Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 1
[Vj-)/\f }C ffin#.a7TBÖT Nú stendur yfir sýning Koggu i Gall- erí Nýhöfn i Hafnarstræti. Á sýning- unni eru verk unnin i steinleir, inn- lagðan með postulíni. Þetta eru skálar og vasar í óvenjulegum stærðum, allt upp í 180 cm á hæð. Sýningin, sem er sölusýning, verður opin virka daga frá 10-18 og 14-18 um helgar. Lokað er á mánudögum og lýkur sýningunni 5. juní. DV-mynd BG RuRek'91: Djasshátíð Ríkisútvarps- ins og Reykja- víkurborgar Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg hafa tekið höndum saman við aö efna til mikillar djasshátíðar i borginni næstu viku. Hátíðin verður sett í út- varpshúsinu við Efstaleiti á sunnu- dag og er öllum djassáhugamönnum boðið að vera við opnunina við lif- andi tónhstarflutning. Á dagskrá RuRek verða liðlega 50 uppákomur víðs vegar um bæinn utan dyra sem inna en hátíðin stendur frá 26. mai til 2. júní. Krár og veitingahús borg- arinnar verða svo undirlögð í djassi næstu vikuna en þar er um að ræöa Hótel Borg, Djúpið, Duushús, Kringlukrána, Púlsinn og Tvo vini. Tónleikar verða á Hótel Borg fiesta hátíðardagana auk þess sem Hótel Borg býður matargestum sínum upp á lifandi djasstónhst alla dagana. Hátíðin er samnorræn og styrkt af Nordjazz og í anda þeirrar samvinnu er lögð áhersla á að listamenn frá öllum Norðurlöndunum sameini krafta sína. Erlendir hstamenn koma frá öllum Norðurlöndunum og eru þeir alls 15 talsins. Af þeim má nefna New Jungle Trio frá Danmörku sem er eins konar útibú stærri frumskóg- arhljómsveitar þar í landi. Auk tón- leika tríósins á Hótel Borg 29.5. ætlar forsprakkinn Pierre Dörger að æfa samnorræna 14 manna sveit og leiöa hana í gegnum nokkur verka sinna á lokatónieikunum í Borgarleikhús- inu. Karin Krog er ein virtasta djass- söngkona Noröurlanda og kemur hún tvisvar fram. í fyrra sinnið með lítilh hljómsveit 30.5. og síðan með stærri hljómsveit á lokatónleikun- um. Aðrir útlendingar sem leika með íslenskum djassleikurum á hátíðinni eru danski tenórsaxófónleikarinn Bent Jædig sem hefur um áratuga skeið verið einn fremsti saxófónleik- ari Dana, sænski trompetleikarinn Ulf Adaker og íinnski swing-klari- nettuleikarinn Pentti Lansanen sem kemur við þriðja mann. Þá er ótahn eina fullskipaða hljóm- sveitin en það er færeyska fusion- hljómsveitin Plúmm sem hefur und- anfarið verið fulltrúi Færeyinga víða um Norðurlönd. • Samsöngur Gamalla Fóstbræöra og Gamalla Geysismanna Um langt árabil hefur ríkti mikil vinátta milh karlakóranna Geysis á Akureyri og Fóstbræðra í Reykjavík. Hafa þeir oft skipst á heimsóknum og jafnvel farið saman í söngferð á vegum Sambands íslenskra karla- kóra. Gamlir söngmenn úr báðum kórum hafa sérstök félög með sér, raunar sjálfstæða kóra, þar sem menn hittast reglulega, syngja og gleðjast saman. Nú í vikulokin koma Gamlir Geys- ismenn suður yfir heiðar og munu ásamt Gömlum Fóstbræðrum efna Karlakórinn Geysir. Karlakórinn Fóstbræður. til tveggja söngskemmtana. Á efnis- skránni eru mörg vel þekkt og vinsæl lög. Mörg þeirra er sungin af kórun- um sameiginlega og verða þá ekki færri en 70 söngmenn á pallinum. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í sal Fjölbrautaskólans á Selfossi laug- ardaginn 25. maí kl. 15.00 og eru þeir framlag kóranna til M-hátíðar á Suð- urlandi. Hinir siðari verða í Lang- holtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 26. maí kl. 17.00. Söngstjóri Gamalla Geysismanna er Árni Ingimundar- son, sem á sínum tíma tók við stjórn Geysis af föður sínum, en stjórnandi Gamalla Fóstbræðra er Jón Þórar- insson sem tók við söngstjórn Fóst- bræðra af Jóni Halldórssyni. Kristinn Sigmundsson í stuttri heimsókn Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari er væntanlegur í stutta heimsókn til landsins og mun hann halda tvenna tónleika. Þeir fyrri verða á sunnudag 26. maí kl. 16.00 í Vestmannaeyjum en hinir síðari verða fimmtudagskvöldið 30. maí kl. 20.30 í Þjóðleikhúsinu. Kristinn starfar nú við óperuna í Wiesbaden og hefur tekist á við mörg stór hlutverk þar. Nú síðast söng hann Rigoletto í samnefndri óperu Verdis. Kristinn hefur starf- að í Þýskalandi síðastliöin tvö ár og ferðast víða um með söng sinn og hvarvetna verið vel fagnað. Ný- lega söng hann í Hohandi með Pet- er Schreier, Jóhannesarpassíu Bachs, og hlaut frábæra dóma. Framundan er söngur í Sviss, Sví- þjóð og á Spáni. í Þýskalandi mun hann syngja í nýendurreistu óperuhúsi í Dresden sem þykir með fegurstu og glæsilegustu óperuhús- um í Evrópu. Tónleikarnir í Þjóðleikhúsinu er hinir fyrstu sem þar eru haldnir eftir endurreisn þess. Með Kristni leikur Jónas Ingimundarson píanóleikari. Á efnisskránni eru íslensk lög, söngvar eftir Schubert svo og sívinsæl amerísk og ítölsk lög og lýkur tónleikunum á óperu- aríum. Kriitinn Sigmundsson heldur hérlendis tvenna tónleika og Jónas Ingi- mundarson mun leika undir. Eitt verkanna á sölusýningu meistaranna. Sölusýning áverk- um meistaranna Klausturhólar og Listhús efna til nýstárlegrar sölusýningar á verkum margra helstu listamanna þjóöarinn- ar í sýningarsalnum að Vesturgötu 17. Meðal annars eru þar sýndar myndir eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Svavar Guðnason, Jón Stefánsson, Erró, Kristínu Jóns- dóttur, Þorvald Skúlason, Jóhann Briem, Júlíönu Sveinsdóttur og fleiri. Sumar þessara mynda hafa ekki komið áður fram til sölu hér á landi. Sýningin veröur opnuð laugardag- inn 25. maí kl. 14.00 og stendur til sunnudagsins 9. júní. Opið er alla daga frá kl. 14.00 til 18.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.