Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Side 1
Baltasar stendur hér við Hrímfaxa sem er annað tveggja málverka sem hann málaði fyrir Juan Carlos Spánarkonung. DV-mynd Hanna Kjarvalsstaöir: Yoko Ono og Næstkomandi laugardag verða opnaöar tvær sýningar á Kjarvals- stöðum. Fyrst ber að telja sýningu á verkum eftir japönsku listakon- una Yoko Ono í vestursal og forsöl- um Kjarvalsstaða og ber sýningin yfirskriftina Piece! Friður! í aust- ursal veröur um leið opnuð yfirlits- sýning á Fluxus hreyfingunni, en Yoko tilheyrir einmitt þeirri hreyf- ingu. Yoko Ono er eins og allir vita ekkja Johns Lennon. Þau kynntust einmitt á myndlistarsýningu sem hún hélt í London. Þótt Yoko sé vissulega þekktust fyrir kynni sín og samveru við John Lennon þá hefur hún alltaf unnið eitthvað að Iist sinni ásamt því að láta hin ýmsu mannúðannál til sín taka. Auk myndlistarinnar hefur Yoko einnig samið tónlist og leikstýrt kvikmyndum. Myndverk hennar tilheyra popplist sjöunda áratugar- ins og eins og áður sagði Fluxus hreyfmgunni. Verkin eftir Yoko Ono sem sýnd verða á Kjarvals- 9töðum, spanna feril hennar frá 1962-1990. í tilefni sýningarinnar mun Yoko Ono koma til landsins og verða við- stödd opnunina á laugardaginn. Auk myndlistarsýningar á verkum hcnnar verða sýndar kvikmyndir sein hún leikstyrði og voru gerðar á árunum milii 1960 og 1970. Er þetta í fyrsta skipti sem þær eru sýndar hér á landi. Verkin sem eru á yfirlitssýningu Fluxus hreyfmgarinnar eru meðal annars eftir Joseph Beuys, George Brecht, Christo, Robert Filliou, Geoffrey Hendricks, Georg Mac- iunas, Alison Knowles og Nam June Paik. -HK Hef verið að i glíma við Eddu- kvæðin í þijú ár - segir Baltasar sem opnaði sýningu á verkum sínum í Hafnarborg Hinn kunni listmálari, Baltasar, opnaði í gær sýningu á verkum sín- um í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þrjú ár eru síðan hann hélt síðast einkasýn- ingu hér á landi. Á þessari sýningu hans eru öll málverkin unnin upp úr Eddukvæöum og eru tvö þeirra sérstaklega máluð fyrir Spánarkon- ung, Juan Carlos, og eiginkonu hans, Soffiu. Konungurinn bað Baltasar að mála tvö verk fyrir einkasafn sitt þegar hann var í heimsókn hér á landi. DV hitti Baltasar að máli þar sem hann var að koma myndum sín- um fyrir og fékk hann í smáspjall um Eddukvæði, list hans og Spánar- konung: „Ég hef verið að glíma við Eddu- kvæðin síðustu þrjú til fjögur árin og var hluti af þessari sýningu sýnd- ur í Boston fyrir stuttu. Áhugi minn á Eddukvæðum er mjög mikill og hafa djúpa persónulega þýðingu fyrir mig en þar sem ég er útlendingur var mjög erfitt fyrir mig að lesa ljóöin eingöngu á íslensku og hef ég auk íslenskunnar lesið þau á ensku, þýsku, spönsku og frönsku til að ná þeirri meiningu kvæðanna sem ég sætti mig við. Það var fyrir mig að mála myndir upp úr Eddukvæðum eins og að vinna myndir trúarlegs eðlis. í stað Biblíunnar hellti ég mér yfir Eddu- kvæðin. Með því að lesa kvæðin ná- kvæmlega vakti fyrir mér að gera meira en að teikna Eddukvæðin beint, ég vildi mála þau eftir mínum tilfinningum og um leið færa þau til nútímans." - Finnst þér þú vera búinn að Ijúka þér af gagnvart Eddukvæðum? „Nei, í hvert skiptið sem ég les Eddukvæðin endurtekur þetta sig allt saman aftur. Þetta er svo mikið verkefni að það er hægt að halda endalaust áfram. Ég er alltaf að fá nýjar og nýjar hugmyndir." - Tvö verkanna á sýningunni eru ætluð Spánarkonungi. Hvernig kom þaðtil? „Það var þannig að þegar hann var ásamt drottningu sinni í heimsókn hér á landi hafði hann haft fregnir af mér og spurðist fyrir um hvernig málari ég væri og meðmælin, sem hann fékk, hljóta að hafa verið góð þvi í kjölfarið pantaði hann tvær myndir í einkasafn sitt, aðra handa sér og aðra handa drottningu sinni, Soffíu, og bað um málverk sem mundi hæfa þeim. Hann hafði orð á því að drottningin væri mjög hrifin af Snæfellsjökli og þeirri mystík sem umlykur jökulinn og þegar hann frétti að ég heföi mál- að myndir af hestum vildi hann endi- lega hafa hest á sinni mynd. Til aö þessi málverk væru í samræmi við það sem ég er að gera og að þau skæru sig ekki frá þeirri heild sem þessi sýning mín er tengdi ég þau Eddukvæðum og heita þau Hrímfaxi og Huginn og Muninn yfir Snæfells- jökli. Ég mun síðan senda honum með myndunum Eddukvæðin á ís- lensku og spönsku og gera honum grein fyrir hvað málverkin tákna. Ég hef unnið að þessari sýningu allt frá því ég hélt síðast einkasýn- ingu hér á landi en hún var á Kjar- valsstöðum í tilefni fimmtugsaf- mælis míns fyrir þremur árum. Auk þess hef ég unnið að gerð freska í Flateyjarkirkju sem ég lauk við í fyrra.“ -HK Fjórir leikarar leika í Ráherrann klipptur. Þeir eru talið frá vinstri: Erlingur Gislason, Erla Rut Harðardóttir, Baltas- ar Kormákur og Briet Héðinsdóttir. Þjóðleikhúsið: Ráðherrann klipptur Um þessar mundir sýnir Þjóðleik- húsið á Litla sviðinu danska gaman- leikinn, Ráðherrann klipptur, eftir Ernst Bruun Olsen. Verkið skrifaði hann 1982 og gerist það í hljóðstofu útvarpsstöðvar þar sem mennta- málaráðherra hefur tekið að sér að setja saman klukkustundarlanga dagskrá með ýmsu efni. Hann ætlar að upphefja sjálfan sig með því að spjalla við unga menntakonu og er honum alveg ósárt um þótt hann baki óreyndan viðmælanda sinn í leiðinni. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er. Ráðherrann klipptur hefur fengið góða dóma enda er hér um smellinn ádeilugamanleik að ræða sem geng- ur bærilega upp. Leikendur eru að- eins fjórir, ráðherrann sem Erlingur Gíslason leikur, menntakonan unga, sem Erla Rut Harðardóttir leikur, upptökustjórinn, sem leikinn er af Bríeti Héðinsdóttur, og hljóðmaður- inn sem Baltasar Kormákur leikur. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Næsta sýning á Ráherrann klipptur er annað kvöld. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.