Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Qupperneq 1
■f !: !■ Y í I , ! K>//íi;i'f'OjyS ■. WÍSÍSÍ yí~£:ý' ™ ;< Ráðhildur í Nýlistasafninu Á morgUn, laugardag, opnar í Ný- listasafninu sýning á málverkum Ráðhildar S. Ingadóttur. Opnunin er klukkan 16.00 en sýningin stendur til 3. mars og verður opin daglega frá klukkan 14.00 til 18.00. Ráðhildur er fædd í Reykjavík 4. aprd 1959. Hún stundaði nám á myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Að því loknu hélt hún til Englands og nam við skóla í Sussex og St. Albans. Þetta er sjötta einkasýning Ráð- hildar og sú þriðja í Nýlistasafninu. Hinar hélt hún í Gallery Neuhof- Bachs í Sviss, Gallerí Gangi og Gall- erí Birgis Andréssonar í Reykjavík. Ráðhildur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og má nefna IBM að Kjarvalsstöðum, Graflksýn- ing í Gallerí Gangi, Samsýning í Nýlistasafninu og „Fyrir ofan garð og neðan“ sem Nýlistasafnið stóð fyrir í tengslum við Listahátíð 1990. Ráðhildur sýnir stór málverk í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. DV-mynd GVA Nýlistasafnió: Málverk eftir Kristján Steingrím Á morgun, laugardag, klukkan 16.00 opnar Kristján Steingrímur málverkasýningu í Nýlistasafninu Kristján Steingrímur við eitt verk- anna í Nýlistasafninu. DV mynd GVA við Vatnsstíg. Kristján Steingrímur er fæddur á Akureyri 1957. Á árunum 1974 til 1976 nam hann myndlist í kvöldskóla á Akureyri og ári síðar nam hann tækniteiknun við Iðnskólann á Ak- ureyri. Frá 1977-1981 var hann í Myndlista- og handíöaskóla íslands og lauk prófi frá nýlistadeild. Frá 1983- 87 var hann við nám við Hochs- hule Fúr Bildenden Kúnste í Ham- borg hjá prófessor Bernd Koberling. Eftir heimkomuna hefur Kristján Steingrímur kennt við myndlistar- skóla í Reykjavík og á Akureyri, auk þesss að vera stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins. Kristján Steingrímur hefur haldið einkasýningar á Akureyri og í Reykjavík. Hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum í Reykjavík, á Akureyri, Kaupmanna- höfn og Amsterdam. Nokkur verk eftir Kristján Stein- grím eru í eigu opinberra aðila eins og Listasafns íslands, Listasafns Há- skóla íslands, Listasafns Reykjavík- urborgar og í eigu Akureyjarbæjar. Sýning Kristjáns Steingríms stend- ur til 3. mars og er opin daglega frá 14.00 til 18.00. Undir Bláa hattinum eru Egill Ólafsson, Asa Hlin Svavarsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Edda Heiðrún Back- man og Jóhann Sigurðarson. Hótel Borg: Glæsileiki gamla tímans Hótel Borg verður nú opnuö aftur eftir breytingar sem miða að því að koma Gyllta salnum og veitinga- salnum í sitt fyrra horf. Um helgina verður mikil hátíð af þessu tilefni með söngskemmtun sem nefnist Blái hatturinn en síðan mun Hljómsveit Aage Lorange og Orc- estra Hótel Borgar leika fyrir dansi. Öll stemning miðast viö gull- aldarár Borgarinnar þegar hótelið var eitt hið glæsilegasta í Evrópu. Skemmtidagskráin Blái hattur- inn byggir á vinsælum dægurlög- um 4. og 5. áratugarins, einkum breskum og bandarískum. Karl Ágúst Úlfsson hefur samið bráð- skemmtilega texta við nokkur lag- anna en önnur eru flutt á frummál- inu. Milh laga fara leikararnir með gamanmál, jafnt í bundnu sem óbundnu máli og kennir þar ýmissa grasa. Undir Bláa hattinum er Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Ása Hlín Svavarsdóttir, Jóhann Sigurösson og Jóhann G. Jóhannsson. Samstarf þeirra hófst síðastliðið vor þegar Norræna hú- sið fól þeim að annast dagskrá til að minnast þess að 50 ár voru hðin frá hernáminu. Með þá sýningu hafa fimmmenningarnir gert víð- reist innanlands og utan. Þau hafa hvarvetna vakið athygli fyrir góð- an flutning og vandaða meðferð gömlu, góðu laganna. í Hljómsveit Aage Lorange eru margir þekktir heiðursmenn af gamla skólanum. Auk Aage eru í hljómsveitinni Þorvaldur Stein- grímsson, Paul Bernburg, Jónas Dagbjartsson, Reynir Jónasson og Pétur Urbancic. Þeir leika tónlist stríðsáranna og þar mun hljóma tangó og aðrir þekktir dansar Borg- arinnar verða stignir. Þess ber að geta að um helgina mun Salon Trio Þorvaldar Steingrímssonar leika fyrir kaffigesti og geta þeir sótt í hálfrar aldar gamla stemningu með síðdegiskafiinu. Veggir Gyllta salarins hafa verið lagfæröir og eru nú myndirnar aft- ur komnar fyrir augu gesta. Til stendur að lagfæra veggmyndirnar til frambúðar en þar til verður tjaldað fyrir veggina með þunnu tjaldi og lýsing látin endurkasta myndunum á tjaldið. Þetta er gert til að koma í veg fyrir meiri skemmdir en orðið er. Með þessu er stefnt að því að gera Hótel Borg að því sem hún var þegar hún gegndi aðalhlutverki í samkvæmis- lífi Reykjavíkur. Veggmyndirnar á Hótel Borg eru nú komnar aftur fyrir sjónir gesta. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.