Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 3
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. 19 Dans- staðir Danshúsiö Glæsibær Álfheimum, sími 686220 Danshljómsveitin leikur fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld. Danshöllin Sambandiö sér um fjöriö fram á rauðanótt. Á þriöju hæð spilar hljómsveit Stefáns P. með Ara Jónsson í aðalhlut- verki. Casablanka Danssýning föstudagskvöld, diskótek laugardagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, sími 688311. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavik, sími 11440 Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Skálafell, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Reykja- vík, sími 82200 Guðmundur Haukur leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi um helgina. Hótel Saga Á laugardagskvöldið verður sýnd skemmtidagskráin „Skemmtisigling á þurru landi" í Súlnasal. Nokkrir af fremstu skemmtikröftum landsins hrífa gesti með sér í bráðhressandi skemmtun. Hljómsveitin Einsdæmi leik- ur fyrir dansi. Risið og Ölkráin, Borgartúni 22, Ölkráin opin öll kvöld vik- unnar. Tunglið og Bíókjallarinn Lækjargötu 2, sími 627090 Hópur breskra plötusnúða og tónlistarmanna ásamt Sykur- molunum koma fram í Tungl- inu um helgina. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. íslandsmót í samkvæmisdansi 1990: Frá siðasta íslandsmóti í samkvæmisdönsum í Laugardalshöllinni. Þúsund íslandsmót í samkvæmisdansi verður haldið um helgina í íþrótta- miðstöðinni Ásgarði í Garðabæ og verður keppt bæði laugardag og sunnudag frá morgni til kvölds því að um 500 pör eða 1000 manns hafa skráð sig til keppni í 26 flokkum barna, unghnga og fullorðinna. Keppendur koma víðs vegar af landinu, frá níu dansskólum. Dóm- arar verða þrír þau Joan Richards frá Englandi, Marcel De Reyk frá Hollandi og Jörgen Kristensen frá Danmörku. Öll eru þau vel þekktir danskennarar og vel metnir dóm- arar víða um heim. Undankeppni í nokkrum af yngstu barnaflokkunum hefst á laugardagsmorguninn hl. 9.30 en setningarathöfnin með innmarsi verður kl. 14.00. Keppt verður bæði í standard dönsum og suður-amer- ískum dönsum í flokkum áhuga- fólks og atvinnumanna. Mjólkurdagsnefnd hefur gefið veglega verðlaunagripi sem verða farandbikarar en til varðveislu hjá íslandsmeisturunum í eitt ár. Bú- ast má við spennandi keppni í öll- um flokkum því að dansinn á ís- landi er á uppleið. Dansráð Islands sér um fram- kvæmd keppninnar og er þetta fimmta árið sem íslandsmótið fer fram og hefur keppendafjöldi fimmfaldast frá því fyrsta keppnin var haldin árið 1986. Miðasala hefst í íþróttamiðstöð- inni Ásgarði í Garðabæ kl. 9.00 á laugardagsmorguninn og verða númer til keppenda afhent frá sama tíma. Hundaganga í Kaldársel Hundaeigendur hafa það fyrir reglu að fara i sameiginlegar göngur með hunda sina, Eigendur golden retriver hunda og írskra settera ætla að sameinast í hundagöngu við Kaldársel á sunnudaginn. Ætlunin er að hittast við kirkjugarðinn ofan byggðar- innar í Hafnarfirði kl. 13.00 og það- an verður ekið inn í Kaldársel. Tíminn fram eftir degi verður notaður til gönguferða um svæðið og snæddur verður grillmatur. Þetta er lokapunkturinn á vetrar- starfi klúbbanna sem eigendur þessara hunda mynda. Ekki er tekið hart á því þóhund- arnir, sem koma til göngunnar, hafi ekki af finum ættartölum að státa enda er fyrst og fremst um skemmtun að ræða. Sjallinn á Akureyri: Staðan í hálfleik í síðasta skipti Verslunarskóli íslands á morgun: Norðurlandakeppni í að stjóma fyrirtæki A morgun, laugardag, verður haldin í Verslunarskólanum sam- norræn stjórnunarkeppni. Þetta eru úrslit í keppninni og er keppt um titilinn Noröurlandameistari í stjómun 1989-90. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin á íslandi. Það er A3ESEC, alþjóðlegt félag viðskipta- og hag- fræðinema, sem stendur fyrir skipulagningu keppninnar hér á landi. Norðurlöndin skiptast á um að halda úrslitakeppnina og í ár var röðin komin að Islendingum. Erlendu gestirnir verða um 70. Alls komast tíu hð í úrslitin, tvö frá hverju landi. Fyrir íslands hönd keppa Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og Ríkisspítalarnir. Lið þeirra urðu hlutskörpust í hópi þeirra 28 hða sem hófu keppni hér. Áður hafa ekki svo margir þátttak- endur verið í keppninni hér. Hin átta liðin eru hvert öðru ólík en það er sameiginlegt með öllum liðsmönnum að þeir hafa reynslu af að stjórna fyrirtækjum og taka ákvarðanir. Vorfagnaður Grikklandsvina Laugardaginn 28. apríl efnir Grikklandsvinafélagið Hellas til vorfagnaðar í Risinu, Borgartúni 32, efstu hæö. Samkoman hefst kl. 20.30 með borðhaldi þar sem á boð- stólum verður hláðborð með grísk- um réttum. Ræðumaður kvöldsins er Sigurð- ur Steinþórsson jarðfræðingur og einnig verður flutt atriði úr Þing- konunum eftir Aristofanes. Leik- stjóri er Helga Bachmann en leik- endur eru líklegir til að koma á óvart á þessu sviöi. Þá verður grísk tónlist jafnt sung- in sem leikin fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist í síma 29670 eða 21749 ekki síðar en á fóstudag. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Staðan í hálfleik, sýning sem spannar feril söngvarans Pálma Gunnarssonar í 20 ár, hefur fengið mjög góða aösókn í Sjallanum á Akureyri síðan frumsýnt var í fe- brúar. Uppselt hefur verið á allar 10 sýn- ingarnar en sú síðasta veröur ann- að kvöld. í sýningunni eru rifjuð upp helstu lög Pálma frá löngum ferli hans sem tónhstarmanns en Pálma til aðstoðar eru söngkon- urnar Erna Gunnarsdóttir og EUen Kristjánsdóttir og 6 manna hljóm- sveit undir stjórn Atla Örvarsson- ar. Kvintett klarinettuleikaranna Sigurðar Flosasonar og Stefáns S. Stefánssonar leikur í Heita pottin- um í Duus húsi á laugardagskvöld- Pálmi Gunnarsson verður í síð- asta sinn með Stöðuna í hálfleik um helgina í Sjallanum. ið kl. 21.30. Auk þeirra félaganna eru í kvintettinum þeir Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Tómasson og Pétur Grétarsson. Kvintett í Heita pottinum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.