Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Side 5
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. 21 Páskasýning í Gunnarssal Myndlistarkonurnar Dósla (Hjör- dís Bergsdóttir) og Þórdís Árnadóttir opna sýningu á málverkum sínum í Gunnarssal, Þernunesi 4, Arnarnesi, sunnudaginn 24. mars. Dósla hefur lokið námi frá Mynd- lista- og handíöaskóla íslands í text- íl-, kennara- og málaradeild. Hún opnaði og rak tauþrykksverkstæðið Grettlur ásamt öðrum textíllistakon- um, hélt einkasýningu í Gallerí Langbrók 1983 og tók þátt í samsýn- ingum í Listvinahúsinu 1984 og 1985. Nú síðast sýndi Dósla málverk eftir sig, Maðurinn í umhverfi sínu, á Hótel Blönduósi, en hún býr og starf- ar á Blönduósi. Þórdís Árnadóttir hefur stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Det Fynske Kunstakademi í Óð- insvéum. Þetta er í fyrsta sinn sem Þórdís sýnir verk eftir sig. Sýningin verður opin á pálma- sunnudag frá klukkan 15-20, skírdag, föstudaginn langa, laugardag fyrir páska og annan í páskum frá klukk- an 14-18. Sverrir Ólafsson sýnir: Skúlptúr í Nýhöfn Sverrir Ólafsson opnar skúlptúr- sýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafn- arstræti 18, á morgun, laugardaginn 23. mars, klukkan 14. Á sýningunni eru verk unnin á þessu og síðasta ári. Sverrir lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1976 og var síðar gestalistamaður við Cam- bridgeshire Experimental Glass Workshop á Englandi árin 1980-1983. Sverrir hefur haldið 7 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, heima og erlendis. Verk eftir Sverri eru í eigu opinberra safna og einka- safna, bæði hér heima og erlendis. Sýningin í Nýhöfn er opin virka daga klukkan 10-18 og 14-18 um helg- ar. Lokað er á mánudögum. Sýning- unni lýkur 10. apríl. Sverrir Ólafsson sýnir skúlptúrverk í Nýhöfn. í kvöld, föstudagskvöldið 22. mars, er síðasta sýning á bandaríska leik- ritinu Bréf frá Sylvíu eða Letters Home eftir Rose Leiman Goldem- berg á Litla sviði Þjóðleikhússins. Hún byggði verkið á fjölda sendi- bréfa sem skáldkonan Sylvia Plath skrifaði fjölskyldu sinni, allt frá menntaskólaárum til dauðadags. í leikritinu segir frá harmrænu hlut- skipti Syiviu Plath, vonum hennar og draumum og tilfinningaríkum samskiptum hennar og móður henn- ar. Það eru leikkonurnar Guðbjörg Thoroddsen og Helga Bachmann sem fara með hlutverk Sylviu og móður hennar, Aureliu Plath. M-hátíð á Suðurlandi: listahátíð bamaá Kirkju- bæjar- klaustri Á morgun, laugardaginn 23. mars, og á sunnudag mun standa yfir Lista- hátíð barna og unglinga á Kirkjubæj- arklaustri og er þessi hátíð þáttur í M-hátíð á Suöurlandi. Á Listahátíðinni munu eingöngu koma fram böm og unglingar, böm af dagheimilinu Kærabæ, grunn- skólanemendur úr Kirkjubæjarskóla og nemendur tónlistarskólans á Kirkjubæjarklaustri. Flutt verður tónlist, einleikur, samleikur og kór, leikrit verða sýnd, upplestur á ljóð- um og fleiru, leikbrúður, myndlistar- sýning, Ijósmyndasýning, veitingar og margt fleira. Hátíðin hefst í félagsheimilinu Kirkjuhvoh á Kirkjubæjarklaustri klukkan 14. urbjömsson Langholtskirkja, kirkja Guðbrands biskups: Óskastund barnanna, söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson guðfræðing- ur og Jón Stefánsson annast stundina. Ferming kl. 13.30. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Drengja- kór Laugarneskirkju syngur. Barnastarf á sama tíma. Heitt á könnunni eftir messu. Sóknarprestur. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Um- sjón Sigríður Óladóttir. Ferming kl. 11 og 14. Sr. Frank M. Halldórsson og Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Laugardagur 23. mars. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma vegna ferminga í kirkjunni. Pálma- sunnudagur: Femiingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Fjölskyldumessa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdótt- ir. Barnastarf á sama tima i umsjón Kristinar Þórunnar Tómasdóttur og Eirnýjar Ásgeirsdóttur. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðal- safnaðarfundur í safnaöarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. KafFiveitingar. Einar Eyjólfsson. Óháði söfnuðurinn: Fermingarguðs- þjónusta kl. 14. Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson sjá um tónlist. KafFiveiting- ar eftir messu. Safnaðarprestur. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. Skemmtanir Bíó í MÍR Á sunnudaginn klukkan 16.00 verður so- véska kvikmyndin Ástarsaga úr stríðinu sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Leik- stjóri er Pjotr Todorvskí. Skýringartextar eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Tilkyimingar Húnvetningafélagið Félagsvist verður á laugardag kl. 14.00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Breiðfirðingafélagið Breiðfirðingafélagið heldur félagsvist sunnudaginn 24. mars kl. 14.30 í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. Kökubasar Kiwanisklúbburinn Höfði heldur koku- basar til styrktar bamastarfi Grafarvogs- sóknar sunnudaginn 24. mars kl. 15.00 í anddyri Fjörgynjar. Allir velunnarar eru hvattir til að mæta. Laugardagskaffi Kvennalist- ans Laugardagskaffi Kvennalistans verður á morgun kl. 10.30 að Laugavegi 17,2. hæð. Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræð- ingur raeðir um tímahugtakið. Heimspek- ingar og skáld hafa velt timahugtakinu fyrir sér um aldaraðir og í seinni tíð hafa femínistar líka velt fyrir sér hvort sú umræða þuríi ekki að taka mið af kynj- unum. Þeir hafa spurt hvort konur og karlar upplifi tímann á sama hátt og hvort ríkjandi timaskilningur á Vestur- löndum henti konum. Hvernig myndu konur ákvarða tímann ef þær réðu tíma sínum sjálfar? Námskeid Skyndihjálparnámskeið Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands gefur almenningi kost á að læra skyndi- hjálp. Námskeiðiö hefst mánudaginn 25. mars kl. 20.00 og stendur flögur kvöld. Námskeiðið verður haldið að Fákafeni 11,2. hæð. Öllum 15 ára og eldri er heim- il þátttaka. Þeir er áhuga hafa á að kom- ast á námskeiðið geta skráö sig í síma 688188. Kennsludagar verða 25., 27. mars og 4. og 8. apríl. Skólafólki, sem ætlar að láta meta í framhaldsskólum, skal bent á að þetta er síðasta námskeiðið sem haldið verður á þessari önn. Kennd verður skyndihjálp við helstu slysum, meðal annars endur- lífgun, stöðvun blæðinga, viðbrögð við bruna, kali, ofkælingu, skyndihjálp við beinbrotum og síðast en ekki síst að ná aðskotahlut úr hálsi. Leitast verður við að heimfæra námskeiðið upp á slys bæði í byggð og óbyggð. Frítt heigarnámskeið í jóga og hugleiðslu Þessa helgi mun Sri Chimnoy-setrið halda námskeið í jóga og hugleiðslu. Á námskeiðinu verða kenndar margs kon- ar slökunar- og einbeitingaræfingar jafn- framt því sem hugleiðsla er kynnt sem áhrifamikil aðferð til meiri og betri ár- angurs í starfi og aukinnar fullnægju í daglegu lífi. Komið verður inn á sam- hengi andlegrar iðkunar og sköpunar, farið í hlutverk íþrótta í andlegri þjálfun og sýnd kvikmynd í því sambandi. Nám- skeiðið verður haldið í Ámagarði, það er ókeypis og öllum opið. Það er í sex hlutum og byijar fyrsti hlutinn fóstu- dagskvöld kl. 20.00. Frekari upplýsingar má fá í síma 25676. Ferðalög Útivist um helgina Sjötti hluti Póstgöngunnar verður geng- inn á sunnudag kl. 10.30. Gengið verður frá Bæjarskeri suður á Stafnes og þaðan áfram í Kirkjuvog. Á leiðinni veröur Hvalneskirkja skoðuð og rústir gamla Básendakaupstaðarins. Ef aöstæður leyfa veröur feijað yfir ósana og mun Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði sjá um feijunina. í höfnum verður Bréf- hirðan flutt í samkomuhúsið vegna fjöl- mennis og verða göngukortin stimpluð þar. Styttri ferð innan Póstgöngunnar er ferð frá Stafnesi til Kirkjuvogs og hefst hún kl. 13.00. Auk þess verður farið í afmælisgöngu á Keili en fyrsta ferð Útivistar var 24. mars 1975 á Keili og síöan er farið þangað árlega. Gangan hefst kl. 13.00. Brottfór í allar ferðimar er frá bensin- sölu BSÍ. Stansað verður á Kópavogs- hálsi, við Ásgarð í Garðabæ og Sjóminja- safnið í Hafnarfirði. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið vdrka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Árbæjarsafn sími 84412 Safnið er opið eftir samkomulagi fyrir hópa frá því í október og fram í maí. Safnkennari tekur á móti skólabömum. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 i safni Ásgríms Jónssonar em nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði em unnin í olíu og með vatnslitum, em frá árunum 1905-1930 og em þau einkum frá Suðurlandi. Ásmundarsalur v/Freyjugötu Þórdís Alda Sigurðardóttir er með sýn- ingu á myndum, unnum á pappír með olíukrít, vatnslitum, kolum, prentsvertu, sparsli og pressuðum vír, auk þess skúlptúr unninn í vír, jám og pappa. Sýningin ber yfirskriftina „Forleikur í dýrum og vírum“. Opið verður daglega kl. 14-18 meðan á sýningunni stendur. Síðasti sýningardagur er pálmasunnu- dagur 24. mars. FÍM-salurinn Garðastræti 6 Sara Jóhanna Vilbergsdóttir opnar þar sýningu á oliumálverkum á laugardag- inn. Hún stundaði nám við málunardeild Myndhsta- og handíðaskólans og síðan framhaldsnám við Statens Kunstaka- demi í Osló. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Reykjavík. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18, og stendur til 14. apríl næstkomandi. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Þar er nú sýning á olíumálverkum eftir Ásgeir Smára Einarsson. Sýninguna nefnir hann Borgarlandslag en viðfangs- efni Ásgeirs er húsið og fólkið í borg- inni. Sýningin stendur til 26. mars og er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí einn einn Skólavörðustig 4 í dag verður opnuð, þriðja einkasýning Ragnars Stefánssonar og ber hún titilinn Bibliumyndir. Ragnar, sem bæði stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og School of Visual Arts í New York, smiðar myndverk sín úr tré, blikki og plexigleri. Hann er menntaður hús- gagnasmiður og hefur unnið við smíði stoðtækja og gervilima, en þangað sækir hann vinnubrögð sín. Sýningin er opin daglega kl. 14-18, nema á fóstudaginn langa og á páskadag. Henni lýkur 4. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.