Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Page 1
Eldborgargil
Hákollur
Kóngsgil
Sólskinsbrekka
f
7/7 Reykjavíkur
SKIÐALEIÐIR I
BLÁFJÖLLUM
j
A Skáli Fram J Topplyfta Armanns (700) Skíðaleiðir
B Lyfta Fram (700)* K Gillyfta (700)
C Beygjulyfta (900) L Sólskinsbrekkulyfta (700) Létt leiö
D Skáli ÍTR M Skáli Ármanns V
E Bláfjallavegur N Bílastæöi (700) 0 Nokkuö brött leiö
F Aöalbílastæöi O Ðarnalyfta
H Stólalyfta (1100: Q Stólalyfta í Suöurgili (1200) 0 Mjög brött leið
1 Bláfjallaskáli ? Göngubrautir*
* Flutningsgeta á klukkustund.
3, 5 og 10 km.
DVJRJ
\
Bláfjallasvæðið:
Með hækkandi sól fer fiðringur um
alla skíðaáhugamenn á landinu og
þau eru ófá skiptin rétt fyrir helgi
sem veðurhorfur eru athugaðar um
leið og hugsað er með tilhlökkun til
skíðaferðar.
Stærsta skíðasvæöið á höfuöborg-
arsvæðinu er Bláfjallasvæðið. Þar
hafa verið gerðar nokkrar breytingar
sem gera svæðið meira spennandi
fyrir skíðafólk en verið hefur áður.
Gamla Breiðablikslyftan hefur ver-
ið fjarlægð og ný tengilyfta sett upp
sem tengir Framsvæðið í Eldborg-
argili við Borgar- og Ármannssvæðið
í Kóngsgili. Þessi tengilyfta gerir það
að verkum að hægt er að skíða á
löngum tíma milli svæða jafnframt
því að njóta útiverunnar enn meir.
Alls eru skíöalyfturnar í Bláíjöllum
átta og er flutningsgeta þeirra tæp
átta þúsu.id manns á klukkustund. A
kortinu hér að ofan má sjá nánari
útlistun á skíðaleiðum í Bláíjöllum
ásamt flutningsgetu hverrar lyftu
fyrir sig og niðurröðun á brekkum
eftir halla þeirra.
Boðið er upp á ýmsa valkosti í sam-
bandi við lyftugjöld. Fái menn sér
árskort kostar það 7800 kr. fyrir full-
orðna og 3900 kr. fyrir böm. Þess
má geta að árskortin gilda á öll skiða-
svæði sem fylgja höfuðborgarsvæð-
inu.
Dagkort kostar 700 kr. fyrir full-
orðna og 300 kr. fyrir börn. Sérstakt
dagkort í barnalyftur er 200 kr, Þá
eru seld átta miða kort og kostar það
300 fyrir fullorðna og 200 fyrir böm.
Mismunandi verð er svo í lyftur.
Einn miði gildir í allar lyftur fyrir
eina ferð, nema stólalyfturnar tvær,
þar kostar hver ferð tvo miða. Lyftur
eru opnar um helgar og mánudaga
og föstudaga frá kl. 10-18. Á þriðju-
dögum, miðvikudögum og fimmtu-
dögum era einstaka lyftur, þar sem
upplýst svæði er, opnar til tíu um
kvöldið.
Ekki em það allir sem renna sér.
Margir telja gönguskíði þau einu
sönnu og eru á veturna lagðar þrjár
göngubrautir í Bláfjöllum, 3 km, 5
km og 10 km brautir, og er 5 km
brautin upplýst á kvöldin.
í byrjun janúar gekk mikið óveður
yfir Suðvesturlandið eins og mönn-
um er í fersku minni. Fór óveðrið
ilia með lyfturnar og er því ekki búið
að standsetja þær allar. Slæmt veður
hefur hamlað því að hægt væri að
ljúka viðgerðum á lyftunni í Suðurg-
ih og nýju tengilyftunni, en ef hægt
verður að ljúka þeim fyrir helgi
verða allar lyftur í Bláfjöllum opnar
efveðurleyfir. -HK
Borgarleikhúsið:
Kjöt
Nýtt íslenskt leikrit, Kjöt eftir Ólaf
Hauk Símonarson, verður frumsýnt
í kvöld á vegum Leikfélags Reykja-
víkur á stóra sviði Borgarleikhúss-
ins.
Verkið gerist í kjötverslun í
Reykjavík 1963, um þær mundir sem
æskulýðurinn var að heillast af Bítl-
unum frá Liverpool og gömlu
braggahverfin frá stríðsárunum
settu enn svip á Reykjavík.
Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir
Kjöti, Messíana Tómasdóttir gerir
leikmynd og búninga og Egill Örn
Ámason hannar lýsingu.
Þröstur Leó Gunnarsson leikur
Aðalstein verslunarstjóra og Hanna
María Karlsdóttir móður hans. Þær
Ragnheiður Elfa Karlsdóttir og Elva
Ósk Ólafsdóttir fara með hlutverk
afgreiðslustúlkna. Ámi Pétur Guð-
jónsson og Stefán Jónsson leika að-
stoðarmenn í versluninni. Þorsteinn
Gunnarsson leikur Magna, kaup-
manninn sem ætíð er nærri í lífi
þessa afgreiðslufólks.
Stefán Jónsson stígur nú sín fyrstu
spor á fjölum atvinnuleikhúss, en
hann og Elva Ósk útskrifuðust frá
leiklistarskólanum síðastliðið vor.
Eins og áöur segir verður frumsýn-
irtg í kvöld kl. 20. Önnur sýning verð-
ur svo á sunnudagskvöld kl. 20.
Þröstur Leó Gunnarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir i hlutverkum sinum i Kjöti.