Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST1990. Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1, sími 74420 Lifandi tónlist öll kvöld vikunn- ar. Danshúsið Glæsibær Álfheimum, sími 686220 Hljómsveitin Staðreynd leikur fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld. Danshöllin Fjölbreytt skemmtun meö fyrir- taks skemmtikröftum. Bjórkráin á jaröhæðinni verður opin og þar verður boðið upp á ókeypis veit- ingar til miðnættis. Hljómsveit André Bachmann leikur fyrir dansi. Casablanca Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tónlist sjöunda áratugarins í há- vegum höfö. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek fóstudags- og laug- ardagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, simi 11440 Diskótek fóstudags- og laug- ardagskvöld. Næturklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670. Diskótek um helgina. Ölkráin opin öll kvöld vikunnar. Skálafell, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Reykja- vík, sími 82200 Hljómsveitin Kaskó leikur föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld og nk. fimmtudagskvöld. Opið öll kvöld vikunnar. Hótel ísland Ármúla 9, simi 687111 Hljómsveit Pálma Gunnarssonar leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Kl. 12 hefst sýn- ing á sumarkabarett Hótel ís- lands, Miðnæturblús, bæði kvöldin. Hótel Saga í Súlnasal spilar hljómsveitin Sjöund frá Vestmannaeyjum á laugardagskvöld. Húsið opnað kl. 22. Mímisbar er opinn föstudags- og laugardagskvöld. Keisarinn Laugavegi 116 Opið öll kvöld. Diskótek og hljómsveitaruppákomur mn helgar. Laguna og Café Krókódíll Diskótek um helgina. Tveir vinir og annar í fríi, íslandsvinir skemmta í kvöld. A laugardagskvöld eru það Blús- menn Andreu sem sem sjá um fjörið. Sunnudagskvöldiö er helg- að þjóðlagatónlistinni því þá leik- m- þjóðlagatríóið Við þijú. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið alla daga. Veitingahúsið Ártún Vagnhöfða 11, s. 685090 Nýju og gömlu dansamir fóstu- dags- og laugardagskvöld. Hljóm- sveitin Kompás leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve. Á9 Norðurland: Síðan skein sól á Dalvík ogBlönduósi Vegamenn halda áfram veginn vopnaðir giturum í staö skóíla og hljóðkerfum og ljósum í stað vinnuvéla og vinna að því að leggja nýja vegi undir íslenska tónlist. Síöan skein sól verður á veginum um helgina og nú er það Noröur- land sem verður heimsótt með gleði og glaumi. Á fostudag verður það Víkurröst á Dalvík og á laugar- dag Félagsheimilið á Blönduósi. Á þessum stöðum mun hljómsveitin kynna efni af væntanlegri hljóm- plötu sem kemur út fyrir jól auk þess sem eldra efni verður leikið. Einnig verður Strigaskóræktará- takiö á sínum stað og eru Norð- lendingar hvattir til að mæta á skemmtilegum strigaskóm. Síðan skein sól heimsækir Norðlendinga um helgina. í för með Sálinni verður fyrsta alíslenska karlfatafellan. SálináAustfjörðum Enn og aftur mun hljómsveitin Sáhn hans Jóns míns herja á Aust- firði í sumar. Þeir félagar verða í Valaskjálf á Egilsstöðum á föstu- dagskvöld og á Eskifirði á laugar- dagskvöld. Vopnaðir hárbeittum gítar- strengjum og nýbrýndum trommukjuðum munu drengimir láta einskis ófreistað til að fá adrenalín Austíirðinga til að ólga í æðum. í ferðinni verður líka, að- eins í þetta eina skipti, fyrsta ahs- lenska karlfatafehan Hilmar Hólm- geirsson og mun hann sýna ný- sprottin bringuhár sín og daðra við aðdáendur. Bjarni Arason verður í Þórscafé um helgina Þórscafé Sá skemmtistaður á Reykjavík- ursvæðinu sem sækir hvað mest í sig veðriö þessa dagana er Þórscafé og ber þar margt til. T.d. ný bjórkrá á neðstu hæðinni og fjölbreytt skemmtiatriði. Um þessa helgi verður húsiö opnað kl. 22.00 og verður hleypt ókeypis inn th kl. 00.30. Harmoníkuleikarinn Sigmundur Júlíusson, sem margir muna eftir úr Sigtúni, Breiðfiröingabúð, Ing- ólfscafé og fleiri stöðum, kemur nú fram í fyrsta skipti í 15 ár eftir lang- varandi veikindi og skemmtir á kránni. Á efri hæðinni leikur hljómsveit André Bachmann ásamt söngkonunni Ásdísi Fjólu en auk þeirra tekur Bjami Árason nokkur lög. Þá má ekki gleyma grínaranum Heimi rafvirkja og rokkmeisturunum Jóa og Maríu. Skemmtistaðurinn Tveir vinir og annar i fríi býður upp á Blúsmenn Andreu á laugardagskvöld. í kvöld leika þar íslandsvinir en á sunnudag- inn kemur fram þjóðlagatrióið Við þrjú. Miðbæjarútvarpið er á dagskrá á laugardögum frá kl. 10-16. Þá setur Útvarp Rót upp stúdíó í Kolaportinu og útvarpar beint þaöan. Dagskrár- gerðarmenn verða á ferðinni um miðbæinn og flytja fregnir af mannlíf- inu. Gestum eða gangandi gefst kostur á að fá óskalög eða láta til sín heyra i beinni útsendingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.