Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1989, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1989, Síða 6
22 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989. Kvikmyndir - Kvikmyndir Bíóborgin og Bíóhöllin: Batman Þá er komið að frumsýningu á vinsælustu kvikmynd ársins og þeirri kvikmynd sem á kannski eft- ir að verða vinsælasta kvikmynd allra tíma ef fram heldur sem horf- ir því í Bandaríkjunum hefur hún slegið öll aðsóknarmet þá tæpa þrjá mánuði sem hún hefur verið sýnd. Myndin er, eins og flestum ætti að vera kunnugt, byggð á þekktri teiknimyndafígúru. Myndin gerist í Gothamborg. Þar ræður glæpa- lýður lögum og lofum og er ekki hollt fyrir heiðarlegan mann að eiga heima þar. Þegar allir eru að gefast upp við að reyna að stíUa til friðar í borginni fara fíölmiðlar að tala um veru eina sem sést á ferli á hinum ólíklegustu stöðum. Vegna klæðaburðarins er henni gefið nafnið Batman eða leðurblöku- maðurinn. Fer það svo að þessi dularfulla vera fer að gera glæpa- mönnunum erfitt fyrir. Það er Michael Keaton er leikur Batman. Keaton, sem er þekktari sem gamanleikari, bregður sér í hetjuhiutverkið án fyrirhafnar. Það sem aftur á mótí hefur vakið hvað mesta athygli og á sjálfsagt einhvem þátt í hinum ótnilegu vinsældum myndarinnar er að Jack Nicholson leikur skúrkinn Jack Napier eða gámngann eins og hann er kallaður vegna útlits síns. Það er svo þokkagyðjan Kim Basinger sem leikur ljósmyndar- ann fagra, Vicki Vale. Þess má geta að lokum að ísland er þriðja landið þar sem myndin er sýnd. Hún hefur enn sem komið er aðeins verið sýnd í Bandaríkjun- um og Englandi. -HK Jack Nicholson leikur skúrkinn í Batman. Er hann kallaður gárunginn (Joker) vegna útlits síns. Cohen & Tate Cohen & Tate er sakamálamynd með Roy Scheider í aðalhlutverki. Leikur hann atvinnumorðingja sem búinn er að starfa í faginu í þijátíu ár án þess að mistakast. Hann er ekki hrifinn af nýjum að- stoðarmanni sem hann fær til að- stoða við verkefni. Saman em þeir sendir til að drepa fjölskyldu eina sem fer huldu höfði fyrir glæpa- samtökunum. Þeim tekst ætlunar- verk sitt þótt fjölskyldunnar sé vel gætt af FBI mönnum. Einn drengur lifir árásina af og taka atvinnumorðingjamir hann með sér. Það sem þeir reiknuöu ekki með var að drengurinn er hinn kjaftforasti og stendur uppi í hárinu á þeim... Roy Scheider leikur Cohen. Ad- am Baldwin leikur aftur á mótí Tate. Vaktí hann fyrst athygli fyrir leik sinn í mynd Stanleys Kubrick, Full Metal Jacket. -HK Cohen og Tate (Roy Scheider og Adam Baldwin) ásamt drengum Tra- vis (Harley Cross) sem þeir ræna. Michael Keaton leikur Batman og Kim Basinger þokkagyðjuna Vicki Vale. Laugarásbíó: Sýningar Art-Hún, Stangarhyl 7, Reykjavík Að Stangarhyl 7 eru sýningarsalur og vinnustofur. Þar eru til sýnis og sölu olíu- málverk, pastelmyndir, grafík og ýmsir leirmunir eftir myndlistarmennina Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Ármanns, Elín- borgu Guðmundsdóttur, Margréti Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdóttur. Opið aiia virka daga kl. 13-18. Árbæjarsafn, simi 84412 Opið kl. 10-18 alla daga nema mánudaga. Leiðsögn um safiúð laugardaga og sunnudaga kl. 15. Veitingar í Diilonshúsi. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Þar eru til sýnis 24 landslagsmyndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir, eftir Ásgrím. Sýningin stendur til sept- emberloka og er opið aiia daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41, sími 14055. Gígja Baldursdóttir sýnir í Ásmundarsal. Myndirnar á sýningunni eru málaðar með akrýllitum á pappír og eru gerðar á árunum 1988-1989. Sýningin verður opin virka daga kl. 16-20, um helgar frá kl. 14-20, og lýkur sunnudaginn 10. septemb- er. Djúpið, Hafnarstræti 15 Ulla Hosford sýnir textílverk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11-23.30. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Tveir á ferð nefhist sýning þeirra feðgina Margrétar Jónsdóttur og Jóns Benedikts- sonar sem opnuð verður á morgun kl. 16. Margrét sýnir olíumálverk og Jón sýnir höggmyndir unnar í eir. Sýningin stend- ur til 26. september. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Jón Jóhannsson sýnir verk sín í Galierí Borg. Á sýningunni eru glerverk sem öll eru til sölu. Þetta er fyrsta einkasýning Jóns hérlendis en hann h,efur tekið þátt í sýningum í Bandaríkjuniun, Englandi og Þýskalandi. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningunni lýkur 19. september. í Graf- ík-gallerí Borg, Austurstræti 10, er mikið úrval af grafík og keramiki, einnig olíu- verk eftir yngri kynslóðina í stækkuðu sýningarrými. Grafik-galleríiö er opið virka daga kl. 10-18. Kjarvalsstaðir Ljósmyndasýning Ysuf Karsh hefur verið fi-amlengd tÚ 10. sept. vegna mikiilar að- sóknar. Listamannahúsið, Hafnarstræti 4 Dagur Sigurðarson sýnir þrjátíu mynd- verk sem hann hefur málað hérlendis og erlendis imdanfarin ár. Sýningin er opin alla daga kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar Aðalheiður Skaiphéðinsdóttir sýnir 38 verk, teikningar og grafík, en hún rekur eigið grafik- og textílverkstæði að Suður- götu 45, Hafnarfirði. Sýningin stendur til 10. september og er opin kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga. Þá stendur einnig yfir í Hafiiarborg sýning á oliumálverk- um, svartlist og listmunum frá Moldavíu. Katel, Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eför innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Sýning í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaUega eftír yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safiúnu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri safnsins og er leiðsögnin öllum opin og ókeypis. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 Ákveðið hefur verið að framlengja sýn- ingu Kristjáns Davíðssonar til septemb- erloka. Frá 1. september er safhið opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-7 og öU þriðjudagskvöld kl. 20-22. Kaffistofan er opin á sama tíma. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Davíð Þorsteinsson sýnir 30 svarthvítar Ijósmyndir á Mokkakaffi. Myndimar eru úr borgarlandslagi og sýna mótíf eins og tré, glugga, múrveggi og mannfólk. Flest- ar eru teknar á sl. fjórum árum í gamla bænum í Reykjavík og nokkrar á ferða- lögum í Skotlandi og Frakklandi. Sýning- in stendur til 28. september. Norræna húsið v/Hringbraut í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning á ljósmyndum sem Nanna Bisp Buchert hefúr tekið. Á sýningunni eru 28 myndir sem skiptast í fjórar myndrað- ir, flestar í svart-hvítu og teknar hér á landi. Sýningin stendur til 24. september og er opin daglega kl. 9-19 nema sunnu- daga kl. 12-19. I kjaUara hússins sýnir Elías B. HaUdórsson málverk. Á sýning- unrú eru rúmlega 40 myndir, unnar í olíu og er hún opin daglega kl. 14-19 fram til 17. september. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Hörður Ágústsson sýnir portrett frá Par- ís, teikningar imnar á árunum 1947^49. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 13. september. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 52502 Fundur Ameríku nefnist sýning i Sjó- minjasafni íslands. Sýrúngin er tvískipt. Annars vegar er sýning um ferðir nor- rænna manna tíl Ámeriku og fund Vín- lands um 1000. Hins vegar er um að ræða farandsýningu frá ítalska menntamála- ráðuneytinu um Kristófer Kólumbus og ferðir hans fyrir um 500 árum. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis í SPRON, útibúinu Álfabakka 14, Reykja- vík sýnir Ragnheiöur Jónsdóttir myndir. Sýningin stendur til 10. nóvember nk. og er opin frá mánudegi tU fimmtudags frá kl. 9.15-16 og fóstudaga frá kl. 9.15-18. Sýningin er sölusýning. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Stofhunar Áma Magn- ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriöjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Þar em tíl sýrús og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Myntsafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, s. 24162 Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Slunkaríki, Aðalstræti 22, fsafirði Sýning á ljósmyndaverkum Arthurs Bell. Árthur Bell er Bandaríkjamaður og stundaði nám í ljósmyndun við listahá- skóla Chicagoborgar. Hann hefur sýnt myndir sínar víða í Bandaríkjunum og Mið-Ameríku en sýningin í Slunkaríki er sú fyrsta héma megin Atlantshafs. Sýningin stendur til 17. september og er opin fimmtudaga-sunnudaga kl. 16-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.