Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Síða 1
Sjónvarp um helgina: Bein útsending frá landsmóti UMFÍ íþróttasvæöiö við Varmána er nú fullbúið. Lokið hefur verið við 1. áfanga í byggingu áhaldahúss og 1. áfanga stúkubyggingar. Grasvöllurinn er tilbúinn og sömuleiðis er þegar byrjað að keppa á frjálsiþróttavellinum sem er sá eini sinnar tegundar hér á landi. DV-mynd GVA Það er skammt stórra högga á milli hjá Sjónvarpinu þessa dag- ana. Hvem stórviðburðinn á eftir öðrum her fyrir augu sjónvarpsá- horfenda. Um helgina er komið að 20. landsmóti UMFÍ sem fram fer í Mosfellsbæ. Setningarathöfn móts- ins og íþróttaviðburðir á laugardag og sunnudag verða í beinni útsend- ingu. Á fóstudag kl. 20.30 verður setningarathöfnin sýnd beint og hina dagana tvo hefjast útsending- ar kl. 14.00 og standa í tæpa fjóra tíma. Reiknað er með um 3000 kepp- endum í hinum ýmsu greinum, um 500 liðsstjórum og þjálfurum. Starfsmenn landsmótsins verða um 1000 talsins og húist er við að aðrir gestir fylli a.m.k. 5 stafa tölu. Margar nýjar íþróttagreinar verða á mótinu. Þar má nefna þríþraut, hestaíþróttir, pönnukökubakstur, tennis og ruðningsbolta. Gríðarleg- ur áhugi er hjá íþróttafólki vítt um landið að taka þátt í landsmótinu og ein afleiðingin er t.d. sú að end- urskoða hefur þurft tímaseðilinn í frjálsum íþróttum. Landsmót ungmennafélaganna eru ekki aðeins íþróttakeppni. Þau eru líka samkoma þar sem þúsund- ir ungmenna og félagsmálahesta koma saman í leik og skemmtun. Auk íþróttakeppninnar verður boðið upp á íjölmörg skemmtiat- riði, bæði samhhða íþróttakeppn- inni og á hverju kvöldi sem lands- mótið stendur yfir. Þaö er Ungmennasamband Kjal- arnesþings, UMSK, sem heldur þetta landsmót. UMSK var stofnað 19. nóvember 1922. 4 ungmennafé- lög stóðu að stofnuninni, Umf. Drengur í Kjós, Umf. Afturelding í Mosfellssveit, Umf. Reykjavíkur og Umf. Miðneshrepps. Með tilkomu íþróttalaganna 1940 minnkaði sam- bandssvæði UMSK og varð eins og nú, Kjósarsýsla, Mosfellsbær, Sel- tjamarnes, Kópavogur og Garða- bær. Eftir sigur UMSK á landsmóti UMFÍ í Haukadal, sem var hið fyrsta eftir endurreisn landsmót- anna, urðu íþróttir aðalmál sam- bandsins. Þar skipaði UMSK sér í fremstu röð þegar sambandið vann bikarkeppni FRÍ árið 1970. Frá og með landsmótinu 1971 á Sauðár- króki hafa UMSK og HSK tekist á um sigur á landsmótum. Innan vébanda UMSK eru flestar þær íþróttir stundaðar sem á annað borð eru stundaðar á íslandi. Að- ildarfélög UMSK em 23 með sam- tals 8129 félagsmönnum. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, er verndari 20. landsmóts UMFÍ. Allt frá því hún var kjörin til embættis hefur frú Vigdís heiðr- að landsmót ungmennafélaganna með nærveru sinni. Fyrirrennarar hennar, dr. Kristján Eldjárn og hr. Ásgeir Ásgeirsson, sýndu ung- mennafélagshreyfingunni sömu- leiðis mikinn hlýhug í embættum sínum. Að þessu sinni verður frú Vigdís viðstödd sérstaka hátíðar- dagskrá í upphafi landsmótsins. Verðlaunaveitingar á mótinu verða fjölmargar. Alls er um að ræða 693 verðlaunapeninga, 693 verðlaunaskjöl, 66 bikara til eignar og 2000 viðurkenningarskjöl. Auk þess verður keppt um sérstakan verðlaunagrip sem stigahæsta hér- aðssambandið hlýtur. Á landsmót- inu á Húsavík var keppt um þenn- an grip í fyrsta skipti en HSK hefur unnið alla fyrri gripi til eignar. Samvinnubankinn gaf aðalverð- launagripinn. í skákkeppni lands- mótsins verður keppt um Skinfaxa- styttuna sem er farandgripur. I DV á morgun verður áfram- haldandi kynning á landsmótinu. -GRS í Feðginunum segir frá litilli stúlku sem eignast stjúpmóður. Sjónvarp á sunnudag: Feðginin Norðurlöndin hafa undanfarin ár sameinast um dagskrárgerð fyrir yngsta fólkið úr hópi áhorfenda und- ir samheitinu En god historie for de smá. Framlag sjónvarpsins til þessa verkefnis 1989 var sjónvarpsmyndin Enginn venjulegur drengur eftir handriti Iðunnar Steinsdóttur. Framlag Svía er nú hingað komið og verður það á dagskránni sunnu- daginn 16. júlí kl. 18.05. Myndin heit- ir á frummálinu Sagan om pappan och flickan en hlýtur nafnið Feðginin á íslensku. Hér er hið gamla og góða ævintýri um Öskubusku fært í nú- tímalegt form og gerist í sænsku borgarasamfélagi samtímans. Ösku- buska býr með pabba sínum eftir frá- fall móðurinnar og feðginunum líður ágætlega saman. Gamanið tekur þó að kárna er htla stúlkan eignast óvænt stjúpmóður og tvær stjúpsyst- ur í ofanálag. Myndin segir okkur söguna af misjöfnum samskiptum hinnar nýju móður við barnahópinn og viðbrögðum Öskubusku htlu við hinu nýja hlutskipti. Öskubusku leikur Malin Brewitz, fóöurinn leikur Thorsten Fhnck en stjúpuna vondu túlkar Maria Eric- son. Alþjóðlegt leynimakk er við- fangsefni þessarar Hitchcock- myndar sem byggö er á sannsögu- legum atburðum sem skóku vest- ræna stjómmálamenn á sínum tíma. Tópas, en svo heitir myndin, er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 22.25 á laugardagskvöld. Myndin hefst árið 1962 þegar bandarískur leyniþjónustumaður aðstoðar rússneskan vísindamann og fjölskyldu hans við að flýja land. Viö yfirheyrslur á ílóttamanninum fær leyniþjónustumaðurinn \itn- eskju um gagnnjósnara sem starfar innan NATO og miðlar upplýsing- um til Rússa. Leyniþjónustumað- urinn hyggst hafa hendur í hóri gagnrýósnarans en ahar upplýs- ingar um hann eru af skornuro skammti. Aðehts er vitaö aö hann gengur undir dulnefninu Tópas. Böndin berast aö mörgum í þessum æsispennandi eltingaleik sem berst víða um heim. Aðalhlutverkiö leikur John For- sythe en einnig koroa við sögu þau Philippe Nolret, Michael Piccoli, Fredrick Stafford, John Vernon, Danny Robin og Karin Doe. Leik- stjóri er Aifred Hitchcock en mynd- in er byggð á samnefndri skáldsögu eflir Leon Uris. -GRS Alfred Hitchcock er leikstjóri myndarinnar Tópas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.