Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990. 19 Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1, sími 74420 Hljómsveitin „Léttir sprettir" mun leika á fóstudags- og laugar- dagskvöld. Lifandi tónlist öll kvöld vikunn- ar. Danshöllin Fjölbreytt skemmtun með fyrir- taks skemmtikröftmn. Bjórkráin á jarðhæðinni verður opin. Hljómsveit André Bachmann leikur fyrir dansi. Casablanca Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Opið funmtudags-, fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tónlist sjöunda áratugarins í hávegum höfð. Glæsibær, Álfheimum, s. 686220 Upplyfting leikur fyrir dansi um helgina. Gikkurinn Ármúla 7, simi 681661 Lifandi tónhst um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Rokksvin og stuðhænur leika á efstu hæð Klúbbsins í kvöld. Að- gangur ókeypis. Olkráin opin öll kvöld vikunnar. Skálafell, Hótel Esju Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Guðmundur Haukur leikur föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og nk. fimmtudags- kvöld. Opið öll kvöld vikunnar. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Hljómsveit Pálma Gunnarssonar leíkur fyrir dansi á fóstudags- kvöld. Á laugardagskvöld verður sýndur haustkabarett þar sem fram koma þau Anna Vilhjálms, Karl Örvarsson, Hljómsveit Pálma Gunnarssonar og dansar- ar sem dansa miðnæturblús. Hótel Saga Á laugardagskvöldið skemmtir HLH-flokkurinn og Hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi. Mímisbar er opinn föstudags- og laugardagskvöld. Keisarinn Laugavegi 116 Opiö öll kvöld. Diskótek og hljómsveitaruppákomur um helgar. Laguna og Café Krókódíll Diskótek um helgina. Tveir vinir og annar í fríi Lifandi músik föstudags- og laug- ardagskvöld. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið alla daga. Veitingahúsið Ártún Vagnhöfða 11, s. 685090 Nýju og gömlu dansamir föstu- dags- og laugardagskvöld. Hijóm- sveitin Kompás leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve Hrísey: Skemmt- unmeð Norðan- piltum Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii: Hljómsveitin Norðanpiltar hyggst halda til Hríseyjar á sunnu- dag og efna þar til skemmtunar, í Sæborg kl. 16. Hljómsveitina skipa þeir Guð- brandur Sigurlaugsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Pétur Sig- urðsson, en allir hafa þeir þre- menningar starfað í öðrum hljóm- sveitum áður, auk þess að geta sér gott orð á sviði bókmennta og lista. Dagskrá þeirra í Hrísey verður blönduö tali og tónum, rythma-blús og dansi sem flestum fellur vel í geð. Hljómsveitin Norðanpiltar sem skemmtir Hríseyingum á sunnu- dag. Næturklúbburinn: Rokk- svínog stuð- hænur Rokksvín og stuöhænur halda áfram í Næturklúbbnum á efstu hæð Klúbbsins, Borgartúni 32, um helgina, enda hefur aðsókn að staðnum aukist til muna að undan- fórnu. Þarna mun gullaldarmúsíkin hljóma og plötusnúðurinn snjalli, Gunnar V. Gunnarsson, lætur gamminn geisa. Aðgangur í Nætur- klúbbinn er ókeypis. Hljómsveitin Stjórnin er um það bil að Ijúka tónleika- og dansleikjaferð sinni um landið. i kvöld og annað kvöld leikur hún í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og um næstu helgi (21. og 22. sept.) verður endapunkturinn settur en þá kemur hljómsveitin fram í Sjallanum á Akureyri og í Mið- garði í Skagafirði. Hljómsveitin Gal i Leó leikur á Akranesi í kvöld og annað kvöld og á sunnudag og mánudag verða piltarnir á Tveimur vinum. Gal í Leó spilar á Bárunni fyrra kvöldið á Skaganum en það siðara á stóra sviðinu á Hótel Akranesi. Sveitina skipa Rafn Jónsson, Hjörtur Howser, Örn Hjálm- arsson, Baldvin Sigurðsson og Sævar Sverrisson. Fyrirmyndin að staðnum er sótt til Mílanó á Italíu. Café Mílanó - nýr veitingastaður í Faxafeni 11 Hjónin Sverrir Þorsteinsson og Annetta Ásgeirsdóttir hafa opnað veitingastaðinn Café Mílanó í Faxafeni 11. Staðurinn tekur 70 manns í sæti en alls er pláss fyrir um 100 gesti. Að sögn Sverris, sem jafnframt er framkvæmdastjóri veitinga- hússins, er fyrirmyndin að staðn- um sótt til Mílanó á Ítalíu enda er hvergi eins mikið af kaffihúsum og einmitt þar. Boðið er upp á fimm tegundir af kafíi og þ.á m. hið vin- sæla illý caffé frá Ítalíu. í hádeginu er hægt að velja um fjölbreytta rétti, svokallaða rétti dagsins en á kvöldin tekur við öllu viðameiri matseðill auk þess sem staðurinn hefur fuilt vínveitingaleyfi. Á veggjum hanga myndir eftir Ragnar Lár en ætlunin er að gefa listamönnum kost á sýna verk sín og að auki verður boðið upp á lif- andi tónlist á laugardagskvöldum. Að endingu sagði Sverrir að við- tökur við staðnum hefðu verið mjög góðar enda legði Café Mílanó áherslu á góðan mat og þjónustu gegn vægu verði. Innréttingar í Café Mílanó eru hannaðar af Guðrúnu M. Óladóttur og Oddgeiri Þórðarsyni en yfirmat- reiðslumaður er Stefán Viðarsson sem lærði til verka í Veitingahöll- inni. Café Mílanó er opinn alla daga frá kl. 9.00 á morgnana, mánudag til miðvikudags til kl. 19.00, fimmtudaga til kl. 23.30 og aðra daga til kl. 01.00. Léttir sprettir í Bjór- höllinni Fjórir afskaplega vandaðir menn bæði til orðs og æðis munu leika af sinni alkunnu snilld fóstudags- og laugardagskvöld í Bjórhöllinni við Gerðuberg. Fjórmenningamir, sem hér um ræðir, eru þeir Karl H. Karlsson, gítar, Geir Gunnlaugsson, hljóm- borð, Kjartan Baldursson, bassi, og Davíð Karlsson, trommur, en hljómsveitin nefnist Léttir sprettir. Heiti potturinn kveður Duushús Á sunnudagskvöldið heldur Heiti potturinn sitt síðasta djasskvöld í Duushúsi við Fischersund eftir aö hafa boðið þar upp á djasstónhst á hverju sunnudagskvöldi í þrjú og hálft ár. Heiti potturinn er þó ekki hættur .störfum, hann opnar á ný þann 18. október á nýjum veitinga- stað í húsi tónlistarmanna við Vita- stíg. Guðmundur Ingólfsson er einn þeirra sem fram koma. Þetta síðasta sunnudagskvöld ætla ýmsir hljóðfæraleikarar að halda óformlegt kveðjukvöld þar sem fátt verður skipulagt en þeim mun meira spunnið. Meðal þeirra sem fram koma er Kvartett Kristj- áns Magnússonar, Guðmundur Ingólfsson og nafni hans Stein- grímsson, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, trymbillinn Pétur Grétarsson, kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og síðast en ekki síst kemur Harmonikuhljóm- sveit íslands fram í fyrsta sinn, en í framlínu hennar standa harmon- íkuleikararnir Ólafur Stephensen og Guðmundur Ingólfsson. Tónleikarnir heíjast kl. 21.30. Hallbjörn Hjartarson skemmfir i Ránni á laugardagskvöldið. Keflavík: Veitinga- staðurinn Ráin eins árs Veitingastaðurinn Ráin í Kefla- vík verður eins árs nú um helgina. Af því tilefni verður vegleg hátíð sem reyndar hófst í gærkvöldi með tónleikum Harðar Torfasonar. í kvöld skemmtir Guðmundur Rúnar, annaö kvöld Hallbjörn Hjartarson og á sunnudagskvöldið er röðin komin að Önnu Vilhjálms. Að auki mun dúettinn Sín skemmta öll kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.