Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 1
Mosfellsbær:
Þrjú þúsund keppendur
á 20. landsmóti UMFÍ
Landsmót UMFÍ fer fram í Mosfellsbæ um helgina. Þar etja kappi 29
héraðssambönd og aðildarfélög þeirra og er það i fyrsta skipti sem þau
mæta öll til leiks. DV-mynd GVA
Landsmót UMFI verður um-
fangsmesta landsmót sem ung-
mennafélögin hafa staðið fyrir.
Þegar forskráningu lauk 1. maí sl.
höfðu borist 3120 skráningar í
greinar sem tilheyra stigakeppni
landsmótsins. Þegar tekið er tillit
til aukagreina og sýningargreina,
sem keppt veröur í samhhða sjálfu
landsmótinu, verða skráningar á
5. þúsund. Þannig má gera ráð fyr-
ir að heildarfjöldi keppenda verði
um þijú þúsund. Til þess að stjórna
öllu þessu liði og sjá um að keppni
geti farið fram þarf landsmóts-
nefnd að hafa um þúsund starfs-
menn á sínum snærum. Auk þess
verða um 500 hðsstjórar, þjálfarar
og fararstjórar sem fylgja hðunum.
Reiknað er með að aðrir gestir
verði a.m.k. tíu þúsund.
Eftir að forskráningu lauk kom í
ljós að áætlanir um keppendaíjölda
höfðu brugðist í flestum greinum.
Þannig reyndist þátttakan í frjáls-
um íþróttum einum ætla að verða
70% meiri en hún var á síðasta
landsmóti, sem haldið var á Húsa-
vík, og er þá ekki tekið tillit til
þeirra greina sem bæst hafa við.
Einu greinamar, sem ekki verða
fjölmennari á landsmótinu í Mos-
fehsbæ en á fyrri landsmótum,
verða blak karla og handknattleik-
ur kvenna. 7 lið eru skráð til keppni
í hvorri grein. Afleiðing þessarar
sprengingar er sú að landsmóts-
nefnd hefur neyðst til að endur-
skoða tímaseðihnn í frjálsum
íþróttum og færa hluta keppninnar
fram á miðvikudagskvöld. Að
aflokinni hátíðardagskrá í gær-
morgun tóku aðrir íþróttamenn til
við iðkun en landsmótinu lýkur á
sunnudagskvöld.
í Mosfellsbæ verður keppt í 13
keppnisgreinum og alls 75 flokkum
sem teljast til stiga í keppni milli
héraðssambandanna 29 um aðal-
verðlaunagrip mótsins. Auk þess
verður keppt í 8 öðrum greinum,
alls 31 flokki, í svokölluðum sýn-
ingargreinum. Auk þesS verða
nokkrar greinar kynntar'sérstak-
lega á mótinu, án þess að um beina
keppni verði að ræða. Eftirfarandi
eru aðalkeppnisgreinar á lands-
mótinu: fijálsar íþróttir, sund,
júdó, glíma, borðtennis, fimleikar,
bridge, skák, starfsíþróttir, blak,
handknattleikur, knattspyrna og
körfuknattleikur. Sýningargrein-
arnar eru golf, siglingar, hesta-
íþróttir, karate, þríþraut, íþróttir
fatlaðra, UMFÍ-hlaup og götuhlaup.
Þær greinar, sem verða kynntar
sérstaklega, eru tennis og ruðn-
ingsbolti. Á mótinu verður staðið
fyrir sérstöku hlaupi unghnga á
aldrinum 11 til 14 ára, líkt og gert
var á Húsavík. í síðasta hlaupi voru
250 þátttakendur en gera má ráð
fyrir að þeir verði töluvert fleiri
núna. Ráðgert er að börnin hlaupi
2 kílómetra.
Landsmót UMFÍ í Mosfehsbæ er
það tuttugasta í röðinni en Akur-
eyringar héldu fyrsta mótið árið
1909. Tveimur árum síðar varð
Reykjavík fyrir vahnu og aftur
1914. Ekki hggja fyrir tölur um
flölda keppenda og gesta á fyrsta
mótinu en 1911 voru íþróttamenn-
imir 70 talsins og 1914 voru móts-
gestimir tvö til þijú þúsund. Nokk-
ur bið varð eftir næsta móti en það
var haldið í Haukadal árið 1940 og
upp frá því hefur landsmótið verið
haidið með nokkuð reglulegu milh-
bili. Á þeirri hálfu öld sem hðin er
frá mótinu í Haukadal hefur lands-
mótið veriö haldið víðs vegar um
landið og þ.á m. tvisvar á Akur-
eyri, árin 1955 og 1981, og er það
eini staðurinn til að halda mótið
oftar en einu sinni að Reykjavík
undanskilinni. Fjöldi keppenda og
gesta hefur vaxið gífurlega á þess-
um ámm og á síðasta landsmóti á
Húsavík mættu sautján þúsund
gestir sem er met. HSK er það félag
sem hefur borið höfuð og herðar
yfir önnur héraðssambönd á þess-
um landsmótum og borið sigur úr
býtum ahs tólf sinnum.
-GRS
Einar Vilhjálmsson er á meðal keppenda í spjótkastskeppni sem er haldin
í tengslum við landsmótið.
Landsmót UMFÍ:
Spjótkastskeppni
Á sunnudag fer fram spjótkasts-
keppni í tengslum við landsmótið.
Þar mæta tveir af fremstu spjótköst-
umm Svía, þeir Peter Borglund og
Dann Wánnlund, og etja kappi við
þijá bestu spjótkastara íslendinga,
þá Einar Vilhjálmsson, Sigurð Ein-
arsson og Sigurð Matthíasson.
Þetta er eina tækifærið til að sjá
okkar bestu menn samankomna í
keppni enda eru þeir að kasta víða
erlendis á næstunni til að undirbúa
sig undir Evrópumeistaramótið í
Júgóslavíu í haust. Af keppendunum
fimm á Borglund bestan árangur
skráöan. Hann hefur kastað spjótinu
84,76 metra en Einar er skammt und-
an með 84,66. Sigurður Einarsson
hefur lengst kastað 82,82 metra,
Wánnlund 82,68 og Sigurður Matthí-
asson 79,56. Af framangreindu er
ljóst að búast má við hörkukeppni.
Áhorfendum mun gefast kostur á
að geta til um úrsht, þ.e. lengsta kast-
ið og hlýtur sá getspakasti áritað
, spjót sem Einar Vilhjálmsson gefur.
Keppnin hefst klukkan 15.00.
-GRS
Landsmót UMFÍ:
Setningarhátíö 20. landsmóts
UMFÍ hefst í kvöld ki. 19.45. Pálmi
Gíslason, formaður UMFÍ, setur
hátíðina og ráðherramir Svavar
Gestsson og Guömundur Bjarna-
son flytja ávörp.
Úr dagskránni má ennfremur
nefna fjöldasöng undir stjóm Grét-
ars Örvarssonar, Sigríðar Bein-
teinsdóttur, Sigrúnar Hjálmtýs-
dóttur og fleiri, útgöngu íþrótta-
fólks, fimleikasýningu UMSK og
sýningarleik í ruðningsbolta á mihi
Stjörnunnar og Breiðabhks.
Á landsmótið verður boðið upp á
sérstakar sætaferðir frá Reykjavík
og Kópavogi, bæði vegna íþrótta-
viðburða og skemmtana. Úr
Reykjavík verða ferðir á Ibstudag
á klukkustundar fresti frá Grensás-
skiptistöð og um helgina verður
farið frá Grensás og BSÍ með
tveggja klukkustunda mihibih, Úr
Kópavogi verður farið á tveggja
klukkustunda fresti. Ennfremur
verða sérstakar feröir frá báðum
stöðum vegna dansleikja á lands-
mótinu.
Á fóstudag hefst síðasti íþrótta-
viðburöurinn klukkan 17.30. Á
laugardag og sunnudag hefst
keppni íþróttafólksins klukkan 8.30
og báða dagana er síðasta keppnis-
grein á dagskrá kl. 18.00.
-GRS
N
. : m
Á setningarhátíð landsmóts UMFI verður m.a. boðlð upp á sýningarleik
í ruðníngsbolta en leikmennimir hér á myndinni eru kiæddír þeim út-
búnaði er telst nauðsyntegur f þeirr! iþróttagrein.