Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1989, Side 1
Skoðunarferðir á sjó
t
Haldið verður áfram skoðunar-
ferðum þeim á sjó sem byrjað var
að fara milli páska og hvítasunnu
í vor á vegum Náttúruvemdarfé-
lags Suð-Vesturlands og Eyjaferða.
Megináhersla var lögð á að kynna
lífríkið í sjónum og áhrif vorkom-
unnar á það en staðháttum og sög-
unni voru jafnhliða gerð skil og
útsýnisins notið af sjó.
Skipulagi ferðanna nú verður ht-
ið breytt en fitjað upp á nýjungum.
Ferðimar skiptast í blandaðar
náttúruskoðunar- og söguferðir um
firði, út í eyjar og meðfram strönd-
inni og í sérhæfðar náttúruskoðun-
arferðir, söguferðir og ferðir þar
sem siglingaleiðir og sighngatæki
Hafrúnar verða kynnt sérstaklega.
Ýmislegt verður gert til að gefa
ferðunum gildi, til dæmis verða
gerðar ýmsar mæhngar og athug-
anir sem fólk getur tekið þátt í.
Farið verður frá Grófarbryggju og
er öhum heimil þátttaka í ferðun-
um.
Fyrstu ferðirnar verða á sunnu-
daginn. Kl. 10 verður farið í nátt-
úruskoðunarferð um sundin og að
öllum eyjunum í Kohafirði. Gerðar
verða ýmsar mælingar, botndýralíf
skoðað með botnsköfu, skoðað
verður í krabba- og fiskigildrur og
fjallað um haustkomuna í sjónum.
Fargjald er 1100 kr. og ferðin tekur
um eina og hálfa klukkustund og
leiðsögumaður er Konráð Þórisson
sjávarlíffræðingur.
Næsta ferð verður kl. 14, Skerja-
fjarðarferð. Siglt verður fyrir
Gróttu og Suðurnes og inn á Seil-
una, Arnamesvog, Kópavog og
Fossvog. Þetta verður söguferð en
jafnframt skemmtileg útsýnisferð.
Fargjald er 1300 kr. Ferðin tekur
um tvo klukkutíma og er leiðsögu-
maður Páh Líndal. Kl. 17 verður
farin náttúruskoðunar- og söguferð
út í Engey. Slysavamadeildin Ing-
ólfur mun annast flutninginn á
fólki á miUi báts og eyjar. Gengið
verður um eyjuna en hún er rík
af mannvistar- og náttúruminjum.
TU dæmis er á eyjunni að fmna
mjög fallega stuðlað grágrýtis-
kirkjugólf). Ferðin tekur tvo
klukkutíma og kostar 800 kr.
Um kvöldið kl. 21 verður boðið
upp á nýja ferð, siglingu um sundin
blá í tunglsljósi. Ferðin tekur um
klukkutíma og er fargjald 800 kr.
Frítt er í ferðimar fyrir börn sjö
ára og yngri, hálft gjald fyrir átta
til tólf ára í fylgd með fuUorðnum.
-HK
Meðal sögustaða, sem skoðaðir verða á sunnudaginn, er Engey.
Fylkir og Víkingur berjast hatrammri baráttu um veru sína í 1. deild. Myndin er úr leik þessara liða á dögunum.
Baldur Bjarnason og Hallsteinn Arnarson berjast um knöttinn.
Spennan eykst í 1. deildinni í knattspymu:
Leysist úr flækjunni
Regnboginn:
Gömul meistaraverk
kvikmyndasögunnar
Sjaldan eða aldrei hefur 1. deildin
verið jafnspennandi og nú. Næstsíð-
asta umferð fer fram um helgina og
er óhætt að segja að allt sé í hnút í
efri kantinum sem og þeim neðri.
Kannski leysist úr flækjunni. Hver
verður íslandsmeistari og hvaða hð
falla í 2. deUd? Svo gæti einnig farið
að spenningurinn ykist aðeins í
næstsíðustu umferðinni og að það
kæmi ekki í ljós fyrr en í siðustu
umferð hver verður íslandsmeistari
og hvaða tvö lið verða að leika í 2.
deUd að ári. Sjá aUt um leiki helg-
arinnar á bls. 23.
í Regnboganum stendur yfir sýn-
ing gamaUa kvikmynda. Kvikmyndir
þessar tUheyra farandsýningu á
gömlum meistaraverkum sem send
er út um heim í tUefni af 50 ára af-
mæh alþjóðasamtaka kvikmynda-
safna. Hér er um að ræða tíu kvik-
myndir sem kvikmyndasöfn hafa
bjargað frá eyðUeggingu og endur-
• gert.
Sýningar á myndunum hófust á
miðvikudag og verður framhaldið tU
þriðjudags. Gefst kvikmyndaunn-
endun einstakt tækifæri tU að sjá
ýmis srúlldarverk aht frá upphafi
kvikmyndasögunnar. Við endurgerð
myndanna hefur verið leitast við að
ganga frá þeim sem næst upphaflegri
gerð. í sumum tilfellum eru tU dæm-
is svart/hvítar myndir Utaðar, eins
og algengt var snemma á öldinni.
Þekktustu kvikmyndirnar, sem
sýndar verða, eru Eroktikon, sem
Mauritz Stiher leikstýrði árið 1922,
og Lost Horizon, sem Frank Capra
leikstýrði árið 1937, með Ronald
Coleman í aðalhlutverki. Lost Horiz-
on er gerð eftir samnefndri sögu
James HUton og gerist á tímum ind-
versku uppreisnarinnar gegn Bret-
um. Eroktikon fjaUar um prófessor
í skordýrafræði, sem er mjög upptek-
inn af starfi sínu, og vanrækta konu
hans sem leitar sér huggunar annars
staðar. Mynd þessi hafði víðtæk áhrif
á kvikmyndagerðarmenn sem fylgdu
í kjölfarið, eins og Jean Renoir, Char-
les Chaplin og Ernst Lubitsch. Lost
Horizon veröur sýnd á mánudag kl.
19.15 og Eroktikon á sunnudag kl.
23.15.
Aðrar myndir eru Morðið á greif-
anum af Guise (L’assassinat du duc
de Guise) sem var gerð 1908 og til-
heyrir þeirri kvikmyndastefnu sem
kölluð hefur verið Film d’art. Þrátt
fyrir tæknilega galla og ýmsa ann-
marka er mynd þessi flokkuð sem
meistaraverk þessarar stefnu.
Síðasta árás indíánanna (E1 uitimo
malon) er argentísk kvikmynd frá
1917. Þetta er leikin heimildarmynd
sem lýsir árás indíána á þorp árið
1904. Enginn atvinnuleikari leikur í
myndinni.
Saman eru sýndar kanadíska kvik-
myndin Aftur til lands guðs (Back to
God’s Country), sem er frá 1919, og
nýsjálenska kvikmyndin Myndir úr
lífi Maóra á austurströndinni, sem
er heimildarmynd um líf og störf
maóra á austurströnd Nýja Sjálands.
Mynd þessi var gerð 1923.
Acto de Primav.era er portúgölsk
kvikmynd frá 1963. Hún er að hluta
til byggð á 17. aldar leikriti um píslar-
sögu Krists og að hluta á fréttamynd-
um samtímans.
Rauði hálfmáninn (Az Arnayem-
ber) er ungverk kvikmynd frá 1919
sem Alexander Korda, hinn þekkti
leikstjóri, stýrði.
Hin gömlu lög (Das alte Gesetz) er
þýsk kvikmynd frá 1923, leikstýrt af
E. A. Dupont. Hún fjallar um rabb-
ínasoninn Baruch sem fer að heiman
til að gerast leikari gegn vilja fóður
síns.
Skósmiður þorpsins (Nummisuut-
arii) er finnsk kvikmynd frá árinu
1923 og fjallar um piparsveininn
Esko sem fær ekki stúlkuna sem
hann elskar.
Kvikmyndir þessar, sem flestar eru
þöglar, hafa mikið sögulegt gildi fyr-
ir kvikmyndagerð þeirra þjóða, sem
þær koma frá, og því er þetta kjörið
tækifæri fyrir kvikmyndaáhuga-
menn til að sjá myndir sem óvíst er
aðverðisýndarafturhér. -HK