Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1991, Page 7
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1991.
23
F
I
i
i
i
p
i
I
I
>
[
Sigrún Blomsterberg úr Fram verður í eldlínunni um helgina en þá leika Fram og Stjarnan hreinan úrslita-
leik um íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. DV-mynd Brynjar Gauti
íþróttir helgarinnar:
Síðustu leikimir
í handboltanum
- úrslitin á íslandsmóti karla og kvenna ráðast um helgina
Nú, þegar sumarið er gengið í
garð samkvæmt almanakinu, lýk-
ur keppni handknattleiksfólks og
úrslit í öllum deildum karla og
kvenna ráðast um helgina. Úti-
íþróttirnar fara nú að láta meira
að sér kveða með hækkandi sól en
fram undan er þó spennandi
keppni körfuboltalandshðsins hér
á landi í næstu viku þegar leikar
hefjast í einum riðli í Evrópu-
keppni landsliða. Hér getur að líta
það helsta sem er á seyði í íþróttum
helgarinnar:
Handbolti
Stórleikurinn í handboltanum er
úrslitaleikur Fram og Stjömunnar í
1. deild kvenna. Liðin eru jöfii að
stigum fyrir lokaumferðina og mæt-
ast í síðasta leik deildarinnar. Viður-
eignin fer fram í Laugardalshöllinni
á sunnudaginn og hefst klukkan 15.
Einn leikur er í 1. deild kvenna á
laugardag en þá leika FH og Víking-
ur í Kaplakrika klukkan 15.
• í úrslitkeppni 1. deildar karla
leika ÍBV og Stjaman í Vestmanna-
eyjum klukkan 20 í kvöld og á laug-
ardag leika Haukar og FH í Hafnar-
firði og íslandsmeistarar Vals heim-
sækja Víkinga í Laugardalshöll.
Báðir leikimir hefjast klukkan 16.30.
• Spennan er meiri í fallkeppni 1.
deildar karla. í kvöld leika á Selfossi
heimamenn og ÍR klukkan 20. Á
morgun klukkan 16.30 leika KR og
KA og Grótta fær Fram í heimsókn.
• í úrslitakeppni 2. deildar karla em
tveir leikir kl. 20 í kvöld. Njarðvík
og ÍBK leika í Njarðvík og á Húsavík
leika Völsungur og UBK. UBK held-
ur síðan til Akureyrar á laugardag
og leikur gegn Þórsurum kl. 13.30
og gæti þessi viðureign orðið úrslita-
leikur um laust sæti í 1. deild en HK
hefur þegar tryggt sér sæti í deild-
inni.
Knattspyrna
Tveir leikir fara fram á Reykjavík-
urmótinu í knattspymu um helg-
ina. Klukkan 17 á laugardag leika
Fylkir og ÍR og á sama tíma á
sunnudaginn leika Leiknir og
Þróttur.
• Úrslitin ráðast í litlu bikar-
keppninni í knattspymu á laugar-
daginn en þá eigast við 2. deildar
liðin ÍBK og ÍA og fer leikurinn
fram í Keflavík og hefst klukkan 14.
Blak
16. öldungamót Blaksambands ís-
lands, sem oft er kallað íslandsmót
öldunga í blaki, verður haldið í
íþróttahúsinu við Vesturgötu á
Akranesi nú um helgina. Mótið
hófst í gær og lýkur á morgun,
laugardag. 35 lið hafa skráð sig í
mótið frá 18 félögum og verða því
leikir alls 106 talsins. Keppt verður
í 6 deildum, þremur kvennadeild-
um og þremur karladeildum.
Skíðamót
Stærsta skíðamóti landsins verður
framhaldið um helgina og lýkur
með verðlaunaafhendingu á laug-
ardaginn. Þetta eru Andrésar and-
ar leikamir sem fram fara í Hlíðar-
flalli á Akureyri. Keppendur eru á
aldrinum 6-12 ára, aús 734 krakkar
frá 14 héraðum.
Hestar
Það er nokkuð um að vera í hesta-
íþróttum um helgina. Á sunnudag-
inn fer fram firmakeppni á fjórum
stöðum á landinu. Á Hvolsvelli er
.firmakeppni Geysis, á Selfossi er
firmakeppni Sleipnis, á Glaðheim-
um er firmakeppni Gusts og á Kjóa-
völlum fer fram firmakeppni And-
vara.
-GH
W KEPPNIN "
ÍSLENSKi HflNDBOLTINN ®
yR$l ■
10. UMFERÐ
Föstudagur 26. apríl
ÍBV - Stjarnan
Kl. 20:00
Vestmannaeyjar
Laugardagur 27. apríl
Víkingur - Valur
Kl. 16:30
Laugardalshöll
Laugardagur 27. apríl
Haukar-FH
Kl. 16:30
Strandgata, Hafnarfirði
Föstudagur 26. apríl
Selfoss - ÍR
Kl. 20:00
Selfoss
Laugardagur 27. apríl
Sensei Masoe Kawasoe, 6. dan,
yfirþjálfari shotokan á Islandi.
AÓ&MAHAð
Byrjendanámskeið
hefjast þriðjudaginn 30. apríl
Aðalþjálfarar
sensei Poh Lim, 4. dan
sensei Ó. Wallevrk, 3. dan
KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR
Skipholti 3, 2. hæð, 200 m frá Hlemmi.
Upplýsingar i sima 22700 á daginn, 14003 milli kl. 17.30 og 22.00
mánudaga-föstudaga og ki. 12.00-15.00 laugardaga.
KR-KA
Kl. 13:00
Laugardalshöll
Laugardagur 27. apríl
Grótta - Fram
Kl. 16:30
Seltjarnarnes
-ii'ii Í‘i
írW.i tt -7 iLií i • 4 *
VÁTRYGCIIVGAFÉIAG ÍSLAIMDS HF
lii ÍA Í
PS S0Í9 V/SIW} U°D