Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1991, Síða 3
• FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1991. 23 Dans- staðir Ártún Vagnhöföa 11, sími 685090 Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt Hjördisi Geirsdóttur söng- konu leikur fostudags- og laugar- dagskvöld. Bjórhöllin Gerðubergi 1, sími 74420 Lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Blúsbarinn Laugavegi 73 Lifandi tónlist öll kvöld. Breiðvangur í Mjódd, sími 77500 Söng- og skemmtidagskráin Við eigum samleið flutt á laugardags- kvöld. Dagskráin er byggð á söng- ferli Vilhjálms heitins Viihjálms- sonar. Casablanca Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Dansleikur á föstudags- og laug- ardagskvöld. Danshúsið Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Hljómsveitin Smellir ásamt Ragnari Bjarnasyni leikur á föstudags- og laugardagskvöld. Fjörðurinn Strandgötu, Hafnarfirði Sjöund frá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi um helgina. Furstinn, Skipholti 37, sími 39570, Lifandi tónlist í kvöld, föstudags- og laugardagskvöld. Gikkurinn ° Ármúla 7, sími 681661 Rúnar Þór og hljómsveit leika fostudags- og laugardagskvöld. L.A. Café Laugavegi 45, s. 626120 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Hátt aldurstakmark. Lídó Lækjargötu 2 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Opið fostudags- og laugardags- kvöld á Stönginni. Aðgangur ókeypis. Hótel Borg Dansleikur fóstudags- og laugar- dagskvöld. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Rokk, trúður og trylltar meyjar flutt í kvöld. Á laugardagskvöld verður stórsýningin Rokkað á himnum. Anna og flækingamir í Ásbyrgi, Blúsmenn Andreu í Café íslandi og diskótek í norðursal. Hótel Saga Sýning á Næturvaktinni, skemmtun á laugardagskvöld. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Naustkráin Vesturgötu 6-8 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Nillabar Strandgötu, Hafnarfirði Tríóið Óh blaðasali leikur fóstu- dags- og laugardagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi Flowerskvöld í kvöld. Hljóm- sveitin Deep Jimi & the Zep Cre- ams frá Keflavík leikur. Á laugar- dagskvöld skemmta Svörtu kagg- amir frá Akureyri. Á sunnudags- og mánudagskvöld skemmtir ein af yngri hljómsveitum landsins, Guði gleymdur. Walter Trout og hljómsveit í Lídó: Lékmeð JohnMayall í 5 ár Walter Trout á útihljómleikum í fyrrasumar. Það er óhætt að segja að mikill fengur er fyrir alla blús- og rokk- aðdáendur í komu Walter Trout til landsins, en hann ásamt hljómsveit sinni mun leika í Lídó í Lækjar- götu, mánudags- og þriðjudags- kvöld. Walter Trout er sjálfsagt þekkt- astur fyrir að hafa leikið lengi með Blúsbrjótum John Mayalls eða í ein fimm ár og var hann með Mayall á þremur plötum. Hann yfirgaf Blúsbijóta í árslok 1989 og stofnaði eigin hljómsveit og hélt í víking til Evrópu þar sem hann hefur gert það mjög gott í Skandinavíu og Englandi. Hefur hann nú bæki- stöðvar í Danmörku þar sem hann lék inn á plötuna Life in the Jungle sem er geysilífleg og góð plata sem alls staðar hefur fengið góða dóma. Tónlist Walter Trout í dag er blanda af rokki og blús og er tón- listin mun harðari en tónlist May- alls. Trout leikur sjálfur á gítar og munnhörpu og syngur. Með hon- um í hljómsveitinni eru Jim Trapp, bassi, Leroy Larson, trommur og Dan Abrams, hljómborð. Trout sem er á fertugasta aldurs- ári þykir mjög líflegur á sviði og á það tíl að leika lengi og taka löng sóló ef hann er í stuði. Auk þess að leika eigin tónsmíðar tekur hann lög eftir Jimi Hendrix, John Lee Hooker og fleiri. Það verður örugglega engin lognmolla í Lídó þegar Walter Trout mætir þar með blússveit sína. -HK Stórveisla á Hótel í slandi Hljómsveitin Galíleó leikur á Púlsinum nú um helgina. Galíleó á Púlsinum I kvöld verður endurtekin á Hót- el íslandi sýningin Rokk, trúður og trylitar meyjar og sér Rokkbandið um allan undirleik auk dansleiks til kl. 3.00. Þessi sýning hefur gengið á Akur- eyri fyrir fullu húsi í fjóra mánuði og gert góöa lukku. Fjórir söngvar- ar eru í sýningunni. Það eru Rúnar Júlíusson, Bjami Arason, Anna Vilhjálmsdóttir og Júlíus Guð- mundsson. Dansarar eru Jói Bachmann, Anna Sigurðardóttir, Ólöf Björns- dóttir og Ragnar Sverrisson en þau eru íslandsmeistarar áhugamanna í rokkdansi. Einnig dansa Ingólfur Söngvarinn og lagahöfundurinn Rúnar Þór leikur um helgina á Gikknum ásamt hljómborðsleikar- Stefánsson, Sigurrós Jónsdóttir, Lizy Stefánsdóttir, Arnór Diego og Sigrún Jónsdóttír. Rokk, trúður og trylltar meyjar er saga um sveitapfltinn Lúðvík Líndal sem orðinn er leiður á fjós- inu og flórnum. Þetta er vingjarn- legt grey sem hefur eitthvað við sig þrátt fyrir heftan þroska. Lúðvík skellir sér í höfuðborgina og breyt- ist þar í besta dansarann og mesta töffarann. Sagan er sögð með dansi, söng og látbragði. Á laugardagskvöldið býður Hótel ísland upp á stórsýninguna Rokkað á himnum. Sýningar eru nú orðnar 40 og aðeins þijár eftir. anum Jóni Ólafssyni og Jónasi Björnssyni. I kvöld og annað kvöld skemmtir hijómsveitin Galíleó á Púlsinum. Galíleó leikur fyrst og fremst gull- aldarrokk og popptónlist. Nýverið hafa þeir sent frá sér lag á safn- plötu frá Steinum hf. Lagið heitir Syngjum okkur hás og þykir líkleg- ur sumarsmellur. Hljómsveitina skipa Sævar Sverrisson söngvari, Rafn Jónsson trommur, Öm Hjálmarsson gítar, Baldur Sigurðsson bassi, Jens Hansson sax og hljómborð. Trúbadorinn Gísli frá Akranesi kemur fram milli kl. 22.00 og 23.00 en hann hefur verið að hasla sér völl á Reykjavíkursvæðinu, m.a. leikið á Naustkránni og Geirsbúö. Hann flytur lög eftir Bob Dylan, Cat Stevens, Megas og fleiri. Þaö verður því sjálfsagt mikið sungið á Púlsinum þessa helgi og sjálfsagt verða einhveijir hásir. Gikkurinn Hallbjörn Hjartarson kemur fram um helgina á Ránni í Keflavík. Stangaveiðifélag Reykjavíkur: Síðasta opna húsið Það styttist í að veiðimennirnir taki fram stangirnar og renni fyrir lax og silung. DV-mynd G.Bender „Við eigum von á góðri þátttöku í þetta síðasta sinn sem við höfum opið hús fyrir veiðivertíðina," sagði Stefán A. Magnússon, for- maður skemmtinefndar Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, í vikunni en í kvöld verður opið hús hjá Stangaveiðifélaginu, það síðasta þetta árið. „Árni ísaksson veiðimálastjóri ræðir um veiðisumarið, horfur og hvað muni jafnvel gerast í Borgar- íirðinum í sumar þegar netin eru uppi. Haukur Sveinbjörnsson mun ræða um staðareldi. Síðasta opna hús okkar tókst vel og margir veiði- menn mættu, þetta verður ekki síðra,“ sagði Stefán í lokin. -G.Bender Kúreki norðursins á Ránni í Keflavík Hippastemmning á Tveimur vinum í kvöld og annað kvöld skemmta Guðmundur Haukur og Hallbjörn Hjartarson á Ránni í Keflavík. Hallbjörn er fyrir löngu orðinn landsþekktúr skemmtikraftur og söngvari og ætlar hann nú að troða upp eftir langa hvfld, að sjálfsögðu í Keflavík þar sem sveitatónlist heyrðist fyrst á íslandi. Guðmundur Haukur er einn af fáum hér á landi sem er einn með sína stórhljómsveit þar sem tæknin í hljómborðum er notuð tfl hins ýtrasta. Guðmundur er líka stór- góður söngvari eins og landsmenn vita. í kvöld verður sannkallað „Flow- er-power“ kvöld á Tveimur vinum. Þá skemmtir hljómsveitin Deep Jimi & The Zep Creams. Sveitin flytur tónlist frá hippatímanum og gefur nafn sveitarinnar nokkuð tfl kynna hvað er á efnisskránni. Á laugardagskvöldið skemmtir önnur athyghsverð hljómsveit. Það er rokk og rokkabillyband frá Ak- ureyri sem kallar sig Svörtu kagg- ana. Sunnudags- og mánudags- kvöld skemmtir svo Guði geymdir, ein af yngri hljómsveitum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.