Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 6
22 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. Stjömubíó: Blind reiói Blindur skylmingameistari á í höggi við margvíslega óvini. Það er Phillip Noyce sem leik- stýrir þessari mynd eftir handriti Charles Garner. Aðalhlutverkið er í höndum Rutger Hauer sem marg- ir muna eftir úr kvikmyndinni The Hitcher þar sem hann lék illmenni af einstakri snilld. Hér er það ekki illmenni sem hann leikur heldur uppgjafa her- maður sem slasaðist í Víetnam og er síðan staurblindur. Þaö hindrar hann þó ekki í að vera öðrum snjallari í bardagalist og skylming- um. Hann tekur að sér að koma ungum dreng frá Miami til Reno í hendur föður síns og þarf að kljást við mannræningja sem vilja leggja stein í götu hans. Myndin er sögð vera spennu- gamanmynd þar sem aðalsöguhetj- an er snögg eins og snákur, sterk eins og uxi en blind eins og mold- varpa. Bíóborgin: Sex, lies and videotape Pauline Collins og Tom Conti i hlutverkum sinum í Shirley Vaientine. Háskólabíó: ShirleyValentine Shirley Valentine-Bradshaw er miöaldra húsmóðir í Englandi sem óvænt fær tækifæri til þess að fara til Grikklands í hálfan mánuð. Þessi ferö verður til þess að Shirley uppgötvar að nýju ást sína á lífinu og sér ævi sína í nýju ljósi. Kvikmyndin er gerð eftir leikriti sem fékk tvenn verðlaun þegar það var sýnt á sviði í London. Það var bæði verðlaunað sem besta gaman- leikritiö og einnig fékk Pauline Collins verðlaun fyrir leik sinn á sviöinu en hún leikur einmitt aðal- hlutverkið í kvikmyndinni ásamt Tom Conti. Höfundur leikritsins, Willy Russell, skrifaði handritið en hann er enginn nýgræðingur í þeim bransa þar sem hann skrifaði handrit að Educating Rita. Aðrir leikarar eru Julia McKenzie, Ali- son Steadman, Joanna Lumley og Sylvia Syms. Þess má til gamans geta aö ný- hafnar eru sýningar á leikriti Russ- els í Borgarleikhúsinu þar sem Margrét Helga Jóhannsdóttir fer með aðalhlutverkiö. Bíóhöllin: Víkingurinn Erik Monty Python hópurinn breski hefur getið sér frægðarorð víða um heim fyrir að hafa hina ólíklegustu hluti í flimtingum og draga dár að því sem öðrum finnst vera grafal- varlegt mál. Það eru tveir félagar úr Monty Python sem leggja hönd á plóg við gerð myndarinnar um víkinginn Erik. Terry Jones skrifar handrit og leikstýrir en John Cle- ese leikur Hálfdán svarta. Jones hefur áður leikstýrt tveim kvik- myndum Monty Python gengisins, The Meaning og Life og Life of Brian. Hér beina þeir félagar spjótum sínum aö víkingaöldinni og sýna afrek forfeðra okkar í spéspegh. Aðalsöguhetjan Eiríkur, sem leik- inn er af Tim Robbins, hefur efa- semdir um tilgang lífsstíls víking- anna og telur að líflö bjóði upp á fleira en rán, nauðganir og grip- deildir. Myndin lýsir síðan för víking- anna til Ásgarðs en þar ætla þeir að komast yfir Gjallarhornið en nauðsynlegt er að þeyta það til þess að vekja æsi því víkingar telja heimsendi vera í nánd. Ekki þarf að orðlengja það að víkingar lenda í æsilegustu mannraunum og erf- iðleikum í för sinni. John Cleese í hlutverki Hálfdáns svarta. berg, 26 ára gamall Bandaríkja- maður, leikstýrði, skrifaði handrit og klippti myndina. Hann segir sjálfur að myndin sé tilraun til þess að lýsa amerísku þjóðlífi eins og það komi honum fyrir sjónir með stuöning þeirra þriggja atriða sem skipti mestu máli í daglegu lífi, þ.e. kynlífi, lyg- um og myndböndum. Myndin lýsir samskiptum tveggja systra við eiginmann ann- an þeirra sem stendur í ástarævin- týri meö mágkonu sinni og svo af- skiptum ókunna mannsins sem flækist inn í líf þeirra og fær báðar systurnar til þess að lýsa sínum leyndustu draumum og tilfinning- um á myndbandi en hann safnar einmitt slíkum böndum. Systurnar tvær eru leiknar af Andie McDowell og Laura San Giacomo en Peter Gallagher leikur eiginmann annarrar og friðil hinn- ar. James Spader leikur aðkomu- manninn sem með áhugamáli sínu hefur óafmáanleg áhrif á líf þeirra allra. Þessi kvikmynd sem fékk gull- pálmann í Cannes 1989 hefur síðan verið sýnd viö mikla aðsókn og lof gagnrýnenda. Þetta er ein þeirra mynda sem segja má að séu eins manns verk því Steven Sonder- Andie McDowell leikur eitt stærsta hlutverkið i myndinni. Sýníngar ArtHún Stangarhyl7 Art-Hún hópurinn er með myndlistar- sýningu í hinum nýju og glæsilegu húsa- kynnum Tafifélags Reykjavíkurog Skák- sambands íslands við Faxafen. Á sýning- unni eru skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu. Árbæjarsafn sími 84412 Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 i safni Ásgríms stendur yfir sýning á myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýn- ingunni eru 25 verk, aðallega vatnshta- myndir, en einnig nokkur olíumálverk. Sýningin stendur fram í febrúar og er opin um helgar og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16. FÍM-salurinn Garðastræti Sigríður Candi sýnir málverk í sýningar- sal FÍM. Þetta er þriðja einkasýning hennar, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og stendur til 6. maí. Gallerí 8 Austurstræti 8 Þetta er nýtt listaverkagallerí. Þar eru til sýnis og sölu olíumálverk, vatnslita-, grafík- og pastelmyndir, skúlptúrar, keramik, textíl og skartgripir. Ennfrem- ur er boðið upp á úrval listaverkabóka um íslenska list. Gallerí 8 er opin virka daga kl. 10-16, á laugardögum og sunnu- dögum kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 í Gallerí Borg í Pósthússtræti er nú sýn- ing á verkum Braga Hannessonar. Á sýn- ingunni eru nýjar ohumyndir, landslags- myndir í ljóðrænum expressjónískum stú, sem Bragi er löngu orðinn þekktur fyrir, en hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18 en henni lýkur þriðju- daginn 1. mai. Allar myndimar eru til sölu. Grafík-gallerí Borg Síðumúla 32 Þar er nú blandað upphengi: grafíkmynd- ir eftir um það bil 50 höfunda, litlar vatns- lita- og pastelmyndir og stærri olíumál- verk eftir marga af kunnustu listamönn- um þjóðarinnar. Gallerí List Skipholti 50 Til sölu verk eftir þekkta íslenska hsta- menn. Opið á afgreiðslutíma verslana. Hafnarborg Strandgötu 34 Þar stendur yfir sýning á listaverkum úr safni Hafnarborgar. Opið frá kl. 14 19 alla daga nema þriöjudaga. J. Hinriksson, Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Sigurður Örlygsson er með sýningu á verkum, unnum á síðustu 12 mánuðum, með akrýl- og ohuhtum á striga, en hlut- irnir eru unnir úr timbri, pappa og trém- assa. Opið daglega kl. 11-18, veitingabúð- in opin á sama tima. Sýningunni lýkur 6. maí. Listasatn Einars Jónssonar er opið aha daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Norræna húsið v/Hringbraut Ragnheiður Jónsdóttir sýnir teikningar í Norræna húsinu. Hún hefur haldið 12 einkasýningar, auk þess sem hún hefur tekið þátt i íjölda samsýninga hér heima sem erlendis. Ragnheiður sýnir teikning- ar - kol á pappír. Sýningin er opin dag- lega kl. 14-19 og lýkur henni 29. april. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Þar er nú sýning á myndum Kjartans Ólasonar, unnum með gvassi og blýanti á pappír á þessu ári. Þetta er fimmta einkasýning Kjartans en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 9. maí. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) TU sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda hstamenn, málverk, grafík og leir- munir. Sýning í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaUega eftir yngri hstamenn þjóöarinnar. Aö- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn Íslands Frikirkjuvegi 7 íslensk myndlist í eigu safnsins til sýnis. Leiðsögn í fylgd sérfræðings er á fimmtu- dögum kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í anddyri safnsins og er leiðsögnin öUum opin og ókeypis. Listasafnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 12-18. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningin stendur út maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Þar stendur yfir sýning á verkum er Sig- uijón geröi á árunum 1960-62. Þetta eru aðaUega verk úr járni. Þá eru einnig sýnd aðföng og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár, þar á meðal myndir frá árunum 1936-46 sem hafa verið í einka- eign í Danmörku. Sýningin, sem mun standa uppi í vetur, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og öU þriðjudags- kvöld kl. 20-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.