Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1990. 25 • Gæðingafaðirinn Þokki frá Garði með afkvæmi sín. Jón Karlsson í Hala, eigandi hestsins, stendur hjá íbygginn og hugsar til þess er hann keypti Þokka gegnum síma. Þau kaup hafa gengið upp enda stóð Þokki efstur stóðhesta með 1. verðlaun fyrir afkvæmi. DV-mynd EJ 2 Lítill áhugi á kappreiðunum: Setti íslandsmet handleggsbrotinn - Guðmundur sigraði með höndina í gifsi Ekki var mikil þátttaka í kappreiðun- um á landsmótinu. Einungis þrír hestar kepptu í 250 metra stökkinu, fimm i 350 metra stökkinu og fimm í 800 metra stökkinu. Þátttaka í skeiðgreinunum var töluverð, enda skeiðið vinsælt meðal knapa. Þrátt fyrir frekar lítinn áhuga á á kappreiðunum var sett eitt íslandsmet er Neisti frá Hraunbæ brokkaði 300 metrana á 30,34 sek. en hann átti gamla metið sjálfur. Guðmundur Jónsson, eig- andi Neista, sat hann sjálfur og verður að geta þess aö Guðmundur er með höndina í gifsi því hann handleggsbrotn- aði nýlega. Annar var Daði Jóns Frið- rikssonar, sem Björn Fr. Jónsson sat, á 30,34 sek. og þriðji Snær, sem Jóhannes Kristleifsson á og sat, á 33,02 sek. Fyrsti sigur Barkar í150metra skeiði í 150 metra skeiði sigraði Börkur, sem Tómas Ragnarsson á og sat, á 14,39 sek. Þetta er í fyrsta skipti sem Börkur sigrar 150 metra skeið á landsmóti en hann hefur verið ósigrandi í þessari grein undanfarin fjögur ár. Annar var Ljós- vaki, sem Jóhannes Kristleifsson á og sat, á 14,4 sek. og þriðji Ugla Jóns O. Ingvarssonar sem Þórður Þorgeirsson sat á 14,6 sek. Leistur sigraði meðglæsibrag 1250 metra skeiði sigraði Leistur Harðar G. Albertssonar á 22,59 sek en knapi var Sigurbjörn Bárðarson, annar var Vani, sem Erlingur Sigurðsson á og sat, á 23,42 sek. og þriðji Kolbakur, sem Gunnar Arnarson á og sat, á 23,49 sek. í 250 metra stökki sigraði Nóta Ólafar Geirsdóttur, sem Magnús Benediktsson sat, á 18,50 sek„ annar var Garri Margr- étar Kjartansdóttur, sem Reynir Aðal- steinsson sat, á 19,19 sek. og þriðji Hrappur Guðbjargar Þorvaldsdóttur, sem Sigurlaug A. Auðunsdóttir sat, á 19,65 sek. í 350 metra stökki sigraði Subaru- Brúnn Guðna Kristinssonar, sem Magn- ús Benediktsson sat, á 25,24 sek., annar var Háfeti Lárusar Þórhallssonar, sem Anna Dóra Markúsdóttir sat, á 25,33 sek. og þriðji Elías Guðna Kristinssonar, sem Sigurður Matthíasson sat, á 25,33 sek. Hörð keppni í 800 metrunum í 800 metra stökki var geysilega hörð keppni. Þar sigraði Nestor, sem Hjördís B. Amardóttir á og sat, á 62,16 sek., ann- ar var Ljótur Magnúsar Benediktssonar, sem Reynir Aðalsteinsson sat, á 62,42 sek. og þriðji Léttir Guðbjargar Þor- valdsdóttur, sem Sigurlaug Anna Auð- unsdóttir sat, á 62,46 sek. -EJ • Margir stökkhestanna voru órólegir á ráslínunni. DV-mynd EJ • Helgi Sigurðsson dýralæknir skrifaði grein um pungstærð stóðhesta og sæðisframleiðsiu þeirra í síöasta tölublaði Eiöfaxa. Vepa þeirrar greinar hafa komíð upp umræöur um þessi nauðsynlegu hffæri. Hrossarækt- arráðunautar eru sammála um að rannsaka þurfi líffræðilega eiginleika eistna stóðhesta en þaö veröi ekki gert á stórmótum. „Við göngum út frá því að stóð- hestar séu eðlilega skapaðir er þeir koma í dóm. Eigendurnir eiga að finna sjálfir ef eitthvaö er að,“ segir Kristinn Hugason og Víkingur Gunnarsson bætir við: „Við munum ekki sýna spjöld fyrir pungstærð." „En það er sjálfsagt að rannsaka betur hvort einhver fylgni sé milli pungstærðar og sæðismagns,“ segir Kristinn Hugason. Ás, Tvistur og Þristur Nöfh hesta eru eins misjöfn og þeir eru margir, enda sáust ýmis skondin hestanöfn í sýningar- skrá landsmótsins. Á landsmót- inu mátti sjá meðal annar-a: Durt, Gand, Rífanda Gang, h': < og Bein, Gúlp Garró, BrúðKHup Brún, Hallveigu FróöadCttur, Ljót, Lat, Rabbý, Skandal og Sjötta september. í A-flokki kepptu til dæmis: Ás, Tvistur, Þristur, Gosi og Kóngur. Hundi att á fófk Hundar eru oft til vandræða á hestamótum. Tekið var tii þess ráðs að baima lausagöngu hunda á mótssvæðinu og hunda algjör- lega úr áhorfendabrekkum. Einn hundur var þó töluvert fyrirferð- armeiri en aðrir því sagt er að : eigandl hans hafi att honum á fólksemþurftiaðfaratiilæknis, . U ___________________________ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.