Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1991, Blaðsíða 32
LOKI „Nú blika viðsólarlag .. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1991. Blikastaðalandiö: Kaupin eru úr sögunni „Viö í bæjarstjórn Mosfellsbæjar lítum svo á að þetta mál sé úr sög- unni og Reykjavíkurborg muni ekki kaupa Blikastaðalandið. Það náðust ekki samningar um það ákvæði í til- boöi borgarinnar að samningar yrðu að nást við Mosfellsbæ um breytingu á lögsögu ef kaupin ættu að fara fram, þannig að það veröur að öllum líkindum ekkert úr þeim,“ segir Þengill Oddsson, settur forseti bæj- arstjórnar Mosfellsbæjar. Á borgarafundi í Hlégarði í gær kom fram eindreginn vilji bæði bæj- arstjórnarinnar og íbúa í Mosfellsbæ að lögsögumörkum verði ekki breytt. Mosfellsbær hefur forkaupsrétt á landinu til morguns en einnig er frestur til 15. júní til að reyna að ná samningum við Mosfellsbæ. Ef það tekst ekki fellur kauptilboðið niður. „Eftir þennan fund er ljóst að af þessum kaupum verður ekki. Þaö verða ekki neinar viðræður frekar við Reykjavíkurborg í beinu sam- bandi við þetta mál, en Reykjavíkur- borg hefur hins vegar áhuga á við- ræðum við Mosfellsbæ um einhverj- ar breytingar á lögsögu. Það verður ekki farið í þær nema bæði sveitarfé- lögin séu tilbúin til að ganga til samninga og bæði hafa hag af,“ segir Þengill. -ns Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Þessir vígalegu hrefnuveiðimenn, Guðmundur Haraldsson frá Akureyri og Gunnar Jóhannsson frá Hólmavík, komu á bátum sínum til Reykjavíkur vegna fundar Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þeir félagar eru ekki sáttir við bann ráðsins á hrefnuveiðum við ísland og mótmæia því harðlega. íslensk stjórn- völd hafa á fundinum farið fram á að hvalveiðiráðið úthluti íslendingum takmörkuðum veiðikvótum á hrefnu og langreyði. DV-mynd Brynjar Gauti Úrsögn úr hval- veiðiráðinu kemur í veg fyr- ir veiðar íslendingar tilnefndu ekki fulltrúa í vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins á fundi þess í gær. Með þessu halda íslendingar þeim möguleika opnum að til úrsagnar úr ráðinu kunni að koma. Ljóst þykir að segi íslendingar sig úr ráðinu muni þeir ekki geta haflð neinar hvalveiðar næstu árin. Þeir hafa verið aðilar að því síðan 1947 og skuldbundu sig þar með til að fara eftir samþykktum þess við veiðar. Með alþjóðlegum hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna, sem tók gildi árið 1982, jókst vægi ráðsins til muna. í sáttmálanum er að finna ákvæði um að hvalveiðiþjóðir skuli vinna saman á alþjóðlegum vett- vangi að friðun, rannsóknum og stjórnun veiða. ísland var eitt þeirra landa sem knúðu á um gerð þessa sáttmála. Til að geta hafið hvalveiðar að nýju eftir úrsögn úr ráðinu yrðu íslend- ingar að ganga í ný alþjóðleg samtök er hefðu með stjórn veiðanna að gera. -kaa - heilagar kyr mega ekki bmda hendur íjármálaráðaherra „Sú sveifla niður á við í ríkisíjár- málum.sem orðið hefur á siðsutu misserum með aukningu á láns- íjárþörf hins opinbera upp á annan tug milljóna, tvöföldun á sýnileg- um halla ríkissjóðs ásamt því að áætlanir um sparnað hafa hruniö um 10 miiljarða lýsir þaö stórum vanda að fjármálaráðherra veröur aö íreista þessa að fara allar leiðir til að ná jöfnuði. Það getur hann ekki gert ef einhverjar heilagar kýr ætla aö banna honum að ganga til verka á grundvelli stjómarsátt- málans,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráöherra við DV í morgun. Jón Baldvin olli kurr í liði stjórn- arandstöðunnar á Alþingi eftir miðnætfi í nótt, i umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. í svari við fyrirspurnum lýsti hann þvi því yfir að jöfnuður í rikisfjár- málum næðist ekki á næsta ári ef útgjöld til landbúnaðar yrðu ekki lækkuð og um leið tekin skref í átt að veíðileyfasölu. Eftir ræðu Jóns Baldvins urðu nokkuð snarpar umræður utan dagskrár. Sagðist stjórnarandstaðan þurfa að ræða stefnu stjórnarinnar itarlegar eftir yfirlýsingar Jóns Baldvins. Eftir fund þingforseta með forystu- mönnum flokkanna var fundi frestað eftir þrettán klukkustunda umræðu um stefnuræðuna. Sjávarútvegsráðherra hefur áður lagst gegn hugmyndum um veiði- leyfasölu og landbúnaðarráðherra vill ekki skerða búvörusamningf- imi „Það sem ég sagði í svari mínu við yfirspurnum í þinginu í nótt er að sjálfsögðu í fuliu samræmi við stefnuyfirlýsinguríkisstjórnarinn- ar. Las ég upp úr stjórnarsáttmál- anum því til stuðnings en menn virðast enn ekki haft tíma til að lesa þar stefnuyfirlýsingu um land- búnaðarmál. Þar er kveðið skýrt á um að lækka þurfi útgjöld til land- búnaðarmála. Varðandi sjávarút- vegsstefnuna er meginákvæði í stefnuyfirlýsingunni að gera sam- eignarákvæði virkt í stjórnskipun landsins. Það ætti öllum að vera ljóst hvað það þýðir. Ef einstakir ráðherrar lýsa sig andvíga þeirri stefnu ber að visa þeim spuming- um til forsætisráöherra. Það er ekki mitt mál,“ sagði Jón. Pram kom að Jón heföi ekki lesið stefnuræðu forsætisráöherra áður en henni var dreift til þingmanna. ,Ég las aldrei stefnuræður Stein- gríms Hermannssonar í fyrrver- andi ríkisstjóm. Ég treysti mönn- um til að setja saman texta án þess að ég ritstýri." -hlh Ritstjóm - Autpýsingu^ ■ Á&kriri - Droifínc?- Heilsuhælið: Yfirlæknirráð- inn í morgun „Það gefur auga leið að sá læknir sem er á hæhnu verður sjálfkrafa yfirlæknir. Þetta er bara pappírs- vinnsla og er afskaplega einfalt mál segir Gunnlaugur K. Jónsson, vara- formaður rekstrarstjórnar heilsu- hælisins í Hveragerði. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra gaf rekstrarstjórn hælisins frest til hádegis í dag til að ráða nýjan yfir- lækni á hælið eftir að þeim tveimur yfirlæknum, sem þar voru, var sagt upp á laugardaginn. Þá var heilsuhælinu gefinn frestur í mánuð til að ráða annan lækni með því skilyrði að ekki yrðu lagðir inn nýir sjúklingar fyrir þá sem útskrif- ast. Læknafélag íslands hefur hins vegar hótað öllum þeim læknum, sem sækja um á heilsuhælinu, brott- rekstri úr félaginu. „Það er ekkert vandamál fyrir okk- ur að fá lækna. Við höfum rætt við ýmsa aðila og það hefur líka verið rætt við okkur að fyrra bragði. En það gefur auga leið að ef við fáum ekki lækna er það einfaldlega vegna aðgerða Læknafélagsins sem vinnur gegn okkur með þessum hætti,“ seg- ir Gunnlaugur. -ns TVÖFALDUR1. vinningur SLOKKVITÆKI Þjónusta - sala - hleðsla Reglubundið eftirlit Sækjum - sendum Ím ®9M9399 Allan sólarhringinn Öryggisþjónusta ¥ARI síðan 1969 Veöriöámorgun: Bjartá Suður- og Austur- landi Á morgun verður hæg vestlæg eða breytileg átt. Þokubakkar við vestur- og norðurströndina en annars þurrt og víðast bjart veð- ur. Hiti verður á bilinu 10-20 stig, hlýjast austanlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.