Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Side 1
Kjartan Guðjónsson með tvær sýningar Kjartan Guðjónsson listmálari opnar tvær sýningar um helgina. Önnur er í Hafnarborg í Hafnarfirði en hin í Listhúsinu við Vesturgötu. Sýningin í Hafnarborg er stór yfir- Utssýning á verkum hans frá árinu 1943 til 1990. Á sýningunni í Listhús- inu eru eingöngu nýjustu myndir Kjartans. Kjartan verður sjötugur í næsta mánuði og eru þessar sýningar í og með tilefni af því. Hann skrifar sjálf- ur texta í sýningarskrá og segir þar í byrjun að næst jarðarfór sé yfirhts- sýning eitthvert hið alvarlegasta sem hægt sé að taka sér fyrir hendur. Hann tekur einnig fram í þessari greinargerð að hann eigi ákaflega erfitt með að gefa lista yfir þær sýn- ingar sem hann hafi haldið enda sé bókhaldið afleitt. Hann lýkur úttektinni með þvi að segja eftirfarandi: „Aldrei hefur mér liðið betur en í elli minni. Allar klík- ur og Ustrænar hindranir aö baki. Gamall Ustamaður er loksins frjáls. Það ætlast enginn tU neins af honum lengur og hann getur sagt hvað sem er, því það er bara svartagallsraus. Og svo getur hann lifað og leikið sér í Ust sinni af hjartans lyst. Og að lokum upplýsingaskyldan. Skyldi það vera að þessi aðfaraorð veiti fullt eins góðar upplýsingar um þennan Ustamann og „sérfræðileg úttekt“ með afrekaskrá. Maður sem vinnur heilshugar að list sinni, lifir oftar en ekki fábrotnu lífl. Ævintýrin eiga sér stað í hugarheimi. Ævisagan er skráð í verkum hans, með þeim stendur hann eða fellur. Annað á ekki erindi fyrir almennings sjónir." Kjartan Guðjónsson opnar tvær sýningar um þessa helgi. Önnur er yfirlits- sýning i Hafnarborg en hin er i Listhúsinu við Vesturgötu og þar eru nýj- ustu myndir listamannsins sýndar. DV mynd Brynjar Gauti Helga Bachmann leikur móður Sylvíu, Aureliu Plath, en Guðbjörg Thoroddsen fer með hlutverk Sylvíu. Þjóðleikhúsið frumsýnir: Bréf frá Sylvíu A litla sviði Þjóðleikhússins verð- ur leikritið Bréf frá Sylvíu frumsýnt í kvöld. Höfundur leikritsins er Rose Leiman Goldemberg og byggði hún verkið á fjölda sendibréfa sem skáld- konan Sylvia Plath skrifaði fjöl- skyldu sinni allt frá menntaskólaár- um til dauðadags. Hér er á ferðinni óvenjuleg leiksýning um lífshlaup þessarar merku skáldkonu sem þekkt var fyrir bæði bundið mál og óbundið þó ljóðin haldi einkum nafni hennar hátt á iofti. Sylvia Plath fæddist í Boston 1932, hélt til framhaldsnáms í Englandi og giftist þar Ted Hughes íem nú er lár- viðarskáld Breta. Sylvia var orðin hátt skrifuð sem ljóðskáld í krafti einnar ljóðabókar, Colossuns, er hún svipti sig lífi i febrúarmanuði 1963. Eftir andlát hennar komu út ljóðabækurnar Aríei, Crossing the Water, Winter Trees og heildarút- gáfa ljóða hennar, Sylvia Plath, The Collected Poems, en sú bók hlaut hin eftirsóttur Pulitzer verðlaun í Bandaríkjunum 18 árum eftir lát höfundar. Auk ljóðanna hafði Sylvia samið eina sjálfsævisögulega skáld- sögu, The Bell Jar og heildarsafn smásagna hennar er og skemmri prósaverka kom út 1969 undir titlin- um Johnny Panic and The Bible of Dreams. í þessu leikriti lýsir Rose Leiman Goldenberg harmrænu hlutskipti Sylviu Plath, vonum hennar og draumum og tilfinningaríkum sam- skiptum skaldkonunnar og moður hennar, Aurelíu Plath. Leikkonurnar Guðbjörg Thorodd- sen og Helga Bachmann fara með hlutverk Sylvíu og móður hennar, Aurelíu Plath. Edda Þórarinsdóttir leikstýrir nú í fyrsta skipti í Þjóðleik- húsinu en liún stundaði nám í kvik- myndaleikstjórn í Hollywood 1987 til 1989. Guðrún J. Bachmann þýddi leikritið úr ensku og Sverrir Hólm- arsson þýddi Qögur ljóð Sylviu sem flutt eru í leiknum. Sviðshreyfmgar annaðist Sylvia von Kospoth, tónlist samdi Finnur Torfi Stefánsson, Gunnar Bjarnason hannaði leik- mynd og Ásmundur Karlsson lýs- ingu. Tvö verk eftir Rachmaninoff - frumílutt í Evrópu ÁtónleikumSinfóníuhljómsveit- Hljómsveitarstjóri á tónleikun- hins vegar margir í endurskoðaðri Nokkrir söngvarar koma við Óperuna í Amsterdam, bandariski ar íslands í Háskólabíóí næstkom- um veröur Igor Buketoff en á sjö- útgáfu. Upphaflega útgáfan er um söguióperunniMonnaVanna. Það baritonsöngvarinn Nickolas Karo- andilaugardagklukkan 14.30 verða unda áratugnum var hann aöal- margt ólík ef undan er skilinn 1. er merkastan að telja bandaríska usatos sem hefur getið sér gott orð frumflutt í Evrópu tvö verka Rach- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- kaflinn. barítonsöngvarann Sherrill Mil- austan hafs og vestan, bandaríski maninoffs. Þetta eru Píanókonsert sveitar íslands. Buketoff var vinur Einleikari á tónleikunum er nes. Hann hefur í aldaröórðung tenórsöngvarinn Seth McCoy og tu. 4 í upphaflegri mynd og ófull- Rachmaninoffs og vegna þessarar bandaríski píanóleikarinn William sungið í flestum óperuhúsum bandarískasópransöngkonanBlyt- gerða óperan Monna Vanna sem vináttu var hann beðinn um að Black og er talið að hann sé eini heims og hlotið takmarkalaust lof he Walker. Auk þess tekur Kór ís- ekkihefurveriðáöurfluttí Evrópu leita leiða til að koma óperunni á píanóleikarinnidagsemhafiþenn- fyrir. Aðrir söngvararar eru Jón lensku óperunnar þátt í flutningn- vegna höfundarréttarmála. framfæri. Píanókonsertinn þekkja an konsert á valdi sínu. Þorsteinsson sem syngur nú við um og kórstjóri er Peter Locke.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.