Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDA'GUR ÍFM'ARS 1991. Háskólabíó: Sýknaður? Fyrir leik sinn í Sýknaöur (Re- versal of Fortune) hefur Jeremy Irons fengið tilnefningu til óskars- verðlauna. í myndinni leikur hann danskættaða greifann Claus von Biilow sem giftist inn í eina auðug- ustu ættina í Bandaríkjunum. Hann var síðan ákærður fyrir að reyna að myrða eiginkonu sína, Sunny, en hún liggur nú í . dauðadái. Það voru ættingjar hennar sem fengu hann ákærðan. Réttarhöldin vöktu geysimikla at- hygli fyrir nokkrum árum og fylgd- ust fjölmiðlar með þeim í smáatrið- um enda var kafaö í lifnaðarhætti Claus von Bulow (Jeremy Irons) við sjúkrabeð eiginkonu sinnar, Sunny (Glenn Close). „fína fólksins" á miskunnarlausan hátt. Allt kemur þetta fram í mynd- inni. Glenn Close leikur milljóna- prinsessuna Sunny og Ron Silver lögfræðinginn Alan Dershowitz sem var verjandi Claus von Búlow. Handritið að myndinni er byggt á bók sem Dershowitz skrifaði um réttarhöldin. Leikstjórinn Barbet Schroeder er búinn að vera viðloðandi kvik- myndabransann í ein tuttugu og fimm ár. í byrjun gerði hann allt sem bauðst, var aðstoðarleikstjóri Jean-Luc Godard við gerð Les Carabiners, þá lék hann aðalhlut- verkið í kvikmynd Eric Rohmer’s, La Boulangere de Monceau, og var það byrjunin á löngu samstarfi þessara tveggja listamanna. Schroeder leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1969. Það var bresk kvikmynd, sem hét More, og var hún sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Eftir það hafði hann bú- setu í Frakklandi og leikstýrði og framleiddi jöfnum höndum leikn- um kvikmyndum og heimildar- myndum. Hann hefur leikstýrt einni bandarískri kvikmynd, Barfly, sem vakti mikla athygli fyr- ir tveimur árum. -HK Bíóborgin: Á síðasta snúningi Á síðasta snúningi (Pacific Heights) er sálfræðiþriller sem breski leikstjórinn John Schlesin- ger leikstýrir. Aðalpersónurnar eru þrjár. Tvær þeirra eru Patty Palmer og Drake Goodman sem kaupa saman stórt draumaheimili í San Francisco. Húsið er stórt og til að auka tekjurnar auglýsa þau kjallaraíbúð til leigu. Þeim líst í fyrstu vel á leigjand- ann, Carter Hayes. Hann virðist vera hinn fullkomni leigjandi en fljótlega eftir að hann flytur inn kemur í ljós að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Þegar þau reyna að losa sig viö hann hefur hann sálfræðilegt stríð á hendur þeim. Og áður en skötuhjúin vita hvað um er að vera eru þau komin í stríð við leigjandann, strið sem þau mega ekki tapa því það gæti kostað þau lífið. Pacific Heights hefur fengið virkilega góða dóma erlendis og þykja leikararnir þrír, Matthew Modine, Melanie Griffith og Mic- hael Keaton, standa sig öll 'með prýði, sérstaklega Keaton sem ieik- ur hinn geösjúka leigjanda. Myndin er enn ein rós í hnappa- gat Johns Schlesinger sem á að baki margar úrvalskvikmyndir. Hann byrjaði leikstjórnarferil sinn í heimalandi sínu á þeim tíma sem breskar kvikmyndir voru í háveg- um hafðar. Hans þekktustu kvik- myndir frá þessu tímabili eru A Kind of Loving, Billy Liar og Darl- ing sem hlaut nokkur óskarsverð- laun. Ekki var amaleg byrjun hans í Bandaríkjunum. Hans fyrsta mynd þar var meistaraverkið Midnight Cowboy sem hiaut öll helstu óskarsverðlaunin árið sem hún var frumsýnd. Schlesinger hefur síðan stanslaust veriö að og þótt honum hafi verið mislagðar hendur er ávallt viss gæðastimpill á myndum hans. Hans þekktustu kvikmyndir fyrir utan þær sem nefndar hafa verið eru Sunday, Bloody Sunday, Day of the Locust, Marathon Man og The Falcon and the Snowman. Pacific Hights er sextánda leikna kvikmyndin sem hann leikstýrir. -HK Marlon Brando fékk óskarsverð- launin fyrir leik sinn í Guðföðurn- um 1. Háskólabíó: Guðfaðirinn l og 2 í tilefni af frumsýningu á Guð- föðurnum III, föstudaginn 8. mars mun Háskólabío hefja í dag sýning- ar á fyrri Guðföðursmyndunum tveimur og sýna þær í nokkra daga. Þessi skemmtilega tilhögun er ör- ugglega vel þeginn af fjölmörgum aðdáendum Francis Ford Coppola sem leikstýrt hefur öllum myndun- um þremur. Fyrri tvær kvikmyndirnar eru löngu orðnar klassískar og hjart- fólgnar mörgum kvikmynda- áhugamönnum, enda eru báðar úrvalsmyndir og sú fyrri tíma- mótaverk í sögu kvikmyndanna. -HK Laugarásbíó: Stella Stella er endurgerð kvikmyndar- innar Stella Dallas sem gerð var 1937 og leikstýrð var af King Vidor. Þar fór Barbara Stanwyck með hlutverk konu sem fórnar öllu fyr- ir dóttur sína. í nýju útgáfunni hefur veriö lífgað upp á dramatísk- an söguþráðinn og Bette Midler leikur Stellu sem nú er orðin kjaft- for barþerna sem vinnur hjá vini sínum og orðlögðum drykkjusvola, Ed Munn, sem John Goodman leik- ur. Hún kynnist ungum og ríkum lækni sem leikinn er af Stephen Collins og leiða þau kynni til þess að hún verður ófrísk. Læknirinn vill fóstureyðingu en hún neitar og ákveður að ala upp barnið ein. Það gengur erfiðleikalaust þar til stelp- an er orðinn táningur þá byrjar vandræðin hjá Stellu fyrir alvöru. -HK Bette Midler leikur barstúlkuna Stellu í samnefndri kvikmynd. Matthew Modine, Melanie Griffith og Michael Keaton mynda þrihyrning í Pacific Heights. Hvað finnst gagnrýnendum DV um myndir í bíóhúsum? BÍÓBORGIN Memphis Belle * Stjómlaus frá flugtaki, flýgur á tómu, hrapar sem steinn. Máttlaus, bæði sem persónudrama og spennumynd. -GE Uns sekt er sönnuð **★ Athyglisverðar persónur í flóknum þriller þar sem gátan er óleyst fram á síðustu stundu. Harrison Ford er frábær. -HK Góðir gæjar **** Mjög vel leikin og spennandi maf- íumynd, hrottafengin en um leið raunsæ. Besta mynd Martins Scor- sese frá því hann gerði Raging Bull. -HK BÍÓHÖLLIN Passað uppá starfíð ** Ágæt iðnaðarframleiðsla. James Belushi er góður, Charles Grodin er enn betri. -PÁ Rocky 5 ** Óþarft en vel meint framhald sem er mun skárra en síðustu þrenn slagsmál. Stallone er skammlaus. -GE Ameríska flugfélagið ★ Langdregnar flugæfingar sem eru lítið spennandi. Ekki heil brú í handritinu. -PÁ Aleinn heima **■/i Gamanmynd um ráðagóðan strák sem kann svo sannarlega aö taka á móti innbrotsþjófum. Mjög fynd- in í bestu atriöunum. MacCaulay Culkin er stjarna framtíðarinnar. EinnigsýndíBíóborginni. -HK Þrír menn og lítil dama *★ /j Létt, skemmtileg og hæfilega væm- in iðnaðarkómedia. Talsvert betri enforverinn. -GE HÁSKÓLABÍÓ Sýknaður? Samleikur Irons og Close er hreint ótrúlega vei heppnaður, en myndin er sögð frá sjónarhorni sem sveltir áhorfandann. -GE Allt í besta lagi *** Giuseppe Tornatore er mikill kvik- myndageröarmaöur. Þótt Allt í besta lagi sé ekki eins mikið verk og Paradísarbíóiö þá er hér um mjög góða kvikmynd að ræða og sem fyrr má treysta á Mastroianni. -HK Hálendingurinn II * Misheppnað framhald. Vantar flest það sem prýtt getur góða kvik- mynd. -PÁ Kokkurinn, þjófurinn, konan hans og elskhugi hennar *** Áreitið og hrottafengið listaverk um ást, kynlíf og mat. Ekki við allra hæfi. -PÁ Nikita *** Sterkt myndmál er aðal Lucs Bes- son nú sem fyrr. Hnökrar í per- sónusköpun koma ekki i veg fyrir góða skemmtun. -HK Skjaldbökurnar *★ 'A Snílldarlega útbúnar tánings- skjaldbökur og fjörug saga gera þetta að hinni bestu skemmtun fyr- ir breiðan aldurshóp. -GE Tryllt ást *** Lynch gengur of langt í furðuleg- heitunum en að öðru leyti sterkt og sérstakt verk. -GE Paradisarbíóið *★* 'A Þaö líöur öllum vel eftir að hafa séð þessa einlægu og frábæru kvik- mynd. -HK LAUGARÁSBÍÓ Leikskólalöggan ** Einfeldningsleg saga, byrjar ágæt- lega en fer yfir væmnismörk í lok- in. Schwarzenegger stendur sig furðuvel. -GE Skuggi ** /z Dúndurkeyrsla og hraði en upp- bygginguna vantar. Neeson er góð- ur og stendur af sér gallana í sög- unni. , -GE REGNBOGINN Úlfadans *** Löng og falleg kvikmynd um nátt- úruvemd og útrýmingu indíána. Glæsileg fmmraun Kevins Costn- ers. Örugguróskar. -PÁ Litli þjófurinn *** Grátbrosleg þroskasaga, arfur meistara Truffauts í vandaðri út- setningu Claude Millers. Kærkom- in tilbreyting. -PÁ Samskipti ** Christopher Walken á góða spretti í forvitnilegri kvikmynd sem spyr margra spurninga en veitir fá svör. -HK Aftökuheimild * Van Damme er ekki vandinn held- ur einstaklega ófmmiegur og óspennandi söguþráður. -GE Ryð ★** 'á Sterkt drama. Öll vinna mjög vönd- uö og fagmannleg. -PÁ Skúrkar ** '4 Háðskt og meinfyndið löggugrín frá Fransmönnum. -GE STJÖRNUBÍÓ Pottormarnir * ’A Hroövirknislegt framhald þar sem söguþráður er nánast enginn og frumleikinn horfinn. Börnin einu leikararnir sem standa fyrir sínu. -HK Flugnahöfðinginn ** Endurgerð klassískrar sögu upp á nútímann en hún er kraftlaus og aldrei meira en forvitnileg. -GE Á mörkum lífs og dauða ** Góð hugmynd en klúðurslega unn- in og ekki alltaf sjálfri sér sam- kvæm. Myndræna hliðin er of- keyrð í von um að auka áhrifin. -GE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.