Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
Tónleikar
Tónleikar í Borgarneskirkju
Tónleikar verða haldnir í Borgarnes-
kirKju miðvikudaginn 15. ágúst kl. 20.30.
Þá munu Sigurður Halldórsson sellóleik-
ari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari
flytja „Arpeggione", sónötu Schuberts,
sónötu í A dúr eftir Beethoven ásamt
verkum eftir Fauré, Hindemith, Martinu
og Boccherini. Á tónleikum í byrjun árs
1983 hófst áralangt samstarf þeirra Daní-
els og Sigurðar á sviði frjálsrar spunatón-
listar. Reyndist það hinn ákjósanlegasti
jarðvegur er þeir fóru að spila saman sí-
gilda tónlist fyrir þremur árum eftir að
hafa stundað hefðbundið tónlistamám,
hvor í sínu homi frá unga aldri. Daniel
lærir nú við Sweelinck tónlistarháskól-
Daðrað við gamlan stíl
Madonna kemur oft á óvart. Hún er fastagestur og
svo til daglegur ges_tur í slúðurdálkum tiestrænna
blaða og tímarita. Hun virðist lifa bæði hratt, hátt og
villt. Eigi að síður er Madonna prýðilega afkastamikil
á tónlistarsviðinu og eftir hana hggur eitt og annað í
kvikmyndum. Svo sem engin afrek en alvond er hún
alis ekki á hvíta tjaldinu.
Tónhstin á nýjustu plötunni, I’m Breathless, kemur
á óvart. Poppsöngkonan Madonna leitar nú til fortíðar-
innar í stfl. I sumum lögum er árangurinn ánægjuleg-
ur, annars staðar dálítið flatur. En í heildina séð hafði
ég svolítið gaman af að renna I’m Breathless í gegn.
Óneitanlega hvarflaði hugurinn nokkrum sinnum
tfl Lindu Ronstadt. Hún tók upp á því óforvarandis
að hljóðrita þrjár hljómplötur með Nelson heitnum
Riddle og hljómsveit hans. Bandarísk dægurlög, dún-
mjúk og líðandi, frá liðnum áratugum. Óvænt framtak
hjá söngkonu sem maður hafði ekki nema miðlungi
mikið álit á. Engu að síður kláraði Linda sig vel og
er það kannski ekki síður Riddle heitnum að þakka
en henni.
Madonnu hefði sennilega ekki veitt af að hafa ígildi
gamla meistarans með sér er hún réðst í gerð I’m
Breathless. Og hljómsveitin hans fullmönnuð hefði
ekki skaðað. Tölvur eru látnar leysa sveitina af hólmi
Plötur dv
Ásgeir Tómasson
og koma svo sem bærilega út. En eins og þeir segja
hjá Kók: „You can’t beat the real thing.“
Bestu kaílarnir í I’m Breathless eru lögin úr Dick
Tracy-myndinni, þau sem Stephen Sondheim samdi.
Nokkur laga Madonnu eru einnig virkflega áheyrfleg,
tfl dæmis Cry Baby og Something to Remember. i
tveimur síðustu lögum plötunnar, Now I’m Following
You (Pt. II) og Vogue, fer hstakonan hins vegar út af
sporinu og allt aðra leið en í fyrri lögunum tíu. Þau
stinga því illilega í stúf við heildina þótt sem slík séu
þau sæmilegasta popp.
Gamlir aðdáendur Madonnu eru kannski ekkert yfir
sig hrifnir af hhðarsporum hennar á plötunni I’m
Breathless. Mig langar hins vegar að benda þeim á sem
hingað tfl hafa ekki þolaö söngkonuna að gefa I’m
Breathless tækifæri. Þeir verða ef tfl vih umburðar-
lyndari gagnvart henni í framtíðinni. Kannski líka sá
semþettaritar. -ÁT
Menning
Sterk nánd
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
sterkri en þó óútskýranlegri nánd, rétt eins og helgi-
gripi eða forna bautasteina. Að því leyti skírskota þau
engu síöur til trúarbragða og goðsagna en tfl hstasög-
unnar.
Umbúðir sálna
Því hamra ég á goðsagnalegri/trúarlegri vídd þessara
þrívíddarverka, að listakonan virðist gera slíkt hiö
sama. Verk hennar, gerð úr fægðum harvið og kross-
við, liggja flest endilöng um sali og líkjast engu fremur
en stílfærðum líkkistum. Staðsetning tvennunnar
„Karon 4“ í myrkum sal og með sterkri ofanlýsingu
rennir stoðum undir slíka túlkun. Aukinheldur bera
þau öll nafn ferjumannsins Karons, sem samkvæmt
grískum goðsögnum ferjaði sáhr manna yfir ána Styx,
úr veröld lifenda yfir í veröld dauöra. Um leið myndar
sérhver þessara skúlptúreininga, hver „kista”, sjálf-
stætt tflbrigði um meginstef. Flái er á þeim flestum,
mismundandi þó, sumar hækka til endanna eða
nyókka í odd eða egg, minna þá í senn á eggvopn og
sarkofaga fornkonunga, hafna þó báðum líkingum.
Reykjavík 19. nóvember 1912. For-
eldrar hans voru Guðný Magnús-
dóttir og Páll Stefánsson. Magnús
réðst ungur í vinnu á glerslípunar-
verkstæði Ludwig Storr. Þar starfaði
hann í um 24 ár þar til hann byrjaði
sjálfur með glerslípun á Reykjavík-
urflugvelli árið 1949. Að fimm árum
hðnum flutti hann reksturinn í Skip-
holt 9 og starfrækti þar glerslípun
og speglagerð Magnúsar B. Pálsson-
ar þar til hann hætti störfum sökum
aldurs. Eftirlifandi eiginkona hans
er Ragnheiöur Þyrí Nikulásdóttir.
Þeim hjónum varð sex barna auðið.
Útfór Magnúsar verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag kl. 15.
Jón G. Benediktsson hárgreiðslu-
meistari lést 4. ágúst. Hann var fædd-
ur 13. september 1952, sonur hjón-
anna Benedikts Sigurðssonar og
Auðar Eiríksdóttur. Eftirlifandi eig-
inkona hans er Heiða Ármannsdótt-
ir. Þau hjónin ráku saman hár-
greiðslustofuna og snyrtivöruversl-
unina Bylgjuna síðan 1976 í Hamra-
borg í Kópavogi. Útför Jóns verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Skúlptúrar Sigrúnar Ólafsdóttur í Nýlistasafninu
eru skýrari hlutgervingar nýrra viðhorfa í þrívíddar-
list en flest annað sem hér hefur verið sýnt á undan-
gengnum misserum. Verk hennar eru ekki með inn-
byggða togstreitu formanna, né heldur reyna þau að
hafa áhrif á það rými sem umlykur þau, eins og mód-
ernískum verkum pr títt. Þau eru heldur ekki framn-
lenging á kenningasmíði, eins og mörg þrívíddarverk
með naumhyggju- eða huglægu yfirbragði.
Þau eru umfram allt grundvöhuð á uppsafnaðri dul-
úð arftekinna hugmynda eða tákna, sem gæðir þau
Sigrún Ólafsdóttir — Karon 4 og 5.
DV-mynd Brynjar Gauti
Völundarsmíð
Listakonan er völundur á tré, en bruðlar þó hvergi
með þekkingu sína á tré og tækjum. Viðurinn er mark-
visst sniðinn, bæsaður og fágaður, uns sérhver eining
er sjálfri sér næg og uppfull af innra lífi.
Á sýningu Sigrúnar eru einnig drög að tveimur verk-
um (Karon 5 & 6), sem veita innsýn í vinnuaöferðir
hennar en draga óneitanlega úr slagkrafti sýningar-
heildarinnar. Með þessum fáguðu og margræðu verk-
um er sleginn tónn í íslenskri þríviddarlist sem verð-
skuldar fuha athygh hérlendra listunnenda.
ann í Amsterdam undir leiðsögn Willems
Brons en Sigurður lauk námi fyrir
nokkru frá „Guildhall School of Music
and Drama" í London og sækir enn tíma
hjá aðalkennara sínum þar, Raphael
Sommer.
Tónleikar í Lista-
safni Sigurjóns
Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar í kvöld, 14. ágúst, kl.
20.30 ætla fjórar ungar tónlistarkonur að
flytja fjölbreytta dagskrá. Þær eru Signý
Sæmundsdóttir söngkona, Hlíf Sigur-
jónsdóttir fiðluleikari, Nora Kornblueh
sellóleikari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir
píanóleikari sem eru allar þekktar úr
tónlistarlífi Reykjavíkur. Að venju munu
tónleikamir standa í um það bil klukku-
stund og verður kafflsala safnsins opin
að þeim lokniun.
Danskur kór í heimsókn
Kammerkórinn Corda Vocale frá Aarhus
mun heimsækja Reykjavík dagana 16. og
17. ágúst. Kórinn var stofnaður árið 1985
af stjómandanum Claus Thorenfeldt og
í þessari fyrstu utanlandsferð hans em
meðlimir 23 talsins. Áður en kórinn kem-
ur til Reykjavíkur hefur hann dvalið þrjá
daga í Færeyjum og haldið tónleika á
Seyðisfiröi. Kórnum hafa verið veittir
styrkir til fararinnar og tónlistarráð
danska ríkisins veitti styrk til flutnings
tveggja nýrra verka eftir Knut Nysted og
Sulo Balonen. Kórinn Corda Vocale mun
halda tvenna tónleika í Reykjavík. Fyrri
tónleikamir verða í Laugarneskirkju
fimmtudaginn 16. ágúst kl. 20.30. Efnis-
skráin samanstendur af fjölbreyttu úr-
vah kirkjulegrar tónlistar. Seinni tón-
leikamir verða í Norræna húsinu föstu-
daginn 17. ágúst kl. 20.30. Á efnisskránni
verður dönsk veraldleg tónlist frá ýms-
um tímum. Píanóundirleik á tónleikun-
um annast Annan Dahl Hansen.
Sýningar
Málverkasýning í Þrastar-
lundi
Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir málverk í
Þrastarlundi þessa dagana. Einnig sýnir
hún þar 2 stór veggspjöld af handpijón-
uðum kjólum úr íslenskri ull.
Kattahótelið í Reykjavík
minnir fólk á að bólusetja ketti áður en
það kemur með þá í gæslu og einnig að
panta pláss tímanlega. Sími kattahótels-
ins er 641461.
Félag eldri borgara
Farin verður ferð um Reykjanes 18. ágúst
nk. Farið verður kl. 13 frá skrifstofu fé-
lagsins. Verð kr. 1.500 með mat.
Aðgöngumiðahappdrætti
bindindismótsins
í Galtalækjarskógi
Mótsgestir fjölmennustu útihátíðar
verslunarmannahelgarinnar nýaf-
stöðnu, Bindindismótsins í Galtalækjar-
skógi, fengu óvæntan bónus þegar þeir
tóku við aðgöngumiðum sínum. Hver
aðgöngumiði gilti nefnilega sem happ-
drættismiði. Nú hefur verið dregið í
þessu happdrætti og handhafar aögöngu-
miðanna með eftirtalin númer hafa hlotið
vinninga: 1. útvarpstæki frá Rönning nr.
1096, 2. Coca Cola töskur: nr. 8959, 8405,
5490, 5460, 4825,4826, 9932,6859.3. Mozart
konfektkassar: nr. 4827, 2000, 7791, 4836,
4835, 9302, 9228, 2177, 683, 5740. 4. Stórir
Coca Cola boltar - merktir HM ’90: nr.
5065, 5064, 4482, 2344, 5757.
5. Mini Coca Cola boltar: nr. 9169, 9469,
8381, 5277, 5278. 6. Sprite vindsængur: nr.
8377,264.7.2 bækur að eigin vali frá bóka-
útgáfu Æskunnar: 10169, 2760, 2332, 7586,
6656, 7252, 9627, 859, 9231, 9561. Vinninga
skal vitja á skrifstofu Æskunnar í Templ-.
arahöllinni, Eiríksgötu 5, Reykjavik.
Þangað skal einnig vitja óskilamima frá
Bindindismótinu í Galtalækjarskógi.
Andlát
Björn Viktorsson, Grenigrund 3,
Ákranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness
laugardaginn 11. ágúst.
Kristján Hermannsson, Kársnes-
braut 84, Kópavogi, lést á Borgar-
spítalanum 11. ágúst.
Birna Kristín Finnsdóttir, Holtsgötu
2, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri laugardaginn 11.
ágúst.
Jóhann Friðrik Kárason, Vallhólma
14, Kópavogi, lést á Landspítalanum
laugardaginn 11. ágúst.
Hulda Gyða Þórðardóttir, Fomhaga
26, andaðist laugardaginn 11. ágúst.
Eiríkur Einarsson, frá Þóroddsstöð-
um í Ölfusi, andaðist á Kumbaravogi
laugardaginn 11. ágúst.
Sigríður Bachmann, fyrrverandi for-
stöðukona Landspítalans, andaðist
10. ágúst.
Sigurður G. Jóhannsson pípulagn-
ingameistari, Hátúni 13, Reykjavík,
lést 11. ágúst í Borgarspítalanum.
Lárus Á. Ársælsson, Kirkjuvegi 43,
Vestmannaeyjum, lést á Landspítal-
anum 13. ágúst.
Jarðarfarir Fjölirúðlar
Útför Mörthu Stefánsdóttur, sem lést
á hjúkrunarheimilinu Skjóli 8 þ.m.,
fer fram frá Fossvogskapellu mið-
vikudaginn 15. ágúst kl. 13.30.
Hafsteinn Halldórsson, Meistaravöll-
um 23, andaðist í Landspítalanum 1.
ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Útför Magnúsar Dalmanns Hjartar-
sonar, Skúlagötu 72, Reykjavík, fer
fram frá Hallgrímskirkju miðviku-
daginn 15. ágúst kl. 13.30.
Borghildur Jónsdóttir, sem andaðist
7. þ.m., verður jarðsungin frá Akur-
eyrarkirkju fimmtudaginn 16. ágúst
kl. 13.30.
Sigrún Á. Eiríksdóttir, Laufásvegi 34,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 15. ágúst kl. 13.30.
Séra Óskar J. Þorláksson fyrrum
dómprófastur, Aragötu 15, verður
jarösunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13.30.
Þrúður Guðmundsdóttir verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu mið-
vikudaginn 15. ágúst kl. 15.
Magnús Pálsson glerslípunarmeist-
ari lést 6. ágúst sl. Hann fæddist í
Svo hefur brugðíð viö í sumar að
Sjónvarpið heíúr alloft tekið upp á
því aö sýna frá hinum og þessum
tónleikum. í gærkvöldi tróð allt í
einu uppi tónlistarmaðurinn Neil
Young, allt öðruvísi en ég hélt hann
vera. Sá maöur er vist gjarn á að
skipta um stfl í tónlist sinni. Ekki
get ég sagt að tónleikar sem þessir
í Sjónvarpi lími mig fasta við skjá-
inn en ég hef tekiö eftir því aö á
mínu heimili eru aðrir sem hvað
mest horfa á slíka þætti og láta
hrifningu sína óspart íljós.
Ekki eyddi ég tima mínum fýrir
iraman tónleikana frá Þýskalandi
né heldur Englandi sem sýndir voru
á miðjum sunnudegi. Hins vegar
man ég eftir beinni útsendingu frá
ftalíu í byijun júli þar sem þrír
heimsfrægir söngvarar tróðu upp.
Sá þáttur var í alla staði frábær og
bíð ég með eftirvæntingu eftir að
sjónvarpið endursýni hann. Mér
finnst eins og ég hafi heyrt að þaö
muni verða í september. Viðbrögð
við þeim þætti á opinberum vett-
vangi sýndi að tónleikar geta verið
stórfenglegt sjónvarpsefni.
Einnig man ég eftir kvöldstund
meö norsku söngkonunni Sissel
Kyrkjebö, sem sögð er vera kærasta
Eddie Skoller, en sá þáttur var einn-
íg mjög góður. Þá var sá danski grín-
isti einnig á skjánum fyrir stuttu.
Segja má að sjón varpið hafi í sum-
ar þjónað öllum hópum tónhstar-
unnanda og það í stereó því að oft-
ast er þáttunum útvarpaö á rás tvö.
íslenskum tónhstarmönnum hefur
einnig verið sinnt enda man ég ekki
betur en aö þáttur sem bar nafniö
Sumarsmellir haíi verið á dagskrá
ásunnudagskvöld.
Tónleikar af þessu tagi eru varla
kostnaðarsamir í útsendingu og að
aukl oftastágætisafþreying. Hins
vegar býst ég við að útsendingartími
verði að vera nokkuð í takt viö tón-
listarstílinn. Neil Young hefði að
ósekju mátt bíða fram yfir ellefu-
fréttir í gærkvöldi - þeir vaka sem
vilja. Elín Albertsdóttir