Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1989, Page 8
24
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989.
Fátt ber til tíðinda þessa vikuna á
á vinsældalistanum. Young Guns
og Big Business halda efstu sætun-
um en The Presido þrýstir á, fer
úr fimmta sætinu í það þriðja.
Tvær myndir, sem hafa verið þaul-
sætnar á listanum undanfarna
mánuði, Big og Midnight Run,
kíkja aftur inn á listann en út fara
The Tenth Man og Poltergeist II
sem gerðu stuttan stans. Nokkrar
myndir eru væntanlegar sem ör-
ugglega eiga eftir að koma við sögu,
má þar nefna A Fish Called Wanda,
The Accused og Arthur II
Ef litið er á skiptingu mynda á
listanum kemur í ljós að fimm gam-
anmyndir eru á listanum, þrjár
sakamálamyndir, einn vestri og
eitt drama.
DV-LISTINN
1. (1) Young Guns
2. (2) Big Business
3. (5) The Presido
4. (3) Masquerade
5. (4) Stand and Deliver
6. (6) Caddysack il
7. (8) D.O.A.
8. (-) Big
9. (7) Moving
10. (-) Midnight Run
Hættulegir unglingar
KANSAS
Útgefandi: Skífan
Leikstjóri: David Stevens. Framleiöandi:
George Litto. Handrit: Spencer East-
man. Aðalhlutverk: Matt Dilon og
Andrew McCarty.
Bandarisk 1988. 110 min. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Hin mjög svo forvitnilega per-
sóna, „hinn reiði ungi maður*', sem
áður fyrr fékk snilldarlega með-
höndlun hjá mönnum eins og
Brando og Dean, hefur þróast yfir
í fremur leiðinlegan ungling.
- Ungling sem þvælist um öllum
til ama og hefur enga skírskotun
til þess þjóðfélags sem við lifum í.
Þannig unglingamyndir (sem eru
reyndar varla unglingamyndir)
eru sífellt að berast hingað enda
svo mikið af ungum og „efnileg-
um“ leikurum sem þurfa að fá að
sýna sig.
Hér eru tveir slíkir piltar á ferð.
Þeir leika tvo unga menn sem hitt-
ast fyrir tilviljun á stefnulausu
ferðalagi. í fyrstu vingast piltamir
og virðast eiga samleið. Þegar þeir
koma síðan á heimaslóðir annars
þeirra hefjast átökin sem í lokin
snúast í uppgjör þeirra í milii.
Þrátt fyrir fremur tómlega per-
MATT '
Dinor
»■■* ANDREW V
McCARTHY
W . ? IM
|V> A‘
SLÖCSDHTEZH v »■ iM Íí c ^ SkÍF-AN frryrW:»tkK>
*teWIUil*Tir«*l»«- , ujiíUvrjw.. fHii VftWií.e .■ K«íi VM* :«• • w ., i« • >•■• *«» w»í tmie otsu ».««.•» —«*<jm i m •»:. y 5í.io «Wí(IÍÍM:xt >»ATStt x-.rmwi Ittfi
sónusköpun og klisjukennt handrit
þá næst upp þokkaleg spenna á
köflum, aðallega fyrir tilstfili kraft-
mikillar atburðarásar. Þrátt fyrir
að undirritaöur hafi fremur lítið
álit á Dillon þá tekst honum þokka-
lega upp hér í hlutverki brjálæð-
ingsins. Þó er engin leið að skilja
framferði hans - það er eitthvað
sem á sér ytri orsakir. McCarty er
á hægari nótum en virkar sem
ágætis andsvar við ofstopanum í
Dillon. -SMJ
Erfiðleikar unglingsáranna
SAGA CHARLIES CHAPLIN
Útgefandi: Bergvík.
Leikstjóri: Baz Tayior.
Aðalhlutverk: Joe Geary, Twiggy, lan
McShane og Lee Whitlock.
Bresk, 1989 - sýningartimi 162 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Hinn þekkti leikari og leikstjóri
Richard Attenborough vinnur nú
af fullum krafti við að undirbúa
kvikmynd um ævi þekktasta gam-
an leikara kvikmyndasögunnar,
Charlies Chaþlin. Það hlýtur að
valda honum mörgum andvöku-
nóttum hver eigi að leika snilling-
inn því eitt er víst ef ekki tekst vel
með hlutverkavalið þá mistekst
kvikmyndin.
Þetta er vandmál sem aðstand-
endur Sögu Charlies Chaplin hafa
örugglega lent í en þó skiptir hlut-
verkavalið ekki eins miklu máli og
í mynd Attenborough þar sem ein-
göngu er fjallað um unglingsár
Chaplins.
Samt er það svo að maður á erf-
itt með að sætta sig við hinn unga
leikara Joe Geary í hlutverki
Chaplins. Leikur hans er að vísu
til fyrirmyndar, sérstaklega sam-
skipti hans við fóður og móður, en
þegar hann er kominn upp á svið
og gamanleikarinn tekur við, vant-
ar hann þessa fínu takta og þann
einstaka leik sem gerði Chaplin að
þeim snillingi sem hann varð.
Æska Chaplins var enginn dans
á rósum. Faðir hans var hæfileika-
mikill gamanvísnasöngvari sem
drakk frá sér allt vit og gat aldrei
séð sómasamlega fyrir fjölskyldu
sinni. Móðir hans þoldi ekki álagið
sem því fylgdi að vera fátækur á
þessum árum og var hvað eftir
annað sett á geðveikrahæli. Það
kom því í hlut Charlies og eldri
bróður hans, Sidneys, að sjá að
miklu leyti um sig sjálfir. Og það
gerðu þeir á þann eina hátt sem
þeir kunnu og höfðu lært af foður
sínum, að koma fram á sviði.
Saga Charlies Chaplin endar þeg-
ar leiðir þeirra bræðra skilja að
sinni. Sidney tekur við rekstri leik-
húss en Charíie fer með leikflokki
Fred Kamos til Bandaríkjanna.
Þar var einnig annar ungur og efn-
ilegur gamanleikari innanborðs
sem átti eftir að skrá nafn sitt á'
spjöld sögunnar, Stan Laurel.
Saga Charlies XhapUn er bæði
skemmtileg og hugljúf kvikmynd.
Litið er raunsæjum augum á æsku
ChapUns og vandamál þau sem for-
eldrar hans áttu við að stríða. Ian
McShane er virkilega góður í hlut-
verki íöður Chaplins, ávallt drukk-
inn en fullur af falskri bjartsýni og
hann á auðvelt með að öðlast fyrir-
gefningu sona sinna. Twiggy hefur
útUtið með sér. Virkar brothætt og
aumkunarverð, en skortir dýpt í
leik. Áður hefur verið minnst á Joe
Geary sem veldur hlutverkinu upp
að vissu marki en hann er enginn
CharUe ChapUn.
-HK
Hinn ómögulegi njósnari
THE IMPOSSIBLE SPY
Útgefandi: Bergvík.
Leikstjóri: Jacinta Peel. Handrit: Marthy
Ross. Aðalhlutverk: John Shea, Eli
Wallace. Framleiðendur: Graham Mas-
ey og David Goldstein.
Bandarisk 1987. 96 mín.
'fhc ln«.- su»r;
of the ukiautc
uttiknww
«p«r:
Hér á síðunni hefur áður verið
nefnt að svo virðist sem ísraelska
leyniþjónustan Mossad sé óvenju
dugleg við kvikmyndagerð. Þessi
mynd rennir .stoðum undir þá
kenningu.
Hér er á ferðinni njósnasaga úr
hinni eilífu styrjöld araba og gyð-
inga. Gyðingarnir eru góðu gæ-
jarnir og aðalhetjan er ísraelskur
njósnari sem tekst að smygla sér í
innsta hring meðal Sýrlendinga.
Þaðan tekst honum að koma skila-
boðum til ísraels sem hafa úrslita-
þýðingu í styrjöld.
Njósnasögur eru vandmeðfarnar
því til að þær gangi upp þarf sögu-
þráöurinn að vera nokkuð skot-
heldur og unnin af einhverjum
frumleik. Því er ekki til að dreifa
hér. Fyrir það fyrsta er aðalpersón-
an ákaflega óspennandi og leikin á
fullkomlega litlausan hátt af Shea.
Hin gamli refur, Wallace, gefur
smálíf í persónu yfirmanns leyni-
þjónustunnar en hefur ekki úr
miklu að moða frá handritshöf-
undi. Þó að sviðsmynd og umgjörð
myndarinnar sé nokkuð samvisku-
samlega unnin verður heildar-
myndin bara ósköp litlaus.
-SMJ
★★
M1
Morð í glansborginni
GLITZ
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Sandor Stern.
Aðalhlutverk: Jimmy Smits, Markie Post
og John Diehl.
Bandarísk, 1988-sýningartími 95 mín.
Elmore Leonard er einn allra
besti sakamálarithöfundur nútím-
ans. Hann hefur í sögum sínum
skapað „hetjur" sem eru ólíkar
mörgum öðrum þekktum söguper-
sónum. Ekki get ég ímyndað mér
að Leonard sé ánægður með Jimmy
Smits er leikur Vincent Mora í
Glitz, því haxm er í raun ekki mjög
líkur fyrirmyndinni, dæmigerður
sjónvarpsleikari frá Hollywood
sem er þekktastur fyrir leik sinn í
hinum vinsælu sjónvarpsþáttum
Lagakrókar (L.A. Law). í andfit
hans. vantar alveg þá hörku og lífs-
reynslu sem sögupersónur Leon-
ard búa yfir.
BYSQT A SAMNEFNDIU METSÖLUBÖK $EM FiALLAR UM
HEIM >AH 8EM MAMNFTRLRUTNINQ, MISKUNNARLAUS
Vel hefur aftur á móti tekist að
skipa í önnur hlutverk í myndinni.
Sérstaklega er John Diel góður í
hlutverki fangans sem telur að
Mora eigi sök á öllum sínum vanda.
Smits leikur lögreglumanninn
Mora sem er í fríi á Bahamaeyjum
eftir að hafa særst í skotbardaga.
Þar kynnist hann Lindu sem sér
gull og græna skóga þegar henni
er boðið fyrirsætustarf í Atlantic
City. Hún fer þangað þrátt fyrir
aðvaranir Mora. Þegar hann fær
svo tilkynningu um að hún hafi
framið sjálfsmorð þýtur hann til
Atlantic City, veit sem rétt er að
sjálfsmorð kemur ekki til greina.
Eins og svo margar sjónvarps-
kvikmyndir heldur myndin manni
við efnið, er hröð og spennandi en
skilur ósköp lítið eftir þegar upp
er staðiö.
-HK
Flótti úr
heimsstyrjöld
THE GREAT ESCAPE II
Útgefandi: Skífan.
Leikstjórar: Paul Wendkos og Jud Tayl-
or. Handrit: Walter Halsey Davis. Aðal-
hlutverk: Christopher Reeve, Judd
Hirsch, Anthony Denison, Michael Nad-
er, Charles Haid, lan McShane og Don-
ald Pleasence.
Bandarisk 1989.2x91 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Það er ágætistími nú að rifja upp
seinni heimsstyrjöldina en nú eru
sem kunnugt er 50 ár liðin frá
fyrsta skotinu. Fáir ef nokkrir at-
burðir heimssögunnar hafa fengið
jafnmikla umfjöllun í kvikmynd-
um eða sjónvarpi.
Hér er það fangabúðaafbrigðið en
myndin segir frá flóttatilraunum
hermanna bandamanna úr þýsk-
um fangelsum. Mikil flótti er und-
irbúinn og margir komast undan.
Þjóðverjar bregðast æfir við og
hefna grimmilega. Seinni hlutinn
fer síðan í að segja frá uppgjörinu
við Þjóðverja eftir stríð.
Lopinn er teygður þokkalega
mikið hér og frásögnin ekkert sér-
lega beinskeytt. Efnismeðferð er
kunnugleg og frumleika haldið í
hófi. Frásögnin er þó þokkalega
trúverðug og bærilegt leikaralið
(fyrir utan Súperman) gerir það að
verkum að þessi þáttaröð verður
nokkumveginn áhorfanleg.
-SMJ