Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1990, Blaðsíða 1
JTca )' I íU Þjóðleikhúsið: Stefnumót Síðasta frumsýningin á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir lokun verður dagskráin Stefnumót með smá- verkum erlendra afbragðshöfunda. Fyrstu sýningar eru ráðgerðar á stóra sviðinu 2. og 4. mars. Stefnumót er byggt upp á örstutt- um leikritum eftir nokkra merkis- höfunda sem sumir hafa aldrei ver- ið kynntir fyrir íslenskum leikhús- gestum. Höfundarnir eru Peter Barnes, Michel de Ghelderode, Eugene Ionesco, David Mamet og Harold Pinter. Höfundur tónlistar er Jóhann G. Jóhannsson og þýð- endur eru Árni Ibsen, Ingunn Ás- dísardóttir, Karl Guðmundsson, Sigríður M. Guðmundsdóttir og Sigurður Pálsson. Tveir leikendanna hættu í vetur sem fastráðnir leikarar við húsið og fóru á eftirlaun, þeir Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson. Fjórir þeirra voru með í opnunar- sýningum hússins og eiga því 40 ára starfsafmæli, þau Baldvin Hall- dórsson, Bryndís Pétursdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnímnsson. Auk þeirra leika Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arn- ar Jónsson, Bríet Héðinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Tinna Gunn- laugsdóttir. Leikstjórar eru fjórir talsins, allt ungt fólk sem nýlega hefur lokið sérnámi í leikstjórn og þreytir þarna frumraun sína í Þjóöleik- húsinu.'Þar með er stefnt saman þeim leikurum sem verið hafa Rúrik Haraldsson og Herdís Þorvaldsdóttir I Góö til að giftast. Tinna Gunnlaugsdóttir og Róbert Arnfinnsson í Þrír leikarar - eitt drama eftir Ghelderode. burðarásar Þjóðleikhússins í 40 ár og yngstu kynslóð leikstjóra, sem vænta má að láti til sín taka í fram- tíðinni. Leikstjórarnir eru Hlín Agnarsdóttir, sem hefur yfirum- sjón með dagskránni, Ásgeir Sigur- valdason, Ingunn Ásdísardóttir og Sigríður M. Guömundsdóttir. Gunnar Bjarnason, yfirleikmynda- teiknari Þjóðleikhússins, hannar leikmynd og búninga og sýningar- stjóri er Kristín Hauksdóttir. Leikþættirnir eru: Þrír leikarar - eitt drama, eftir Ghelderode; Bið- stöðin eftir Pinter; Tilbrigði við önd eftir Mamet; Staður og stund eftir Barnes; Leikæfing eftir Barnes; Góð til að giftast eftir Ionesco; og Það er nú það eftir Pinter. ÆSKR sýnir Líf og frið i Langholtskirkju á sunnudaginn. Langholtskirkj a: Líf og friður Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi sýnir söngleikinn Líf og frið eftir Per Harl- ing og Lars Collmar í Langholts- kirkju kl. 20.30 að kvöldi Æskulýðs- dags þjóðkirkjunnar þann 4. mars. Leikurinn gerist meöal dýranna í örkinni hans Nóa eftir að mannkynið hefur eyðilagt lífsskilyrðin á jörö- inni. Umhverfismálin eru í brenni- depli og ábyrgð okkar mannanna og ráðsmennska í sköpunarverki Guðs. Leikurinn fjallar um von andspæn- is vonleysi og lífstrú andspænis upp- gjöf og örvæntingu. Hann einkennist af mjög lifandi og aðgengilegri tónlist og kímni en undirtónninn er tíma- bær og alvarleg skilaboð til okkar sem byggjum þessa jörð og höfum framtíð hennar í hendi okkar. Það eru félagar úr æskulýðsfélög- um safnaðanna í Reykjavík sem leika og syngja. Leikstjóri er Rúnar Reyn- isson og Gyða Þ. Halldórsdóttir stjórnar kór og hljómsveit. Norræn list 1960-1972 í Listasafni ísiands Laugardaginn 3. mars verður opnuð í Listasafni íslands sýningin Uppþot og árekstrar, Norræn hst 1960-1972. Stendur sýningin til 8. apríl. Hér er um að ræða samnorræna farandsýningu sem hefur göngu sína í Reykjavík en fer síðan til annarra höfuðborga Norðurlanda. Sýningin er unnin að frumkvæði norrænu listamiðstöðarinnar í Sveaborg en Listasafn íslands hef- ur staðið að undirbúningi hennar fyrir íslands hönd. Hún er beint framhald af sýningunni Norræn konkretlist sem stóð í Listasafni íslands síðastliðið sumar. Listsköpun sjöunda áratugarins er í brennidepli og verður einkar athyglisvert að bera íslenska Ust- sköpun þessa áratugar saman við það sem gert var á sama tíma ann- ars staðar á Norðurlöndum. Fulltrúar íslands á þessari sýn- ingu eru m.a. Erró, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson, Á laugardaginn verður opnuð sýning á norrænni list 1960-1972 í Lista- safni íslands. Sigurður Guðmundsson og Hreinn Friðfinnsson. Laufey Helgadóttir listfræðingur annast val verka og skrifar einnig grein í sýningarskrá. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 12 og 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.