Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1990, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990. Sigurjón Jóhannsson: Var ekki Vísir fyrsta dagblaðið? Var það kannski Dagblaðið hans Jóns Ólafssonar? Eða er hugsanlegt að það hafi verið Dagskrá Einars Benediktssonar? Eigum við að slá því íostu í eitt skipti fyrir öll að stór- skáldið Einar Benediktsson hafi ver- ið fyrsti dagblaðsritstjóri á íslandi? Við flest tækifæri, þegar fjallað er um upphaf íslenskrar dagblaða- útgáfu, er beinlínis fullyrt, eöa látið að því hggja, að Vísir hafi verið fyrsta dagblaðið (útgáfuár 1910). Svo er þó ekki. Annaðhvort veröur Dagskrá Einars Benediktssonar v (útgáfuár 1896) að teljast fyrsta dag- blaöið eða Dagblaðið, Jóns Ólafsson- ar, sem kom út árið 1906. Þessi tvö blöð áttu það sammerkt að þau lifðu ekki lengur sem dagblöð en í eina þrjá mánuði en Vísir lifði af harðvít- uga samkeppni við Morgunblaðið og er nú V-ið í DV. Fræðimenn vita vissulega um til- vist Dagskrár sem dagblaðs en það kann að hafa ruglaö marga í ríminu að þess er ekki getiö í Öldinni okkar eða Blöð og blaðamenn eftir Vilhjálm .«Þ. Gíslasón að Dagskrá hafi verið dagblað um tíma. Þegar ég skoðaði Dagskrá fyrst á Landsbókasafninu gerði ég það laus- lega og gat ekki séð þá að hún hefði verið dagblað - skrifa reyndar á minnisblað að hún hafi komiö út tvi- svar í viku og veriö með einhverjar óljósar fyrirætlanir um að veröa ein- hvem tímann dagblað. Síðar heyrði ég fullyrt að Dagskrá hefði veriö dagblað og þá ákvað ég að skoöa þetta mál nánast ofan í kjöl- inn! Leitin að fyrsta dagblaðinu gekk nokkum veginn svona fyrir sig: Ætlunin að gera Dagskrá aö dagblaði Öldin okkar er oft.fyrsta heimild þegar htið er aftur í tímann. Um Dagskrá er sagt þar: „Einar Benediktsson cand. jur. hef- ur keypt til landsins nýja prent- smiðju, sem sett hefur verið niður í pakkhúsi við Glasgow. Jafnframt hefur hann hleypt af stokkunum nýju blaði, sem „Dagskrá" heitir. Hóf þaö göngu sína 1. júh. Blaðið fjallar um stjómmál, atvinnumál og menn- ingarmál. „Dagskrá" kemur út tvi- svar til þrisvar í viku, en ætlun rit- stjóra og útgefanda er sú að gera hana að dagblaði, þegar hann fær því við komið.“ Og eins og sagt er frá hér að fram- an fannst ekki „dagblaöiö" við fyrstu leit! Fullhuginn Einar Benediktsson ritstýrði blaðinu Dagskrá með menningarlegum tilþrifum, „laus við hinn rustalega þjösnaskap, sem einkennt hefur íslenska blaðamennsku fyrr og síðar,“ segir Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur í grein um Dagskrá. Einar hélt Dagskrá úti sem dagblaði í þrjá mánuði sumarið 1897 en rifaði þá seglin og sneri aftur inn „á hina gömlu, góðu vegi“, eins og skýrt er frá i lok greinarinnar. „Dagblaö ekki mark- mið til framtíðar..." Um Dagskrá segir Gils Guðmunds- son rithöfundur í bók sinni Ævin- týramaður, Jón Ólafsson, ritstjóri (Vaka/HelgafeU): „Þess skal getið hér, að um fárra vikna skeið sumar- ið 1897 hafði Einar Benediktsson gef- iö út blað sitt Dagskrá flesta virka daga. En það var hins vegar ekki markmið Einars að hefja dagblaðs- útgáfu til frambúðar, heldur taldi hann baráttuna gegn Valtýskunni svo mikhvæga á þessum tíma, að hann yrði að berjast sleitulaust meö- an þing stæði yfir...“ Hér er nefnt sumarið 1897, og nú er rétt að leita til tveggja þjóðkunnra manna, fyrst til Sigurðar Nordals, en hann skrifaði bókina Einar Bene- diktsson (Helgafell, 1971): „Fjölbreytt og nýstár- leg aö efni..." „Dagskrá var langmerkasta fram- lag Einars til íslenskrar blaða- mennsku og eina blaöiö sem hann hugsaði til atvinnu af. Hann ætlaði sér aö vísu að gera hana miklu meira blað en þá voru tiltök aö láta bera sig á íslandi. Samt varð Dagskrá um tíma, sumarið 1897, fyrsta íslenska dagblaðiö, og hún var bæði fjölbreytt og nýstárleg aö efni. Vafasamt er, að tekjur af henni hafi nokkurn tíma samsvarað þeirri rækt, sem Einar lagði viö hana. Þegar hann fékk mál- flutningsstarfið við yfirréttinn, seldi hann blaðið, sem varð skammlíft eft- ir það...“ „Langt á undan sín- umtíma ..." Jónas Jónsson frá Hriflu segir í bók sinni Einar Benediktsson, Ljóð hans og lif (Þingvallaútgáfan, 1955): „Þegar hann var 33 ára, byrjar hann jafnhliða málfærslustörfum og fasteignakaupum að gefa út blaðið Dagskrá, fyrst sem vikublað og síðar sem dagblaö. Einar Benediktsson er fyrsti dagblaðsritstjóri á íslandi." Jónas er semsagt ekki í neinum vafa. Hann hrósar Einari mjög sem ritstjóra og hugsjónamanni og segir: „Blaöið var langt á undan sínum tíma; eins og ritstjórinn var langt á undan sínum samtíðamönnum...“ Fágaður, heimsborg- aralegur blær Þegar ég svo leitaöi til Sverris Kristjánssonar, Ritsafn 2 (Mál og menning, 1982) minnist hann ekki á að Dagskrá hafi verið dagblað, en segir samt: „Var þá mikill hugur í Einari að gera „Dagskrá" að fjölbreyttasta og víölesnásta blaði landsins. Draumar hans rættust ekki í þessu efni, en engum dylst, sem flett hefur íslensku blöðunum þessara ára, að „Dag- skrá“ er með öðru svipmóti en öll önnur þeirra tíma blöð. Hún er með meiri menningarbrag, bæöi að efni og formi...“ Og enn segir Sverrir:.Á öllu, sem Einar skrifar í „Dagskrá“, er fágaður heimsborgaralegur blær, laus við hinn rustalega þjösnaskap, sem einkennt hefur íslenska blaöa- mennsku bæði fyrr og síðar.. Dagblaðeftir 91.tölublað! Eftir að hafa dregið þessi gögn fram í dagsljósið var ekki annað að gera en þramma aftur upp í Landsbóka- safn og skoða nú Dagskrá spjaidanna á milli! Þessi athugun leiddi eftirfarandi í ljós: Fyrstu vikurnar kemur Dagskrá út tvisvar í viku, 4 bls. í senn, stund- um þrisvar og stundum einu sinni, og var þá stundum slegið saman tveimur tölublöðum í eitt. í 4. tölublaði er auglýsing frá rit- stjóra, þar sem hann segir að „Dag- skrá kemur optast út, gefin út í stærsta upplagi og er ódýrust allra blaða á íslandi.“ í 24. tölublaði segir: „Dagskrá kem- ur út fyrst um sinn aðeins einu sinni í viku til þess að hún geti komið út þrisvar í viku síðar. Eiga þá að ræö- ast í blaðinu þannig vaxin málefni að betur þykir henta að liði ekki langt á milli tölublaða." Sem sagt-ekkibólar ennádagblaði! í þessu sama tölublaði sést nafn Þorsteins Gíslasonar við hlið ritstjór-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.