem eiga þó eitt sameigin- legt, knattspyrnuna. Persónurnar velta fyrir sér orsökinni fyrir stöðu liðsins nú, hver beri ábyrgðina. Líta má á leikinn sem dæmisögu með djúpar rætur í samfélaginu er leiðir hugann að valdabaráttunni í þjóðfélaginu. Búningsherbergið er lokaður heimur, leikaramir skipta um ham, afklæðast fyrri persónu- leika og vígbúast til stríðs upp á líf og dauða. Framá var upphaflega sænskt leik- rit. Það var síðan umskrifað fyrir aðstæður ahar í Danmörku og þaðan er það komið til Færeyja. Sýningin fékk einróma lof í færeyskum blöð- um. Leikarar eru tuttugu og einn. Þjóðminjasafnið: Fjaðraskúfar og fiskiklær - Buffy Sainte-Marie syngur við opnun sýningar um menningu inúíta og indíána Fjaðraskúfar og fiskiklær heitir farandsýning sem verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag kl. 17.15. Sýn- ingin, sem fjallar um menningu inú- íta, og indíána er hingað komin á vegum Norrænu stofnunarinnar í Nuuk í tilefni 10 ára afmælis heima- stjómar á Grænlandi. Sýningin er sett upp í tengslum við námskeið í „shamanisma“ á vegum norrænu leiklistarnefndarinnar. Fjölmargir erlendir gestir verða við opnun sýningarinnar. Þekktust er áreiðanlega indíánasöngkonan Buffy Sainte-Marie sem naut töluverðra vinsælda um heim allan í kringum 1970 og ætlar hún að taka lagið fyrir gesti. Aðrir indíánar, sem verða við- staddir opnunina, em Ramona Blackgoat af sioux ættflokknum, Ir- on Shell og Norman Charies. Þá verða þar saminn Ása Charles og inúítinn Ehse Reimer, auk fleiri góðra gesta. Á undan opnuninni verður kvik- myndin Koyaanisquatsi eftir God- frey Reggio sýnd í Háskólabíói kl. 15.30. Þetta er heimildarmynd um hopi indíánana og heimssýn þeirra. Ættflokkur þessi telur að með hinu háþróaða tæknisamfélagi sé heimur- inn að fara úr böndunum. Kvik- myndin verður aðeins sýnd í þetta eina skipti og er öhum heimih ókeyp- is aðgangur. Sýningin í Þjóðmiujasafninu er opin út ágústmánuð og aðgangur er ókeypis. Menning inúita og indíána er kynnt á farandsýningu sem verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag. Dómkirkjan á sunnudag: Biskup settur inn í embætti Séra Olafur Skúlason, nýkjörinn hiskup íslands, verður settur inn í embætti við guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni á sunnudag kl. 10.30. Athöfnin hefst með skrúðfylkingu presta frá Alþingishúsinu og verða flestir prestar landsins viðstaddir. Við guðsþjónustuna mun kór Bú- staðakirkju, undir stjóm Guðna Þ. Guðmundssonar, fmmilytja verk eftir Jón Ásgeirsson sem hann til- einkar nýjum biskupi íslands og er við 33. vers í 119. sálmi Davíðs. Dóm- kórinn og Marteinn H. Friðriksson dómorganisti annast annan tónhst- arflutning við guðsþjónustuna. Herra Pétur Sigurgeirsson annast altarisþjónustu ásamt Ólafi biskupi, sr. Hjalta Guðmundssyni dómkirkju- presti og sr. Jóni Einarssyni pró- fasti. Ritningarlestur annast sr. Auð- ur Eir Vhhjálmsdóttir, sr. Guðmund- ur Þorsteinsson dómprófastur og sr. Sigurður Guðmundsson vígslubisk- up. Allmargir erlendir gestir verða við athöfnina í Dómkirkjunni á sunnu- dag, biskupar frá Norðurlandakirkj- unum, fulltrúar frá Alkirkjuráðinu, Lúterska heimssambandinu, Lút- ersku kirkjunni í Vesturheimi og erkibiskupnum í Kantaraborg. Þá kemur hingað forseti Mekane Yesus kirkjunnar í Eþíópíu þar sem íslend- Séra Ólafur Skúlason, nýkjörinn biskup íslands, verður settur inn í embætti við guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni á sunnudagsmorgun. ingar hafa stundað kristniboð um áratuga skeið. Síðdegis á sunnudag verður bisk- upshjónurium Ebbu Sigurðardóttur og Ólafi Skúlasyni fagnað með hátið- artónleikum í Hallgrímskirkju og heflast þeir kl. 16. Hvanneyri: Afmælishátíð um helgina Bændaskóhnn á Hvanneyri heldur upp á eitt hundrað ara afmæli sitt a þessu ári og í thefni þessara merku tímamóta verður haldin þar hátíð á laugardag. Hátíðahöldin hefjast kl. 13.30 þar sem skólanum verða fluttar kveðjur. Heiðursgestur samkomunnar verður forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir. Um miðjan dag verður boðið upp á kaffiveitingar. Gestum býðst einnig að ganga um staðinn og skoða hús og híbýli. Um kvöldið verður síð- an efnt th kvöldvöku, þar sem eink- um verður slegið á hina léttari strengi. Þar mun koma fram margt hæfheikafólk úr hópi eldri og yngri Hvanneyringa. Að gömlum og góð- um sið verður væntanlega dregin upp harmóníka og hún þanin eitt- hvað fram eftir kvöldi. Það var á krossmessu vorið 1889 sem fyrsti nemandinn kom aö Hvanneyri til náms í búvísindum. Skóhnn hét reyndar þá Búnaðarskóli Suðuramtsins. Síðan hafa nálega Hvanneyringar fyrr og nú ætla að halda upp á eitt hundrað ára af- mæli skólans á laugardag. þrjú þúsund manns stundað nám við skólann. Hvanneyrarskóli er nú meðal þeirra flmm framhaldsskóla landsins sem eiga lengstan óshtinn starfsferh að baki. Veitingahús vikunnan Naust -sjábls. 18 Fornbflar í Höllinni -sjábls. 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.