Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Page 6
jgtt&t B&lffilM, BE ffp.’ímaTWT
FOSTUDAGUR 26.. JANUAR 1990..
Bíóhöllin:
Johnny myndarlegi
Kvikmyndahúsin
Kvikmyndahúsin
ráni. Þar verður hann vitni að því
að vinur hans er drepinn, um leið
er hann skilinn eftir til að taka á
sig sökina. Hann leynir dómarana
því hverjir voru með honum og
tekur á sig fangelsisdóm, en hann
gleymir ekki hver þau eru sem
hann á skuld að gjalda...
Það virðist heilla Mickey Rourke
að leika persónur sem eru á skjön
við lífið og ekki er hægt að segja
að hann sé feiminn við að breyta
útliti sínu til hins verra. Virðist það
loða viö þennan ágæta leikara að
vilja vera eins óaðlaðandi og hann
framast getur. Hann fær þó tæk-
ifæri hér til að sýna tvær hliðar á
sér, annars vegar hinn ófríða Jo-
hnny og hins vegar Johnny mynd-
arlega. Það er liö útvalinna leikara
sem er honum til aðstoðar. Má þar
nefna Ellen Barkin, Elizabeth
McGovern, Forest Whittaker, Scott
Wilson og Lance Henriksen.
Leikstjóri Johnny Handsome er
Walter Hill sem er gamalreyndur
spennumyndaleikstjóri. Hann hef-
ur einu sinni áður kvikmyndað í
New Orleans. Það var fyrsta kvik-
mynd hans, Hard Times. Af öðrum
myndum sem hann hefur leikstýrt
má nefna The Warriors, The Long
Riders, Southern Comfort, 48 Ho-
urs, Crossroads, Extreme
Prejudice og Red Heat.
-HK.
Mickey Rourke leikur Johnny Handsome sem er í hefndarhug.
„Johnny Handsome er saga um
hefnd,“ segir leikstjóri myndarinn-
ar Walter Hill. „Hún er líka kvik-
mynd um fordæmingu, ást, trú og
tilviljanir.1'
Johnny Handsome, sem Mickey
Rourke leikur, er ekki myndarleg-
ur. Þegar hann gengur niður Bour-
bone-stræti í New Orleans lítur fólk
undan þegar það mætir honum og
Johnny veit það, ekki vegna þess
að hann er ekki myndarlegur, held-
ur er andlit hans afskræmt. í fyrstu
sárnuðu honum öll nöfnin sem
hann var kallaður, en er orðinn
ónæmur fyrir þeim þegar myndin
hefst.
Kvöld eitt er hann þátttakandi í
Ellen Barkin og Lance Hendriksen eiga ekki von á góðu frá Johnny
myndarlega.
Háskólabíó:
Innan
fjölskyld-
unnar
Um leiö og Háskólabíó opnaði
nýjamsal, einn þriggjasem teknir
veröa í gagnið á næstunni var
frumsýnd Innan fjölskyldunnar
(Cousinsj sem er kvikmynd sem
hefur fengiö góöa dómagagnrýn-
enda víðast hvar sem hún hefur
verið sýnd. Innan fjölskyldunnar
er gerð eftir þekktri franskri
gamanmynd.
Aðalpersónurnar eru Larry
Kozinski og Maria Hardy sem eru
vinir og tengjast fjölskyldubönd-
um þegar frændi hans giftist
móöur hennar. Þegar eiginkona
Larry fer að halda við eiginmann
Nariu kemur það af stað ástaræv-
intýri innan fjöiskyldunnar sem
verður keðjuverkandi á alla fjöl-
skyldumeðlimi.
Aðalhlutverkin leika Ted Dan-
son, sem leikur Larry Kozinski,
Sean Young leikur eiginkonu
hans, Isabella Rossellini leikur
Mariu Hardy og William Petersen
eiginmann hennar. Þykja þau öll
skila hlutverkum sínum eins og
best verður á kosið.
„ínnan fjölskyldunnar er kvik-
mynd um fóik sem dreymdi
drauma, svo þegar draumarnir
rætast á það í erfiðleikum með
að vefja og hafna," segir ieikstjóri
myndarinnar, Joey Schumacher,
sem byrjaði feril sinn í kvik-
myndum sem fatahönnuöur,
meðal annars fyrir Woody Allen.
Síðan skrifaði hann nokkur
handrit en hóf leikstjórnarferil
sinn meö The Incredible Shrink-
ing Woman. Hann sló fyrst í gegn
þegar hann leikstýröi unglinga-
myndinni vinsælu St, Elmo’s
Fire. -HK
Kvikmyndaklúbbur íslands
Ferðalög hafa ávallt veriö mik-
ilvægt þema í kvikmyndum Theo
Angelopoulos sem er fyrsti leik-
stjórinn sem Kvikmyndaklúbbur
íslands kynnir á vortímabílinu
1990. Landslag í þokunni, verð-
launamynd hans frá síðasta ári
sem sýnd var í síöustu viku, fjall-
ar um ferðalag tveggja barna og
Ferð til Kithira fjallar um ferða-
lag eldri manns.
Aðalpersóna myndarinnar er
gamall kommúnisti sem hefur
verið í útlegð í Moskvu síöan
borgarastyijöldin geisaði íGrikk-
landi. Hann ákveður að snúa til
fóðurlandsins og krefjast eigna
sinna. Hann hittir fjölskyldu sína
sem hann skildi eftir, eiginkon-
una, soninn sem orðinn er kvik-
myndaleikstjóri og dóttur sína.
Hann kemst einnig að raun um
að skrifræðið gleymir engu sem
gert er á hluta þess og honum er
vísað úr landi. Lögreglan getur
ekki komið honum um borð í
skip sem siglir til útlanda og yfir-
gefur hann og konu hans á
fleka...
Ferð til Kithira er sjötta kvik-
mynd Angeloupolos og eins og
oftast áður byggir hann mynd
sína á löngum myndskeiöum með
pólitísku söguefni sem jafnvel er
einnig með goðsögulegu ívafi.
Ferð til Kithira er gerð 1984. Aðal-
hlutverkin leika Manos Katrikis
og Mary Chronopoulou.
Fyrstu sýningar á Ferð til Kit-
hira voru í gærkvöldi en hún
verður endursýnd i aðalsal Regn-
bogans á morgun, laugardag, kl.
15.00.
John Litgow á ekki sjö dagana sæla i hlutverki Dave Geary i Köid eru
kvennaráð. Hann er hér með Bruce McGill sem leikur eiginmann Sunny.
Terri Garr og Randy Quaid í hlutverkum sínum i Köld eru kvennaráð.
Regnboginn:
Köld eru
kvennaráð
Köld eru kvennaráö (Out Cold)
er gamanmmynd um hinn klass-
íska þríhyrning. Framleiðandi
myndarinnar segir að myndin gefi
mönnum nýja meiningu orösins
þríhyrningur. Þá ségir hann að
áhorfendur muni hlæja þegar þeir
eru ekki alveg vissir um hvort þeir
eigi að hlæja eða ekki.
I stuttu máli fiallar myndin um
Dave, Sunny og Lester sem öll lang-
ar í eitthvað annað en þau hafa en
fá í lokin það sem þau áttu skilið.
Aðalhlutverkin eru í höndum
þekktra leikara, Terri Garr leikur
Sunny Cannald, hina kynþokka-
fullu húsmóður sem er áhrifavald-
ur atburðanna í myndinni. John
Litgow leikur Dave Geary, pipar-
sveininn sem alltaf hefur elskað
Sunny, en er eins og peð í höndum
hennar og Randy Quaid leikur
einkaspæjarann Lestar Atlas sem
Sunny ræður til sín.
Leikstjóri myndarinnar er Mal-
colm Mowbray sem er breskur og
er Out Cold hans önnur kvikmynd.
Framleiðendur Out Coild völdu
hann vegna frammistöðu hans sem
leikstjóra The Private Function þar
sem Maggie Smith lék aðalhlut-
verkið. Hlaut sú mynd góða dóma
þegar hún kom á markaðinn 1985,
sérstaklega þótti Maggie Smith
sýna frábæran leik. Þá hefur Mow-
bray leikstýrt þremur sjónvarps-
kvikmyndum fyrir BBC, Hanging
Around, Days at the Beach og Our
Winnie.