Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1991, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991. Útlönd Fyrirskipa handtöku móður Bhuttos Benazir Bhutto, fyrrum iorsaetis- ráðherra Pakistans. Simamynd Reuter Dómstóll í Pákistan fyrirskipaöi í gær handtöku Nusrat Bhutto, móöur Benazirs Bhutto, fyrrum forsætisráöherra Pakistans. Er hún sökuö um að hafa vanvirt rétt- arkerfið. Dómstóllinn, sem gaf út hand- tökuskipunina, er einn nokkurra sem rannsakar mál Benazirs og félaga hennar í pakistanska Þjóö- arflokknum. Benazir var rekin úr embætti forsætisráðherra í ágúst í fyrra, sökuð ummisbeitingu valds. Hefur Nusrat farið miöur faUeg- um orðum um dómstóhnn en hand- tökuskipunin var gefin út eftir að lögreglumaður tjáði dómstólnum að Nusrat gerði sér far um að kom- ast hjá því að taka við stefhu þó svo hún væri á heimili sínu. Þijár sprengiuárásír voru gerðar á spænskar skrifetofur í Róm í nótt. Sprungu sprengjur fyrir ffaman spænska sendiráðiö, spænskan banka og skrifstofu spænska flugfélagsins Iberia. Talsverðar skemmdir urðu af völdum sprenginganna en engir særðust. í morgun var hringt til ítalskrar fréttastofu og sagt að ETA, aðskilnaðar- samtök Baska, bæru ábyrgö á árásunum. Jórdanskur fangi í Kúvæt ræðir við kúvæskan lögmann sinn. Jórdaninn er sakaður um samvinnu við íraka. Simamynd Reuter Stjómarandstaðan í Kúvæt hefur mótmælt þeirri ákvörðun yfirvalda að ífamlengja herlög. Auk þess mótmælir stjórnarandstaöan áframhald- andi brotum á mannréttindum. Krónprinsinn af Kúvæt, Saad al-Abdullah al-Sabah, viðurkenndi í ræðu á sunnudaginn að ýmsir hópar og jafnvel nokkrir lögreglumenn mis- þyrmdu enn útlendingum þó svo aö þrír mánuðir væru liönir frá því að Kúvæt var frelsað. Sagði krónprinsinn að binda þyrfti enda á ofbeldið og hvatti til þess að menn skiluðu öllum vopnura sem þeir hefðu ólöglega undir höndum. Krónprinsínn nefndí þá staðreynd að útlendingar, sérstak- lega Palestínumenn, væra fluttir nauðugir frá heimilum sínum eða gripn- ir á götum úti og færðir til lögreglustööva þar sem þeim væri misþyrmt. Stjómarandstæðingar vonast nú til þess að krónprinsinn efni loforö sitt um að bæta ástandiö. Gamalli biblíu stolið úr kirkju GamaUi og þungri bihh'u frá árinu 1588 hefur veriö stolið úr kirkju á Noröur-Jótlandi. Biblían, sem er í leðurbandi og með gotnesku letri, var j læstum glerskáp. Áriö 1974 var biblían keypt á uppboöi í Svíþjóö og hún gefin kirkjunni á Jótlandi þaöan sem hún kom upprunalega. Til Svíþjóðar kom biblían, að því er tahö er, fyrir tilsthh sænskra hermanna sem stálu henni er ófriður ríktl milli Danmerkur og Svíþjóðar. Lögregluforingi myrtur Byssumenn kommúnista á Fihppseyjum era grunaöir um að haia skotið til bana lögreglufor- ingja og embættismann í Manila í gærkvöldi. Skæruhðar hafa nýlega hótaö því að heröa árásir sínar á höfuðborgina. Ung stúlka varð einnig fyrir skoti er byssumennirnir komu skyndi- lega að mönnunum tveimur þar sem þeir sátu á bekk á gangstétt. Skæruhðar kommúnista á Filippseyjum eru sakaðir um að bera ábyrgð á morðum á yfir tvö hundruö lögreglumönnum og her- mönnum í Manila síðasthöin þrjú hinsmyrta. Símamynd Reuter ár. Reuter, Ritzau Kona handtekin vegna morðsins áGandhi - tamílar grunaðir um verknaðinn Lögreglan í Tamh Nadu á Indlandi handtók í gærkvöldi fertuga konu í tengslum viö morðið á Rajiv Gandhi, iyrrum forsætisráðherra landsins, og hefur þegar hafið yfirheyrslur yfir henni. Konan er tahn vera einn af þremur vitorðsmönnum morðingja Gandhis sem vitni sáu leggja á flótta eftir morðið. Hún sást koma á morðstað- inn í for með meintum morðingja Gandhis og tveimur karlmönnum. Konan, sem er vændiskona, segist hafa verið á leið í heimsókn til for- eldra sinna í Nagapatnam með rútu- bifreið þegar hún villtist og fór út á vitlausum stað. Talið er að morðingi Gandhis, sem fórst í sprengingunni, hafi borið sér- útbúið belti meö sprengiefni sem hún sprengdi í loft upp er hún beygði sig niður við fótskör Gandhis til að votta honum virðingu sína. Lík hennar er eina hkið, af alls 17, sem enginn hef- ur borið kennsl á þó andlit hennar hafi ekki skaddast. Sérfræðingar telja að morðið á Gandhi beri öh merki þess að hér hafi verið um skærahða tamíla að ræða. Þeir hafa lengi barist fyrir sjálfstæðu ríki á Sri Lanka og reidd- ust Gandhi þegar hann var forsætis- ráðherra og sendi indverskar her- Sonia Gandhi, eiginkona Rajivs Gandhi, sést hér ásamt börnum sínum tveimur á leið til staðarins þar sem ösku Gandhis verður sökkt. sveitir til Sri Lanka til að binda enda á borgarastyrjöldina. í áratuga baráttu sinni fyrir sjálf- stæði hafa tamílar bæði sent karl- menn og konur í svokallaðar sjálfs- Símamynd Reuter morðsferðir. Skæruhðasamtökin hafa þvertekið fyrir að eiga nokkurn þátt í morðinu. Reuter Kínverjar þakka Bush stuðninginn Kínverjar sögðust í morgun vera þakklátir fyrir þá ákvörðun George Bush Bandaríkjaforseta að ætla að mæla með því að þeir verði áfram í hópi þeirra þjóða sem fái að njóta bestu viðskipavildar Bandaríkjanna og það án skilyrða. Bush tilkynnti þessa ákvörðun sína í ræðu sem hann hélt við Yale- háskólann í gær en hún hefur í för með sér mihjarða útflutningsvið- skipti Kínverja til Bandaríkjanna. En Bush tilkynnti ennfremur að fyrirhugað væri að takmarka út- ílutning á hátæknibúnaði til Kína vegna meintrar sölu Kínverja á eld- flaugum og öðrum háþróuðum vopn- um til vanþróaðra ríkja. Bush sagðist ætla að tilkynna full- trúaþinginu þessa ákvörðun sína í vikunni en fjöldi þingmanna hefur þegar sagst ætla að berjast gegn þess- ari ákvörðun vegna viðskiptastefnu Kínverja, ófullnægjandi mannrétt- inda í landinu og vopnasölu þeirra. Reuter Albanía: Fleiri í hungurverkfall yfir frá 16. maí. Þegar DV kom að námunum um hádegið í gær var verið að flytja einn námumannanna á sjúkrahús eftir að hann haföi veikst illa. Námumenn, sem voru á staðnum en tóku ekki þátt í sjálfum aðgerðunum, sögðu í spjalli við DV að verkfallsmenn nærðust á vatni og sykri en legðu sér ekki annað til munns. Mikiil mannfjöldi var saman kom- inn við námurnar 111 að sýna sam- stöðu með námumönnunum og lýsa yfir andúö sinni á stjóm Verka- mannaflokksins. Allt fór þó friðsam- lega fram og lögregla var hvergi sjá- anleg. Áhrif verkfahs verkalýðsfélaganna era best sjáanleg á þeim mikla íjölda sem gengur eða hjólar úti á þjóðveg- um landsins en samgöngur almenn- ingsvagna og járnbrauta hggja niðri. Einnig eru verslanir orðnar hálftóm- ar og flestar vörur á þrotum. Miðstjórn albanska verkamanna- flokksins, áður kommúnistaflokks- ins, kom saman til fundar í gær til að reyna að finna lausn á ástandinu. í yfirlýsingu stjórnvalda á sunnu- daginn sagði að verkfallsaðgerðimar græfu undan tílraunum th að koma á efnahags- og stjórnmálaumbótum. Víðir Sigurðsscxn, DV, AJbaníu: Fimmtíu manns bættust í gær í hóp námuverkamannanna sem era í hungui-verkfalli í Vahas rétt utan við Tirana, höfuðborg Albaníu. Era þá um eitt hundrað og fimmtíu manns niöri í námunum. Eins og DV sagði frá í gær fóru námuverkamenn í hungurverkfall á laugardag til að styðja við verkfallsaðgerðir óháðu verkalýösfélaganna sem hafa staðið Hundrað og fimmtíu albanskir námuverkamenn eru nú i hungurverkfalli. Alls eru um þrjú hundruð og fimmtíu þúsund Albanir í verkfalli. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.