Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1989, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989. ...■)<!' 'iUUli'M r.u ; Bflar’90 Brimborg hf.: Daihatsu Applause: Sameinar kosti skutbíls og fólksbíls Daihatsu hefur um árabil einkum einbeitt sér að markaði smábíla með bílum á borð við Charade og Cuore. Að vísu var Daihatsu hér á árum áöur með bíl í millistærðarflokki sem kallaðist Charmant. Á liðnum vetri kynntu verksmiðj- umar nýjan bíl á bílasýningunni í Genf sem ætlað var að ná inn á mark- að millistórra bíla. Þessi nýi bfll fékk síðar nafnið Applause og svo skemmtflega vildi til að Evrópufrum- sýning bflsins undir þessu nýja nafni var einmitt hér á íslandi, nokkram dögum fyrir hina eiginlegu framsýn- ingu sem var á alþjóðlegu bílasýning- unni í Frankfurt. Sameinar góða kosti Útkoma hönnuða Daihatsu með Applause er öðruvísi bfll en við eig- um að venjast. Hann lítur út eins og venjulegur fólksbíll með skotti en þegar stór afturhlerinn er opnaður koma í ljós sömu kostir og í skutbíl eða hlaðbak. Skuthlerinn opnast frá stuðara og upp á þak. Hægt er að skipta aftursætisbaki og auka nýtingu farangursrýmis að mun. Þá er Applause búinn góðum kosti sem aðeins miklu dýrari bílar hafa boðið upp á áður, en það er stillanlegur halli á aftursætisbaki. Ný 16 ventla vél er í bílnum sem gefur honum ágæta snerpu og þýðan gang. Sjálfstæð fjöðran er á hverju hjóh og í reynsluakstri kom í ljós að hann er með ágæta aksturseigin- leika. í Daihatsu Applause fæst klassísk- ur 5 manna fjölskyldubíll með mun rýmra notagildi en við mætti búast. Applause kostar frá 969.900 kr. og umboð er Brimborg hf. -JR Daihatsu Applause - klassiskur 5 manna fjölskyldubíll með fjölhæft notagildi. Er nógur frost- lögur á bílnum? Það er ýmislegt sem nauðsynlegt er að skoða á bílnum undir vetur- inn. Eitt af því er hve mikinn kulda frostlögurinn þohr. Kuldaþol frostlagarins er eitt af því sem smurstöðvarnar athuga þegar maður kemur með bfl tfl að smjuja hann. En það er ekki víst að þannig standi á með smuming- inn að við fáum þessa frostþols- mælingu í tæka tíð. Þá er að biðja um hana á næstu bensínstöð. Þar eiga þeir lika að frostþolsmæla. Sá sem ekki hefur kælivökva með nægilegu frostþoli á bflnum sínum getur orðið fyrir verulegum skaða ef snögglega gerir mikið frost. Vatnskassar eru dýrir, bílvélar ennþá dýrari. Hvort tveggja getur eyðflagst ef flla tekst til. Munið líka að setja ísvara á rúðu- sprauturnar. Það er ekki aðeins að sá sem ekki hefur ísvara á rúðu- sprautunni getur ekki þvegið salt- ýringinn af framrúðunni hjá sér, heldur getur hann líka eyðilagt dæluna í rúðusprautunni með því að skarka á henni frosinni. Það getur orðiö dýrt að spara - á vitlausumstöðum. S.H.H. BIFREIÐAEIGENDUR! SPARIÐ TÍMA - SPARIÐ FYRIRHÖFN Renníð bílnum í gegn hjá Bón- og þvottastöðínní, Sígtúní 3. Óhreínn bíll er leíðínlegur - hreinn bíll er augnayndi. Margir bíleigendur hafa ekkí tíma tíl þess að þvo og bóna bila sína en flestír hafa 12-15 mín. aflögu (sem þarf tíl að fara með bíl gegnum Bón- og þvottastöðina, Sígtúní 3). Bílarnir eru tjöruhreinsað- ir, síðan háþrýstíþvegnir og um leíð fer fram undirvagnsþvottur. Þessu næst er bíll- ínn þveginn með mjúkum vélburstum og eínnig fer fram handþvottur sem er nauð- synlegur (hægt er að fá bílínn eingöngu handþveginn). Siðan fer billinn gegnum bónvélina og loks fer hann gegnum heitan blástur og er snyrtur. Það tekur ekkí mikínn tíma að láta þvo og bóna reglulega en það eykur endingu bilsíns og ánægju bíleígandans. Ath. Vegna afkastagetu stöðvarinnar, sem er yfir 40 bílar á klst., er biðtími stuttur, nánast enginn. Tíma þarf ekkí að panta. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8.00-18.40. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9.00-16.40. I5Ó.\- OG I*V( m SIGTÚNI 3 - SÍMI 14820 Volvo 740 GLi Vél: 4strokka, bein inn- spýting. Rúmtak: 1.986 cc. Hestöf l/kW: 121 /86. Notar 98 okt. blýbensín. 5 gíra og sjálfskipting með yfirgír. Hemlar: Diskará öllum hjólum. Fjöðrun: McPherson framan/aftan. Lengd: 4.786 mm. Breidd:1.750mm. Hæð: 1.410 mm. Hæðundir: 150 mm. Hjólbarðar, stærð: 185/65R15. Verðmiðaðvið 24.10.: 740 Gli 5 gíra: 1.659.900 kr., sjálfskiptur m/yfirgír: 1.735.800 kr. 740 G Li station, 5 gíra: 1.779.800 kr.,sjálfskiptur: 1 879.000 kr. Volvo 240 GLi Vél: 4strokka m. beinni innspýtingu- Rúmtak: 1.986. Hestöfl/kW: 121/86. Notar98okt. blýbensín. 5gira og sjálfskipting m. yfirgír. Hemlar: Diskaráöllum hjólum. Fjöðrun: McPherson framanogaftan. Lengd: 4.780 mm. Breidd:1.710mm. Hæð: 1.430 mm. Hæð undir:150mm. Hjólbarðar, stærð: 185/70R14. Verð miðað við 24.10.: 240GIÍ 5 gíra: 1.378.300, sjálfskiptur m/yfirgír: 1.449.800 kr. 240 GLi station5gíra: 1.449.800, sjálfskiptur m/yfirgír: 1.526.800 kr. Daihatsu Charade Vél: 3ja strokka. Rúmtak: 1.000. Hestöfl/kW: 52/38. Áætluð bensíneyðsla: 5,5 utanbæjar, borgarakstur 6,5ltr/100km. ISIotar 92 okt. blýlaust bensin. 4 og 5 gíra og 3ja þrepa sjálfskipting. Hemlar: Diskarframan, skálaraftan. Fjöðrun: McPherson framan og aftan. Lengd: 3.610 mm. Breidd: 1.600 mm. Hæð: 1.385 mm. Hæð undir: 160 mm. Hjólbarðar,stærð: 165/70R13. Verð miðað við 24.10.: TS,4gíra: 638.800 kr.TX, 5 gira: 682.900 kr.TX, sjálfsk.: 759.900 kr. CS, 4 gira: 654.800 kr. CX, 5 gíra: 695.900 kr. CX.sjálfsk.: 772.900 kr. GTi,5gíra: 998.000 kr. (tilb. á götu). Daihatsu Cuore Vél: 3ja strokka. Rúmtak: 846. Hestöfl/kW: 43/32 kW. Áætluð bensíneyðsla: 4,0 utanbæjar, borgarakstur 5,8 ltr/100km. Wotar 92 okt. blýlaust bensfn. 5 gíra eða tveggja þrepa sjálfskipting. Hemlar: Diskarframan, skálaraftan. Fjöðrun: McPherson framanog aftan. Lengd:3.195mm. Breidd: 1.395 mm. Hæð: 1.410 mm. Hæð undir: 165 mm. Hjólbarðar, stærð: 145/70SR12. Verðmiðaðvið 24.10.: Cuore, 5 dyra: 524.800 kr. Með sjálfskiptingu: 572.700 kr. (tilb. ágötu). LAUSAMOLa ■ ■■ ■ ■ mIumferðar er margra bol!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.