Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 8
24
MÁNUDAGUR 26. MARS 1990.
Iþróttir
Chelsea vann
Chelsea vann Middlesboro í
úrslitaleik um ZDS-bikarinn á
Wembley-leikvanginum í gær
með eínu marki gegn engu. Sigur-
markið skoraði Tony Dorigo
beint úr aukaspymu.
Þess má geta að þetta var fyrsti
leikurinn á Wembley þar sem
áhorfendur eru einungis í sætum.
Uppselt var á leikinn, 77 þúsund
áhorfendur.
-SK/GSv
Vetraríþróttahátíð:
Ekki hægt
að keppa í
Hlíðarfjalli
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Veðurguðirnir sáu til þess aö
keppni á 3. Vetraríþróttahátíð ÍSÍ
á Akureyri fór-öH úr skorðum um
helgina. Fresta várð nær öllum
greinum skiðaíþrótta í Hlíðar-
fjalli, og síðustu sýningu sovésku
heimsmeistaranna í listdansi á
skautum sem fram átti að fara í
gær.
Það sem bar hæst á hátíðinni í
gær var keppnin í vetrarþríþraut
þar sem keppt er án hvíldar i
skiðagöngu, hlaupi og sundi.
Haukur Eirfksson, Akureyri,
sigraði í'karlaflokki en í kvenna-
flokki varð Stella Hjaltadóttir
hlutskörpust. Þau eru bæði þekkt
fyrir afrek sín í skíðagöngu.
Setningarhátíöin sl. föstudags-
kvöld tókst ágætlega en það var
Sveinn Bjömsson sem setti hátíð-
ina. Veður var skaplegt en ekki
gott en síðan fór veðrið versn-
andi.
Verst var það í Hlíöarfjalli, en
niðri i bæ var veður betra og á
laugardag og sunnudag var ýmis-
legt um að vera._Vélsleðamenn
kepptu íspyrnu og í braut, hesta-
menn voru með glæsilegar sýn-
ingar og keppt var í íshokkíi.
Arnór var
í varnar-
hlutverki
- er Anderlecht vann
Kortrijk, 2-0
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Degryse og Nilis skoruðu mörk
Anderlecht þegar liðiö sigraði
Kortrijk, 0-2, á útivelli i belgísku
knattspymunni í gær. Arnór
Guðjohnsen var í varnarhlut-
verki allanleiktímann og stóð sig
þokkalega. Anderlecht og Brúgge
deila með sér efsta sætinu í 1.
deild. Úrslit í deildinni í gær uröu
þessi:
Kortrijk-Anderlecht.......0-2
Club Bruges-Waregem.......3-0
Ekeren-Antwerpen..........1-3
Ghent-R. Mechelen.........4-1
Mechelen-Lokeren..........3-0
Standard-Cercle Bmges.....4-1
Beerschot-St. Truiden.....0-0
Charleroi-Beveren.........1-1
láerse-FC Liege...........2-1
Sigurjón skoraði
tvö fýrir Boom
Sigurjón Kristjánsson lék með
varaliði Boom þegar sigraði Mo-
lenbeek 3-1 á laugardaginn. Sig-
urjón átti rojög góðan leik og
skoraði tvívegis fyrir lið sitt.
Samningur Sigurjóns við Boom
rennur út eftir tvær og munu
forráðamenn félagsins setjast
niöur með Sigurjóni og ræða
framtíð hans hjá félaginu um
hæstu helgi.
Rússalausir KR-
ingar unnu UMFG
KR-ingar unnu Grindvíkinga í fyrri leik liðanna í úrslitakeppninni í
körfuknattleik í gærkvöldi með 75 stigum gegn 70. KR-ingar léku án
Anatolis Kouvtons, Rússans í liði þeirra, og stigu því mjög stórt skref í
átt að úrslitaleik úrvalsdeildar með sigrinum í gærkvöldi.
Anatoli Kouvton leikur ekki með KR gegn Grindavík annað kvöld en
ef Grindavík vinnur þann leik verður hann með í þriðja leiknum á Sel-
tjarnarnesi. Leikur liðanna í gærkvöldi var ójafn og munurinn mikill
lengst af. Staðan í leikhléi var 36-30 KR í vil og um miðjan síðari hálfleik
var staðan 57A2 KR í vil og öruggur sigur í höfn.
• Stig KR: Birgir Mikaelsson 30, Axel Nikulásson 16, Matthías Einarsson
10, Páll Kolbeinsson 8, Guðni Guðnason 6, Lárus Árnason 3, og Höröur
Gauti Gunnarsson 2.
• Stig UMFG: Danny Fowlks 30, Steinþór Helgason 17, Guðmundur Braga-
son 11, Ólafur Jóhannesson 8, Guðlaugur Jónsson 2 og Eyjólfur Guðlaugs-
son 2.
• Keflavik og Njarðvík leika í úrslitakeppninni í Keflavík í kvöld kl. 20.00.
-SK/ÆMK
• Sovétmaðurinn Anatolí Kouvton horfði á félaga sína leika gegn
Grindavík i gær en fjarvera hans kom ekki að sök og KR-ingar unnu
góðan sigur. DV-mynd Brynjar Gauti
• Bjarni Friðriksson, Ármanni, hafði traustatak á andstæðingum sínum um helgina á íslandsmótinu i júdói. Hér er hann í þann veginn að sigra einn
andstæðing sinn i opna flokknum sem hann vann 12. árið i röð. DV-mynd
íslandsmótið í júdói fór fram um helgina:
Bjarni sigurvegari
tólfta árið í röð
- í opnum flokki. Bjarni Friðriksson sigraði einnig 1 +95kg flokki
Bjarni Friðriksson, júdókappi úr Ármanni, hélt uppteknum hætti á Islands-
mótinu í júdói sem fram fór um helgina. Bjarni varð tvöfaldur íslandsmeist-
ari, sigraði í +95kg flokki og opnum flokki en opna flokkinn vann hann 12.
árið í röð. Hreint ótrúlegur árangur hjá þessum frábæra íþróttamanni og
greinilegt að ekki er enn kominn fram sá júdómaður sem getur ógnað veldi
Ármenningsins.
Úrslit á íslandsmótinu urðu ann-
ars þessi:
Karlaflokkur yngri en 21 árs
• Baldur Stefánsson, KA, sigraði í
60kg flokki og Sævar Sigursteinsson,
KA, varð í 2. sæti.
• Helgi Júlíusson, Á, varð Íslands-
meistari í 65kg flokki og Þór Kjartans-
son, Á, í 2. sæti.
• Eiríkur Ingi Kristinsson, Á, sigr-
aöi í 71kg flokki og í 2. sæti varð Daní-
el Reynisson, Á.
• Freyr Gauti Sigmundsson, KA,
varð íslandsmeistari í + 75kg flokki
og Elías Bjarnason, Á, í 2. sæti.
Karlaflokkur
Baldur Stefánsson, KA, varð meistari
í 60kg flokki, en Hilmar Kjartansson,
UMFG, í 2. sæti.
• Helgi Júlíusson, Á, varö meistari
í 65kg flokki, en Þorvaldur Sturluson,
Jfr. í 2. sæti.
• Karl Erlingsson, Á, varð íslands-
meistari í 71kg flokki, en Daníel Reyn-
isson, Á, í 2. sæti.
• Freyr Gauti Sigmundsson, KA,
sigraði í 78kg flokki og Ómar Sigurðs-
son, UMFK, varð annar.
• Halldór Hafsteinsson, Á, varð
meistari í 86kg flokki en Guðlaugur
Halldórsson, KA, í 2. sæti.
• Sigurður Bergmann, UMFG,
vann 95kg flokkinn en Þórir Rúnars-
son, Á, varð annar.
• Bjarni Friðriksson, Á, sigraði í
+ 95kg flokki en annar varð Kjartan
Svavarsson, Jfr., varö annar.
Kvennaflokkur
íslandsmeistari varð Fjóla Guðnadótt-
ir, KA, en Gígja Gunnarsdóttir, Á,
varð í 2. sæti.
Opinn flokkur karla
Bjarni Friðriksson, Á, varð sigurveg-
ari, en í 2. sæti varð Sigurður Berg-
mann, UMFG.
-SK