Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1991, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1991
23
DV
Heimsmet
Barrowmans
- í 200 m bringusundi
Bandaríski bringusundsmaðurinn
Mike Barrowman bætti sitt eigið
heimsmet í 200 metrunum á heims-
meistaramótinu í Perth í Ástralíu á
laugardaginn var. Barrowman synti
á 2:11,23 mínútum en gamla metið
hans var 2:11,53. Norbert Rosza, Ung-
verjalandi, sem setti heimsmet í 100
metrunum á heimsmeistaramótinu,
lenti í ööru sæti á 2:12,03 mínútum
og Nick Gilhngham, Bretlandi, varð
þriðji á 2:13,12.
Barrowman setti eldra metið á frið-
arleikunum í Seattle í sumar en á
ólympíuleikunum í Seoul jafnaði
hann í íjórða sæti. Barrowman.sem
er 22 ára aldri.hefur sýnt ótrúlegar
framfarir á rúmlega tveimur árum
og sagði hann í viðtali við fréttamenn
eftir sundið að hann ætti eftir að slá
þetta met enn frekar á næstunni ef
guð og lukkan yrði með honum.
Fyrrverandi heims- og ólympíu-
meistari, Szabo frá Ungveijaiandi,
varð að láta sér lynda fimmta sætið.
-JKS
Darnyi bestur
Engum blööum er um það að fletta
að Ungverjinn Tamas Darnyi er
sterkasti sundmaður heimsins í dag.
Darnyi setti sitt annað heimsmet á
heimsmeistaramótinu í Perth í Ástr-
alíu í gær, nú í 200 metra fjórsundi,
synti á 1:59,36 mínútum. Gamla met-
ið átti David Wharton, Bandaríkjun-
um, og var það sett í Tokyo í ágúst
1989.
Fyrr á mótinu setti Damyi heims-
met í 400 metra fjórsundi en auk
framangreindra heimsmeta náði
hann einnig frábærum árangri í
þeim greinum sem hann tók þátt í.
Eric Namesnik, Bandaríkjunum,
varð annar á 2:01,87 mínútum og
Christian Gessner, Þýskalandi, lenti
í þriðja sæti á 2:02,36 mínútum. Jan
Bidram frá Svíþjóð var fyrstur eftir
flugsundið en í næsta sundi sem var
baksund tók Damyi forystuna og lét
hana ekki af hendi eftir það. Þetta
var fimmta heimsmetið sem sett var
á heimsmeistaramótinu í Perth.
-JKS
• Matt Biondi frá Bandaríkjunum sigraði í 200 metra skriðsundi og sést hér með verðlaunapeninginn úr gulli.
Símamynd Reuter
íþróttir
Elstametið
féll í Perth
Joerg Hoffman frá Þýskalandi sló
elsta heimsmetið í sundíþróttinni á
heimsmeistaramótinu í Perth í gær.
Hoffman setti heimsmetið í 1500
metra skriðsundi, synti á 14:50,36 og
bætti gamla metið um rúmiega fjórar
sekúndur. Það met átti Vladimir
Sainikov og var það sett í Moskvu í
febrúar 1983, tími Salnikov þá var
14:54,76 mínútur.
*
• Joerg Hoffmann hefur sýnt það
■og sannað að hann er allra fremsti
skriðsundsmaðurinn í heimunum í
dag en á laugardag vann hann gull-
verðlaun í 400 metra skriðsundi.
Hoffman var nálægt því að slá heims-
metið í 1500 metra skriðsundi á friö-
arleikunum í Seattle á síðasta sumri
og höfðu menn þá á orði að þaö yrði
aðeins mánaðaspursmál hvenær
metið yrði slegið. Meira að segja
sagði Salnikov að met sitt væri í
verulegri hættu en hann er nú lands-
liðsþjálfari Sovétmanna í skriðsundi.
Hoffmann á áhorfendum mikiö að
þakka því hann var vel studdur í
sundinu en þegar ljóst var að þetta
átta ára gamla met var að falla risu »
þeir úr sætum og hvöttu hann til
dáða.
-JKS
Glæsilegt met
Glæsilegt heimsmet leit dagsins
ljós á heimsmeistaramótinu í Perth
á laugardaginn í 200 metra flug-
sundi. Melvin Stewart frá Bandaríkj-
unum bætti þá fjögurra gamalt met
Michael Gross, Þýskalandi, um eina _
og hálfa sekúndu. Stewart synti
vegalengdina á 1:55,69 mínútu en
gamla met.Gross var 1:56,24 mínútur
og sett í Hannover í júní 1986.
Sundið var einvígi á milli Stewart
og Gross og það var á lokakaflanum
sem Stewart seig framúr og tryggði
sér sigur. Gross, sem varð heims-
meistari í greininni 1982 og 1986,
, leiddi sundið fyrstu 150 metrana en -
varð að láta í minni pokann í lokin.
Gross fékk tímann 1:56,78 mínútur.
Hinn óviðjafnanlegi Tamas Damiy
frá Ungverjalandi varð í þriðja sæti
á 1:58,25 mínútu.
*
Bandaríkjamenn sigursælir
- á heimsmeistaramótinu í sundi í Astralíu. Mjög góður árangur náðist á mótinu
SMjög góður árangur náð-
ist á heimsmeistaramót-
inu í sundi og fjölmörg
heimsmet féllu. Hér fara á
eftir úrslit í einstökum greinum um
helgina.
• Þjóðverjinn Joerg Hoffmann
sigraði í 400 skriðsundi á 3:48,04 mín-
útum en landi hans Stefan Pfeiffer
varð annar á 3:48,86 mínútum og í
þriðja sæti hafnaði Artur Wjodat frá
Póllandi á 3:49,67 mínútum.
• Kínveijar, sem slógu rækilega í
gegn á heimsmeistaramótinu, unnu
gullverðlaun í 100 metra flugsundi
kvenna. Qian Hong synti sundið frá-
bærlega og kom inn á 59,68 sekúnd-
um. Landa hennar Wang Xiaohong
varð önnur á 59,81 sekúndu og Cat-
herine Plewinski frá Frakklandi
lenti í þriðja sæti á 59,88 sekúndum.
• Allt ætiaði um koll að keyra þeg-
ar ástralska stúlkan Linley Frame
sigraði í 100 metra bringusundi með
nokkrum yfirburöum. Frame synti á
1:08,81 mínútu, Jana Doerries frá
Þýskalandi varð önnur á 1:09,35 mín-
útu og Yelena Volkova frá Sovétríkj-
unum lenti í þriðja sæti á 1:09,66
mínútum.
• Sveit Bandaríkjanna sigraði
4x100 metra fjórsundi, sveitin synti
vegalengdina á 3:17,15 mínútum.
Sveitina skipuðu þeir Tom Jager,
Brent Lang, Doug Gjertsen og Matt
Biondi. Þjóðveijar lentu í öðru sæti
á 3:18,88 mínútum- og Sovétmenn
voru þriðju á 3:18,97 mínútum.
• Tom Jager frá Bandaríkjunum
sigraði í 50 metra skriðsundi á 22,16
sekúndum, Matt Biondi varð annar
á 22,26 sekúndum og Gennandi
Prigoda frá Sovétríkjunum lenti í
þriðja sæti á 22,62 sekúndum.
• Bandaríska stúlkan Summer
Sanders sigraði með miklum yfir-
burðum í 200 metra flugsundi, synti
á 2:09,24. Japönsk stúlka að nafni Rie
Shito kom nokkuð á óvart með því
aö hreppa silfurverðlaun, Shito synti
á 2:11,06 mínútum og í þriðja sæti
varð Hayley Lewis frá Ástralíu á
2:11,09 mínútum.
• Kíriverjar sýndu styrk sinn enn
frekar í sundheiminum þegar Zhu-
ang Yong sigraði í 50 metra skrið-
sundi á 25,47 sekúndum.
-JKS
• Janet Evans frá Bandaríkjunum fagnar hér sigri i 800 metra skriðsundi
á heimsmeistaramótinu í Ástralíu. Evans synti á 8:24,05 minútum og setti
nýtt heimsmeistaramótsmet. Símamynd Reuter
Skipting verðlauna á
HM í sundi í Ástralíu
Gull Silfur Brons
Bandarlkin 17 11 6 t
Kína 8 3 2
Ungverjaland 5 2 2
Þýskaland 4 9 9
Ástralía 3 5 2 |
Holland 2 1 1
Sovétríkin 1 3 6 |
Kanada 1 3 1
ItaHa 1 2 4
Spánh 1 1 1
Surinam 1 0 0 .
Júgóslavía 1 0 0
Japan 0 2 3
Frakkland 0 2 1
Bretland 0 1 1 |
Svíþjóð 0 1 0
Danmörk 0 0 2
Pólland 0 0 2
Tékkóslóvakfa 0 0 1 1