Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Qupperneq 8
24 FÖSTUDÁGUR 26. JANÚAR 1990. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson Nakta byssan heldur forystusæt- inu þriöju vikuna í röö þó aö vinn- usama stúlkan sæki nú fast aö. Að ööru leyti er ákaflega lítiö um breytingar á listanum að þessu sinni. Tvær nýjar myndir koma inn á listann. Annars vegar er það spennuhrollvekja um álög er fylgja ungri stúlku í Spellbinder. Hins vegar ap það leynilögreglumynd í gamansömum tóni sem skýrir frá ævintýrum Sherlocke Holmes á nýstárlegan hátt. - DV-LISTINN 1. (1) The Naked Gun 2. (4) Working Girl 3. (2) My Stepmother Is a Alien 4. (3) Her Alibi cn (5) Who Framed Roger Rabbit 6. (•) Spellbinder 7. (6) Three Fugitive 8. (-) Without a Clue 9. (7) Rain Man 10. (10) Cry in the Dark Haldið í THE ANN JILLIAN STORY Útgefandi: Sleinar hf. Leikstjóri: Corey Allen. Aðalhlutverk: Ann Jillian, Tony LoBian- co og Viveca Lindfors. Bandarísk, 1987 - sýningartími 102 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Þaö eru sjálfsagt ekki margir hér á landi sem þekkja til Ann Jillian. Hún er samt sem áöur þekktur skemmtikraftur, söngkona og leik- ari í heimalandi sínu. Þegar hún var á mikilh uppleið sem söngkona kom í ljós að hún var með krabba- mein í brjósti. Hún varð að gangast undir uppskurð, þar sem bæði brjóst hennar voru tekin, og erfiða eftirmeðferð. Hún nær þó að jafna sig og aðeins ehefu dögum eftir uppskurðinn er hún fann að leika í sjónvarpskvikmynd. Ári eftir að eftirmeðferð lauk leikur Ann Jill- ian svo sjálfa sig í þessari sjón- varpsmynd sem nefnist einfaldlega The Ann JiUian Story. The Ann JiUian Story gerist á tíu ára æviskeiði JUlian. Við kynn- umst henni fyrst sem söngkonu sem berst hörðum höndum í skemmtanabransanum. Stór hluti myndarinnar fer í samband hennar og lögreglumanns sem síðar verður eiginmaður hennar. Eins og hjá öUum öðrum skiptast á skin og skúrir í einkaUfinu. Með sterkum vilja og stuðningi eiginmanns síns tekst Ann JilUan að vinna sig upp í að verða eftir- sótt söngkona. Þegar allt virðist vonina m m vfMSÆiASiA s.itttmvnwmm bjart framundan kemur áfalUð. Að Ann JiUian skuU leika sjálfa sig gefur myndinni visst raunsæi. Þrátt fyrir það er of lítið að gerast til að halda áhorfandanum við efn- ið. Greinilega hefur verið reynt að varast alla væmni, sem tekst að mestu leyti. Seinni hluti myndar- innar er samt nokkuð melódrama- tískur. Erfitt er að fjalla um Ann JilUan sem leikkonp í þessari mynd. Hún er að reyna að lifa upp aftur eigin reynslu. Á þeim forsendum sam- þykkir maður hana. Tilganginn með gerð myndarinnar segir JUl- ian vera að hún vUdi sýna almenn- ingi fram á að krabbamein þyrfti ekki að vera dauðadómur. Það sýn- ir reynsla hennar. -HK ** ^ l Ekki dauðir úr öllum æðum SIDE BY SIDE Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Jack Bender. Aöalhlutverk: Milton Berle, Sid Caesar og Danny Thomas. Bandarlsk, 1988-sýningartimi 100 min. Leyfö öllum aldurhópum. Side by Side fjallar um þrjá öld- unga sem hafa þekkt hver annan síðan þeir voru krakkar. Tveimur þeirra hefur verið sagt upp störfum og einn þeirra sagði upp þegar hann vissi að það átti að reka hann. Þeir eru ekki ánægðir með hlut- skipti sitt og telja sig vel vinnufæra enn. Gallinn er bara sá að enginn viU ráða þá. Þeir taka því til sinna ráða. Einn þeirra hafði verið yfir- maður á saumastofu og hann kem- ur með þá snjöllu hugmynd að það sé kominn tími tU að eldra fólk hanni og geri föt á eldra fólk... Helsti gaUi Side by Side er að hin- ir þrír kunnu gamanleikarar, Mil- ton Berle, Sid Caesar og Danny Thomas, eru ekki jafn hressir og persónumar sem þeir eiga að túlka. Leikur þeirra er því stirður og þvingaður í einstaka atriðum. Það er helst Danny Thomas sem nær sér sæmilega á strik. Þrátt fyrir þetta er Side by Side ágæt fjöl- skyldumynd sem er full bjartsýni á tUveruna. -HK Norðan við kvikmyndasöguna NORTH BY NORTHWEST Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Handrit: Ernest Lehman. Aöalhlutverk: Gary Grant, Eve Marie Saint, James Mason og Jessie Royce Landis. Bandarisk 1959. 136 min. öllum leyfð. Það er vel tíl fundið hjá mynd- bandaútgefendum að gefa kvik-. myndaáhugamönnum kost á að nálgast klassískt verk inni á mUli afþreyingarsúpunnar. Þó að það sé kannski ekki mjög áræðið að gefa út Hitchcock þá er það svo sannar- lega vel til fundið. Þessi mynd telst að sönhu ein af betri myndum þessa snillings kvik- myndasögunnar. Myndin segir á gamansaman hátt frá því þegar líf venjulegs manns umsnýst vegna utanaðkomandi atburðarásar sem byggist á fullkomnum misskiln- ingi. Hitchcock mistekst heldur ekki við að byggja upp spennu þannig að gamanið verður í raun sem dísætur forréttur. í myndinni eru mörg frægustu atriði kvik- myndasögunnar og þá spiilir ekki fyrir að Grant er hér í aðalhlut- verki. í raun þarf ekki aö fjölyrða um þessa mynd. Ef menn vilja eiga stefnumót við kvikmyndasöguna þá ættu þeir að teygja sig eftir henni. -SMJ Dýrkeypt frelsi THE FORGOTTEN Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: James Keach. Aöalhlutverk: Keith Carradine, Steve Railsback og Stacy Keach. Bandarísk, 1989 - sýningartimi 100 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Þær eru orðnar margar kvik- myndirnar sem sækja bakgrunn- inn í Víetnamstríðið og er The Forgotten ein slík. Gerist ekki beint í stríðinu en sækir aðdraganda að atburðarásinni þangað. í byrjun fylgjumst við með þegar sex hermönnum er sleppt eftir að hafa verið í fangabúðum í Víetnam í sautján ár. Þeir voru allir hand- teknir í lok stríðsins þegar leyniað- gerð ein mistókst. Eins og skiljan- legt er halda þeir að raunum sínum sé lokið þegar þeir eru komnir í bandaríska herstöð í Vestur-Þýska- landi. Því verða þeir undrandi þeg- ar hafnar eru yfir þeim strangar yfirheyrslur um hver tilgangur ferðar þeirrar var fyrir sautján árum og hvort þeir hafi verið heila- þvegnir af Víetnömum. Reiði hermannanna er mikil og eiga þeir bágt með að skilja þessa meðferð. Þeir gera sér ljóst að þeir verða að flýja herstöðina þegar einn þeirra finnst myrtur og þeir komast að því að annar, Brady, býr yfir leyndarmáh sem er vel fahð í undirmeðvitund hans. Ef Brady, sem er eini þeirra sem að hluta hafði misst minnið, færi að átta sig á því sem gerðist fyrir sautján árum gæti það komið sér illa fyrir háttsetta menn í Washington... Þótt her og hermennska sé undir- staða The Forgotten þá er myndin miklu fremur þriller heidur en saga úr stríöinu og sem slík er hún ágæt afþreying. Gloppur í sögu- ---------^—i _____ £gn Ást í meinum BABY IT’S YOU Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: John Sayles. Aðalhlutverk: Rosanna Arquette og Vin- cent Spano. Bandarisk, 1982 -sýningartimi 105 min. Leyfö öllum aldurshópum. Baby It’s You er lítil og látlaus ástarsaga tveggja ungmenna á sjötta áratugnum. Það er John Say- les sem skrifar handrit og leikstýr- ir og ber myndin þess vott að á bak við myndavélina er maður sem kann sitt fag. Að efni til er Baby It’s You ekki frábrugðin mörgum öðrum myndum um unglingaástir, en myndræn tjáning sem og vel skrifað handrit gæða myndina lífi. Þá er leikur þeirra Rosanna Ar- quette og Vincent Spano ágætur, þótt Spano eigi það til að ofleika. Arquette er hér í sinni fyrstu kvik- mýnd sem eitthvað kvað að og fer vel með hlutverk hinnar leitandi stúlku. Myndinni má skipta í tvennt: skólasetuna í gagnfræðaskólanum, þar sem unga fólkið er enn í for- eldrahúsum og fullt bjartsýni, og svo þegar farið er út í hinn stóra heim og leiöir skilur og utanaö- komandi áhrif gera það að verkum að samband unga fólksins fer að gliðna. í lok myndarinnar hafa þau náð saman á ný en framtíðin hjá þeim er langt frá að vera björt. -HK þræðinum eru nokkrar en skipta htlu máh þegar upp er staðið. The Forgotten virðist vera einka- framtak leikaranna Keith Carra- dine, Steve Railsback og James Keach. Auk þess að leika aöalhlut- verkin eru Carradine og Railsback framleiðendur myndarinnar og Railsback er handritshöfundur ásamt James Keach, sem einnig er leikstjóri og hefur fengið stóra bróður, Stacy Keach, til að leika eitt aðalhlutverkið og ekki er hægt að segja annað en frumraun James Keach sem leikstjóra hafi heppnast ágætlega. -HK Þagnarhjúpur BRIDGE TO SILENCE Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Karen Arthur. Handrit: Louisa Burns-Bisogno. Aðalhlutverk: Marlee Matlin og Lee Remick. Bandarisk 1988. 92 min. öllum leyfð. Lífið virðist blasa við ungri heyrnarlausri konu sem er á leið til foreldra sinna með ungt barn og eiginmann. Þau lenda í slysi og eiginmaðurinn deyr. Hefst þá bar- átta ungu konunnar við sjálfa sig og umhverfið. Sem gefur að skilja er mikill til- finnirigahiti í sögunni og reyndar aht of mikill á köflum. Myndin hð- ur fyrir væmna en fyrirsjánlega uppbyggingu sem hefur alltóf lítið th aö bera að öðru leyti. Mathn er hér komin eftir frægðina úr Chh- dren of a Lesser God en nær ekki tökum á rullunni. Hér er því á ferð- inni sjónvarpsmynd í slakari kant- inum. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.