Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1989, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989.
Andlát Tónleikar
Aðalsteinn Halldórsson frá Litlu-
Skógum, fv. deildarstjóri við Toll-
gæsluna í Reykjavík, áður til heimil-
is í Bólstaðarhlíð 30, andaðist í Hér-
aðshæhnu, Blönduósi, 30. ágúst.
Jarðarfarir
Anna Dúfa Storr, sem lést á Eng-
landi 27. ágúst, verður jarðsungin frá
Landakotskirkju þriðjudaginn 5.
september kl. 15.
Sveinn Gíslason ílugstjóri, sem lést
22. ágúst, verður jarðsunginn frá
Víkurkirkju í Mýrdal laugardaginn
2. september kl. 15.
Magnús Jochumsson rennismiður
lést 21. ágúst. Hann var fæddur í
Reykjavík 19. október 1913. Foreldrar
hans voru Jochum Þórðarson og
Diljá Tómasdóttir. Eftirlifandi eigin-
kona Magnúsar er Júlía Jónsdóttir.
Þau hjónin eignuðust sex börn. Útfór
hans verður gerð frá Fossvogskirkju
í dag kl. 13.30.
Marta Þ. Geirsdóttir lést 27. ágúst.
Hún fæddist á Kanastöðum í Land-
eyjum þann 11. mars 1914, dóttir
Geirs ísleifssonar og Guðrúnar Tóm-
asdóttur. Marta vann lengst af sem
gjaldkeri hjá Siglingamálastofnun.
Utíor hennar veröur gerð frá Hall-
grímskirkju í dag kl. 15.
Námskeið
Ættfræðinámskeið
Nýtt starfsár er að hefjast hjá Ættfræði-
þjónustunni en undanfarin ár hefur hún
staðið fyrir ættfræðinámskeiðum í
Reykjavik og víðar um land. í september
verður farið af stað með byrjenda- og
framhaldsnámskeið í Reykjavik en þau
standa í 5-7 vikur. Einnig verða haldin
helgamámskeið í Garðabæ, Búöardal og
fleiri stöðum á landsbyggðinni þar sem
næg þátttaka fæst. Marga fýsir að vita
' um forfeður sína og frændfólk en gengur
seint og illa að fá upplýsingar með fyrir-
spumum óg eigin athugunum. í raun
geta allir rakið ættir sínar sjálfir fái þeir
næga tilsögn og aðstöðu til að hefja leit-
ina. Á ættfræðinámskeiði fræðast menn
um fljótvirkar og ömggar leitaraðferðir,
fá leiðarvisa og yfirsýn um helstu heim-
ildir og leiðbeiningar um gerð ættartölu
og niðjatals. Þá fá þátttakendur tækifæri
til að þjálfast í verki við að rekja eigin
ættir og frændgarð með afnotum af víð-
tæku gagnasafni. Leiðbeinandi á nám-
skeiöunum er Jón Valur Jensson. Innrit-
un er hafin hjá Ættfræðiþjónustunni í
síma 27101.
Það er leikur að læra
Dagana 31. ágúst til 9. september stendur
yfir í Kringlunni sérstök kynning í tilefni
þess að skólar landsins em aö hefja
. _ göngu sína en einnig em nú að hefjast
ýmis námskeið. Kjörorð kynningarinnar
er „Það er leikur að læra“. Þessa daga
veröur í göngugötum Kringlunnar
fræðsla og upplýsingar fyrir skólafólk og
kynnt mörg námskeið sem almenningi
standa til boða. Umferðarráð verður með
umferðarfræðslu. Námsgagnastofnun
kynnir starfsemi sína og tannfræðingar
; veita upplýsingar um tannhirðu. Þá
< verða í húsinu fúlltrúar frá málaskólum,
matreiðsluskóla, tölvuskólum, dansskól-
I um og heilsuræktarstöðvum sem kynna
dagskrár skóla sinna og innrita á nám-
! skeiðin. Mjólkursamsalan verður enn-
fremur með sérstaka kynningu og einnig
) verðadanssýningar.Umferðarráösérum
* léttan spumingaleik og verðlaun eru frá
verslunum í Kringlunni.
t
Tónleikar í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar
Nk. þriðjudagskvöld, 5. september, verða
tónleikar í Listasafni Sigmjóns í Laugar-
nesi en þá mun Signý Sæmundsdóttir
syngja verk eftir Mozart, Schubert, Rich,
Strauss og Atla Heimi Sveinsson við und-
irleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanó-
leikara. Tónleikamir hefjast kl. 20.30.
Aðgöngumiðar fást við innganginn.
Tilkyimingar
r:MA:í:rt5>
Tímaritið Þroskahjálp
4 tbl. 1989 er komið út. Utgefandi er
Landssamtökin Þroskahjálp. í þessu
tölublaði segja foreldrar fjölfatlaðs
drengs, sem þarf mikið að dvelja á sjúkra-
húsum, frá lífi sínu. Meginefni blaðsins
að þessu sinni er helgað málþingi þroska-
heftra sem haldið var í Reykholti í Bisk-
upstungum sl. vor. Fjailað er um vinnu-
fund um framhaldsmenntun sem haldinn
var hér á landi á vegum NFPU, norrænna
samtaka um málefni vangefinna, og
nokkrir íslenskir þátttakendur spurðir
áhts á stöðu framhaldsmenntunar
þroskaheftra hér á landi. Einnig er í blað-
inu ítarleg grein eftir Rannveigu
Traustadóttur í Bandaríkjunum sem ber
heitið „Kynbundin umönnun fatlaðra
innan fjölskyldunnar". Tímaritiö
Þroskahjálp kemur út sex sinnum á ári.
Það er sent áskrifendum og fæst í lausa-
sölu í bókabúðum, á blaðsölustöðum og
á skrifstofu samtakanna að Nóatúni 17.
Áskriftarsíminn er 91-29901.
Vetraráætlun SVR -
aukin tíðni ferða
Mánudaginn 4. september tekur vetrará-
ætlun SVR gildi. Þá eykst tiðni ferða á 9
leiðum. Vagnar á leiðum 2-7 og 10-12 aka
á 15 mín. tíðni kl. 7-19 mánudaga til fóstu-
daga. Akstur á kvöldin og um helgar á
áðurtöldum leiðum er óbreyttur. Vagnar
á leiðum 8-9 og 13-14 aka á 30 min. tiðni
alla daga, einnig á kvþldin. Helgina 2. og
3. september verður skipt um leiðaspjöld
á viðkomustöðum SVR. Leiðabók SVR
birtir nánari upplýsingar um ferðir vagn-
anna.
SÍBS og Samtök gegn
astma og ofnæmi
fara í sína árlegu grillferð sunnudaginn
3. sept. Farið verður frá Suðurgötu 10 kl.
11 og ekið á Þingvelli með viðkomu í
Hveragerði. Grillað veröur viö orlofshús
samtakanna, Hrafnagjá, og dvalist þar
tram eftir degi. Þátttökugjald er aðeins
500 krónur, frítt fyrir böm 12 ára og
yngri. Vinsamlegast látið skrá ykkur í
ferðina í síma 22150.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Fyrsta spilakvöld vetrarins verður nk.
mánudagskvöld, 4. september, og verður
þá spilaður eins kvölds tvúnenningur.
Að venju hefst spilamennskan kl. 19.30
og spilað er í íþróttahúsinu v/Strandgötu.
Tombóla
Nýlega héldu þessar stúlkur sem heita,
frá v„ Eva Dögg Benediktsdóttir, Rósa
Bjamadóttir, Rakel Björk Benediktsdótt-
ir, Ragnheiður Bjamadóttir og Guðrún
Grímsdóttir, en hana vantar á myndina,
tombólu til styrktar Rauða krossi ís-
lands. AUs söfnuðu þær 1.361 krónu.
Hjartans þakkir til allra fjær og nær sem glöddu mig með
gjöfum og blómum á áttatíu ára afmælisdaginn, 17. ágúst
sl. Guð blessi ykkur öll.
Elínborg Margrét Einarsdóttir
Háteigsvegi 23, Reykjavík
Merming
Ástin blind
Annað svið sýnir i Skeifunni 3c:
SJÚK í ÁST
Höfundur: Sam Shepard
Þýðing?
Leikstjóri: Kevin Kuhlke
Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson
Búningar: Freyja Gylfadóttir
Lýsing: Joseph Areddy
Leikendur: Róbert Arnfinnsson, María
Ellingsen, Valdemar Örn Flygenring og
Eggert Þorleifsson.
í leikritinu Sjúk í ást (Fool for
Love) leikur höfundurinn, Sam
Shepard, sér eins og fyrri daginn
að margræðum tilfinningum og
veruleika sem virðist vera á mörk-
um ímyndunar. Á vissum punkti
snýst allt við og eftir situr áhorf-
andinn og neyðist til að fara að
hugsa og mynda sér skoðun. í kvik-
myndinni, sem gerð var eftir leik-
ritinu, tapaðist þessi margræðni að
nokkru leyti en á sviði nýtur hún
sín hins vegar til fulls.
Þetta er skemmtilega fléttað verk,
knappt en hefur þó márga óvænta
fleti, það er ólgandi af ástríðu og
hlaðið spennu.
Það er leikhópurinn Ánnað svið
sem stendur fyrir sýningu verksins
og hafa þau fengið inni í leikhúsi
Frú Emelíu í Skeifunni 3c.
Leikmyndahönnuður býr verk-
inu nöturlega umgjörð, vettvang-
urinn er ömurlegt mótelherbergi,
ópersónulegt og óaðlaðandi. Þarna
hefst May við - kona á barmi
taugaáfalls - og áhorfandinn fær
smátt og smátt hugmynd um það
sem á undan er gengið.
í fyrstu virðist vera á ferðinni
gamaikunnugt þema. En álengdar
situr gamh maðurinn og fljótlega
vaknar sú spurning hvort þau
Eddie og May séu raunveruleg eða
hvort þau séu aðeins til í hugskoti
þess gamla.
Róbert Amfinnsson leikur hlut-
verk gamla mannsins snilldarvel.
Hann er alian tímann þáttakandi
þó að hlutverkið sé lengst af þög-
ult. Róbert hefur ekkert fyrir því
að túlka allaii tilfmningaskalann
með svipbrigðunum einum saman
og hygg ég að nærvera hans í þess-
ari sýningu sé það sem gerir fyrst
og fremst útslagið.
Það er hins vegar nokkur galli á
sviðsmyndinni að Róbert lendir
langt utan við sjónlínu þeirra sem
sitja fremst á áhorfendasvæðinu
hægra megin þegar fylgst er með
framvindu mála í mótelherberg-
inu. Þetta er til baga vegna þess að
í svipbrigðum hans speglast allt
sem er að gerast á sviöinu. Hann
situr þama í sínu eigin hugskoti
og er í senn áheyrandi og stjóm-
andi.
María Elhngsen leikur May. Hún
á eftir að taka út mikinn þroska
sem leikkona og er ennþá viss bagi
að æsku og reynsluleysi. May er
fuhþroska og margreynd en þama
verður hún fullkenjótt og krakka-
leg þannig að það er harla ótrúlegt
að ástarsamband þeirra Eddies
hafi staðið í heh 15 ár.
En María er á mikihi þroskabraut
í hst sinni, hún er glæsheg, ákveðin
Leiklist
Auður Eydal
og hreyfmgar fumlausar. Fram-
sögnin er hins vegar nokkuö þving-
uð og óeðhleg.
Valdemar Órn Flygenring er í
hlutverki Eddies, hálfbróöur og
elskhuga May. Hann er gamal-
kunnug manngerð, kóngsins lausa-
maður, tihitslaus og rustalegur en
á hka til sínar veiku hliðar.
Valdemar fór létt með þetta hlut-
verk sem er harla líkt ýmsu sem
h'ann hefur áður fengist við. Engu
að síður má hér engu muna vegna
þess að Eddie er samansettur úr
fleiri þáttum og komst það aht vel
til skila.
Á milh þeirra May og Eddie logar
hömlulaus ástríða, þau eru sem
steypt í sama mót og fá ekki við
neitt ráðið, fremur en sameiginleg-
ur faðir þeirra sem lifði tvöfóldu
lífi lengi ævinnar.
Algjör andstæða þeirra tveggja
er Martin sem Eggert Þorleifsson
leikur. Martin er aðdáandi og vinur
May, feiminn og seinheppinn.
Eggert leikur þennan grátbros-
lega náunga af næmi og skilningi
og sannar hér svo ekki verður um
vihst að hann á fleira í pokahorn-
inu en thburði gamanleikarans.
Honum tekst að gera Martin eftir-
minnileg skh.
Leikstjórinn Kevin Kuhlke hefur
unnið gott verk með hópnum þó
að fyrirgangur og hurðaskellir
væru helsti mikhr á stundum. En
í heild er þetta sterk og vel unnin
sýning miðað við aðstæður.
Ég átti þess ekki kost að sjá frum-
sýningu verksins svo að þessi um-
sögn er skrifuð eftir aðra sýningu
þess. AE
Athugasemd
Valgeir Skagfjörð skrifar í DV í
dag, 30. ágúst, og er óánægður með
umfjöllun mína um nýtt verk sitt,
Fangakapal, en það var flutt í formi
leiklestrar á Hótel Borg fyrir
skemmstu, í leikstjóm hans sjáifs.
Valgeiri er nokkuð niðri fyrir og
beitir hann stílvopni þar af leiðandi
meira af kappi en forsjá. Auk þess
má kenna þó nokkurt yfirlæti í
pisth hans.
Nú er það svo að ahir höfundar
verða að þola umfjöllun um verk
sín, jafnvel þó þeim sé ekki ein-
göngu sungið lof og súrt fylgi þar
með sætu.
Og það er hka hollt að hafa í huga
að menn læra htið aö gagni af við-
hlæjendum sínum.
Nauðsynlegt er að leiðrétta
nokkrar missagnir í skrifum Val-
geirs.
Hafi thgangurinn með uppfærsl-
unni verið sá að skoða leikritið og
komast að því hvar það væri á vegi
statt, eins og Valgeir segir í grein
sinni, er vandséð hvað hann hefur
á móti því að fjallað sé um verkið
á því stigi sem það var flutt opin-
berlega í formi leiklestrar.
Það er hverjum manni ljóst, sem
les grein mína, að verið er að skrifa
um leiklestur á verkinu en ekki
fullbúna sýningu enda er það ræki-
lega tíundað. Ríflega fjórðungur
greinarinnar fjallar um leiklestur
sem slíkan og möguleika þess
forms. Aht sem á eftir fer er skrifað
út frá þessari forsendu og það er
deginum ljósara að höfundur „er
að skrifa" verkið, verið er „að
leggja grunn“ og persónur eru í
„mótun“ svo vitnað sé í orðalag
beint úr umijöllun minni. Það er
því alrangt hjá Valgeiri að gengið
sé út frá því sem gefnu að verkið
sé fuhbúið th sýningar.
Þá eru það ekki góð vinnubrögð
aö vitna í orð annarra innan gæsa-
lappa, með þeim hætti að taka tvær
tilvitnanir sína úr hvorri áttinni,
rífa þær úr því samhengi sem þær
stóðu í og spyrða síðan saman til
þess að fá út nýja merkingu.
Opinber flutningur á nýju ís-
lensku verki, rækilega kynntur í
fjölmiðlum og öhum opinn, hlýtur
að teljast th nokkurra tíðinda þó
að verkið eigi vísast eftir að taka
ýmsum breytingum. Ekkert er eðli-
legra en að um það sé fjahað eins
og það kemur fyrir á því stigi þegar
efnt er th leiklestrarins, hvort sem
höfundinum sjálfum hkar umsögn-
inbetureðaverr. -AE
Fjölmidlar
Nýtt Ijóðskáld og gott
Bókin er lágværasti Ij ölmiðillinn
og þó hinn áhrifamesti, þegar th
langs tíma er litið, því aö hún er lífs-
förunautur okkar og vinur í hverri
raun^en dagblöð, tímaritogljós-
vakamiölar í eðU sínu gestir á heim-
ilum okkar, koma og fara og veröa
gleymskunni aö bráö. Lágværustu
bækumar eru þó líklega Ijóðabæk-
ur, semseljast aðjafhaði aðeins í
örfáum hundruöum eintaka og
skáldin gefa út á eigin kostnaö.
Égsat fyrir skömmu á Hressingar-
skálanum að lesa yfir póst frá út-
löndum, er ungt ljóðskáld bar þar
að, og tókst þ ví eftir nokkrar fortöl-
ur aö selja mér bók eftir sig. Ég bjóst
ekki við miklu, en hóf að lesa ritið
yfir kaffibohanum og hélt því áfram
heima hjá mér, og viti menn: Hér
hefur gott skáld kveðið sér hljóðs!
Það heitir Kristján Hrafhsson, og
bók hans ber nafnið í öðrum skiln-
ingi. Kristján yrkir jöfnum höndum
rímuö ljóö og órímuð, og leikur
máhð í höndum hans. Hann er róm-
antískur og íhugull og túlkar á sér-
stakan, skemmtilegan hátt viöhorf
kynslóðar sinnar, þótt áhrifin frá
Steini Steinarr og Tómasi Guð-
mundssyni leyni sér ekki.
Það kemur okkur alltaf skemmti-
lega á óvart, þegar yngri menn
minna okkur á endumýjunarmátt
hinnar íslensku borgarmenningar,
sem blómgast hefur og dafnað í
Reykjavik og tekur á sig nýja mynd
með hverri kynslóð. Ég spái þvi hik-
laust, að Kristján Hrafhsson eigi
framtíð fyrir sér á Braga bekk.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson