Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1990, Blaðsíða 1
EllyAmeling
með jólatónleika
Elly Ameling, ljóðasöngkonan frá
Hollandi, og píanóleikarinn Dalton
Baldwin munu halda jólatónleika í
Háskólabíói á vegum samtakanna
Barnaheill sunnudaginn 16. desemb-
er kl. 14.00.
Einnig mun Kór Öldutúnsskóla,
undir stjórn Egils Friðleifssonar,
taka þátt í tónleikunum. Lúörasveit
Laugarnesskóla, undir stjórn Stefáns
Stephensen, mun flytja jólalög á und-
an tónleikunum í anddyri bíósins.
Á efnisskrá verða vel þekkt lög eft-
ir Schubert, Brahms og Hugo Wolf
ásamt jólalögum frá ýmsum löndum.
Að síðustu munu listamenn og
áheyrendur syngja saman Heims um
ból.
Miðar eru seldir á skrifstofu Sin-
fóníuhljómsveitar íslands í Háskóla-
bíói og við innganginn.' Eimskip
styrkir tónleikana og mun allur
ágóði þeirra renna óskiptur til starfa
samtakanna Bamaheill.
Elly Ameling heldur jólatónleika til styrktar samtökunum Barnaheill.
Tónlistarskóli FÍH 10 ára:
Jóla- og afmælis-
tónleikar
Næstkomandi laugardag heldur
Tónlistarskóh FÍH upp á tíu ára af-
mæli sitt með jóla- og afmælistón-
leikum. Tónleikamir verða í nýju
húsnæði skólans að Rauðagerði 27
og hefjast þeir klukkan 13.30.
Fjölbreytt efnisskrá er á tónleikun-
um enda námið margvíslegt og géta
nemendur valið um þrjár náms-
brautir: sígilda braut, djassbraut og
poppbraut og koma fram nemendur
og hljómsveitir af öllum þessum tón-
listarbrautum.
Frá tónleikum Tónlistarskóla FiH í fyrra,
Einleikarar og hljóðfæraleikarar i Kammersveit Reykjavíkur sem leikur á jólatónleikum i Askirkju.
Kammersveit Reykjavíkur:
Jólatónleikar
Á sunnudaginn mun Kammersveit
Reykjavíkur halda sína árlegu jóla-
tónleika í Áskirkju klukkan 17.00.
Hjá Kammersveit hefur skapast sú
hefð að leika á jólatónleikunum tón-
hst frá barokktímanum og að gefa
hljófæraleikurum tækifæri til að
koma fram sem einleikarar í kon-
sertum meistara þess tíma.
Að þessu sinni munu koma fram
með, Kammersveitinni fimm ungir
og efnilegir einleikarar, sem allir
hafa nýlega lokið framhaldsnámi er-
lendis og eru flestir komnir heim til
starfa.
Eiríkur Örn Pálsson trompetleik-
ari mun hefja tónleikana meö tromp-
etkonsert í D-dúr eftir G. Torreh.
Næst leikur Guðmundur Krist-
mundsson lágfiðluleikari Konsert í
G-dúr eftir G.P. Telemann, Bryndís
Halla Gylfadóttir leikur þá sellókon-
sert í Es-dúr eftir A. Vivaldi, Sigurð-
ur Þorbergsson básúnuleikari leikur
þá Konsert í B-dúr eftir J.G.
Albrechtsberger og að lokum mun
Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari
flytja Konsert í G-dúr eftir C.P.E.
Bach.
Með einleikurunum leikur 12
manna strengjasveit undir stjórn
Rutar Ingólfsdóttur.
Jólabjallan sett upp
r r 1 f r r* •• '
a ny - lif og fjor 1
Hlaðvarpaportinu
Á morgun, laugardag, verður rifj-
aður upp merkur atburður í sögu
raflýstra jólaskreytinga utanhúss.
Jólabjallan, sem í den var á milli
Vesturgötu 2 og Aðalstrætis 1, verður
sett upp aftur eftir margra ára hlé.
Bjallan hefur verði endurgerð eftir
fyrirsögn Gísla J. Sigurössonar í
Raforku en bjölluna setti hann upp
árið 1943 milli Rafals og Geysis. Bjall-
an mun vera ein elsta raflýsta jóla-
skreytingin yfir götu í Reykjavík.
Davíð Oddsson borgarstjóri mun
tendra ljósaskreytinguna og láta
bjölluna óma klukkan 16.00 á morg-
un. Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir
og eftir athöfnina til aö gleðja mið-
bæinga,
Reyndar byija miðbæjarhátíðar-
höldin klukkan 10.00 að morgni með
útfiskmarkaði á „Stakkstæðinu" í
Grófinni, þ.e.a.s. ef bátar hafa róið.
Hesturinn Fífinella dregur lysti-
kerru og börnin fá að sitja í, Hjálp-
ræðisherinn verður með söng og
hljóðfæraslátt, Gamanleikhúsið sýn-
Jólabjallan i Aöalstræti setti mikinn svip á bæinn og nú hefur hún verið
endurgerð.
ir, Dómkórinn og Rokkhngarnir
syngja og Grýla flengir börnin í Hlað-
varpaportinu. Þegar Grýla hefur lok-
ið sér af mun Björk Guðmundsdóttir
koma fram með Tríó Guðmundar
Ingólfssonar.
Milli atriða í Hlaðvarpaportinu lesa
ung skáld upp úr verkum sínum.
Auk þess veröa jólasveinarnir á
sveimi í miðbænum allan daginn.
Femir jólatónleikar hjá Tónlistarskóla Akureyrar
—~— -------- ,---: Á þeim tónleikum koma fram fjór- verða í safnaðarheimili Akureyrar-
Gyifi Knst)ánsson, pv, Atcureyn: ar blásarasveitir skóians. Gítartón- kirkju miðvikudaginn 19. des. kl.
TónhstarskólinnáAkureyrigengst leikar verða í Lóni á sunnudag kl. 20.30. Aðgangur á alla tónleikana er
fyrir fernum jólatónleikum að þessu 20, strengjadeild verður með tónleika ókeypis og allir eru velkomnir.
sinni og verða þeir fyrstu í Ákur- í Akureyrarkirkju á mánudagskvöld
eyrarkirkju á morgun kl. 17. kl. 20 og jólatónleikar söngdehdar