Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1989, Page 3
fr&í! ' MF. •»' T:': . 'Ji ~ |C-
LAÚGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989. 25
dv Bílar
kvæmt SAAB heföinni beinlínis inn
í gólfiö - SAAB er illa við sílsa og
lætur neðri brún hurða koma í stað-
inn fyrir þá. En það var einmitt þessi
innskurður í gólfið ásamt hurðarlag-
inu sem eflaust hefur átt hvað ríkast-
an þátt í að vekja hjá mér þessa
fomrútutilfinningu. Á hinn bóginn
má leiöa að því rök að svona mjóar
hurðir séu heppilegar að því leyti að
minnsta kosti að þær hljóta að reyna
minna á hjarimar en breiðar hurðir
gera.
Úr því ég er að tala um hurðimar
langar mig að biðja Svenska Aero-
plane Aktiebolaget, eða SAAB-
Scania AB eins og það heitir núna,
aö hafa aðeins breiðari armpúða inn-
an á þessum hurðum. Þá væri hægt
að hvíla handleggina á þeim og ég
skii ekki að það þyrfti aö koma niður
á örygginu.
Meðan ég er enn í nöldurstuðinu
má ég til að geta þess að mér þykir
afleitt að geta ekki tekið lykilinn úr
kveikjulásnum nema hafa bflinn í
bakkgír. SAAB-Scania hlýtur að geta
hagað því svo að einnig sé hægt að
læsa honum í fyrsta gír. Þessi ráð-
stöfun er ugglaust þjófavöm þar sem
ekki er hægt að læsa stýrinu á bíln-
um, en mér var ungum kennt að
ganga ekki frá bfl öðruvísi en í gír á
móti þeim halla sem hann stæði í og
þetta situr í mér.
Gottviðbragð og
hraðasvið
Sem fyrr segir kemur fátt á óvart
í þessum bfl og nýjung er hapn ekki,
að fiölventlavélinni undanskilinni.
Og hún eins og fleira leynir á sér í
þessum bfl. Ég gat þess að mér fannst
hún í upphafi heldur sljó miðað við
uppgefið afl. Þegar ég fór að prófa
þetta í hagnýtum akstri varð annað
uppi á teningnum. Maður finnur
bara ekki hvaö bfllinn í rauninni
„tætir“ þegar vel er á honum staðið.
Hins vegar er auðvelt að skilja flesta
aðra bfla eftir á ljósum, hvort sem
þeim líkar betur eða verr. Enda
stendur í bókum að viðbragð frá
kyrrstööu upp í 100 km/klst sé 8,7
sekúndur.
Krafturinn og sveigjanleikinn
kemur líka fram í fiölhæfni gíranna.
Hver gír hefur furðu breitt hraða-
svið; til að mynda gegnir furðu hve
langt niður hraðasviðið má fara í
fimmta gír og samt fá nokkurt við-
bragð þegar gefið er í. Ugglaust er
það vond meðferð á öllu dótinu, en
hvað er ekki gert í praxís? Hann leyn-
ir hraðanum allvel upp í svona 70-80
km hraða. Á þeim hraða finnur mað-
ur að komið er á góðan skrið, en þaö
breytist heldur ekki svo mikið þó
farið sé allmiklu hraðar.
9,1 áhundraðið
Ekki er heldur hægt að segja að
þessi vél sé eldsneytisfrek. Miðað við
að bfllinn er mflli 1200 og 1300 kfló
að eigin þyngd kom hann vel út í
reynsluakstrinum: á 189,3 km fór
hann með 17,23 lítra, sem gerir 9,11
Þeir sem kynntust „gömlu“ rútuboddíunum skiija eflaust hvers vegna þessi
hurð og opnun hennar minnti á rútubíl frá 1942-6 - eða þar um bil.
Aftursætið í fólksbílnum er mjög gott og vel sniðið. Það vekur athygli að
hægt er að leggja það niður í fólksbílnum líka, ekki bara lúgubaknum. Það
gerir fólksbílinn mun fjölhæfari en ella.
pr. 100 km. Og eins og venjulega vil
ég taka það skýrt fram að þegar ég
hef tækífæri til að mæla eyðsluna
með þessum hætti er ég síst að hugsa
um sparakstur. Þetta er blandaður
akstur í skjögti innanborgar og á
lengri leiðum, með snöggri gjöf og
miklum átökum við bremsur og gíra.
SAAB 900 er stór bfll, rúmgóður
og trúverðugur og angar af því ör-
yggi sem mest áhersla er lögð á í
auglýsingum. Samt er hann ekki
stirðbusalegur. Hann leggur dável á
og aflstýrið gerir hann fullt eins hpr-
an og margan minni bfl sem skortir
þetta ágæta hjálpartæki. Sætin í hon-
um eru prýðileg, hvort heldur er
frammi í eða aftur í, og skottið dugar
tfl hvers sem vera skal. Skömm að
því að hafa ekki nema viðrinis vara-
hjól í svona vönduðum og ágætum
bfl.
Um svona þrautreyndan bíl er ekki
hægt að komast að neinni vísdóms
niðurstöðu. Aðeins þetta í lokin:
SAAB 900i 16 er gamaldags eins og
hann á að vera en venst ákaflega vel
og er traustvekjandi, því skemmti-
legri sem viðkynningin verður
lengri. Hann fer vel með þá sem í
honum eru og þá er ég ekki að hugsa
um hvemig hann fer með þá í
árekstrum.
Sem betur fer slapp ég við að prófa
það.
S.H.H.
Nýjungin í þessum bíl er 16 ventla vélin - trúlega afbragðs vél.
Ferrari í klemmu í Þýskalandi
Framleiðendur ítalska sportbflsins
Ferrari F40 eru komnir í klemmu á
vesturþýska bflamarkaðinum. Það
hafa átt sér stað tafir á framleiðsl-
unni heimafyrir á ítahu og þar með
tekst ekki að senda þegar komnar
pantanir á markað í Vestur-Þýska-
landi fyrir október, en þá ganga í
garð reglur þar í landi að bflar með
stærri vélar en 2,0 htra skuh vera
með mengunarvöm eða katalysator.
Ferrari má bíta í það súra eph að
afgreiða F40 bflana með mengunar-
vöm - nokkuð sem þeir voru búnir
að sverja að gera ekki.
Notaðir bílar
í sérflokki
Opið laugardag 1-5
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633.
RENAULT
BMW 520i Special Edition 2000 árg. 1988, 5 gíra, 4ra dyra,
demantssvartur, ekinn 20.000 km. Verð 1.395.000.
Mazda 323 árg. 1989, 5 gíra, 3ja Renault 21 GTS 2000 árg. 1987,
dyra, hvítur, ekinn 10.000 km. 5 gíra, 4ra dyra, blár, ekinn
Verð 650.000. 50.000. Verð 800.000.
BMW 318i 1800 árg. 1984, 4ra
gíra, 2ja dyra, hvítur, ekinn
50.000. Verð 650.000.
BMW 520i 2000 árg. 1987, sjálfsk.,
4ra dyra, beige, ekinn 63.000 km.
Verð 1.050.000.
— URVALS NOTAÐIR —i
TEGUND ARG. EKINN VERÐ
Toyota Corolla liftback 1987 26.000 590.000
MMC Lancer GLX 1987 15.000 590.000
Ch. Monza SLE, sjálfsk. 1987 25.000 590.000
Honda Accord Coupé EX 1982 62.000 385.000
Buick Skylark, sjálfsk. 1981 50.000m 320.000
Cevrolet Corvette, sjálfsk. 1981 90.000
Nissan Pathfinder 2,4 1988 20.000 1.490.000
Opel Corsa LS 1987 45.000 350.000
Ch. Blazer S10 m/öllu 1986 32.000m 1.350.000
GMC Jimmy sjálfsk. 1985 1.050.000
Izusu Trooper bensín 1983 64.000 650.000
Susuki Swift GA 1988 16.000 430.000
Mazda 323 4d. 1982 82.000 230.000
Daihatsu Charade 1986 33.000 360.000
Ch. Malibu Classic station 1979 152.000 270.000
Subaru 1800 GL 1987 50.000 800.000
Saab 90 1985 67.000 525.000
Toyota Corolla, 5d. 1986 49.000 490.000
Opið laugardaga frá 13 til 17
Bein lína, sími 674300
BÍLVANGUR SF
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO