Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1990, Blaðsíða 1
Leikhús Nildtas gæslumanns Leikflokkurinn Lilla Teatern frá Helsinki er nánast fastagestur á listahátíö. í þetta sinn kemur flokk- urinn meö sýninguna Leikhús Nik- ítas gæslumanns. Þetta er marg- rómuð sýning sem verið hefur á verkefnaskrá leikflokksins síöan 1988. Á síöasta ári ferðaðist flokk- urinn til Norðurlandanna með sýn- ingu þessa en í vor var hún sett upp í Parma á Ítalíu. Tveir leikendanna í sýningunni ættu að vera íslendingum að góðu kunnir. Annar er Borgar Garðars- son sem hefur leikið hjá Lilla Teat- ern í fjölda ára. Borgar leikur titil- hlutverkiö í sýningunni, gæslu- manninn Nikíta. Hinn er Asko Sar- kola, einhver kunnasti leikari á Norðurlöndum. Hann er mörgum minnisstæður eftir að hann fór með hlutverk Phileasar Fogg á listahá- tíð 1972 er flokkurinn sýndi Um- hverfis jörðina á áttatíu dögum en hann hefur gert garðinn frægan í mörgum kvikmyndum og sjón- varpsleikritum. Hér þykir Sarkola vinna mikinn leiksigur í hlutverki Ragins læknis. Sýningar Lilla Teatem um helg- ina eru í íslensku óperunni á sunnudag og mánudag kl. 20.30. Sýning Lilla Teatern á Nikitas gæslumanni hefur alls staðar fengið mikið lof. Eitt verka Einars Jónssonar sem sýnt verður á Kjarvalsstöðum. DV-mynd GVA Kjarvalsstaðir. íslensk höggmynda- list 1900-1950 Mynd þessi er tekin á æfingu á Abraham og ísak. Listahátíð í Reykjavík: Abraham og ísak A Kjarvalsstöðum verður opnuð 2. júní sýningin íslensk höggmynda- list 1900-1950. íslensk höggmyndalist á ekki langa heíð. Samt má gera því skóna að frumkvöðlar íslenskrar höggmyndalistar hafi skapað vísi að stíl sem telja má séríslenskan og er kannski sprottinn af hrikalegri nátt- úru landsins og úr glímunni við þann grófgerða efnivið sem íslensk nátt- úra býður upp á. Sýningin er líklega kjörið tækifæri til að sannprófa kenningu þessa. Þetta er fyrsta yfirlitssýning á ís- lenskum höggmyndum frá þessu tímabili. Einar Jónsson (f. 1874) er elstur listamannanna en Sigurjón Ólafsson (f. 1908) er þeirra yngstur. Auk þeirra eru verk eftir Ríkharð Jónsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Nínu Sæ- mundsson, Ásmund Sveinsson, Magnús Á. Árnason, Guðmund Ein- arsson frá Miðdal og Martein Guð- mundsson. Hver listamannanna á 4-5 verk á sýningunni. Kjarvalsstaöir eru allir lagðir und- ir þessa viðamiklu sýningu sem stendur frá 2. júni til 8. júlí. Listahátíð í Garðabæ Efnt verður til listahátíðar í Garðabæ 2. og 4. júní. Haldnir verða tvennir tónleikar, hinir fyrri í ís- lensku óperunni í Reykjavík á laug- ardag kl. 13.30 en hinir síðari verða í Kirkjuhvoli, Garðabæ, á mánudag- inn kl. 13.30. Hátíöinni lýkur svo með samsæti fyrir listafólkið og vensla- fólk þess í Holiday Inn að kvöldi sama dags. Á listahátíðinni kemur fram hópur hljóðfæraleikara, söngvara og ball- ettdansara. Eitt tónskáld er í hópn- um, Hildigunnur Rúnarsdóttir. Hef- ur hún samið nýtt tónverk í tilefni hátiðarinnar og verður það frum- flutt. Af öðrum listamönnum, sem koma fram á hátíðinni, má nefna Maríu Gísladóttur ballettdansara, Pétur Jónasson gítarleikara og Sig- rúnu Eövaldsdóttur fiöluleikara. Alls munu koma fram rúmlega tutt- ugu ungir Ustamenn, allir úr Garðabæ. Listafólkið velur sjálft þau verk sem það flytur. Tólf listamannanna eru við nám og störf erlendis, flestir í Bandaríkjunum. Nokkrir koma gagngert til að taka þátt í hátíðinni og hverfa af landi brott að henni lok- inni. Listamennirnir eru langflestir fæddir á sjöunda áratugnum og voru skólasystkini og margir þeirra bekkj- arsystkini. Listahátíðin í Garðabæ á að minna á tvennt. í fyrsta lagi á þennan glæsi- lega hóp ungs fólks á framabraut sem er í stöðugri leit að hinum eina sanna tóni og í öðru lagi á listahátíöin að minna á þörfina á því að byggð verði sem fyrst menningar- og listamiðstöð í Garðabæ. Sala aðgöngumiða er haf- in og fást þeir í bókabúðinni Grímu við Garðatorg í Garðabæ og er verð miðans 1000 kr. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn í íslensku óperunni og í Kirkjuhvoli. Á annan í hvítasunnu verður flutt kirkjuóperan Abraham og ísak eftir John Speight í Háteigskirkju í Reykjavík. Texti óperunnar er tek- inn úr Biblíunni og einnig eru notað- ir gamlir sálmar úr safni Bjarna Þor- steinssonar. Óperan tekur um það bil fjörutíu mínútur í flutningi. Níu söngvarar og þrettán hljóð- færaleikarar taka þátt í sýningunni en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikstjóri er Geir- laug Þorvaldsdóttir en Snorri Sveinn Friðriksson hefur hannað leikmynd og búninga. Lýsingu annast Árni Fyrir ofan garð er sýning sem verður opnuð í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg á laugardaginn kl. 16.00. Þátttakendur í sýningunni eru tuttugu og sjö, frá Englandi, V- Þýskalandi, Noregi, Svíþjóö, Sviss og íslandi, og hafa þeir unnið rýmis- verk, myndbönd, skúlptúra, hljóð- Baldvinsson. í hlutverki Abrahams er Viðar Gunnarsson en ísak syngur Hrafn- hildur Guömundsdóttir. Aðrir söngvarar eru Sigríður Gröndal, Signý Sæmundsdóttir, Þorgeir Andr- ésson, Sigrún V. Gesisdóttir, Elísabet Waage, Sigursveinn Magnússon og Halldór Vilhelmsson. Að sýningunni standa nokkrar söngkonur í Háteigssókn, Háteigs- kirkja og hstahátíðarnefnd. Þetta mun vera fyrsta íslenska kirkjuóp- eran sem samin hefur verið og er hún framlag Háteigskirkju á listahátíð. verk og myndhreyfingar fyrir garða og opin svæði í Þingholtunum. Á veggspjaldi sýningarinnar er kort af hverfinu sem auðveldar gest- um að rata frá einu verki til annars. Sérstök dagskráratriði eru kynnt í auglýsingum frá framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík. Nýlistarsafniö í Hallargarðinum: Fyrir ofan garð og neðan Nokkrir listamenn, sem eiga verk á sýningunni í Hafnarborg, samankomnir i sýningarsalnum. DV-mynd GVA Einfarar í ís- lenskri list Á sýningu í Hafnarborg, sem ber yfirskriftina Einfarar í íslenskri list, eru um áttatíu verk eftir á annan tug listamanna. Innbyrðis eru þeir ólíkir í myndsköpun sinni en eiga það sam- eiginlegt að vera sjálfmenntaðir og hafa þróað með sér afar persónulega myndsýn óháða ríkjandi hefðum í hst. Þetta er í fyrsta sinn sem sett er upp sýning á verkum flestra þessara listamanna. Verkin spanna rúmlega eina öld eða allt frá Sölva Helgasyni til nútímans. Yngstu þátttakendurn- ir eru fólk á þrítugsaldri. Sýningin er sem fyrr segir í Hafn- arbor, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og stendur frá 2. júní til 24. júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.