Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Side 2
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991. Ferðir Nýtt og gamalt í Disney World: Prúðu leikarar í þrívídd og Mikki í skrúðgöngu Skemmtigaröurinn Disney World í Flórída er í stöðugri sókn og meðal nýjunga þetta árið eru Prúðu leikar- ar Jims Henson. Prúðu leikara bíóið er á baklóð MGM-salarins og þar verða froskurinn Kermit, Svínka og öll hin. Notast er við sérstaka þrívíddar- og hljóðtækni við gerð kvikmyndanna til að gera Prúðu leikarana sem líflegasta. Kynnir í myndinni er auðvitað Kermit sem lofar öllum góðri skemmtun. Áhorf- endur fá í hendur sérstök gleraugu til að horfa í gegnum en þau gera það að verkum að Prúðu leikararnir hell- ast nánast yfir þá. Sæti eru fyrir nærri 600 manns og búist við örtröð á hverja sýningu. Nýtt flugeldakerfi hefur verið sett upp og eru allir flugeldarnir í banda- rísku fánalitunum, rauðir, bláir og hvítir. Flugeldasýningarnar verða á hveriu kvöldi og á afar þjóðlegum nótum því meðan litadýrðin lýsir upp himininn er „God Bless Amer- ica“ leikið undir. Um svipað leyti og flugeldasýningin fer fram munu fíg- úrur Disneys stíga á svið Ösku- buskukastalans með söngvurum, dönsurum og tónlistarmönnum. Sumargestir eiga þess kost að fylgj- ast með skrúðgöngunni stóru sem hefur verið daglegur viðburður yfir sumartímann frá árinu 1977. Fremst- ir þar í flokki eru auövitað Mikki mús, Andrés önd og Guffi. Borðað í bílum og sof- ið í franska hverfinu Önnur nýjung í Disneyheiminum er Drive-In eða bílaveitingastaður. Þessi tegund veitingastaða var æði vinsælt fyrirbæri á sjötta áratugnum þegar rokk, ról og tíu tonna drekar voru allsráðandi. Á veitingastaðn- um, sem tekur 250 manns í sæti, eru samankomnar nokkrar glæsikerrur og sitja gestirnir að snæðingi í þeim. Umhverfis sveima þekktar persónur úr vísindaskáldsögum og verur utan úr geimnum. Allt er eins „ekta“ og hægt er að hafa það, hátalarar við bílana sem gestirnir kaila í pöntun- ina og stjörnubjartur himinninn yfir Hollywoodhæðunum gnæfir yfir. Bílarnir eru auðvitað ekki í gangi svo að ekki þarf að hafa áhyggjur af út- blástursmengun. Nýir gististaðir hafa verið teknir í gagnið og nú geta gestir búið í eftir- líkingu af franska hverfinu í New Orleans. Þetta eru 1008 herbergi og kostar hvert frá 79 dollurum upp í 99 dollara hver nótt. Þeir sem hyggja á gistingu í einhverjum þeirra 15.000 herbergja, sem í boði eru á Disney- svæðinu, geta haft samband í síma (407) 934-7639. Disney í Frakklandi Senn líður að því að opnaður verð- ur Disneyskemmtigarður Evrópu, Prúðu leikararnir eru klárir fyrir þrívíddarbíóið með réttu græjurnar. Gler- augun gera það að verkum að Prúðu leikararnir hellast yfir áhorfendur. Mikki mús, Andrés önd og Guffi leiða hina daglegu skrúðgöngu í Disney World í Flórida. ;/ ‘ V' ' ://■ /-. rétt fyrir utan París í Frakklandi. Áætlað er að opna skemmtigarðinn með pomp og prakt þann 17. apríl 1992. Þeir sem vart geta beðið vegna tilhlökkunar geta keypt miða sína núna. Seldir eru dagsmiðar, svokall- aðir „Commermorative Passport" og gilda þeir sem aðgangur að öllu svæðinu einhvern tiltekinn dag. Verð hvers miða er 37 dollarar fyrir fullorðna en 28 dollarar fyrir þriggja til níu ára börn. Þennan miða má panta með því að skrifa til: Disney World Ticket Mail Ordet Dept., P.O. Box 10, 030, Leke Buena Vista, F1 32830. Einnig er hægt að panta í síma: (407) 824-4321. Greiða má með pening- um, póstávísunum eða greiðslukort- um frá American Express, Master Card og Visa. Atnsterdam: 21.900 kr.* (160 sœti) Lúxemborg:22.200 kr.** (190 steti) Panta verður fyrir 15. júlí. Brottför ekki síðar en 31. ágúst. Farpantanir og nánari upplýsingar í síma 690300 (opið alla 7 daga vikunnar), á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og á ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR QQS *ó manninn m.v. 2 fullorðnu og 2 Ixini (2-11 ára) í hfl í c-flokki og án flugvullarskutts. **á manninn m.v. 2 fullorðna og 2 l>öm (2-11 ára) í hfl í h-flokki og án flugvallantkutts. Sumarhús á Selfossi Nýverið voru tekin í notkun sum- arhús á Selfossi sem bæta úr brýnni gistiþörf í bænum. Sumar- húsin eru 11 talsins og standa þau í jaðri tjaldstæðisins sem er í miðj- um Seífosskaupstað og þaðan er um tíu mínútna gangur í miðbæ- inn. Hvert hús hefur tvö herbergi með sérinngangi og verönd. Gisti- rými er fyrir allt að fjóra í einu tvíbreiðu rúmi, rúmi og koju. Hverju herbergi fylgir baðherbergi með sturtu, vask og salerni og við innganginn er lítill eldhúskrókur, búinn öllum nauðsynlegum tækj- um, ísskápi, eldavél, pottum og pönnum og borðbúnaði. Hægt er að leigja herbergi (hús) meö rúmfotum eða notast við sinn eigin svefnpoka. Verð á herberginu fyrir einn í svefnpokaplássi er 3.500 kr. en 4.000 krónur með rúmfótum. Tveir í svefnpoka greiða 3.800 fyrir herbergið en 4.400 með rúmfotum. Fyrir fjóra í svefnpokum greiðist 5.000 krónur en 6.200 með rúmfótum. Á svæöinu er þjónustuskáli sem samnýtist með tjaldsvæðinu en þar er seldur morgunmatur sem kostar 500 kr„ léttur hádegisverður og öl á kvöldin. Húsin eru í sumarbú- staðastíl og vegna staðsetningar ber umhverfið keim af sveit og bæ og njóta gestir góðs af hvoru tveggja. Á Selfossi er góð sundlaug með inni- og útilaug og heitum pott- um, veitinga- og skemmtistaöir og nýlega var opnuð í Tryggvaskála Upplýsingamiðstöð ferðamála en þar geta ferðamenn fengið allar ferðaupplýsingar um Suðurland. Frá Selfossi er stutt til allra átta á Suðurlandi og hafa húsin mikið veriö leigð þeim sem vilja skreppa í góðar dagsferðir en hafa einn samastaðtillengritíma. -JJ Sumarhúsabyggðin á Selfossi nýtur góðs af sveit og bæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.