Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Side 1
Breiðvangur: Við eigum samleið Söng- og skemmtidagskráin Viö eigum samleið verður frumsýnd annað kvöld í Breiðvangi. Dagskrá þessi er byggð á söngferli Vilhjálm heitins VUhjálmssonar dægurlaga- söngvara og textahöfundar. Vil- hjálmur lést í bílslysi í blóma lífsins á hápunkti söngferils. Hann naut mikilla vinsælda og hafði sérstakt lag á að ná til áheyrenda. Á Breiðvangi er rakinn tólf ára lit- ríkur söngferill Vilhjálms og ílutt eru öll vinsælustu lögin hans. Þau sem fram koma tengdust Vilhjálmi á einn eða annan hátt og er því ljúft og skylt að minnast hans. Söngvarar eru Rut Reginalds, Ellý Vilhjálms, Pálmi Gunnarsson og Þorvaldur Halldórs- son. Þá rifjar Omar Ragnarsson upp skemmtileg samskipti sín við Vil- hjálm og slær á mjög óvænta strengi. Hemmi Gunn er sögumaður og stikl- ar á stóru í lífshlaupi hans. Hljóm- sveitarstjóm er í höndum Magnúsar Kjartanssonar, en auk hans eru í hljómsveitinni Vihjálmur Guðjóns- son, Ásgeir Óskarsson, Finnbogi Vinir Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar sem minnast hans með söng- og skemmtidagskrá í Breiðvangi. Kjartansson og Pétur Hjaltested. Eðvarðssonsemhefursettuppmarg- árum. veislukvöldverð og eftir sýningu Sjórnandi dagskrárinnar er Egill ar stórsýningar á undanfórnum Boðið verður upp á þríréttaðan verður dansleikur til klukkan 3. Listasafri Sigurjóns: Lesið úr þýðingum Næstkomandi sunnudag, 3. febrú- ar, verður bókmenntadagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugamesi. Lesið verður úr íslensk- Viðar Eggertsson er einn upplesara sem koma fram í Listasafni Sigur- jóns. um þýðingum á nokkrum öndvegis- verkum sem gefin voru út fyrir síð- ustu jóL Að þessu sinni verða kynnt skáldverk eftir höfunda sem ekki hafa verið þýddir áður á íslensku. Árni Bergmann mun lesa út þýð- ingu sinni á Undirleikaranum eftir Nínu Berberovu. Viðar Eggertsson les úr bókinni .Utz eftir Bruce Chat- win, sem Unnur Jökulsdóttir og Þor- björn Magnússon hafa þýtt. Ólöf Eld- járn mun lesa úr eigin þýðingu á bókinni Heimur feigrar stéttar eftjr suður-afrísku skáldkonuna Nadine Gordimer. Margrét Ákadóttir les úr Blóðbrúðkaupi eftir Yann Queffélac í þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur, en saga þessi hefur hlotið hin virtu Concourt-verðlaun. Að lokum les Sigurður A. Magnússon úr þýðingu sinni á skáldsögunni Dreggjar dags- ins eftir Kazuo Ishiguro, en bókin hlaut hin eftirsóttu bókmenntaverð- laun Breta, Booker-verðlaunin, árið 1989 og hefur síðan farið sigurfór um heiminn. Dagskráin hefst klukkan 15 og stendur í um það bil klukkustund. Akureyri: f m -| # 1 Vmartonleikar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Páll Pampichler verður hljóm- sveitarstjóri á Vinartónleikura Kammerhljómsveitar Akureyrar sem haldnir verða í íþróttaskem- munni á sunnudag kl. 17. Kammerhljómsveit Akureyrar hélt fyrstu Vínartónleika sína á síð- asta ári. Þeir tónleikar hlutu frá- bærar undirtektir fjölmargra áheyrenda sem leiddi til þess að ákveðið var aö slíkir tónleikar yrðu árviss atburður. Hljómsveitin er skipuð 45 hljóð- færaleikurum. Einsöngvarar veröa þau Signý Sæmundsdóttir sópran og Óskar Pétursson tenór. Á tón- leikunum verða fluttir fiörugir Vínarvalsar, auk léttra sígildra laga úr óperettum og eru Lehar, Strauss-feðgar og Stolz meðal höf- unda. Miðasala verður í íþrótta- skemmunni frá kl. 16.30. Þau sjá um Næturvaktina á Hótel Sögu. Halli, Laddi, Bessi, Guðmunda og Ingibjörg. Hótel Saga: Næturvaktin frumsýnd Á morgun, laugardag, verður frumsýnd ný skemmtidagskrá á Hót- el Sögu. Sýningin heitir Næturvaktin og er umgjörð hennar næturlífið í París og Berlín á árunum kringum 1930. Efnið er þó héðan og þaðan, frá ýmsum tímum og gjarnan sótt í það mannlíf sem fer á kreik þegar heið- virðir borgarar sofa. Aðalleikarar sýningarinnar eru Þórhallur Sigurðsson, gengur undir nafninu Laddi, Bessi Bjarnason og Haraldur Sigurðsson. Þeim til að- stoðara eru dansmeyjarnar Guð- munda og Ingibjörg. Ýmsir góðkunn- ingjar koma í heimsókn eins og til dæmis Saxi læknir, Skúli rafvirki og aðrar minna þekktar persónur, alls tuttugu. Leikstjóri er Björn G. Björnsson sem hefur í gegnum tíðina sett upp sýningar sem reynst hafa vinsælar. Hljómsveitastjórn er í höndum Arna Scheving, danshöfundur er Helena Jónsdóttir en búninga hannar Ragn- heiður Ólafsdóttir. Á undan sýningunni er boðið upp á þríréttaðan kvöldverð og að sýn- ingunni lokinni spilar hljómsveitin Einsdæmi fyrir dansi til kl. 3.00. Sér- stök kjör á gistingu bjóðast í tengsl- um við sýninguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.