Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Qupperneq 4
20
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991.
Galleri einn einn:
Biblíumyndir
Ragnar Stefánsson opnar í dag,
fóstudaginn 22. mars, sína þriðju
einkasýningu í Gallerí einn einn að
Skólavörðustíg 4a. Sýningin ber titil-
inn Biblíumyndir.
Ragnar stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands árin
1980-1984 og framhaldsnám í School
of Visual Arts í New York 1987-1988.
Þá stundaði hann nám í málaradeild-
um beggja ofangreindra skóla en
hefur síðan þróast í að smíða mynd-
verk sín úr tré, bhkki og plexigleri
enda áður menntaður húsgagna-
smiður og hefur unnið við smíði stoð-
tækja og gervilima og sækir þangað
vinnubrögð.
Ragnar hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu í FÍM-salnum 1989 og árið 1990
hélt hann einkasýningu í Malmö í
Svíþjóð. Einnig hefur hann tekið þátt
í samsýningum hérlendis.
Sýningin er opin alla daga frá
klukkan 14-18 nema á föstudaginn
langa og á páskadag. Sýningunni lýk-
ur 4. apríl.
FÍM-salurinn:
Sara Jóhanna
sýnir olíumálverk
Á morgun, laugardaginn 23. mars,
klukkan 15, opnar Sara Jóhanna Vil-
bergsdóttir sýningu á olíumálverk-
um í FÍM-salnum, Garðastræti 6.
Sara stundaði nám við málunar-
deild Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands á árunum 1981-1985 og fram-
haldsnám við Statens Kunstakademi
í Osló árin 1985-1987. Sara hefur tek-
ið þátt í samsýningum hérlendis, í
Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum
og haldiö tvær einkasýningar í
Slúnkaríki á ísafirði. Sýningin í
FÍM-salnum er fyrsta einkasýning
hennar í Reykjavík.
Sýningin stendur til 14. apríl og er
opin daglega frá klukkan 14-18.
Sara Jóhanna opnar málverkasýn-
ingu í FÍM-salnum á morgun, laug-
ardag.
Leikfélag Homafjarðar:
Síldin kemur síldin fer
Júlía Imsland, DV, Höfn:
Leikfélag Hornaijarðar sýnir núna
leikritiö „Síldin kemur síldin fer“
eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur
í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar.
Leikritinu hefur verið frábærlega
vel tekið og hefur verið uppselt á all-
ar sýningar sem verið hafa til þessa.
Nokkrar sýningar verða enn fram
að páskum og gefst þeim sem koma
hér í páskafríinu kostur á að sjá þetta
vinsæla leikrit.
Listasafn Ámessýslu:
Þjóðsögnmyndir Ásgríms
I Listasafni Árnessýslu veröur
opnuð á morgun, laugardag, sýning
á þjóðsögumyndum Ásgríms Jóns-
sonar. Myndirnar eru fengnar að
Kni frá Listasafni íslands.
Ásgrímur er fæddur í Rútsstaða-
Suðurkoti í Flóa þar sem blasir við
íjallahringur sá er hýsir svo marga
skessuna og forynjuna. Ásgrímur
málaði annaðhvort landslagsmynd-
ir, þar sem birta og blæbrigði veðurs
ráöa ríkjum, eða þá tröllin holdi
klædd þar sem heimur sagnanna
verður að raunveruleika.
Sýning þessi er liður í M-hátíð Suð-
urlands og myndir Ásgríms munu
hanga uppi til 15. maí.
Ingeborg Einarsson sýnir 20 olíumálverk i Gerðubergi.
Ingeborg
í Gerðubergi
Ingeborg Einarsson sýnir nú 20
olíumálverk í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi. Ingeborg er fædd í
Danmörku og lærði teikningu og
postulínsmálningu á Akademiet for
Fri og Merkantil Kunst í Kaup-
mannahöfn á árunum 1943-1946.
Hún hefur málað síðan og hélt sýn-
ingu á vatnslitamyndum í Eden 1981.
Á árunum 1979-1984 naut Ingeborg
tilsagnar í olíumálningu hjá Valtý
Péturssyni og Jóhannesi Geir.
Á þessari sýningu tjáir Ingeborg
hvernig hún upplifir Reykjavík og
nánasta umhverfi. Sýningin er opin
mánudaga, þriðjudaga og miðviku-
daga frá klukkan 10-20 en aðra daga
frá klukkan 11-17 og henni lýkur 2.
apríl.
Leikfélag Dalvíkur:
Frænka Charleys
Leikfélag Dalvíkur sýnir um þess-
ar mundir enska gamanleikinn
Frænka Charleys eftir Brandon
Thomas. Leikritið gerist í Oxford
árið 1892 en það var frumsýnt það
ár og verður því hundrað ára á næsta
ári. Þetta leikrit er í hópi vinsælustu
gamanleikrita en hefur ekki verið
sýnt hér á landi lengi. Leikritið er í
nýrri þýðingu Úlfs Hjörvar sem hann
gerði fyrir Þjóðleikhúsið.
Leikstjóri sýningarinnar er Björn
Ingi Hilmarsson sem er Dalvíkingur
og útskrifaðist úr Leiklistarskóla ís-
lands síðasta vor. Þetta er fyrsta leik-
stjórnarverkefni hans. Alls taka 10
manns þátt í leikritinu en-leikmynd
og lýsing er eftir Kristján E. Hjartar-
son.
Sýningar á Frænku Charleys verða
í gamla samkomuhúsinu á Dalvík og
hefjast klukkan 21. Sýnt verður í
kvöld, annað kvöld, á þriðjudaginn
og miðvikudaginn.
Myndlistarskólinn Akureyri:
Sýning málunardeildar
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
Nemendur í málunardeild Mynd-
listarskólans á Akureyri efna til sýn-
ingar á verkum sínum um helgina
og fer hún fram í húsnæði skólans.
Sýningin verður opnuð á morgun
kl. 14. Hún verður þá opin til kl. 18
og á sama tíma á sunnudag. Á sýn-
ingunni, sem ber heitið „í mótun“,
verður sýndur afrakstur vinnu nem-
enda á síðustu önn, þar sem unniö
var undir handleiðslu gestakennara.
Sigríður Rósinkars-
dóttir í Eden
Sigríður Rósinkarsdóttir opnar á
morgun, laugardag, sýningu á vatns-
lita- og olíumyndum í Eden. Sigríður
er fædd að Snæfjöllum á Snæfjalla-
strönd. Þetta er fjórða einkasýning
Sigríðar en hún hefur tekiö þátt í
samsýningum í Keftavík, Sandgerði
og Danmörku.
Sigríður hefur stundað nám í
myndhstadeild Baðstofunnar í Kefla-
vík. Aðalkennari hennar hefur verið
Eiríkur Smith.
Messur
Árbæjarkirkja: Bamaguösþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jón
Mýrdal. Miövikudagur: Fyrirbænaguös-
þjónusta kl. 16.30. Sr. Guómundur Þor-
steinsson.
Áskirkja: Bamaguösþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Flutt verður Jesu
meine Freude eftir Buxtehude. Flytjend-
ur Kórskóli Estherar H. Guömundsdótt-
ur, Kirkjukór Áskirkju og strengjasveit.
Einsöngvarar Ellen Freydís Martin, Inga
Dóra Hrólfsdóttir og Bjöm Bjömsson.
Ámi Bergur Sigurbjömsson.
Breiðholtskirkja: Bamaguðsþjónusta
kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Organisti
Daniel Jónasson. Þriöjudagur: Bæna-
guðsþjónusta kl. 18.30. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnaguösþjónusta í
Bústöömn kl. 11. í umsjón Guörúnar
Ebbu Ólafsdóttur og Sigurðar Grétars
Siguröarsonar. Fermingarmessa kl. 10.30
og kl. 13.30. Organisti Guöni Þ. Guö-
mundsson. Sr. Pálmi Matthíasson.
Digranesprestakall: Bamasamkoma í
safnaðarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl.
11. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Kl. 11. Messa. Prestur sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson. Dómkórinn
syngur. Organleikari Marteinn H. Frið-
riksson. Bamasamkoma í safnaðarheim-
ilinu á sama tíma. Miövikudagur: Hádeg-
isbænir í kirkjunni kl. 12.15.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Cecil Haraldsson.
Fella- og Hólakirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11. Umsjón Jóhanna Guðjóns-
dóttir. Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta i til-
efni af vígsludegi kirkjunnar. Sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson þjónar fyrir alt-
ari, sr. Hreinn Hjartarson prédikar.
Nemendur Ragnheiðar Guðmundsdóttur
í Söngskóla Reykjavíkur syngja einsöng
og tvísöng: Kristín R. Sigurðardóttir,
Svava Á. Sigurðardóttir, Metta Helga-
dóttir, Sigurlaug Amardóttir og Bjami
Thor Kristinsson. Kirkjukór Fella- og
Hólakirkju flytja „þýska messu“ eftir
Franz Schubert undir stjórn organistans,
Guðnýjar M. Magnúsdóttur. Þriðjudag-
ur: Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju kl.
14. Sóknarprestur.
Frikirkjan í Reykjavík: Guösþjónusta
kl. 14.00. Orgelleikari Violeta Smid.
Kirkjan er opin i hádeginu virka daga.
Cecil Haraldsson.
Grafarvogssókn, messuheimili Grafar-
vogssóknar, Félagsmiðstööinni Fjörgyn:
Barnamessa kl. 11. Skólabíllinn fer frá
Húsahverfl kl. 10.30 í Foldir og síðan í
Hamrahverfi. Guðsþjónusta kl. 14. Org-
anisti Sigríður Jónsdóttir. Sóknarprest-
ur.
Grensáskirkja: Bamasamkoma kl. 11.
Eldri bömin uppi í kirkjunni, yngri börn-
in niðri. Messa kl. 14. Sr. Halldór S.
Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnar.
Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 14. Miöviku-
dagur: Helgistund fyrir aldraða kl. 13.30.
Prestamir.
Hallgrímskirkja: Laugardagur; Samvera
fermingarbama kl. 10. Sunnudagur:
Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Sig-
urður Pálsson. Kvöldmessa með altaris-
göngu kl. 17. Sr. Karl Sigurbjömsson.
Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kvöldbænir
með lestri Passíusálma mánudag, þriöju-
dag og miðvikudag kl. 18.
Háteigskirkja: Kl. 10. Morgunmessa, sr.
Tómas Sveinsson. Kl. 11. Bamaguðs-
þjónusta. Kirkjubíllinn fer um Suöur-
hlíðar og Hlíöar fyrir og eftir guðsþjón-
ustuna. Kl. 14. Hámessa, sr. Arngrímur
Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em
í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sókn-
arnefndin.
Hjallaprestakall: Messusalur Hjalla-
sóknar, Digranesskóia. Barnamessur kl.
11. Foreldrar em hvattir til að fylgja
bömunum til messu. Ferming í Kópa-
vogskirkju kl. 13.30. Bamakór Hjalla-
sókiiar og Hjallakórinn syngja, stjórn-
endur Friðrik S. Kristinsson og Elías
Davíðsson. Kristján Einar Þorvarðarson.
Kársnesprestakall: Bamastarf í safnað-
arheimilinu Borgum sunnudag kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
Organisti Guðmundur Gilsson. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
Landakotsspitali: Messa kl. 13. Organ-
leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sig-