Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1990, Síða 8
24 i! ;j ,u\tjrj£,vairT2Cr': FÖSTUDAGUR 2. MARS 1990. Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson ivlicliael Caine og Steve Martin, sem leika bragöarefina tvo í Dirty Rotten Scoundrels, haida 1. sæt- inu örugglega þessa vikuna, en búast ntá viö að þaö veröi erfitt að halda því sæti áfram, því stormandi inn á listann, beint í 5. sætið, koma þeir félagar Mel Gibson og Danny Glover sem endurtaka leikinn í Lethal Weap- on 2, mynd sem gerö eru nánari skil hér á síðunni. Þá er Tom Hanks einnig mjög vinsæll, sem marka má af því að The Burbs stekkur úr níunda sæti í annaö. Lethal Weapon 2 er eina nýja myndin á listanum. Tvær mynd- ir, sem búnar voru aö gera þaö gott, Naked Gun og Her Alibi, kíkja inn á listann svona rétt til að minna á sig. 8. (■) 9. (7) 10. (-) Dirty Rotten Scoundrels The Burbs Feds Betrayed Lethal Weapon 2 Working Girl The Unberable Lightness of Being Naked Gun Police Academy 6 Her Alibi ★★★ Háspennuframhald LETHAL WEAPON 2 Leikstjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glo- ver, Joe Pepsci og Joss Ackland. Bandarísk, 1989 - sýningartími 114 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Lethal Weapon varð geysivinsæl og vel heppnuð spennumynd og varö þaö því aðeins tímaspursmál hvenær framhald kæmi. Tvö ár liðu en sú bið var alveg þess viröi. Lethal Weapon 2 er há- spennuþriller frá upphafi til enda. Sumum kann að finnast fullmikið af því góða, enda minna mörg atrið- in á það sem aðeins gerist í teikni- myndum, þvílíkur er hraðinn og lætin. Raunsæi er lítið og til að mynda er harla ólíklegt að pickup- bíll geti dregiö stöpla undan stóru einbýlishúsi með þeim afleiðingum að það hrynur. Hvað um það, Lethal Weapon er eingöngu ætluð til að skemmta spennuþyrstum áhorfendum og það tekst. Sem fyrr eru aðalpersón- urnar löggurnar Riggs og Maur- taugh. Riggs, sem af mörgum myndi vera talinn léttgeggjaður, veigrar sér ekki við að rífa sig úr axlarliðnum til að geta unnið veð- mál. í fyrri myndinni var töluvert meira gert úr þeirri sjálfseyöingar- arhvöt sem einkennir allar gerðir hans. Hér er það látið liggja milli hluta og því er persónan ekki jafn heilsteypt nema fyrir þá sem muna þá sjálfstortímingu sem einkenndi hann í fyrri myndinni. Maurtaugh er sem fyrr fjöl- skyldumaðurinn sem Riggs dregur með sér í allt brjálæðið. í þetta skiptið eru þeir látnir gæta vitnis í eiturlyfjamáli. Það gengur bæri- lega þar til þeir uppgötva að þeir sem sækjast eftir lífi vitnisins eru þeir sömu og þeir höfðu verið að eltast við þegar þeim var sagt að gæta vitnisins. Þótt tækifæri gefist þá er erflð- leikum bundið að eiga við glæpa- flokkinn því á yfirborðinu eru þeir suður-afrískir erindrekar og þar meö friðhelgir. Riggs og Maur- taugh sjá samt ástæðu til að láta það ekki hindra aðgerðir gegn þeim þegar félagar þeirra eru felldir hver á eftir öðrum. Mel Gibson og Danny Glover eru traustir í hlutverkum sínum og passa þeir ágætlega saman. Sam- leikur þeirra er bestur í kómískum atriðum. Þá er hinn ágæti skap- gerðarleikari, Joss Ackland, sann- færandi illmenni. -HK ★★★★ Listakokkurinn Babette GESTABOÐ BABETTU Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Gabriel Axel. Aðalhlutverk: Stephane Audran, Birgitte Federspiel og Bodil Kjær. Dönsk, 1987 - sýningartimi 103 mín. Leyfö öllum aldurshópum. Þau áhrif sem Gestaboð Babettu hefur á áhorfandann eru fyrst og fremst vellíðan og þegar áhorfand- anum líður vel eftir kvikmynda- sýningu eru það góð meðmæli með myndinni. Á þeim þremur árum sem liðin eru frá því Gestaboð Babettu var frumsýnd er búið að hlaða á hana lofi og verölaunum, meðal annars fékk hún óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin og hér á íslandi gekk hún í kvikmyndahúsi í meira en ár. Myndin á allt þetta lof og góða aðsókn skilið. Leikstjóririn og hand- ritshöfundurinn Gabriel Axel hefur skapað einhverja mannlegustu kvikmynd síðari ára um leið og list- rænn metnaður ræður ferðinni. Myndin gerist í dönskum smábæ. Við kynnumst tveimur systrum en hvorug lætur undan tilfmningum sínum þegar þær eru ungar. Þær taka upp merki fóður síns, sem var ★★*/2 í frjálsu falli FIRE AND RAIN Útgefandi: Háskóiabíó. Leikstjóri: Jerry Jameson. Handrit: Gary Sherman. Aðalhlutverk: Charles Haid, Aingie Dickinson, Robert Guillaume og David Hasselhoff. Bandarísk. 1989. Bönnuö yngri en 12 ára. í þessari mynd eru raktar á mjög skilmerkilegan hátt allar kringum- stæður þegar flugvél fórst við Dall- as í Texas í upphafl áratugarins. Að sjálfsögðu er heimildarmynd- in yfirgnæfandi og er myndin allt að því skýrslukennd. Öðru hvoru er reynt að bijótast út úr því fari og hlaða upp tilfmningaþrungnum atriðum. Þau eru ef til vill það sísta í myndinni. Þótt ekki sé mikið um tilþrif í kringum myndina þá er hún mjög raunsönn að sjá og gefur bara nokkuð fróðlega innsýn í þá skelfi- legu atburði sem eiga sér stað þeg- ar farþegaflugvél ferst. -SMJ ★★ Skýjakljúfamartröð TRAPPED Útgefandi: Laugarásbió. Leikstjóri: Fred Walton. Aðalhlutverk: Kathleen Quinlan, Bruce Abbott og Ben Loggins. Bandarisk, 1989-sýningartimi 86mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Trapped er formúluþriller sem aö mestu leyti gengur upp. Öll spennuatriðin hafa margoft verið notuð og eru klassísk í kvikmynd- um, atriði sem hætt eru aö koma mönnum á óvart en eru ágætlega framreidd hér. Myndin gerist í nýjum skýja- kljúfi. Mary Ann Marshall er ásamt vinkonu sinni síðust út úr húsi en forlögin taka í taumana. Einhver hefur lokað öllum út- gönguleiðum og fljótlega komast þær að því aö sá hinn sami er geð- veikur morðingi. Nóttin verður því líkust martröð hjá Mary Ann og óvæntum bandamanni hennar. Trapped er ágæt spennumynd. Helsti galli við myndina er að við fáum aldrei skýringu á því hvað þessi geðveiki morðingi er aö gera í húsinu og hvað það er sem rekur hann til að myrða hvern þann sem nálgasthann. -HK Hótel undir berum himni STARLIGHT HOTEL Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Sam Pillsbury. Framleiðandi: Finola Dwyer og Larry Parr. Handrit: Grant Hinder-Miller. Nýsjálensk. 1988. 93 mín. Bönnuö yngri en 12 ára. Haltu mér - slepptu mér samband aðaipersónanna í þessari nýsjá- lensku mynd er að mörgu leyti for- vitnilegt. Þó er eins og eitthvað vanti við persónusköpun þeirra og þau skötuhjú veröa aldrei nógu nákomin áhorfandanum. í þessari að mörgu leyti forvitnilegu nýsjá- lensku mynd er lýst lífi tveggja ílökkukinda sem fyrir tilviljun hefja ferðalag saman. Hún er ungl- insstúlka í leit að foöur en hann er á flótta undan réttvísinni. í baksýn sést þjóðfélagsleg ádeila sem meðal annars birtist í lögregluofbeldi og kreppuástandi. Myndin nær aldrei að grípa áhorfandann almennilega - meðal annars vegna þess að samúðin með aðalpersónunum er ekki nógu sterk. Þá er eins og eitthvað skorti á í uppbyggingu og spennupunktar eins og Úða framhjá, meðal annars vegna of sterks heimildarmynda- tóns. -SMJ prestur, þegar þær eldast og halda litlum söfnuði saman. Þegar þær eru komnar á efri ár kemur óvænt- ur gestur til þeirra, leyndardóms- full frönsk kona sem er að flýja fóðurland sitt. Hún býðst til að vinna fyrir þær kauplaust. Skyn- semi og eljusemi Babette gerir það að verkum að hún verður þeim systrum brátt ómissandi. Óvænt fær Babette stóran happ- drættisvinning. í stað þess að flytja aftur til Parísar eins og systurnar óttast heldur Babette veislu... Erfitt er að gera upp á milli ein- stakra hluta myndarmnar en þó er kannski veislan eftirminnilegust en hún tekur meiri hluta sýningar- tímans. Skapgerð hvers einstakl- ings í myndinni kemur þar vel fram um leið og léttur og skemmti- legur húmor yfirtekur annars al- varlegan söguþráð. Gestaboð Babettu er kvikmynd í hæsta gæðaflokki sem öllum er hollt að sjá. -HK Vitni vantar A STONING Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Larry Elikann. Handrit: Jud Kinberg og Jackson Gillis. Framleiö- endur: Alan Landsburg og Joan Bar- nett. Aðalhlutverk: Ken Olin, Jill Elken- berry og Ron Perlman. Bandarisk. 1988. Bönnuð yngri en 16 ára. 97 mín. Hið sérstaka líf fólksins í Amis- söfnuðinum í Bandaríkjunum er nokkuð vinsælt kvikmyndaefni og án efa hafa viðtökur Vitnisins ekki orðið til að draga úr því. Hér segir frá því þegar ungbarn úr söfnuðinum er drepið vegna vítaverðs gáleysis nokkurra ungl- inga í nágrenni við söfnuðinn. Pilt- amir eru bara að gera það sem all- ir stunda - sem sagt að hrella Amis-fólkið. Það ber ekki hönd fyr- ir höfuð sér heldur trúir á refsingu drottins. Þarna í nágrenninu er hins vegar ungur saksóknari sem vill stöðva óréttlætið en allt veltur á því að þolendurnir, Amis-fólkið, fallist á að bera vitni. Þrátt fyrir fremur erfitt viðfangs- efni tekst leikstjóra og handrits- höfundum ótrúlega vel að sneiða hjá pyttum væmninnar. Myndin segir á ákaflega trúveröugan og einlægan hátt frá togstreitu þeirri sem saksóknarinn og Amis-fólkið þarf að glíma við á grýttri leið til réttlætis. Sjónvarpsstjörnur eru hér í aðal- hlutverki því Olin er kunnur úr þáttunum Á fertugsaldri sem Rík- issjónvarpið er nýhætt að sýna. Perlman er hins vegar þekktur úr þáttaröðinni Fríða og dýriö sem Stöð 2 sýndi. Frammistaöa þeirra er bærileg en þó er það fyrst og fremst einlægt handrit og fumlaus leikstjórn sem lyfta þessari mynd upp. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.