Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Qupperneq 4
20 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991. FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1991. 21 Messur kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson annast stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Miðvikudagur: Fyrirbænaguösþjónusta kl. 16.30. Fimmtudagur: Föstumessa kl. 20. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Ásprestakall: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kafíisala safnaðarfé- lagsins eftir messu. Munið kirkjubílinn. Tónleikar Ten-Sing hópsins í Áskirkju kl. 20.30. Miðvikudagur: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Ámi Bergur Sigurbjörnsson: Breiðholtskirkja: Sameiginleg bama- guðsþjónusta Breiðholts- og Seljasókna verður í Seljakirlgu kl. 11. Brottfór verð- ur frá Breiöholtskirkju kl. 10.50. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónas- son. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Altarisganga. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamamessa í Bústöðum kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guðs- þjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messu- tíma.) Ingveldur Ölafsdóttir syngur ein- söng. Bama-, bjöllu- og kirkjukór ásamt hljóðfæraleikurum. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Aðalsafnaðarfundur Bú- staðasóknar að lokinni guðsþjónustu. Sr. Pálmi Matthíasson. Digranesprestakall: Bamasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Kl. 11: Messa. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Frið- f riksson. Bamasamkoma í safnaðarheim- ihnu á sama tíma. Kl. 17: Föstumessa. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kór Tónskólans í Reykja- vík syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Miðvikudagur: Hádegis- bænir í kirkjunni kl. 12.15. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14. Þórir Jökull Þorsteinsson guðfræðinemi prédikar, sr. Bjami Sigurðsson lektor þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Miðvikudagur: Föstuguðs- þjónusta kl. 18.30. Egill Hallgrímsson. Fella- og Hólakirkja: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón Jóhanna Guðjóns- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guöný M. Magnúsdóttir. Þriðjudagur: Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju kl. 14. Miðvikudagur: Föstuguðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Fimmtudagur: Helgistund fyrir aldraða í Gerðubergi kl. 10 f.h. Sóknarprestar. Fríkirkjan í Reykjavík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Gestgjafi í söguhominu er Eðvarð Ingólfsson. Guðsþjónusta kl. 14. Þriðjudagur 19. febrúar, W. 20.30: Föstu- guðsþjónusta. Orgelleikari Violeta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Sr. Cecil Haraldsson. Grafarvogssókn: Messuheimili Grafar- vogssóknar, Félagsmiðstöðinni Fjörgyn: Bamamessa kl. 11. Skólabíllinn fer frá Húsahveríi kl. 10.30 í Foldir og síðan í Hamrahverfi. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og fjallar um uppbyggingu safnaðarstarfs á fundi að lokinni messu. Kaffi og veitingar. Sóknarprestur. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Eldri bömin uppi í kirkjunni, yngri böm- in niðri. Messa kl. 14. María Ágústsdóttir guðfræðistúdent prédikar. Altarisganga. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Ámi Arinbjamarson. Þriðjudagur: Bibliulest- ur kl. 14. Miðvikudagur: Helgistund kl. 11. Hallgrimskirkja: Sunnudagur: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjömsson. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur: Föstumessa kl. 20.30. Eftir messu mun dr. Sigurbjöm Einarsson biskup flytja erindi um trúarlíf. Umræð- ur og kaffi. Kvöldbænir með lestri Pass- íusálma mánudag, þriöjudag, fimmtudag og fóstudag kl. 18. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Háteigskirkja: Kl. 10: Morgunmessa, sr. Amgrímur Jónsson. Kl. 11: Bamaguös- þjónusta. Kirkjubíllinn fer um Suður- hlíðar og Hlíðar fyrir og eftir guðsþjón- ustuna. Kl. 14: Messa. Sr. Tómas Sveins- son. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sókn- amefndin. Hjallaprestakall: Bamamessm- kl. 11 í messusal Hjallasóknar í Digranesskóla. Haldið verður í messuheimsókn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Rútuferð frá Digranesskóla kl. 12. Messa að Saurbæ kl. 14. Sr. Jón Einarsson prófast- ur þjónar fyrir altari ásamt sr. Kristjáni Þorvarðarsyni sem einnig prédikar. Hjallakórinn syngur. Kaffidrykkja að Ferstiklu að messu lokinni. Sóknar- nefndin. Kársnesprestakall: Barnastarf í safnað- arheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Altarisganga. Organisti Guðmundur Installasjón Myndlistarmaðurinn Guðlaugur Jón Bjamason, öðru nafni Gulli, opn- aði nýlega sýningu í Galleríi 11 að Skólavörðustíg 13. Sýning hans nefn- ist Installasjón og er skúlptúrsýning þar sem verkin mynda eina heild og ríma við rýmið þar sem þau hafa rutt sér til rúms. Guðlaugur Jón Bjarnason lauk námi viö Myndlista- og handíðaskóla íslands 1988 og sama ár dvaldi hann um skeið á Gotlandi við steinhögg. Árið eftir var hann við sumaraka- demíuna í Salzburg í Austurríki en síðan við nám í listaakademíunni í Edinborg veturinn 1989-1990. í vetur er Guðlaugur Jón við í námi við lista- akademíuna í Dússeldorf í Þýska- landi. Sýning Guðlaugs Jóns stendur til 20. febrúar. Birgir Bjömsson með mynd- listarsýningu Nú stendur yfir í Galleríi Sævars Karls myndlistarsýning Birgis Björnssonar. Birgir hefur haldið þijár einkasýningar í Noregi og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Birgir er fæddur 1961 og stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1981-1985 og í Listahá- skólanum í Bergen 1986-1988. Birgir var styrkþegi 1987-1988 frá norska utanríkisráðuneytinu og Foreningen Norden. Sýningin stendur til 8. mars og er opin á verslunartíma frá klukkan 9-18 virka daga og frá klukkan 10-14 á laugardögum. Birgir Björnsson er með myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls. — I,-. ■■ I Píanóleikararnir Elín Anna Isaksdóttir og Unnur Vilhelmsdóttur spila á tónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík. Tónleikar í Tónlistar- skóla Reykjavíkur Tónlistarskólinn í Reykjavík held- ur tónleika í Háskólabíói klukkan 14.00 sunnudaginn 17. febrúar. Tón- leikamir eru fyrri hluti einleikara- prófs tveggja nemenda skólans, þeirra Elínar Önnu ísaksdóttur píanóleikara og Unnar Vilhelms- dóttur píanóleikara. Á tónleikunum leikur Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík ásamt einleikurunum tveimur. Á efnis- skránni er Forleikur að óperunni Töfraskyttan op. 77 eftir Carl Maria von Weber, Píanókonsert nr. 1 í g- moll op. 25 eftir Felix Mendelsohn og Píanókonsert í B-dúr KV 456 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Aðgöngumiðar veröa seldir við innganginn og á skrifstofu Tónlistar- skólans, Skipholti 33. GalleríB12: Iistin fyrir lífið, lífið fyrir listina Gallerí B12 að Baldursgötu 12 hef- ur starfsemi sína á ljósmyndaverk- um Guðmundar Bjartmarssonar í dag, fostudaginn 15. febrúar. Gallerí B12 er líflistargallerí þar sem lífið er list og listin líf, óháð stefnum og straumum í hugum fólks. Guðmundur Bjartmarsson er norð- anmaður og nam kvikmyndagerð í útlöndum og hefur starfað í sinni grein um langt árabil. Þetta er fyrsta ljósverkasýning Guðmundar sunnan heiða. Verk Guðmundar þykja tjá næmt auga hans fyrir náttúru lands- ins, töfrum þess og kynjum. Gallerí B12 verður opið virka daga frá klukkan 12-16 og sömu kvöld eft- ir samkomulagi. Einnig verður opið um helgar frá klukkan 14-18. Norræna húsið: Orð, tónar og myndir Á morgun, laugardaginn 16. febrú- ar klukkan 20.30, verður dagskrá í fundarsal Norræna hússins sem ber heitið I et rom i en tid. Þar verður blandað saman orðum, tónum og myndum. Norska leikkonan Ragnhild Solv- berg les ljóð eftir skáldið Stein Mehr- en, píanóleikarinn Frode Fjellheim leikur norska tónlist og myndum af listav.erkum eftir norska myndlistar- menn verður varpað á tjald. Flest ljóðanna, sem lesin verða, eru úr Ijóöasafninu Kóróna. Myrkvinn og ljós hans, sem kom út 1986 og er að margra mati besta verk skáldsins. Þessi dagskrá verður svo endurtekin sunnudaginn 17. febrúar klukkan 17. Aðgöngumiðar verða seldir í bóka- safni eða viö innganginn. Glæður í listhúsi Nú stendur yfir í Listhúsinu, Vest- urgötu 17, einkasýning Péturs Más Péturssonar sem nefnist Glæður. Þetta er önnur einkasýning Péturs Más en hann hefur tekið þátt í sam- sýningum Listmálarafélagsins frá 1985. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru 32 abstraktverk. Opið er dag hvern frá klukkan 14-19 og stendur sýningin til 24. febrúar. Sýninguna tileinkar Pétur Már minningu fóður síns, Péturs Pálssonar skálds og tón- listarmanns, sem hefði orðið sextug- ur á þessu ári. Pétur Már Pétursson er með einkasýningu í Listhúsinu að Vesturgötu 17 sem stendur til 24. (ebrúar. Gilsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Langhol t skirkj a: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund bamanna: söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson guðfræðing- ur og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kór Langholtskirkju. Ferming- arböm og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Sóknamefndin. Laugarneskirkja: Laugardagur 16. fe- brúar: Guðsþjónusta í Hátúni 10 B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11. Bamastarf á sama tíma. Messa kl. 14. Jón Þorsteinsson ópemsöngvari syng- ur einsöng. Altarisganga. Eftir messu verður boðið upp á kaffi í safnaðarheimil- inu og þar munu bjöllukór og kirkjukór flytja nokkur lög. Rútuferðir verða frá Hátúni 10 og Dalbraut 18 og 20. Einnig getur fólk hringt í kirkjuna milli kl. 11 og 12 og pantaö akstur 1 og úr kirkju. Fimmtudagur: Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknarprestur. Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Um- sjón Sigríður Óladóttir. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel og kórstjóm: Reynir Jónasson. Eftir guðsþjónustuna ræðir Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona um trú og lífsvið- horf. Kaffiveitingar. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miövikudagur: Föstu- guðsþjónusta kl. 20. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Fimmtudagur: Biblíuleshópur kl. 18. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Bamaguösþjónusta kl. 11. Heimsókn bama úr Breiðholtskirkju. Guösþjónusta kl. 14. Molasopi eftir guðs- þjónustuna. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Fjölskylduguös- þjónusta kl. 11. Bamakórinn syngur. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Sam- koma miðvikudag kl. 20.30. Sönghópur- inn „Án skilyrða", stjómandi Þorvaldur Halldórsson. Fríkirkjan i Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Sameiginleg messa Hafnar- fjarðarsóknar og Fríkirkjunnar verður í Þjóðkirkjunni kl. 14. Kaffiveitingar verða að lokinni guðsþjónustu í sal íþróttahúss- ins við Strandgötu. Einar Eyjólfsson. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar og Ragnars. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Messu- dagur Tónlistarskólans í Keflavík. Mikill tónlistarflutningur verður viö guðsþjón- ustuna. Kennarar tónlistarskólans lesa ritningarlestra. Ræðuefni: Tónlistin og kirkjan. Kór Keflavíkurkirkju syngur. María Guðmundsdóttir og Steinunn Karlsdóttir syngja tvísöng. Organisti Ein- ar Öm Einarsson. Bifreið fer að íbúöum eldri borgara við Suðurgötu kl. 13.30, þaðan að Hlévangi við Faxabraut og sömu leið til baka að lokinni guðsþjón- ustu. Sóknarprestur. Grindavikurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Bamakór syngur og böm úr Tónlist- arskóla Grindavíkur leika á ýmis hljóð- færi. Sóknarprestur. Kirkjuvogskirkja: Kirkjuskóli laugar- dag kl. 13 í umsjón Siguröar Lúthers og Hrafnhildar. Messa kl. 14. Organisti Svanhvit Hallgrímsdóttir. Kór Grinda- víkurkirkju syngur. Messukaffi verður selt í félagsheimilinu til styrktar ferða- sióði fermingarbama. Sóknarprestur. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Bamastarf í Kirkjubæ á sama tíma. Kaffi- veitingar eftir messu. Safnaðarprestur. Eyrarbakkakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 14. Fundir l.ráð ITCálslandi heldur ráðsfund á Holiday Inn laugar- daginn 16. febrúar. Hefst hann með skráningu kl. 9. Fræðsla um tímastjórn (Time Manager). Leiöbeinandi Haukur Haraldsson. Eftir félagsmál verður einn- ig fræðsla, Konur og völd, sem Unnur Muller Bjamason flytur. Þjálfunardag- skrá í umsjá ITC deildanna Bjarkarinn- ar, Korpu og Ýr. Forseti ráðs er Ingi- munda Loftsdóttir, ITC Korpu, Mosfells- bæ. Umsjónarmaður fundarins er Ágústa Bárðardóttir. Fundarslit em um kl. 17. Fundurinn er öllum opinn. Vélprjónasamband íslands Félagskonur, munið eftir fondurfundin- um laugardaginn 16. febrúar kl. 14 í fé- lagsheimili Armanna, Dugguvogi 13. Ostakynning og fleira. Slys af völdum rafmagns Mánudaginn 18. febrúar, kl. 20, veröur haldinn fræðslufundur á vegum Félags leiðbeinenda í skyndihjálp í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Þar munu þeir Jón Gamalíelsson deildar- tæknifræðingur og Haukur Ársælsson yfireftirlitsmaður flytja erindi en þeir em starfsmenn hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og hafa mikla reynslu í rannsóknum á rafmagnsslysum. Munu þeir m.a. fjalla um áhrif rafmagns á mannslíkamann, tildrög að slysum og dæmi um slys, slysa- tíðni og hvers ber að gæta við rafmagns- slys. Munu þeir einnig sýna htskyggnur og myndbönd og að lokum verða fijálsar umræður. Aðgangur er ókeypis og fund- urinn öllum opinn. Tillcyimingar Fávitinn eftir Dostojevskí sýndur í MÍR Nk. sunnudag, 17. febrúar, kl. 16, sýnir MÍR sovésku kvikmyndina Fávitann í bíósal félagsins að Vatnsstíg 10. Kvik- mynd þessi var gerð á árinu 1958 undir leikstjóm hins kunna kvikmyndagerðar- manns, Ivans Pyriev, og byggð á fyrri hluta samnefndrar skáldsögu eftir Fjodor Dostojevskí. Undirtitill myndarinnar er Nastasja Filippovna. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau J. Jakovlév, J. Bor- isova, N. Krúkov og R. Maksimova. Skýr- ingar á íslensku em með myndinni. Aö- gangur er öllum heimill og ókeypis. Segir frá ævintýraferðum á norðurslóðum Sovéskur eðlis- og stærðfræðingur, Dmitry Shparo, verður gestur og fyrirles- ari í húsakynnum MÍR, Menningar- tengsla íslands og Ráðstjómarríkjanna, Vatnsstíg 10, í kvöld, fóstudagskvöld, kl. 20.30. Shparo segir þar m.a. frá frægri ferð sem hópur Kanadamanna og Sovét- manna fór'á árinu 1988 á skíðum frá Arktítséský-höfða á norðurströnd Sovét- ríkjanna þvert yfir norðurheimskautiö til Ward Hunt eyjar nyrst í Kanada en Shparo var fyrirliði í þessari fór. Hann mun einnig spjalla um umhverfisvemd- armál, hættuna á spjöllum á hinni við- kvæmu náttúm norðurslóða og greina frá ferð og hátíð æskufólks frá norðlæg- um löndum sem fyrirhuguð er nyrst í Sovétrikjunum i næsta mánuði. Sýnd verða myndbönd. Aðgangur er öllum heimill. Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur Léttsveit TMS var stofnuð haustið 1987 og er þetta skólaár því 4. starfsvetur sveitarinnar. Léttsveitina skipa 18 hljóð- færaleikarar í hefbundinni hljóðfæra- skipan Big Band. í léttsveitinni em bæði Félag eldri borgara Opið hús í dag frá kl. 13. Fijáls spila- mennska. Göngu-Hrólfar hittast á morg- un, laugardag, í Risinu kl. 10. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Ásprestakalls Kafiisala félagsins verður eftir messu sem hefst kl. 14 á sunnudag, 17. febrúar. Allir velkomnir. núverandi og fyrrverandi nemendur Tónmenntaskólans. Stjórnandi Léttsveit- arinnar er Sæbjörn Jónsson og hefur hann verið það frá upphafi. Léttsveitin hefur haldið flölmarga tónleika í Reykja- vík og úti á landsbyggðinni, m.a. á Ákur- eyri, Húsavík og Stykkishólmi, og einnig komið fram í sjónvarpi. Erindi í Neskirkju Sú nýbreytni verður í Neskirkju næstu sunnudaga að eftir guðsþjónustur tjalla þjóðkunnir leikmenn um trú sína og lifs- viðhorf. Þeir flytja stutt erindi og kostur gefst á frekari umræðum. Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona ríöur á vaðið næsta sunnudag, 17. febrúar. Dr. Ásgeir Ellertsson yfirlæknir hefur orðið viku síðar, 24. febrúar. Framhaldið verður kynnt með messuauglýsingum. Guðs- þjónustur í Neskirkju heQast kl. 14 og erindin því laust eftir kl. 15. Kaffiveiting- ar verða á boöstólum. Öllum er að sjálf- sögðu heimiU aðgangur. Bókakynningar í Norræna húsinu Laugardaginn 16. febrúar kl. 16 heflast hinar árlegu bókakynningar í Norræna húsinu. Það em sendikennarar í Norður- landamálum við Háskóla íslands sem hafa umsjón með kynningunum. Eins og áður er rithöfundi frá hvetju landi um sig boðið að koma og kynna bækur sín- ar. Norskar bókmenntir verða á dagskrá á laugardaginn kemur. Oskar Vistdal sendikennari kynnir bókaútgáfuna í Noregi 1990 og Atle Næss rithöfundur segir frá nýjustu bók sinni, Kraften som beveger (Aflið sem hrærir), en hún kom út á sl. ári og fyrir hana hlaut Atle Næss Gyldendal-verölaunin 1990. Frímerki ’91 Landssamband íslenskra frimerkjasafn- ara heldur frímeijasýningu, Frímerki ’91, í húsakynnum sambandsins að Síðumúla 17 dagana 15.-17. febrúar. Sýning þessi er landsýning fyrir árið 1991 og mun þar verða sýndur fjöldi frímerigasafna sem ekki hafa verið sýnd hér á landi áður. Á staðnum verður pósthús og ýmislegt ann- að gert til dægrastyttingar. Sérstaklega er vonast eftir aðsókn barna og unglinga. Sýningin verður opnuð í dag kl. 17. Á laugardag verður opiö kl. 13-20 og á sunnudag kl. 13-18. Afhending verðlauna fer fram á sunnudag kl. 17. Taflfélag Kópavogs Skákþing Kópavogs hefst sunnudaginn 17. febrúar kl. 14. Teflt verður á sunnu- dögum kl. 14 og þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 20. Umhugsunartími verður tvær klukkustundir fyrir fyrstu 40 leik- ina. Peningaverðlaun verða í boði fyrir 3 efstu sætin og heildarupphæð verðlauna nemur 60.000 krónum. Skráning og nán- ari upplýsingar eru veittar í símum 42149 og 641221 eftir kl. 19 alla daga. Teflt verð- ur í Hamraborg 5, þriðju hæö. (Húsnæði Framsóknarflokksins). Ný umferðarljós Laugardaginn 16. febrúar, kl. 14, veröa tekin í notkun ný umferðarljós á mótum Bæjarháls, Bæjarbrautar og Hálsabraut- ar. Ljósin verða umferðarstýrð að hluta. Umferðarskynjarar eru á Bæjarbraut og Hálsabraut. Ef engin þverumferð er logar að jafnaði grænt fyrir umferð á Bæjar- hálsi. Fótgangandi geta „kallað“'á grænt ljós yfir Bæjarháls með því að ýta á hnapp. Til að minna vegfarendur á hin nýju umferðarljós eru þau látin blikka gulu ljósi áður en þau verða tekin í notk- un. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Það er góð byijun á góðri helgi að koma á Digra- nesveginn upp úr hálftiu og sannprófa orðatiltækið að maður er manns gaman. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. Rölt í klukkutíma og göngu- hraðinn er fyrir alla. Sérstaklega er full- orðnu fólki sem hefur rúman tíma bent á að koma með. Nýlagað molakaffi. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 17. febrúar. 1. Kl. 10.30. Geysir - Gullfoss - Biskups- tungur. Ekið verður um slóðir Bergþórs í Bláfelli, m.a. komið við í Haukadal og á Bergsstöðum í Biskupstungum þar sem sýruker Bergþórs verður skoðað. Ekið um nýju brúna yfir Tungufljót. Verð kr. 2.000. 2. Kl. 13. Álftanes - Garðatjörn á stór- straumsíjöru. Strandganga viö allra hæfi. Verð kr. 700. Brottfór í ferðimar frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir vel- komnir, félagar og aðrir. Útivist um helgina Sflörnuskoöunarferð Föstudagur 15. febrúar kl. 20. Farið út fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem skilyrði eru góð til stjömuskoðunar. Stjörnufróð- ir menn verða með í fór. Hafið með ykk- ur sjónauka ef kostur er og verið vel búin. Sunnud. 17. febrúar. Reykjavíkurgangan. 6. ferð suður með Þingvallavatni. Sunnud. 17. febrúar. Kl. 10.30. Miðfellshorn - Dráttarhlíð. Kl. 13. Miðfell - Dráttarhlið. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið mánudaga til fóstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-14. Árbæjarsafn simi 84412 Safnið er opið eftir samkomulági fyrir hópa frá því í október og fram í maí. Safnkennari tekur á móti skólabörnum. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði em unnin í olíu og með vatnslitum, em frá ámnum 1905-1930 og em þau einkum frá Suðurlandi. Ásmundarsalur v/Freyjugötu „Arkítektúr í myridasögum" er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á morgun. Ritstjórn myndasögublaðsins Gisp setur sýninguna upp með aðstoð Arkitektafé- lagsins. Á sýningunni verða myndasög- ur, málverk, grafik og fleira, allt eftir höfunda sem birt hafa efni í tveimur fyrstu tölublöðum Gisp. Sýningin mun standa yfir 16.-24. febrúar og er opin kl. 14-18 um helgar en annars á skrifstofu- tíma félagsins. Fimmtudaginn 21. febrú- ar, kl. 20.30, verður haldinn fyrirlestur með skyggnum í tengslum við sýninguna. FÍM-salurinn Garðastræti 6 Kristín Andrésdóttir sýnir í FÍM-salnum. Stef um mannlega þjáningu er viðfangs- efni Kristínar á þessari fyrstu sýningu hennar. Sýningin er opin kl. 14-18 og stendur til 26. febrúar. Gallerí Borg • Pósthússtræti 9 Elínrós Eyjólfsdóttir sýnir nýjar vatns- lita- og olíumyndir af blómum. Þetta er önnur einkasýning hennar og er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningin stendur til 19. febrúar. Gallerí 11 Skólavörðustíg 4 Guðlaugur Jón Bjarnason myndlistar- maður sýnir í Gallerí 11. Sýningin nefn- ist „Installasjón" og er skúlptúrsýning þar sem verkin mynda eina heild og ríma við rýmið þar sem þau hafa rutt sér til rúms. Sýningin stendur til 20. febrúar. Gallerí B12 Baldursgötu 12 Galleríið hefur starfsemi sina í kvöld kl. 20 með sýningu á Ijósmyndaverkum Guð- mundar Bjartmarssonar. Galleríið er op- ið virka daga kl. 12-16 og sömu kvöld eftir samkomulagi. Um helgar er opið frá kl. 14-18. ---------\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.