Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991.
\
27
Leikið gegn Skotlandi og
Austurríki í körfuknattleik
- að auki keppt í handknattleik, knattspyrnu, fimleikum og á skíðum um helgina
Miklð er að gera hjá íslenska
landsliðinu í körfuknattleik þessa
dagana en liðið undirbýr sig nú af
kappi fyrir Evrópukeppnina sem
haldin verður hér á landi dagana
1.-5. maí nk. Um helgina verður
leikið gegn Skotum en síðan taka
við fjórir landsleikir gegn Austur-
ríkismönnum.
Á föstudagskvöldið leika íslend-
ingar og Skotar í Keflavík klukkan
20.00 og verður það síðasti leikur-
inn af þremur gegn Skotum. Ekk-
ert verður leikið á laugardag en á
sunnudag mæta Austurríkismenn
til leiks og fer fyrsti leikur þjóð-
anna fram á Akranesi og hefst
klukkan 20.00. Austurríkismenn
mæta síðan íslendingum í þremur
leikjum til viðbótar á mánudag,
þriðjudag og miðvikudag. Það
verður því í mörgu að snúast hjá
landsliðsmönnum okkar í körfu-
knattleik og fróðlegt að sjá hvemig
landsliðinu vegnar í komandi leikj-
um. Fyrir landsleikjahrinuna hafa
íslendingar unnið 9 landsleiki gegn
Skotum en Skotar 5. Verr hefur
gengið gegn Austurríki. Aðeins
einu sinni hafa íslendingar sigrað
en Austurríkismenn íjórum sinn-
um.
Handknattleikur
Slagur Vals og Víkings um ís-
landsmeistaratitilinn í handknatt-
leik heldur áfram um helgina en
þá fara fram sex leikir í úrslita- og
fallkeppni 1. deildar. í úrslita-
keppninni leika ÍBV og Haukar á
föstudagskvöld í Eyjum klukkan
20.00. Síöan mæta FH-ingar Víking-
um í Hafnarfirði á laugardag
klukkan 16.30 og á sama tíma leika
Valur og Stjaman í Valsheimilinu.
í failkeppninni leika KA og Grótta
á föstudagskvöldið nyrðra klukkan
20.00 og á laugardag leika ÍR og KR
í Seljaskóla klukkan 16.30. Á sama
tíma leika Fram og Selfoss í Laug-
ardalshöll. Ekki er fallkeppnin síð-
Magnús Matthíasson, besti leikmaðurinn i úrvalsdeildinni í vetur, verður í sviðsljósinu á næstu dögum er
íslenska landsliðið mætir Skotum og Austurríkismönnum. DV-mynd Ægir Már Kárason
ur spennandi en úrshtakeppnin og
má búast við að línur í neðri hlut-
anum skýrist nokkuð um helgina.
í 2. deúd karla leika Völsungur
og Keflavík á Húsavík klukkan
14.00 á laugardag og á sunnudag
eru tveir leikir á dagskrá. Þór og
Keflavík mætast klukkan 14.00 á
Akureyri og Breiðablik og HK leika
í Kópavogi klukkan 20.00. í 1. deild
kvenna fer mikilvægur leikur fram
um helgina en þá leika Víkingur
og Fram í Laugardalshöllinni.
Leikurittn fer fram á laugardag
klukkan 15.00.
Knattspyrna
Tveir leikir eru á dagskrá
Reykjavíkurmótsins um helgina.
KR og Þróttur leika á laugardag
klukkan 17.00 og á sunnudag leika
Valur og Fram á sama tíma.
Fimleikar
Norðurlandamót unghnga í
áhaldafimleikum fer fram á laugar-
dag og sunnudag. Mótið verður
haldið í Garðabæ og sér fimleika-
deild Stjörnunnar um að halda það.
Til mótsins mæta fullskipuð lið frá
öllum Norðurlöndunum. íslend-
ingarnir, sem keppa á mótinu, eru:
Jón Finnbogason, Guðmundur Þór
Brynjólfsson, Þröstur Hrafnsson,
GísU Garðarsson, Nína Björg
Magnúsdóttir, Anna Kr. Gunnars-
dóttir, Steinunn Ketilsdóttir og
Þórey Elísdóttir. Keppni hefst
klukkan 14.00 á laugardag og
klukkan 12.00 á sunnudag.
Skíði
Á föstudag og laugardag fer fram
í Bláfjöllum Icelandair Cup, al-
þjóðlegt svigmót í karla- og
kvennaflokki. Keppni fyrri daginn
lauk um hádegisbUið á föstudag en
á laugardaginn hefst keppnin
klukkan 9.00.
-SK
Sýningar
Keramikhúsið, gallerí
v/Faxafen
Sýning á leikaramyndum eftir Halldór
Pétursson. Opið aUa daga kl. 13-18, nema
laugardaga kl. 13-17.
Listasafn Einars Jónssonar
Opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-17.
Listasalurinn Nýhöfn
Hafnarstræti 18
Þar stendur yfir grafíksýning frá U.M.
Værkstedet í Kaupmannahöfn. Á þessari
sýningu eru steinþrykk unnin á U.M.
verkstæðinu eftir þekkta danska lista-
menn. Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá kl. 10-18 og um helg-
ar kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Henni
lýkur 23. apríl.
List Inn, gallerí - innrömmun,
Síðumúla 32
Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál-
ara: olia, vatnslitir, pastel og grafík. Opið
virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Katel
Laugavegi 20b
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og er-
lenda hstamenn, málverk, grafík og leir-
munir.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Listmálarafélagjð sýnir í vestursal
Kjarvalsstaða. í vestur- og austurforsal
stendur yfir sýning á vattstungnum
bandarískum teppum, „Contemporary
Quilts". Sýningin er á vegum Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna og Menningar-
málanefndar Reykjavíkur. í austursal
stendur yfir sýningin Kiarval og náttúr-
an, sýning á verkum eftir J.S. Kjarval
úr eigu Reykjavikurborgar. Sýningamar
standa til 21. apríl. Kjarvalsstaðir eru
opnir daglega kl. 11-18 og er veitingabúð-
in opin á sama tíma.
Listasafn Háskóla
íslands í Odda
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega
kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Um þessar mundir stendur yfir sýning á
verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4
eru sýnd verk eftir íslenska hstamenn
og í sal 3 eru sýnd grafíkverk. Listasafn-
ið er opið aha daga nema mánudaga kl.
12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga-
stofa safnsins er oþin á sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
Í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi er nú
til sýnis úrval af andhtsmyndum Sigur-
jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er
opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofa safns-
ins er opin á sama tíma.
Listhús
Vesturgötu 17
Ehas B. Hahdórsson sýnir olíumálverk
og tréristur. Sýningin er opin aha daga
kl. 14-18.
Mokkakaffi
Skólavörðustíg
Tryggvi Árnason sýnir 22 vatnslitamynd-
ir. Sýningin ber yfirskriftina „Vestfirðir
í vatnshtum" og stendur hún til 24. aprfi.
Norræna húsið
v/Hringbraut
Jón Reykdal sýnir málverk í sýningarsöl-
um Norræna hússins á morgun kl. 14.
Sýningin stendur tíl 28. apríl. í anddyri
stendur yfir sýning sem nefnist Bækur
og bókahönnun og er í umsjón Félags
bókaútgefanda. í bókasafni stendur yfir
sýning á verlaunabókum úr norrænu
bókbandskeppninni. Sex íslendingar
tóku þátt í keppninni og unnu til fiinm
verðlauna.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3b
Eggert Pétursson sýnir í öUum sölum
safnsins. Á sýningunni eru málverk og
ljósmyndir, auk verks á gólfi í stærsta
salnum. Sýningin er opin kl. 14-18 aUa
daga og stendur til sunnudagsins 21.
apríl.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfirði, sími 52502
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu
Þar eru til sýnis og sölu postulínslág-
myndir, málverk og ýmsir Utlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11-16.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið stmnudaga kl. 14-16.
Sýning á Hótel Lind
Hótel Lind tók fyrir nokkru upp þá ný-
breytni að sýna verk ungra myndíistar-
manna í veitingasal hótelsins, Lindinni.
Nú hefur verið sett upp sýning á mynd-
verkum Sjafnar Eggertsdóttur. Daglegur
sýningartími er meðan veitingasalur
Lindarinnar er opinn, frá kl. 7.30-22.
Sýning á Laugavegi 3
Kristján Fr. Guðmundsson sýnir ohu-
málverk, vatnshtamyndir og neon pastel-
myndir að Laugavegi 3,4. hæð. Sýningin
er opin kl. 13-18 út mánuðinn.
Slunkaríki
ísafirði
Á morgun kl. 16 hefst sýning Kristjáns
Guðmundssonar og verður hún opin frá
miðvikudegi til sunnudags kl. 16-18.
r
x - vV
Veitingastaður v
í miðbæ Kópavogs >>
-m
3222E
Tilboóvikunmr
Sérríbœtt krabbasúpa.
Kolagrillað nautafillet með kryddsmjöri,
bakaðri kartöflu og grœnmeti
kr. 1.390
Kosningasjónvarp á laugardag
Einar Logi spilar um helgina
Veisluþjónusta
Hamraborg 11 - sími 42166
zS
ut m'i&i. asáaWbsLteiái.ju k i