Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 26. MARS 1990.
21
Iþróttir
aöur FH, svífur hér inn í vítateig Stjörnumanna á laugardag og skorar eitt af 29
oppsætinu eftir 29-17 stórsigur gegn Stjörnunni. DV-mynd GS
- FH gersigraði Stjömuna með 12 marka mun, 29-17
„Ég bjóst ekki við að þetta yrði
svona auðvelt. Það var geysilega góð
stemmning í liðinu og við náðum
toppleik. Það er enn nóg eftir af mót-
inu og úrslitin eru hvergi ráðin,“
sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálf-
ari og leikmaður FH-inga, eftir að lið
hans hafði sigrað Stjörnuna, 29-17, í
Hafnarfirði á laugardag. FH-ingar
eru þar enn í efsta sæti 1. deildar,
tveimur stigum á undan Valsmönn-
um sem eru í öðru sæti.
Leikur FH og Stjörnunnar var
ótrúlega ójafn. FH-ingar gerðu nán-
ast út um leikinn á fyrstu 20 mínút-
unum er þeir gerðu 10 mörk gegn
aðeins einu marki Garöbæinga. Eftir
það voru úrslitin svo gott sem ráðin.
Stjörnumenn náðu þó að minnka
muninn í 7 mörk og í leikhléi var
staðan 14-7 FH í vil.
Hafi Stjörnumenn gert sér ein-
hverjar vonir í síðari hálfleik þá
hurfu þær eins og dögg fyrir sólu því
FH-ingar juku forystuna í upphafi
hálfleiksins. Þeir höfðu leikinn alger-
lega í hendi sér það sem eftir var og
spurningin var aðeins hversu stór
sigurinn yrði.
FH-ingar léku mjög vel og þá sér-
staklega í fyrri hálfleik. Vörnin hefur
sjaldan verið sterkari hjá liðinu og
sóknin var beitt að vanda. Héðinn
Gilsson og Guðjón Árnason voru í
aðalhlutverkunum en það var fyrst
og fremst liðsheildin sem skóp sigur-
inn.
Stjörnumenn náðu sér aldrei á
strik eftir afleita byrjun og möguleik-
ar liðsins á meistaratitlinum eru nú
endanlega úr sögunni. Það var einna
helst Sigurjón Guðmundsson sem
eitthvað sýndi en aðrir leikmenn
liðsins voru slakir.
Dómarar voru Egill Már Markús-
son og Kristján Sveinsson og dæmdu
þeir þokkalega.
Mörk FH: Óskar Ármannsson 8/6,
Guðjón Árnason 7, Héðinn Gilsson
6, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Hálfdán
Þórðarson 2, Gunnar Beinteinsson 1
cog Jón Erling Ragnarsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Sigurjón Guð-
mundsson 4, Gylfi Birgisson 4/1, Ein-
ar Einarsson 3/1, Sigurður Bjarnason
2, Skúli Gunnsteinsson 2 og Haf-
steinn Bragason 2.
-RR
VERÐDÆWlí-
Blokhus -
i\ tU 23- juni- Vi
aia herbergja,
íUorgáh£
Sk
aeil
&$£***»
Pað angar allt og sýður af ánægju þegar
sumarið nær hámarki í Danmörku. Komið
og finnið það sjálf.
Víðáttmiklar strendur. Grænir skógar og
engi. Og allskonar skemmtigarðar s.s. Tivoli
Fárup Sommerland, Legoland og Knuthen-
borg Safaripark. Pað er allt að finna í elsta
íSS^jjíSfSKSKí**
konungsríki veraldar. Og hjá Danland býr
maður með allt innan seilingar. Rétt við
bestu baðstrendur Danmerkur. Komið á
staðinn og njótið sumarsins.
\lð hlökkum til þess að geta boðið ykkur
allt það sem sannarlega getur talist danskt.
Hringið og fáið sendan bækling og verðlista.
HIRTSHALS
BLOKHUS
/ jy^NMÖKKU
““ DANMARKS TURISTRAD
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN,
SMYRIL LINE - ÍSLAND
Laugavegur 3 Fjarðargata 8
Reykjavík Seyðisfjörður
S.: 91-626362 S.: 97-21111
Danland