Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1990, Blaðsíða 1
Margar sérstæðar Ijósmyndir eru á hinni árlegu fréttaljósmyndasýningu í Listasafni ASÍ. Fréttaljósmyndir í Listasafni ASÍ Hin árlega fréttaljósmyndasýning World Press Photo veröur opnuð í Listasafni ASÍ laugardaginn 6. októb- er kl. 14.00. Þaö voru hollenskir fréttaljósmyndarar sem stofnuöu til keppni um bestu fréttaljósmyndina áriö 1956. Smám saman varð til stofn- unin World Press Photo Foundation sem gengst fyrir þessari samkeppni árlega. Tilgangurinn er að vekja al- mennan áhuga á fréttaljósmyndun meö því að verðlauna það besta sem gerist á þessum vettvangi. Eins og allir vita hafa miklir og fréttnæmir atburðir gerst í Evrópu á liðnu ári og eru fréttaljósmyndirnar lýsandi myndræn frásögn af þeim viðburðum. Auk vals á fréttaljós- mynd ársins eru verölaunaðar myndir í mörgum efnisflokkum, svo sem Oskar Barnack verðlaunin fyrir þá ljósmynd sem tulkar best hugsjón mannúðar og og samband manns og umhverfis. Búdapestborg verðlaun- ar þá ljósmynd sem sýnir jákvæðar aðgerðir til varðveislu lífs á jörðinni. Sérstakur barnadómsstóli velur mynd ársins þar sem ljósmyndin er skoðuð frá sjónarhóli barnsáns. Sýningin er opin alla dagavikunn- ar frá 14-19 til sunnudagsins 14. októ- ber. Kjarvalsstaðir Ljósmyndir Cunningham A laugardag verður opnuð sýning að Kjarvalsstöðum á ljósmyndum Imogen Cunningham. Imogen var fædd árið 1883 og lést árið 1976. Á langri ævi tókst henni að festa ótrú- lega mikið á mynd og á þeim tíma Imogen Cunningham. áttu sér stað ílestar mikilvægustu breytingarnar í sögu bandarískrar ljósmyndunar. Hún hóf nám í Washington-háskóla árið 1903 og valdi efnafræði sem aöal- grein vegna áhuga á ljósmyndun. Fyrstu myndirnar voru teknar á há- skólasvæðinu árið 1906 og þá byijaði hennar sjötíu ára ferill. Hún ljós- myndaði Hollywoodleikara í öðru umhverfi en þeir voru þekktastir fyr- ir, tók myndir af skáldum og rithöf- undum og ööru fólki úr menningar- lífinu í Bandaríkjunum. Hún ferðað- ist til Evrópu árið 1960, þá kominn vel yfir sjötugt, og svo aftur næstá ár og myndaði þá í Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi, Póllandi og Parísarborg. Staðarmyndir hennar frá þessum tíma bera með sér form- rænan hreinleika. Sýningin á verkum Imogen Cunn- ingham stendur til 21. október og er opin daglega frá kl. 11.00 til 18.00. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 15 ára: Skóli í leik ogstarfi Um þessar mundir eru fimmtán ár frá því Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tók til starfa. Af þessu tilefni ætla fyrrverandi og núver- andi nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans að gera sér daga- mun í viku. Laugardaginn frá klukkan 10-15 verður opið hús í skólanum og kennslustarf kynnt almenningi. Kynningin hefst með listsýningu, þar sem þjóðkunnir listamenn, fyrrverandi nemendur skólans, sýna verk sín í Hátíðarsal skólans. Almenn kennsla og upplýsingar um nám verður á öllum 7 sviðum skólans en þau eru: Almennt bókn- ámssvið, heilbrigöissvið, listasvið, matvælasvið, tæknisvið, uppeldis- svið og viðskiptasvið. Sú nýbreytni var tekin upp í skólastarfinu nú í sumar að gefa fólki kost á að stunda nám í sumarskóla Fjölbrautaskól- ans og undirtektimar lofa góðu um framhaldið. Almenningi er auk þess boðið á tónlistarkvöld sunnudag, mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag og myndlistarsýningin verður opin frá klukkan 14.00 til 18.00 sunnudag og þriðjudag en 14.00 til 20.00 mánu- dag og miðvikudag. Á sunnudags- kvöld verður djasskvöld í Hátíðar- Fjölbrautaskólinn i Breiðholti. sal kl. 20.30 og em þar á ferð fyrr- verandi nemendur sem eru Birkir Bragason, Friðrik Karlsson og Hörður Bragason. Á mánudags- kvöld verða hljómleikar í Undir- heimum þar sem fram koma þljóm- sveitirnar Orgill, Innri og Afrodíta. Tónleikamir byija kl. 21.00. Á þriðjudag verður klassískt kvöld í Hátíðarsal en þar koma fram fyrrverandi nemendur sem allir starfa við tónlistarkennslu og tónlistarflutning. Þau era Elín Gunnlaugsdóttir píanó, Harpa Harðardóttir sópran, Helga Sig- hvatsdóttir blokkflauta, Laufey Geirlaugsdóttir sópran, Snorri Valsson trompet, Theódóra Þor- steinsdóttir sópran og Unnur Vil- helmsdóttir píanó. Meðleikarar verða Guðmundur Magnússon píanóleikari og Lára Rafnsdóttir píanóleikari. Miðvikudaginn 10. október lýkur menningarvikunni með hljómleik- um Megasar og Bjarkar í Undir- heimum. Hljómleikamir hefjast kl. 21. Gamanleikhúsið: Lína Langsokkur í Iðnó Gamanleikhúsið frumsýnir leikri- tið Línu Langsokk í Iðnó á laugardag kl. 15.00. Þetta er áttunda verkið sem gamanleikhúsið tekur til sýninga á þeim fimm árum sem það hefur starfað. Leikhúsið er skipað börnum og unglingum sem af einstakri elju- . semi hefur tekist að vinna sínar leik- . sýningar að mestu leyti sjálf. Því til viðbótar hefur. Gamanleikhúsið tekið þátt í leiklistarhátíðum erlendis og haldiö leiklistarnámskeið. Rúmlega tuttugu börn og unglingar koma fram í smærri og stærri hlutverkum. Aðalhlutverkin leika Eva Hrönn Guðnadóttir, Bryndís Björk Ásgeirs- dóttir, Víðir Óli Guðmundsson, Lýda Ellertsdóttir og Steinunn María Stef- Laurent Decol er einn af uppáhalds- nemendum Marcej Marceau. ánsdóttir. Leikstjóri er fram- kvæmdastjóri Gamanleikhússins, Magnús Geir Þórðarson en sýningar- stjóri er Magnús Þór Torfason. Söguþráðinn í leikritinu um Línu þekkja vist flestir en þessi skrítna stelpa lendir í mörgum ævintýram með vinum sínum Önnu og Tomma. Herra Níels er með í för og svo auð- vitað pabbi Línu og foreldrar Önnu og Tomma. Önnur sýning á leikritinu er sunnudaginn 7. október og sú þriðja laugardaginn 13. október og allar klukkan 15.00. Miðapantanir era í síma 13191 en auk þess verða miðar seldir við innganginn. Miðaverð er 500 krónur. Lina Langsokkur verður i Iðnó um helgina og næstu helgar. Eva Hrönn í hlutverki Línu. Látbragð á Litla sviðinu Alliance Francaise stendur fyrir komu franska látbragðsleikarans Laurent Decol og mun hann sýna list sína á Litla sviði Þjóðleikhússins nk. sunnudag og mánudag kl. 20.30. Lát- bragðsleikarinn Decol er einn af uppáhaldsnemendum hins fræga Marcel Marceau og þykir hann gefa lærimeistara sínum lítiö eftir. Hjá Decol þykir gæta áhrifa frá Chaplin, Keaton og Tati. Hann hefur brotið á bak aftur stöðnun hefð- bundins leiks sem aö hefðu getað gefið látbragðsleiknum yfirbragð endurtekningar. Hann hefur hætt sér á ótroðnar slóöir og víkkað tak- mörk látbragðsins með því að nálg- ast áhorfendur og fá þá til að vera þátttakendur í þeim sögum sem hann túlkar. í stuttu máh fer hann sínar eigin leiðir og skapar eigin stíl. Sögurpersóns verksins, Timoleon Magnus, er líkur honum, hæðinn jafnt gagnvert sjálfum sér sem öðr- um. Þar svipar honum til hinna stóra stjarna þöglu kvikmyndanna. Hann hefur fiutt sýningu sína yfir 600 sinn- um og fjöldi áhorfenda er kominn yfir fjórar mihjónir. Timoleon Magn- us er einfari og glímir við veröldina, þar sem allt gengur of hratt fyrir sig. Áhorfendur fylgjast með lifi hans frá fæðingu til dauða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.